Tíminn - 12.09.1970, Blaðsíða 14

Tíminn - 12.09.1970, Blaðsíða 14
TÍMINN LAUGARDAGUR 12. september 1970 Stuftar fréttir Fratnhald af bls. 2 í Ríkisútvarpinu, Skúlagötox 4, og er áskrif-endum gefinn kostur á aS endurnýja skírteini sín, en ver®a að tilkynna það nú þegar, eða í síðasta lagi fyrir 18. sept- ember. Úrslit Framhald af bls. 1 , atkv. í 6. sæti. Með atkvæðum í varasæti fékk hann alls 673 at- kvæði. 7. sæti: Sigurgeir Kristjánsson, forstjóri, Vestmannaeyjum. Heild aratkvæðamagn hans var 669 at- kvæði. 8. sæti: Arnór Karlsson, bóndi Bóli. Heildaratkvæðamagn hans var 597 atkvæði. 9. sæti: Ólafur Ólafsson, kaup- félagsstjóri, Hvols-velli. Heildarat- kvæðamagn hans var 469 atkv. 10. gæti: Júlíus Jónsson, bóndi Korðurhjáleigu. Heildaratkvæða- magn hans var 462 atkvæði. 11. sæti: Sigurfinnur Sigurðsson, skrifstofumaður, Selfossi. Heildar atkvæðamagn hans var 392 atkv. Eins og fram kemiur af ofan- greindu, or stigaútreikningur ekki notaður í Suðurlandskjördæmd Framtooðsnefnd mun koma fljótt saman og ganga frá tiTlögu um framboðslista til Alþingiskosninga og leggja fyrir kjördæmisþing síð ar í haust, en þingið tekur endan- lega ékvörðun um skipan listans. Auður Auðuns Framhald af bls. 1 aðist inn í það barátta vissra afla fyrir pólitískri upprisu Gunnars Thoroddsen. Valið á ráðherra ber það hins vegar nreð ser, að enginn hagsmuna- hópur innan flokksins hefur tal ið réttan tíma nú að láta sverfa til stáls, og sætta sin því við að láta Auði fylla embætti dóms- og kirkjumálaráðherra. þá mánuði, sem eru til næstu alþingiskosninga. Sjálf valdabaráttan heldur hins vegar áfram, og er reynd ar óbreytt þrátt fyrir þessa ráð herratilnefningu. Auður Auðuns fæddist 18. febrúar 1911 á ísafirði, og eru foreldrar hennar Jón Auðuns Jónsson, forstjóri og alþingis- maður, og Margrét Jónsdóttir. Hún var, stúdent frá MR 1929 og cand. juris frá Háskóla ís- lands 1935. Var hún fyrsta kon an sem lauk því prófi. Auður stundaði málflutning á ísafirði 1935—36, og vann að ýmsum félagsstörfum. Árið 1946 var hún kjörinn í bæjar- stjórn Reykjavíkur og átti sæti þar fram til síðustu borgar- stjórnarkosninga, þar af mestan tímann, eða frá 1952, einnig í borgarráði. Hún var kjörin á Alþingi fyrir Reykjavik árið 1959, en hafði áður setið á þingi sem varaþingmaður um tíma. Framleiðsluaukning Frámhald af bls. > 1 réttingasmíði skýra frá sam- drætti í framleiðslumagni á 2. ársfj., þótt nettóniðurstöður könnunarinnar í þessum iðn- greinum hafi sýnt framleiðslu aukningu í ársfjórðungnum. Nýting afkastagetu fyrirtækj anna hefur batnað verulega á 2. ársfj. þessa árs og nokkru meira en á sama tímabili í fyrra. Ennfremur hefur hlut- fallstala þeirra fyrirtækja hækkað, sem telja sig þurfa að fjölga starfsmönnum af sölu möguleikar batna og fyrirliggj andi verkefni aukast. Fyrirtæki með 65% manriaflans svara þeirri spurningu játandi en 28% neitandi. í aprílkönnun- inni svöruðu fyrirtæki með 48% játandi en 52% neitandi. Bendir þetta ótvírætt til v«ru- lega betri afkastanýtingar. Venjulegur vinnutími hjá fyrirtækjunum hefur lengst fhjá 23% á