Tíminn - 16.09.1970, Blaðsíða 3

Tíminn - 16.09.1970, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUIt 16. september 1970 TÍMINN Myndin var tekin í húsakynnum Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðarins í gær, er rækjupillunarvélin var sýnd, sjávarútvegsráðherra, rækjuverk- smiðjueigendum og blaðamönnum, en þetta er i raun og veru aðeins fjórðungur vélarinnar, því vélasamstæðan í heild er mun fyrirferðarmeiri. (Tímamynd Gunnar) ÓSTÖÐUGT TÍÐAR- FAR DRÓ ÚR SJÓ- SÓKN VESTFJARÐA• BÁTA í ÁGÚST Rækjup'dtuiiarvél er afkastar 130 kg á klukkustund í yfirliti um sjósókn og afla- brögS í Vestfirðingafjórðungi í agúst segir: — Tíðarfar var ákaflega óstöð- ugt í ágúst, og dró það mjög úr sjósókn minni bátanna, sem stunda handfæraveiðar. Yfirleitt fékkst þó fiskur, þegar næði gafst til veiða. Stærri línubátarnir stund uðu grálúðuveiðar, og voru þeir allir með góðan afla í mánuðinum. Nokkrir minni bátar voru byrj- aðir róðra með línu á heimamið- flm, en afii var yfirleitt mjög treg ur, enda lítið sem ekkert orðið vart ýsu. sem oft hefur verið uppi- staðan í líuuaflanum um þetta leyti. Afli dragnótabátanna var Eruð þér á kjörskrá ? Þeir, sem áhuga hafa á að taka þátt i skoðanakönnun Framsókn- .-rmanna í Reykjavík, sem fram fer 18—20. september næstkom- andi, en ekki hafa enn gengið í Framsóknarfélögin í Reykjavík, geta útfyllt intökubeiðnir á skrif- stofu flokksins að Hringbraut 30. Skrifstofan er opki á venjulegum skrifstofutíma. Eínungis þeir, sem eru félags- menn í Framsóknarfélögunum hafa lögbeimili í Reykjavík 02 hafa náð 18 ára aldri, þegar skoðana- könnunin fer fram, hafa rétt til þátttöku í skoðanakönnuninni. góður i mánuðinum, og eru þeir flestir með svipaðan afla og á sama tíma í fyrra. Togbátarnir voru flestir frá veiðum vegna véla viðgerða og þrifa. Þeir verða þó flestir komnir aftur til veiða í byrjun september. í ágúst voru gerðir út 165 bát- ar frá Vestfjörðum, en í fyrra voru 159 bátar við veiðar á sama tíma. Flestir voru við handfæra- veiðar eða 129, 14 réru með línu, 12 með dragnót og 10 bátar stund uðu togveiðar. Heildaraflinn í mánuðinum var 3.222 lestir, en var 3.570 lestir á sama tíma í fyrra. Er heildarafl- inn á sumarvertíðinni þá orðinn 16.633 lestir. Dr. Þorsteinn Sæmundsson ritstjóri almanaksins KJ—Reykjavík, þriðjudag. í dag var kynnt ný rækjupill- unarvél í húsakynnum Rannsókn- arstofnunar fiskiðnaðarins, en vél þessi er framleidd í Danmörku, og var sérstaklega gerð til að pilla rækju á Grænlandi, en öll samstæðan kostar um 2,5 millj kr. Vél þessi er framleidd af danska fyrirtækinu E.H. Matthiesen, og fer pillingin þannig fram, að fyrst fer rækjan í tromlu og þaðan eftir tveim völsum sem kippa halaskel- inni af rækjunni, og losa síðan bolskelina. Á meðan leikur vatn um rækjuna, eins og á fyrri vinnslustigum. Talsmenn fyrirtækisins sem framleiðir vélina segja að kostir hennar séu m.a. þessir: 1. Rækjan, sem kemur skelflett úr vélinni, er í sama gæða- flokki og handunnin rækja. Hafa kaupendur þegar viður- kennt hana sem siíka. 