Tíminn - 16.09.1970, Blaðsíða 8

Tíminn - 16.09.1970, Blaðsíða 8
8 TÍMINN MIÐVIKUDAGUR 16. september 1970 Moshe Dayan — „Allt í lat)i“, sagði hann í „Allt í lagx . . . hefjist handa piltar, en gætið að því, a'ð ekki verði vandra ði.“ Þessi orð niælti ísraelski landvai-namáluráðherrann Moshe Dyan, íftir að hafa sct- ið á löngum fundi með fyrr- verandi yfirmanni herforiiigja- ráðsins og niiverandi „einka- ráðgjáfa" í ísraelska landvarna ráðuneytinu Uav Aluf Zvi Tsur og Mordechai I.imon flota foringja, þeim er jafnframt var yfirmaður deildarinnar er sá um vopnakaup í Frakklandi fyr ir fsrael. Fyrrgreind orð Dyans voru endanleg ákvörðun um það, hvort varðbátunucn 5 skyldi komio undan frá Frakklandi. Flestir muna eftir því djarfa athæfi, setn framkvæmt var u<m jólaleytið í fyrra, og kom öll- um heiminum til að brosa — að Frökkuim þó undanskildum. TVEIR BLAÐAMENN SKRIFA BÓK UM ATBURÐINN Fyrir nokkru kom út bó'k í Frakklandi utn þennan atburð. Hún hefur eðlilega vakið mikla athygli, og getur jafnvel haft stjórnmálaleg áhrif í Frakk- landi. Þessi bók heitir á frum- málinu „L’Oeil de Tel Aviv, setn á íslenzku má kalla „Augu Tel Avivs". Bókin er skrifuð undir dulnefninu „Steve Ey- tan“, en þeir, sem hana hafa ritað eru ísraelskur blaðamaður og háttsettur maður á dagblaði f París. f bókinni segir, að Limon flotaforingi hafi, fyrir umrædd an fund, þegar verið búinn að skipuleggja, út í yztu æsar, und ankomu varðbátanna. Það átti að fara fram á svipaðan hátt og í janúar 1969 þegar nokkrutn varðbátum var komið undan. Daginn áður hafði Limon fengið fulla vitneskju um það hjá Jean nokkrum Blancard starfsmanni í franska landvarn- armálaráðúneytinu, að de Gaulle ætlaði að taka að miklu leyti fyrir vopnasölu til ísraels og í fratnhaldi af því, að láta fsrael ekki í té varðbátana, en þá hafði staðið til um nokkurt skeið að varðbátarnir skyldu seldir fsraelsríki. Þótt tveir þessara varðbáta væru ekki fullgerðir voru þeir — að sjálfsögðu á dularfullan hátt — teknir úr skipasimíðastöðinni undir því yfirskyni að þeir skyldu irú reynslusigldir — og það var sannarlega gert, meira »ð segja yfir endilangt Mið- jarðarhafið. De Gaulle varð fok vondur yfir tiltækinu, en því var samt haldið leyndu. svo að ekki mynduðust „diplómatísk- ir árekstrar". Limon flotafor- ingi var vongóður um að eins tækist til með undankomu uæstu varðbáta. HIN ÞRJU AUGU MOSUE DAYANS Bók er komin út í Frakklandi, er sýnir fram á vitneskju Frakka um áform ísraelsmanna þess efnis að sigla varð- bátunum fimm til Ísrael. - Þá er ísraelsku leyniþjónustunni lýst hetur í þessari bók en áður hefur þekkzt. FRANSKIR KAUPAHÉÐNAR ENN í FULLUM GANGI Eins og marga rekur minni til, voru það ísraelskur verzl- unarm., Mila Brenner að nafni, og norski útgerðarmaðurinn Martin Siem sem á pappírnum voru kaupendur að varðbátun- um fimm. Þegar Maurice Sohu- mann fékk vitneskju um það, sagði hann yfir sig hrifinn: — Þetta er aldeilis bærilegt, hrein lega stórkostlegt." í fsrael datt viðkomandi ekki í hug, að frönsku ráðherrarnir drægju sig í hlé. Það var reikn að með því, að Frakkland vildi vera með ,.í leiknum“, eins og í janúar og eins og fyr- ir 25 árum. þegar fransk- ir valdamenn veittu mikinn stuðning ólöglegum innflutn- ingi á Gyðingum inn í Palest- Inu. Þegar Esra skipstjóri, sá er einnig hafði séð um að koma varðbátunum undan í janúar, Admiral Limon — samband hans við Frakka hafði mikla þýðingu. skaut aftur upp kollinum í Cdiérböufg, ^’ þar sérri' varð-' bátarnir fimm voru, með stóran hóp ísraelska sjóliða í fylgd með sér, var ljóst að eitthvað merkilegt var í vændum. Sjó- liðamir fylltu mörg hótelanna þar í borg og fóru ekki leynt með það, að þeir byggjust við því, að vera komnir aftur heim til ísraels fyrir nýárið. Leyni- legt samband við franska kaupa- héðna var ennþá í fullum gangi. Svo segir í bókinni, að frá byrjun desembermánaðar, hafi Frakkar varla getað verið í nokkrum vafa um. hvað væri að gerast. Lögreglan í Cher- bourg, leyniþjónustan og einka- njósnarar flotans höfðu sann- arlega gert sér grein fyrir því, hvað var í vændum. í mjög svo skilmerkilegu viðtali við yfirmann leyniþjónustu Frakka í Tel Aviv (hann er nefndur WDL í bókinni), sem teikið var um þetta leyti, er það haft eftir honum, að ísraelsmenn hefðu ful'lan hug á því að koma varðbátunum undan. í París út- bjó Beaumont ofursti í leyni- þjónustunni nákvæma skýrslu um málið — og sú skýrsla for beint til Pompidou forseta og einnig til Shaban Delmas for- sætisráðherra. En Frakkar misreiknuðu sig illa. Þeir bjuggust við því, að ísraelsmenn mundu undirbúa hvarf varðbátanna mjög ítar- lega — sem þeir reyxdar gerðu. En Frakkar álitu að ís- raelsmenn myndu breiða yfir spori-n, með þvi að sigla varð- bátunum fyrst til Noregs svo að Frakkar ættu auðvelt með að þvo hendur sínar. ísraelsmenn voru búnir aS skipuleggja slíkt. En þegar Frakkar lét Libyustjórn í ré Mirage-flugvélarnar, sem ísra- elsmenn höfðu reiknað með að s fá, fannst þeim síðastnefnia ekki ástæða til þess lengur, að taka tillit til dimlómatiskra til- finninga Frakka .... og varð- bátarnir hurfu úr Cherbourgs- höfn og sigldu beint til ísraels. Allir brostu yfir þessu tiltæki — nema Frakkar. þeir urðu að vonum æfareiðir. „RANNSÓKNIN“ Uppljóstrun „Steve Eytan“ þess efnis. að franska leyni- þjónustan. embættismenn. for- sætisráðherrann oe forsetinn vissu allt um undirbúninginn að hvarfi varðbátanna. gerir allt brambolt Frakklandsstjórn- ar. eftir að varðbátunum var siglt til ísraels, hlægilegt. f vandræðum sínum hefur stjórnin rekið nokkra menn úr háurn stöðum. Meðal þeirra má nefna Bonte höfuðsmann, er sá um vopnasölu Frakka. og Paui Cazelles ritara í franska varna málaráðuneytinii. Umfangsmik- illi rannsókn var komið af stað vegna málsins, undir stjóm eins af æðstu embættismönn- um ríkisins, Jaques Labarra- que. Rannsóknin hefur staðið í rúma sjö mánuði — og eng- inn væntir þess, að opinber skýrsla um hana verði gerð Það er nefnilega svo, aö ef árangur rannsóknarinnar yrði sá, að þeim ,,meðsekir‘. þ. e. þeir, sem eitthvað voru viðriðnir málið, yrð. varpað fram í dagsljósið. beindust spjóti.n ekki aðeins að háttsett um embættismönnum leyníþjón ustunnar, heldur einnig að fo”- setanum sjálfum og forsætisráS herranum. AUGUN ÞRJÚ Það sem sagt er frá í fyrr- greindri bók um atburðina msð varðbátana fimm, er aðeins frásögn um eina tegund að-. gerða ísraelsku leyniþjónust- unnar. í bókinni er einnig að finna nákvæma lýsingu á njósnakerf um ley-niþjónustunnar, sem al- þjóðlegir sérfræðingar nefna „kannski beztu njósnakerfi heims“. í bókinni kemur m. a. fram, að ísraelska leyniþjónust an samanstendur af þrem kerf- um. Það fyrsta nefnist MOSS- AD — og eru það njósnarar, sem starfa erlendis, er falla undir það kerfi. Annað nefn- ist Aman — og er hliðstætt við miðstöðvar leyniþjónustu Bandaríkjamanna., — Að síð- ustu er það SHABAK sem hef- ur einkanjósnara á sínum snær- um, og sér um hina duldu örygg isþjónustu. — Það eru þessi njósnakerfi sem oft eru nefnd „hin þrjú augu“ Moshe Day- ans. Mossad er elzta njósnakerfið. Því var fcomið á 1937 sem leyni- þjónustu fyrir sjálfstæði fsra- els og á móti brezkum áhrifum á verndarsvæðunum. — Aman, sem er stytting á Agaf Modiin, er þýðir fræðsluskrifstofa, er hernaðarleg leyniþjónusta. — Shabak, er stytting á Sherut Bitakhon Klali, sem þýðir ör- yggisþjónusta, er njósnakerfið sem flestir þekfcja, en ekfci und ir sínu rétta nafni — heldur Shin Beth. „NJÓSNAHEILINN" Að baki Aman stendur mað- urinn, sem kallaður er „heil- inn“ í leyniþjónustu fsraels. Það er vísindamaðurinn Youval Neeman, semx1969 fékk Albcrt Einstein-verðlaunin. — Nee- man hóf starf sitt hjá leyni- þjónustunni 1964, og hefur næstum því gjörbylt henni með því að taka rafmagnsheita í Youval Neeman — notfærir tæknina til hins ítrasta þjónustu sína. Þessir rafmagns- heilar eru gerðir í samvinnu við tæknimenn hjá flarvard háskólanum bandaríska. Þessir rafmagnsheila' hafa verið mat aðir á upplýsingum um ým.ia egypzka liðsforingja, er tekizt hefur að afla með hvi að vfir heyra egypzke fanga— og svu frá njósnurum. — Þegar sex daga-stríðið skall á að morgm 5. júní 1967, var sérhver ísraelskur liðsforingi er leiddi hersveit sína út í bardaga, bú- inn að fá „sálfræðilega mynd“ Framhald á 14. síðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.