móti 7% á 1. árs- fj.) og fleiri fyrirtæki hafa tekið upp fulla eftirvinnu (44% á móti 27% i lok 1. árs- fj. 1970) og Mutfallstala þeirra fyrirtækja, sem láta vinna næturvinnu að einhverju leyti, hefur einnig hækkað (úr 48% í 62%). Horfur á fjölgun starfsmanna eru nú betri en fyrir einu ári, nú er nettóniðurstaðan sú, að fyrirtæki með 21% mannaflans áætla fjölgun starfsfólks á 3. ársfj., en í fyrra áætluðu fyrir tæki með 9% mannaflans að starfsmönnum mundi verða fjölgað á 3. ársfj. 1969. Loks benda vaxandi fjárfest ingarfyrirætlanir iðnfyrirtækj- anna til aukinnar bjartsýni. Nú hyggja fyrirtæki með 54% mannaflans á fjárfestingar en í júlí 1969 hugðu fyrirtæki með 34% mannaflans á nýjar fjárfestingar. Fjárfestingarfyr- irætlanir hafa einkum aukizt í saélgætisgerð (úr 42% í 84%), í prjónaiðnaði (úr 5% í 97%), veiðarfæraiðnaði (úr 10% í 88%), húsgagnagerð (í 58% úr 16%), málmiðanði (úr 16% í 64%). Flestar aðrar iðn- greinar sýna talsverða aukn- ingu á fjárfestingarfyrirætlun um, nema kexgerð (læ'kkun úr 62% í 0) og innréttinga- smíði (úr 18% i 0). Kennslubækur Framhald af bls. 16. á nýju kennsluaðferðina í stærð- fræði. Sagði hann, að stærðfræði- bækur fyrir hana væru komnar upp í 4. bekk barnaskóla. Á þessu ári og næsta verða slíkar stærð- fræðibækur tilbúnar fyrir 1. og 2. bekk unglingaskólanna — og svo á næsta ári fyrir 5. bekk bamaskólanna. Þá sagði Sigurður að önnur londa fræðibók eftir Gylfa Má Guðbergs son kæmi ekki út fyrr en á næsta ári, en í henni verður fjallað um útálfurnar. Sem kunnugt er kom út fyrir tveim árum fyrsta landa- fræðibókin eftir Gylfa Má þar sem fjallað var um fsland. Þá koma út hjá Ríkisútgáfu námsbóka nú á næstunni ný dönsk lesbók með völdum köflum, sem einkum eru ætlaðir til hraðlest- urs í framhaldsskólunum. Sú bók er eftir Guðrúnu Halldórsdóttur. Einnig kemur út ný kennslubók í ensku eftir Heimi Áskelsson. Að lokum minnti Sigurður á fyrsta hluta „Fjallkirkjunnar“ í formi kennslubókar. er kom út hjá RBkisútgáfunni nú í vor — og ennfremur minnti hann á les- bók fyrir yngttu börnin, sem er eftir skólastjórana Pál og Ásgeir Guðmundssyni, en bókin heitir „Sumar í borg“ og kemur brátt út. Varðandi hækkun á bókum frá Ríkisútgáfu námsbóka, sagði Sig- urður að eðlilega væri ekki hægt að komast hjá einhverri hækkun, — En með þvi að gera útgáfu bókanna sem hagkvæmasta í fram- kvæmd verður hægt að halda þeirri hækkun í lágmarki, sagði hann að lokum. • • •• Orn og Orlygur Framhald af bls. 2 Jaek Laneer í þýðingu Árna Reyn issonar. Sagði Örlygur að hér væri á ferðinni hörkuspennandi bók, skrifuð í algerum „Harðjaxlastíl" þ.e. söguþráðurinn er myndræn lýsing á svipuðum dúr og sjón- varpsþætlirnir um „Harðjaxlinn", sem íslenzkir sjónvarpsnotendur kynntust nokkuð vel á liðnu ári. Húsavík Framhald af bls. 16. og merkilegasti hverinn á Hvera- völlum og vinsæll af ferðamönn- um. en hann er alveg óskemmdur, þrátt fyrir framkvæmdirnar og gýs eftir sem áður fyrir ferða- menn. Engar dælur þarf þarna, vatnið rennur alveg sjálft og full- víst þykir, að það muni endast næstu 20 árin fyrir