2. Nýting hráefnis er minnsta kosti jafn góð og við hand- unna rækju. 3. Vélin getur skelflett bæði ÁSKRIFENDUR AÐ LEIKSÝN- INGUM LR Leikfélag Reykjavíkur tók upp þá nýbreytni fyrir tveimur árum að gefa fól'ki kost á að gerast fastir áskrifendur að miðum á 4. sýningu allra leikrita leikársins. Þótti þetta strax gefa góða raun. Bæði var að fólk sá sér hag í að eiga trygg sæti við hverja sýningu leikhússins og losna þann ig við hvimleiðar biðraðir og einn ig vonx áskrifendakortin mjög not uð til tækifærisgjafa. Því hefur Leikfélagið ákveðið að hafa sama háttinn á í vetur og er sala áskrift arskírteina hafin. en fyrsta sýn- ing, sem þau munu gilda á, er Kristnihald undir Jökli, eftir Hall dór Laxness og verður hún föstu daginn 18. sept. Islandsalmanakið fyrir árið 1971 er nú komið í bókaverzlanir. Almanak þetta á sér langa sögu, því að það hefur komið út sam- fleytt síðan 1837. A síðustu árum hafa veri® gerðar á því breytingar og efni þess aukio veru'ega. Með almanakinu 1971 verður nú í fyrsta sinn gagngerð breyting á sjálfu dagatalinu, seir. verið hef- ur með óbreyttu sniði í meira en 100 ár. Fær nú hver mánuður tvær síður í stað einnar áður, og er seinni síðan helguð stjörnufræði- legum upplýsingum. Er þar með al annars sýndur gangur tungls og reikisstjarna, og árdegisflóð og síðdegisffóð í Reykjavík. Nokk- ur atriði, sem lengi hafa fylgt al- manakinu, hafa nú verið felld alveg nýja rækju og rækju, sem geymd hefir verið í nokkra daga. 4. Með véfinni er hægt að skel- fletta rækju, sem hefir verið heilfryst ný og geymd í frysti. Gæði þeirrar rækju verður þó að sjálfsögðu ekki alveg í sama gæðaflokki og sú rækja, sem skelflett er ný. Afköst vélarinnar fer eftir stænð rækjunnar, frá 80 kg í 130 kg á klukkustund. Vé.'smiðja Eysteins Leifssonar mun annast viðgerðaþjónustu fyr- ir vélarnar. Einkaumboð á Islandi fyrir E. H. Matthiesen A.S. hefir innflutnings firmað Optima, Suðurlandsbraut 10. Viðurkenning fyrir garða í Kópavogi Bæjarstjórn Kópavogs, Rotary- og Lionsklúbbar Kópavogs veittu viðurkenningu fyrir fegrun og snyrtimennsku í sambandi við útlit lóða og garða í kaupstaðnum sum- arið 1970. Fyrir fegursta garð í Kópavogi hlutu hjónin frú Ásta Ólafsdóttir og Ó'afur Jónsson, frú Gerður Óskarsdóttir og Biarni Ólafsson viðurkenningu Rotary- og Lions- klúbbanna fyrir garð þeirra að Grænutungu 7. Garðurinn er skipu la-gður af Hrólfi Sigurðssyni list- málara. Ennfremur veitti bæjarstjórn Kópavogs viðurkenningu fyrir sér staka snyrtimennsku eftir töldum aðilum: Frú Maggy Jónsdóttir og Gunn- ar Jónsson fyrir garðinn að Aust urgerði 1. Frú Helga Jörgensen og Einar Ófafsson fyrir garðinn að Löngu- brekku 24. Frú Áslaug Pétursdóttir og Jón Jóelsson fyrir garðinn að Þinghóls braut 18. Frú Guðrún Ingimarsdóttir og Vigfús Ingvarsson fyrir garðinn að Þverbrekku 3. Frá dómnefnd garða í Kópavogi niður, þar á meðal dýrlinganöfn, svo og ýmis fleirnefni og skýring ar sem óþarfar þóttu. Af öðru nýju efni má nefna kort sem sýnir seguláttir á Is.’andi, upplýsingar um stjörnumyrkva og kafla um halastjörnur. Hugmynd- in