Tíminn - 12.09.1970, Blaðsíða 13

Tíminn - 12.09.1970, Blaðsíða 13
LAUGARDAGUR 12. september 1970. ÍÞRÓTTIR TÍMINN ÍÞRÓTTIR 13 Veröa Akurnesingar íslandsmeistarar í dag? Þrír leikir í 1. deild íslandsmótsins í knattspyrnu um helgina. ÍBK—ÍA í Keflavík, ÍBV—KR í Vestm. og Fram—ÍBA í Rvík. klp—Reykjavík. Um helgina verður 1. deildar- keppninni í knattspyniu haldið áfram, og þá leiknir þrír leikir, tveir í dag og einn á morgun. Annar þeirra leikja, sem fer fram í dag, er þýðingamesti ieik- ur deildarinnar, en þar em að- eins 4 leildr eftir fyrir utan þessa þrjá, sem fram fara um liclgina. Vestur-Þýzkaland sigraði Ungverja Vestur-Þýzkaland sigraði Ung- verjaland í landsleik í knattspymu á miðvikudagskvöldið með þrem mörkum gegn engu. Höfðu þjóðverjarnir algjöra yfirburði í ieiknum, sem er fyrsti lands'leibur þeirra síðan í HM keppninni í Mexíkó í sumar. Uwe Seefer lék þarna sinn 72 landsleik, og hefur enginn þýzkur knattspyrnumaður leikið fleiri landsleiki en hann. Sá sem átti metið lék 71 landsleik. Seeler var fyrir skömmu kosinn „knattspyrnumaður ársins 1970“ í Vestur Þýzka.’andi og er það í •Sja sinn, sem hann hlýtur þann titil. Annar varð Gerd Miiller, markakóngurinn í HM-keppninni. Vestur þjóðverjar hiðu me@ að kjósa knattspyrnumann ársins þar til keppninni í Mexíkó var lokið, en vanalega er kosið á vorin, þegar deildarkeppninni likur. Þessi leikur er leikur ÍBK og ÍA, sem fram fer í Keflavík, og hefst kl. 16,00. Þessi félög hafa svo til fylgzt a'5 frá upphafi keppn innar í vor, og þar til í síðustu viku verið næstum alltaf jöfn að stigum. Þá ske'ði það að KR sigraði ÍBK á Melavellinum og þar með skauzt IA tveim stigum upp fyrir ÍBK. Staðan fyrir leikinn í dag er þann- ig, að ÍA hefur hlotið 18 stig af 24 mögulegum. Hefur liðið að- eins tapað einum leik, fyrir Vík- ing, sem þegar er falðð í 2. deild, en gert fjögur jafntefli tvisvar við Val og einu sinni við ÍBA og KR. ÍBK hefur hlotið 16 stig af 24 mögulegum, tapað þrem leikjum fyrir ÍBV, KR og ÍA á Akranesi, en þar urðu lokatölurnar 4:2 og gert tvö jaíntefli við ÍBA og KR. Bæði liðin eiga eftir einn ’eik fyrir utan leikinn í dag, ÍBK við Val í Reykjavík og ÍA við ÍBV í Vestmannaeyjum. Sigri ÍBK í dag og síðan Val í síðasta leiknum, og ÍA sigri ÍBV eru liðin jöfn, og þarf þá auka- leik, en sigri ÍA í dag er sama hvernig leikur þeirra við ÍBV fer, því ÍBK getur þá aldrei náð meira en 18 stigum, og ÍA er þar með Íslandsmeistari. Ef leiknum líkur með jafntefli eru það leikirnir tveir, sem eftir eru hjá báðum, sem geta haft úrslitaáhrifin. Þetta eru möguleikarnir sem eru fyrir hendi og sjá þvi allir að í Keflavík fer fram stórleikur í dag, enda má búast við að margt verði um manninn á velSnum þar. ÍÞRÓTTIR um helgin Laugardagun Knattspyrna: Keflavíkurvöllur kl. 16.00 1. deild ÍB—ÍA. Vestmannaeyjavöllur kl. 16.00 1. deild