Húsavík. íþróttir Framhald af bls. 12 bandsins, en síðan eru nokkrir útnefndir til Evrópusambamds- 1 ins, og er Einar ekki í þeim hópi. Þeir, sem eru í þeim hópi héðan, eru Guðmundur Iíar- aldsson, Hannes Þ. Sigurðsson og Magnús V. Pétursson, en hann var skipaðux línuvörður í leikinn með Einari. Margir, sem eru kunnugir málunum telja að þegar dóm- aranefnd UEFA sjái að það er ekki útnefndur maður til þeirra, sem eigi að dæma leik, sem fer á þeirra vegum, breyti hún því, og láti Magnús dæma, en það gæti komið sér illa fyr ir haun, því hann er í lítilli æfingu sem dómari þessa stundina, þar sem hann hefur verið línuvörður í mörgum leikjum hjá Einari að undan- förnu, en þeim er raðið þannig niður til að venjast samvinnu. og halda sér við. Um þetta hafa dómarar ver- ið að ræða fram og aftur und- anfarna daga — en gaman væri að heyra álit stjórnar KSÍ á þessu, því hún raðaði þessu svona niður, og hlýtur því að' hafa vitað hver sé UEFA- dómari og hver ekki! — klp Á VÍÐAVANGI Framhald af bls. 3. stöðva,“ er áfellisdómur yfir Gylfa og ríkisstjórninni, dóm- ur um afbrot gegn verkamann- inum, dómur um stórfellda óstjórn, sem sífellt er að rýra kaupmátt verkamannalaun- anna, klípa af þeim 'í stað þess að auka hann eins og gerist með öðrum þjóðum. Alþýðu- blaðið ætti að nefna fleiri dæmi um þetta næstu daga. Þau eru mörg til miklu stór- fenglegri en mjólkin. Og allir taka undir mcð Al- þýðublaðinu: „Þessa óheilla- þróun verður að stöðva". Nefna lamb og líta á Gylfa í þessum sjónauka Alþýðublaðs- ins. — AK Samtímis hefir opinber í- hlutun aukizt verulega, bæði gagnvart fram.’eiðslu og til tekjuijöfnunar. Flestar ríkis- stjórnir á Vesturlöndum hafa á stefnuskrá sinni að tryggja næga atvinnu, og sumstaðar er bein löggjöf um þetta efni, sem gdpur inn á mörg svið einka- rekstrar. Stuðningur af þessu tagi við verkamenn og almenna tryggingar — ásamt vaxandi verðmætasköpun af völdum tækniframfara, sem á var minnzt — hafa fært fjöldanum félagsle-gar umbætur, sem vart eiga sinn líka í sögunni. Fólk- inu fjölgar mjög. Það er betur fætt og klætt en áður, og það býr við meiri þægindi. En það heldur fast í þennan ávinning og er staðráðið í að verja hann með hvers kyns ráðum. Menm bindast samtökum í verkalýðs- og iðnfélögum, í ótai starfs- greinum og hagsmunahópum. Og hvarvetna er þörf fyrir leið- toga, stjórnendur. Segja má í stuttu máli um vöxt stjórnsýslu, að fyrsti hvat- inn eftir stríð hafi verið ákaf- ur þrýstingur til aukienar fram leiðslu, sem stafaði af ófúli- nægðri eftirspurn á styrjaldar- árunum. Þar við bættist brýn nauðsyn þjóða að endurheimta efnahagslegt jafnvægi innan- lands og greiðslujöfnuð við út- lönd. Tækniframfarimar juku stærð og fjölbreytni fyrirtækja og knúðu stjórnendur tii þess að beiita nýjum aðferðum. Þá befir og félagsleg ébyrgð auk- izt, og með atvinnuilöggjöfinni opnuðust augu ráðamaena fyr- ir mikiivægi stjómsýslu, ekki sízt þegar verkföll og átök urðu tíð. Vegna „kalda stríðsins", sem svo er nefnt, þurfa Vesturlönd að mæta varnar-útgjöldum, en tryggja jafnframt eðlilegan efnahagsvöxt á