Tíminn - 12.09.1970, Blaðsíða 16

Tíminn - 12.09.1970, Blaðsíða 16
lavgwdagur T2. septomber 1970. Þéssi mynd var tekin fyrir skömmu. þegar Einar Sigurðsson og böm hans voru að bjarga heyi upp úr Öifusforum. Notaði Einar blásara til þess að blása heyinu yfir skurðinn, sem þarna sést og var mesti farartálminn á leiðinni, því ekki var tími til að brúa. (Tímam. PÞ). Mikiö hey hefur fengizt af engjum í Olfusinu PÞ—Sandhóli, Ölfusi, föstudag. Undanfarna daga hafa bændur heyjað mikið á engjum hér í ná- grenninu, og heyskapur gengið heldur vel, þótt kalt hafi verið suma dagana. Annars má segja að heyskapartíð hafi verið ieiðin leg í Ölfusinu í sumar. Þó þurrkur væri, var stundum svo mikið rok, að varla var hægt að hreyfa hey, og einnig voru margar falsspár hjá veðurstofu- mönnum, sem hafa komið sér illa fyrir marga. Spretta á túnum hef ur verið mjög misjöfn. og hefur sums staðar látið standa á sér. Fóru því margir á engjar og heyj uðu þar á meðan, en eru nú að að slá túnin. Bændur hér í Ölfusi og einnig utansveitarmenn, ofan úr Grafn- ingi, Grímsnesi og Selvogi og víð ar að, hafi mikið heyjáð hér á engj um. Bændur úr uppsveitum Ar- nessýslu heyjuðu engjarnar í Kald aðanesi í Flóa og þar í kring. Engiar eru kafloðnar því þær hafa ekki verið heyjaðar á und- anförnum árum. í rigningum í síð Hveravallavatn hitar upp Húsavík fyrír veturinn Yztihver helzt óskemmdur þess, að helmingur vatnsmagnsins fæst úr Yztahver, sem er stærsti Framhald á 14. siðu. ustu viku.var mjög erfitt að heyja þarna. Það liggur nærri, að allt það hey, sem á hefur vantað megi fá hér á engjum. í vor var Varrná stífluð áður en hún kemur niður af fjallinu fyrir innan Hveragerði, og veitt þar inn í hraunið, þar sem hún hverfur. Þetta var ævaforn siður- ur, og kom hann sér hér vel 25. ág. s.l. í úrfellinu, sem þá var, því örugglega hefði flotið í burtu meira hey en gerði, ef þessi stífla hefði ekki verið tii staðar. SB—Reykjavjk, föstudag. Hitaveituframkvæmdir á Húsa- vík ganga mjög vel. og ef veður helzt gott, eru horfur á, að flest ir, ef ekki allir Húsvíkingar verði búnir að fá heitt vatn frá Hvera- völlum í Reykjahverfi fyrir veturinn. Um helmingur vatns ins er fenginn úr Yzta- hver, sem er merkilegur ferða- mannahver, en hverinn sjálfur bíð ur ekkert tjón af því og gýs fyrir ferðamenn eftir sem áður. Aðrennslisæðin frá Hveravöll- um til Húsavikur er 19 km löng og er nú verið að leggja síðustu rörin, en þau komu til landsins í maí. Verkið hefur gengið mjög vel og hefur það flýtt fyrir lagingu aðrennslisæðarinnar, að gamli þjóðvegurinn er notaður sem undirstaða um það bil helming leiðarinnar. Annars er svo um æðina búið, að rörin, sem eru úr asbest. eru lögð ofan á jörðina, skurður grafinn meðfram og upp- greftrinum mokað ofan á rörin. Þessi jarðeinangrun nægir, því vatnið er 100 stiga heitt á Hvera- völlum, en má hæglega tapa 20 stigum á leiðinni til Húsavíkur. Fyrir skömmu var vatninu hleypt á fyrstu 4 km leiðslunna og það var orðið 75 stiga heitt eftir 2 sólarhringa. Þetta var mjög lítið vatnsmagn og kólnaði þvf fljótar. Á Hveravöllum er búið að byggja miðlunargeymi og steypa yfir geyma svo þar er þetta allt komið á lokastig. Verktakarnir, F'arhitun h.f. í Reykjavík, hafa i ;tazt við að raska umhverfinu sem minnzt , að svo miklu leyti. sem mögulegt er, til dæmis má geta Sáttasemjarar í Laxárdeilunni undirbúa sameiginlegan fund deiluaðila SB—Reykjavík, föstudag. Sáttasemjarar í Laxárdeilunni liafa undanfariS átt miklar við- ræffur viff ýmsa aðila, en aðallega þó óformlegar, ennþá, sagffi Ófeig ur Eiríksson bæjarfógeti; á Akur- eyri í dag, en hann og' Jóhann Skaptason. sýslumaður Þingey- inga eru sem kunnugt er sátta- semjarar. Þeir fóru nýverið til Reykjavíkur og ræddu þar við nokkra menn. Um árangur viðræðna vildi Ófeigur lítið segja, en kvað þó miða í áttina, þótt hægt færi. Sáttasemjararnir eru nú að hefja undirbúning sameiginlegs fundar með deiluaðilum. Rætt hefur verið m. a. um, hvort stöðva beri framkvæmdir við