ÍBV—'KR. Selfossvöllur kl. 16.00 2. deild Self oss—Breið ablik. Húsavíkurvöllur kl. 16.00 2. deild Völsungur—ÍBÍ. Akureyrarvöllur kl. 18.00 3. deild Þróttur—Reynir, úrslit. Knattspyrnuvellirnir í Reykja- vík, 22 leikir í Haustmótinu. Golf: Hvaleyrarvöllur kl. 13.30 Ron-Rico Danis golf, 36 holu opin keppni, feiknar 18 holur. Sunnudagur: Knattspyrna: Melavöllur kl. 14.00 1. deild Fram—ÍBA. Melavöllur kl. 17.00 2 deild Ármann—Haukar. Golf: Hvaleyrarvöllur kl. 13.30 Ron-Rico Danis golf, 36 holu opin keppni, leiknar 18 holur. Úrslit í 3. deild á Akureyri: Verða tvö Þróttarlið í 2. deild næsta ár? Mp—Reykjavík. f dag H. 18.00 fer fram, á Akur eyri úrslitaleikur 3. deildarkeppn innar í knattspyrnu, og eru það Suðumesjaliðið Reynir og Aust- fjarðarliðið, Þróttur, sem leika. Bæði þessi lið sigruðu í sínum riðlum í deildinni. og síðan í und anúrslitum. Reynir sigraði Hrönn, HVÍ og gerði jafntefli við UMSB, en Þróttur, sem er frá Neskaup- stað, sigraði KS frá Siglufirði á Akureyri um síðustu helgi 3:1. í þeim leik skoraði þjálfari liðsins, fyrrum leikmaður, Theodór Guð- nwindsson 811 mörk Þróttar, en hann hefur verið þeim drjúgur, bæði sem þjálfari og leikmaður í suimar. Reynismenn eru leikvanari en Þróttaramir, enda mikið meira um að vera á þeirra „vígstöðvum" en hinna, og er lið þeirra talið rnjög gott af 3. deildarliði að vera, og sízt lakara en mörg þeirra, sem nú leika i 2. deild. „Austfirzka Þrótti" hefur vegn- að vel í sumar, og ekki tapað leik, enn sem komið er. Austfirð ingar hafa aldrei átt lið í 2. deild, og er þetta það lengsta, sem knatt spyrnulið þaðan hefur komizt. síð an Austfirðingar hófu að taka þátt í mótum á vegum KSÍ. Sigri Þrótt ur í dag, verða tvö Þróttarlið í 2. deild næsta ár, og má þá búast við að.^já auglýsiuga, eins pg þessa í blöðunum. „Melavöliui 2. deild kl. 16.00 Þróttur—Þróttur". í Vestmannaeyjum leika í dag ÍBV og KR. Þessi leikur hefur litia þýðingu, nema um röðina í deild- inni ,en hún getur haft sitt að segja, því ef ÍA eða ÍBK' verða islands og bikarmeistari, veitir 3ja sætið í 1. deildinni rétt til þátteöku í borgakeppni Evrópu. Fimm lið hafa mögu'eika á 3ja sætinu enn seni stendur, og leika fjögur af þeim nú um helgina. ÍBV og KR í dag, og á morgun hér á Melavellinum kl. 14,00 Fram og ÍBA, en það verður síðasti leikur ÍBA í 1. deild á þessu ári. Línurnar þar, svo og á toppin- um ættu því að vera nokkuð ör- ukkar eftir miðjan dag á morgun. Þessi mynd cr frá leik Akraness og Kcflavíkur í fyrra. Það eru bræðumir Hörður og Friðrik Ragn- arssynir, sem sækja þaina að Ákranes-markimi, og hefur Friðrik fengið sér sæti á einum varnarmanni fA. f dag mætast þessi' félog í 1. deildarkeppninni í Keflavík, og getur Akranes orðið íslandsmeistari með því að sigra í þeim leik. Nær hálft hundrað leikmenn undir smásjá aganefndar KR, ÍA og ÍBA einu „hreinu" 