er, að efni almanaksins verði að nokkru leyti hreytilegt frá ári ti! árs. IslandsaJmaniakið, sem er 48 bls. að stærð, er gefið út af Hinu íslenzka þjóðvinafélagi á vegum Bókaútgáfu Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins og prentað í ísafoldarprentsmiðju. Dr. Þor- steinn Sæmundsson tjarnfræðing- ur annaðist útreikning almanaks- ins og bjó ritið til prentunar. ALMANAK FYRIR ÁRIÐ 1971 KOMIÐ ÚT 3 Kerið í Grímsnesinu Fyrir skömmu urðu nokkrar umræður í blöðum um Kerið í Grímsnesinu, þá merkilegu náttúrusmíð. Glöggur ferðamað ur lýsti áhyggjum sínum á hraungjallstöku við það og í næsta umhverfi þess. Þá kom í Ijós. að Skógræktarfélag Ár- nesinga hafði leyft þarna efnis töku og haft af því nokkrar tekjur, sem það varði til skóg- ræktar, enda er staðurinn á landi þess. Taldi formaður Skógræktarfélagsins ekki spill ingu að. ÖHum sem þama koma, er þó ljóst, að þegar er búið að spilla næsta um- hverfi Kersins til stórlýta, þótt ekki sé farið að taka efni úr börmum þess. Þegar um slíka staði er að ræða, er ekki nóg að varðveita náttúrufyrirbærið eitt, heldur verður einnig a@ varðveita næsta umhverfi þess, svo að það haldist í eðlilegri umgerð. Efnistakan, sem þama hefur farið fram síðustu sumur lýtir næsta umhverfi Kersins mjðg. Þeir sem starda á barmi þess, sjá alls staðar blasa við opin svöðusár. Kerið sjálft er ekki lengur i náttúrulegri umgjörð. Fært er fram til málsbóta Skógræktarfélaginu, að það þyrfti þessara tekna við til starfsemi sinnar. Sú starfsemi er að sjálfsögðu hin nýtasta, en það getur þó aldrei talizt rétt- lætanlegt að afla fjár til henn- ar með því að stofna öðrum gersemum náttúrunnar í hættu. Fjár til skógræktunarstarfsemi verður að afla með öðrum hættL Eftirlit með happdrættum AIIs konar málefnum er fleytt fram með happdrættum hér á landi, og hvers konar félag og stofnanir fá leyfi til happdrættisrekstrar hjá ríkinu, ekki aðeins Iíknar- og menning arstofnanir, heldur fjölmargir aðilar aðrir. Engin þurrð virð ist á leyfum yfirvalda til þess að efna til h&ppdrættis, og reglur afar frj-ilslegar um tölu O0 verð happdrættismiða og hlutfall vinninga, hvað þá að teljandi reki sé að því gerð- ur, að nákvæmlega sé eftir reglum farið eða féð notað að öllu leyti til þeirra þjóðþrifa, sem nefnd hafa verið til rétt- lætingar leyfisveitingu. Það er eins og ríkið hafi aldrei gcrt sér ljósa skyldu sína við al- menning í þessum efnum. Með happdrættisleyfi býður rikið leyfishafa að safna fé hjá al- menningi í ákveðnu augnamiði og með skilyrðum, sem það setur. Því ber þess vegna skylda til að fvlgjast með því, að skil yrðunum sé hlítt, og þetta al- mannafé notað eins og ákvæði leyfisins segja. Annað væri að leggja blessun sína yfir hugsan lega misnotkun á almannafé. Hér þarf að verða breyting á. Setja verður skýrar lagaregl- ur um skyldu til opinberrar greinargerðar um notkun happ drættisfjár og reikingsgerðar um rekstur og kostnað happ- drættis, svo og um uppf.vll- ingu skilyrða um vinninga og Framhald á bla. 14.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.