Tíminn - 16.09.1970, Blaðsíða 16

Tíminn - 16.09.1970, Blaðsíða 16
Hin þrjú augu Moshe Dayans - Sjá bls. 8 MlSvlkudagur T6. september 1970 Dr. Jón Gíslason, setur Verilunar skólann í gær í samkomusal skól ans. (Tímamynd G.E.) Fundur í Fra m sókna rfélagi Reykjavíkur Framsóknarfélag Reykjayíkur heldur fund á morgun, fimmtu- dag, kl. 18,00, að Hringbraut 30. Fundarefni: Inntaka nýrra félaga. Stjórnin. STALVIK SMÍÐAR SKIP FYRIR FÆREYINGA VERZLUHARSKÚU (SLANDS 65 ÁRfl Skólinn eingöngu framhaldsskóli framvegis SJ-R.eyikjavík, þriðjudag. Verzlunarskóli íslands var sett- ur í dag og hófst þar með 66. starsár hans. Verið er að gera breytingar á námstilhögun skólans þannig að í framtíðinni vérður hann einungis framhaldsskóii, en tekur ekki einnig að nokkru leyti til skyldunámsstigsins eins og ver ið hefur. í síðasta bekk verzlunar- deildar koma nemendur til með að velja u«r fjögur sérsvið; sölu- fræði, reikningshald, almenna stjórnun og undirbúning fyrir einkaritarastarf. Lærdómsdeildin skiptist þegar á þessu skólaári í máladeild og hagfræðideild. Þegar breytingarnar verða komn ar á taka nemendur annaðhvort stúdentspróf eftir fjögurra ára nám eða verzlunarpróf eftir þrjú. f vetur eru þó enn sem fyrr sex bekkir í skólanum og auk þess eru þar um 90 gagnfræðingar í eins vetrar skóla í hagnýtum skrifstofu- og verzlunarfræðum. Miklu færri nemendur voru tekn- ir í 1. bekk nú en áður og verður þar kennt ananð námsefni, sem svarar til námsefnis landsprófs- deilda gagnfræðaskólanna. Næsta vetur falla núverandi fyrsti og annar bekkur skólans væntanlega niður, en inntökuskilyrði verður landspróf með framhaldseinkunn eða jafngildi þess. 739 nemendur eru nú samtals í Verzlunarskólanum, þar af 85 í lærdómsdeild eða fleiri en nokkru sinni fyrr. 13 nýir kenn- arar hafa verið ráðnir til skólans og eru kennarar nú 47 alls. Skóla gjald er kr. 10.500,00 og félags- gjöld kr. 700.00. Nemendur. sem tekið hafa verzlunarpróf við skólanm frá því hann tók til starfa eru 3161, og 563 stúdentar hafa útskrifazt það an síðustu 25 árin. Jón Gíslason, skólastjóri, hélt ræðu við skólasetninguna og bauð nemendur og kennara velkomna til -tarfa. Lét hann í ljós óánægju með þá kveðju, sem skólanum hefði borizt nú fyrir skömmu frá menntamálanefnd Stúdentaráðs, en hún telur námskröfur skólans „litlar og alvörulausar, þótt hann virðist veita nægilega breiða al- menna menntun". Taldi skólastjóri annað hafa sannazt í 65 ára starfi skólans. Jón Gíslason skýrði í ræðu sinni nokkuð frá fræðslu- kerfi stórveldanna tveggja, Banda ríkjanna og Rússlands, og lauk þeirri frásögn með því að ljóst væri að vandamál í menntamál- um væra alls staðar þau sömu. Taldi Jón Gíslason menntakerfi Bandaríkjanna flest til kosta en FB—Reykjavík, þriðjudag. — Mikil verkefni eru á næsta leyti í bókasafnsmálum lands- manna, sagði Eiríkur Hreinn Finn bogason, forstöðumaður Borgar- bókasafnsins í dag, á fundi með blaðamönnum í tilefni af fyrsta landsþingi íslenzkra bókavarða, sem hefst í Reykjavík á fimmtu- þveröfugt hvað Sovétríkin snerti og vitnaði í bók eftir brezkan höfund máli sínu til stuðnings. Að lokum flutti Gunnar Ásgeirs son. formaður skólanefndar ræðu. Rakti hann sögu Verzlunarskóla íslands, sem var stofnaður fyrir Framhald á 14. síðu. daginn. — Bygging þjóðarbók- hlöðu stendur fyrir dyrum, bygg- im? nýrar bókasafna er í upp- siglingu víða um land þá liggur fyrir undirbúningur nýiTa laga um almenningsbókasöfn, og stofn un skólabókasafns er mjög brýnt verkefni