1. deildarliðin til þessa. Mp—Reykjavík. — Grýla íslenzkra knatt- spymumanna, aganefnd KSÍ, er líklega ein sú athafnamesta nefnd innan KSÍ, að undan- skilinni mótanefndinni. Frá því hún tók til starfa nú í sumar, hefur hún tekið fyrir milli 40 og 50 kærur, eða áminningar frá dómurum. þar af um helming á meistara- flokksmenn en hinar á leik- menn úr yngri flokkunum. Starfssvið nefndarinnar nær aðeins yfir leiki, sem fram fara á vegum KSÍ, þ.e.a.s. leiki í ís- landsmótinu og bikarkcppni, en ekki á leiki í héraðsmótum. Eins og flestir vita eru flest ir þeir leikmenn, sem gerast mjög brotlegir á leikvelli „bók aðir“ af dómaranum, sem síð- an sendir kæruna áfram til aganefndar. Nefndin tekur þess ar kærur fyrir, og dæmir síð an eftir þeim. Fyrir fyrsta og annað brot fá leikmenn áminn- ingu, en fyrir þriðja brot. leik bann í einn leik. Gerist þeir brotlegir eftir það, fá þeir enn þyngri dóm, þ.a.s. leik- bann í fleiri ieiki. Einnig fá leikmenn, leikbann ef þeim er vísað af leikvelii. i_______________________ Til þessa hafa aðeins 4 leik menn verið dæmdir í leikbann, þar af einn 2. flokks piltur úr KR og 4. flokks piltur úr Vikingi, og tveir meistara- flokksleikmenn Víkings, þeir Hafsteinn Tómasson og Hafliði Pétursson, en sá síðarnefndi var dæmdur í leikbann. fyrir leikinn við ÍBA á Akureyri, sem fram fór í vikunni. Tveir meistaraflokksmenn hafa þegar hlotið tvær áminn ingar, einn úr Fram og einn úr Víking. Fá beir því leik- bann gerist þeir brotlegir í þriðja sinn. Af 1. deildarliðunum eru þrjú lið, sem hingað til hafa ekki fengið einn einasta _mann bókaðan, eru það KR, ÍA og ÍBA. Af 2. deildarliðinum hafa þrjú félög sloppið, Hauk- ar, ÍBÍ og FH, og flesti liðin í 3. deild eru hrein. Af yngri flokkunum hafa leikmenn úr 3. flokki staðið.sig bezt, því á þá hefur engin áminning eða kæra 'komið. Á félögin skiptast kærurnar. sem teknar hafa verið fyrir þannig, og er þar eingöngu átt við meistaraflokksmenn. Víkimgur — 2 með 1 bókun, 1 með 2 bókanir. Fram 2 með 1 bókum, 1 með 2 bókanir. Þróttur 5 með 1 bókun. ÍBK 4 með 1 bókun. Stjarnan 3 með 1 bókun. ÍBV 2 með 1 bókun. Ármann 2 með 1 bókun. Breiðablik 1 með 1 bókun. Selfoss 1 með 1 bókun. Víðir 1 með 1 bókun. , Völsungur 1 með 1 bókun. Valur 1 með 1 bókun. Þau félög, sem leikmenn eiga í yngri flokkunum sem hafa verið bókaðir, eru þessi: KR, Fram, ÍBV, Víkingur, FH og ÍBK. Aganefndin tefcur ekki aðeins fyrir kærur á leikmenn. heldur og dómara, sem gerast brotleg ir. Hefur hún begar áminnt einn þeirra, fyrir að hafa ekki sent inn leikskýrslu. Sjálfsagt berast nefndinni fleiri kærur áður en keppnis tímabilinu líkur, og þá sérstak lega þegar bikarkeppnin hefst, því þar er kappíð oft mifcið, og menn „heitir" í haustkuild- anum, og þá vtll stundum bregða við að upp úr sjóði. i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.