friðartíma. Þetta krefst meiri sveigjan- leika kerfisins en áður hefir þekkzt, sem mæðir að sjáJf- sögðu fyrst og fremst á stjóm- sýslu. Stjómsýslia mun sem þjóð- félagshlutverk standa eins lengi og nútíma iðnþjóðfélag. Hún svarar kröfum atvinnufyrir- tækja, sem í slíku þjóðfélagi virkja framlieiðsluöfin. En rætur hennar liggja dýpra. Hún er sprottin af þeirri lifsskoð- un vestrænna þjóða, að maður- inn sé herra umhverfisins og geti ráðið afkomu sinni með kerfisbundinni stjórn auð-lind- anna. Stjórnsýsla á þannig stoð í sjálfum tíðarandanum, og skýrir það að sínu leyti, nvi hún efldist svo fljótt og við svo Hítinn andbyr — eftir að hún hafði náið fótfestu. WIPAC HLEÐSLUTÆKIN Hleðslutæki er handhægt að hafa allt árið í bílskúmum eða verkfærageymslunni til viðhalds rafgeyminum. SMYRILL, Ármúla 7, s. 84450 ÞAKKARÁVÖRP Flyt hér með alúðarfyllstu kveðjur og þakklæti öllum þeim mörgu, er sendu mér heillaskeyti, vinar- kveðjur og gjafir á 75 ára afmæli mínu. Um heim- sóknir var ekki að ræða, þar sem ég var fjarverandi. Benjamín Sigvaldason. Mínar beztu þakkir til barna minna, tengdabarna, nágranna og allra annarra, fyrir giafir og skeyti á 80 ára afmæli mínu 30. ágúst. Guð launi ykkur öllum. Lifið vel og lengi. Jónína Ragnheiður Kristjánsdóttir, Hvítárbakka, Biskupstungum. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hluttekningu vegna andláts og jarðarfarar Bjargeyjar GuSmundsdóttur, Álftá. Guðbrandur Magnússon, systkinl, börn og tengdabörn. Stjórnsýsla Framhald af bls. 8 uppbyggingu innan landamær- anna — í stað stjórnmálaaf- skipta í nýlendunum áður. Bandalög á borð við EBE og EFTA voru liður í slíkri upp- byggiingu. Nýlendurnar í Asíu og Afríku vöknuðu að sínu leyti til meðvitundar um eigin mátt og möguleika. Eldri og nýrri stjórnarform hafa verið reynd þar. Láta þessi ungu riki æ meira að sér kveða á al- þjóðavettvangi, bæði í stjórn- málum og iðnaði, enda þótt keppni risanna tveggja, Sovét- lýðveldanna og Mandaríkjanna, setji meginsvip á heimsmálin. Önnur afleiðing styrjaldar- innar var hröð framför í tækni og vísindum, sem leiddi til aukinna afkasta og orkufram- boðs. Skipting vinnu varð meiri, og stórbættar samgöng- ur styttu leið til markaðarma. Lífskjör almennings bötnuðu af þessum sökum og bi! milli stétta minnkaði tU muna. Magni Guðmundsson. Erlent yfirlit Framhald af bls. 9 og fremst þau, að Allende skuldbindi sig til að virða mál frelsi og kosningarétt og lofi því að sjá um, að fonsetakosn- ingar fari fram með löglegum hætti að sex árum liðnum, eins og stjórnarskráb mælir fyrir. Núverandi forseti, Eduardo Frei, hefur þá rétt til fram- boðs og gerir sér góðar vonir um að ná þá kosningu, en hann hefur unnið sér miklar vin- sældir. Það munu ekki sízt vera að ráða hans, að Kristi- legi flokkurinn hyggist styðja kosningu Allende í þinginu. — Frei er foringi kristilega flokks ins og átti manna tnestan þátt í því, að flokkurinn gekk til kosninga með mjög róttæka stefnuskrá, þar sem lofað var ýmiskonar þjóðnýtingu og skiptingu jarðeigna. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.