sagði hann ennfremur. Eiríkur Hreinn Finnbogason er EJ—Reykjavík, þriðjudag. Færeyska bla'ðið 14. september skýrði frá því á laugardaginn, að færeyskt útgerðarfyrirtæki hyggð ist láta smíða eitt ’af tveimur nýj um skipum, sem fýrirtækið ætlar að afla sér. Verður skipið smíðað í Stálvík. Það eru fyrirtækin Hvalmes h.f. í Skálavík og Eiler Jacobsen í Höfn, sem láta smíða þessi nýju skip, en annað þeirra verður vænt anlega smíðað í Skipasmiðastöð Þórshafnar. r ■ Þessi nýju skip verða 180 fet að lengd, og eiga að taka 6—7 hundruð tonn af síld éða 2000 kassa. formaður undirbúningsnefndar, sem sett var á stofn ,í marz árið 1969 á fundi í Bókavarðafélagi fs- lands, og var nefndinni ætlað að undirbúa þetta fyrsta þing bóka- varða hérlendis. Þingið verður sett í Sólheimaútibúi Borgarbóka- safnsins í Reykjavik kl. 20.30 á fimmtudaginn. Þingið sækja um 70 bókaverðir, þar af nær þrjátíu utan af landi. Samkvæmt upplýs- ingum Eiríks Hreins eru félagar í Bókaverðafélaginu um 60 tals- ins. Þá má geta þess, að á land- inu eru starfrækt um 30 bæjar- og héraðsbókasöfn, um um 170 sveitasöfn og nokkur bókasöfn stofnana. — Þingið er haldið til þess, að við bókaverðir gerum okkur bet- ur grein fyrir núverandi ástandi í bókasafnsmálum og til þess að ræða og leggia niður fyrir okkur framtíðarskipulag bókasaf ísmáia í landinu, sagðj Eiríkur Hreinn. í undirbúningsnefndinni fyrir þetta þinghald voru auk Eiríks, Anna Guðmundsdóttir, bókavörður í Hafnarfirði og Ólafur Pálmason bókavörður á Landsbókasafnimi. Um leið og bingið verður hald- ið koma út tvær bækur. sem munu eiga eftir að verða bókavörðum til mikils gagns. og vantað hefur, hér á landi til þessa. Eru það Flokkunarhandbók fyrir íslenzk bókasöfn eftir Dewey-kerfinu og Framhald á 14. síðu. Lionsklúbbarnir utan viö stjórnmál segir alþjóðaforseti þeirra. EB-Reykjavík, þriðjudag. í morgun, þriðjudag, kom Iiingað til lands forseti alþjóða samtaka Lionsklúbba, dr. Ro- bert McCullough, ásamt eigin- konu sinni. Þau niunu dvelja hér í þrjá daga og kynna sér starfsemi Lions-klúbba á fs- landi. í tilefni komu dr. McCull- ough efndi umdæmisstjórn Lionsklúbbanna hérlendis, til blaðamannafundar á Hótel Sögu þar sem dr. McCullough ræddi um starfsemi Lions- klúbba. Hann lagði mikla áherzlu á, að innan klúbbanna mætti ekki berast stjórnmála- leg áhrif, svo að sem mest eining ríkti innan þeirra, sem og er. Dr. McCullough hefur frá 1943 verið vjrkur félagi í Lionsklúbbi Downtown Tulsa, Oklahoma. Hann var kjörinn alþjóðaforseti á nýafstöðnu al- þjóðaþingi, en áður hafði dr. McCullough gegnt embætti varaforseta. — Eitt af aðal- verkefnum alþjóðaforsetans er að heimsækja Lions-klúbba víðsvegar urn heiminn og kynn ast starfsemi þeirra og miðla af þekkingu sinni, til þess að Lionsmenn geti sem bezt þjón- að tilgangi sínum, að verða sam borgurum sínum að liði. í dag skoðaði dr. McCullough verkefni, sem Lionsklúbbar á Reykjavíkur-svæðinu hafa skil að af sér, og einnig gekk hann á fund forsætisráðherra. í kvöld fögnuðu Lionsmenn al- þjóðaforseta sínum með Lions hátíð í Súlnasalnum á Hótel Sögu. Á morgun, miðvikudag, flýgur forsetinn til Akureyrar og mun sitja hádegisfund hjá norðlenzkum Lionsmönnum, og skoða Akureyri og nágrenni. Á fimmtudaginn mun dr. Mc Cullough og frú skoða ná- grenni Reykjavíkur, en síðan flýgur hann til Kaupmanna- hafnar. Um 70 bókaverðir sitja fyrsta landsþing íslenzkra bókavarða — sem hefsf í Reykjavík á fimmtudaginn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.