vinkjunina, meðan sáttavið- ræður færu frarn, en ekkert hefur verið ákveðið um það og á meðan er framkvæmdum haldið áfram' af fullum krafti. Nokkur seinkun á útgáfu skólabóka, sem nota á í vetur Um tíu nýjar kennslubækur frá Ríkisútgáfu námsbóka koma út EB—Reykjavík, föstudag. Nú í haust koma út um tíu nýjar kennslubækur frá Ríkisút- gáfu námsbóka. Sagffi Sigurffur Pálsson hjá útgáfunni að starf Skólarannsókna orsaki það, að útgáfan þarf aff taka inn fleiri titla en undanfarin ár. Aðspurður um þær bækur, sem eru að koma út hjá Ríkisútgáf- unni, eða koma út á næstunni, nefndi Sigurður Pá’lsson fyrst nýjar eðlis- og éfnafræðibækur fyrir 11 ára bekki og 1. bekk unglingaskóla. Sagði Sigurður að bessar bækur kæmu allar út um það leyti. sem skólarnir fara af stað. — Það er þó líklegt, sagði Sigurður, að skólarnir í þéttbýlinu þurfi að bíða í nokkra daga eftir bókunum, en það skeikar aldrei miklu. Þessar bækur eru unnar eftir Skólarannsóknum og gerðar undir stjórn Arnars Helgasonar. Fylgja með þeim handbækiu fyrir .kennara, þar sem í eru kennslu- leiðbeiningar frá þeim er að verk inu unnu. Væntanleg er frá útgáfunni ný kennslubók í íslenzku sem nefnist „Réttritun" og er tekin saman af Herði Bergmann. Bókin er ætl uð fyrir framhaldsskólanema, eft ir að skyldunáminu lýkur, en hún er einnig hentug til sjálfsnáms. — Þá kemur á næstunni út vinnubók í íslenzku fyrir yngstu börnin, og nefnist hún „Leikur að orðum“. Nýjar móðurmálsbækur eftir Ár sæl Sigurðsson, og er fyrir 10 og 11 ára börn, kornu út á liðnu ári. Var búið að ákveða að halda áfram útgáfu slíkra bóka og á næsta bók að vera fyrir 12 ára börn. Vegna þess að Ársæ.'l Sig- urðsson lézt í sumar hef-ur þessi áætlun raskast nokkuð og verður sú bók því seinni á ferðinni, en upphaflega mun hafa verið ákveð- ið. Næst kom 'Úgurður Pálsson inn Framhald á bls. 14. Vestur-ísa- fjarðarsýsla A'ðalfundiur Framsóknarfélags Mýrahrepps, Vestur-ísafjarðar- sýslu verður haldinn að Mýrum sunnudaginn 13. þessa mánaðar, kl. 15.00. Á fundinum mæta Stein- grímur Hermannsson, Halldór Kristjánsson og Ólafur Þórðar- son. — Stjórnin. Framsóknarfófk í Keflavík Sameiginlegur fundur Framsókn arfélags Keflavíkur, Félags ungra framsóknarmanna í Keflavík og „Bjarkar" Félags framsóknar- kvenna í Keflavík <xg nágrenni, verffur haldinn í Affalveri sunnu- daginn 13. september og hefst kl. ,13.30. Fundarefni: Tilnefning fulltrúa á lista viff skoðanakönn- un framsóknarfélaganna í Reykja neskjördæmi, sem fram á aff fara 26. og 27. september n. k. Önnur mál. — Stjórnir félaganna. Kópavogur Fulltrúaráff Framsóknarfélag- anna í Kópavogi heldur fund í Félagsheimilinu Neffstutröff 4, sunnudaginn 13. september Id. 14. Áríffandi málefni. — Stjórnin. Seltjarnames Fundur verffur haldinn í Fram- sóknarfélaginu á Seltjamarnesi, þriffjudaginn 15. sept. í anddyri jfþróttahússins, og hefst hann H. 8.30. Tekin verffur ákvörðun um skoffanakönnun. Rætt vctrarstarfiff og önnur mál. — Nefndin. Fundur þingflokks og framkvæmdastjórnar Sameiginlegur fundar fram- kvæmdastjórnar og þingflokks Framsóknarmanna verffur haldinn í Alþingishúsinu mánudaginn 14. september og hefst kl. 2. Búizt er viff, aff fundurinn standi i tvo daga. Kjósarsýsla Framsóknarfélögin í Kjósar- sýslu halda almennain félagsfund að Fólkvangi, laugardaginn 12. september k'i 2 e.h. Guðmundur Guðmundsson, erindreki kemur á fundinn. Umræður verða um skoðanakönnun. Stjórndmar. Hvolfdi í skurð SB—Reykjavík, föstudag. Moskvitsbifreið úr Reykjavík, sem var á lei'ð vestur Vesturlands veg' í kvöld, laust fyrir kl. 9 lenti út af veginum ofan við Ártúns- brekkuna og hvolfdi ofan í skurð fullan af vatni. Einn maður var í bifreiðinni og mun hann hafa slas azt eitthvað. Lögreglan gat litlar upplýsingar gefið um málið , í kvöld, en sagðist telja líklegt. að bifreiðin hefði verið á talsverðri ferð. Hún er mjög illa farin. Ekki var vitað, hve alvarleg sár manns ins voru, þegar blaðið fór í prent- un.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.