Tíminn - 20.09.1970, Blaðsíða 7

Tíminn - 20.09.1970, Blaðsíða 7
SUNNWÐAGUR 20. september 1970 TÍMINN 7 SVIAR, ERU ÞAD KVN- OOIR KOMMÚNISTAR? Séu þeir ekki að fótografera kynmök hvers annars, þá eru þeir að æsa grandvör Sjálfstæðis- mannabörn frá íslandi til marxistiskra ódáða. Eða svo er sagt Ég varð alllxissa, þegar ég kom tíl SviþjóSar, Iþví að mér var ómögulegt að sjá annað en Sviar væru bæði íhaldssamari og daufgerðari en íslendingar. Hinn dæmigerði Svíi er prúð- ur eins og kennarabarn, 5r- yggisl-aus eins og piparmey, etekar ró og regiu. Hann læt- ur aldrei falla á sig víxil. Hann verður hvumsa, þegar hann fær þau svör á skrif- stofu viðskiptamanna sinna í Reykjavík, að forstjórinn sé ekki við, hann sé á fylliríi. „Það er þó ómögulegt.“ „Jú“, svarar kontóristinn. „ég sá hann á vertshúsi í gær- kvöldi og þá var hann svo full- ur, að það er ábyggilega ekki ruuhið af honum enn“. Sviar drekka aldrei á vinnu- tímanum en helzt í útlöndum vegna þess að þeir eru mjög hræddir hver við annan. „Þið fslendingar, þið getið alltaf étið fisk, ef þið farið á hausinn“, segja þeir, „en við kjósum öryggið. Það er svo gott að hafa traustan bakhjarl að halla sér upp að“. Og því er það, að þótt sósíal demókratar missi meiri hluta sinn til hægri flobkanna í sænsku alþingiskosningunum í dag, þá eru engar likur til þess, að afnumið verði hið víð tæka trýggingakerfi, sem hef- ur kotnið velferðarrikisnafn- bótinni á Svíþjóð. Þótt Svíar gagnrýni oft ut- anríkisstefnu Bandaríkjanna, eiga þeir margt sameiginlegt með þeim. Svíþjóð er fyrst og fremst háþróáð iðnþjóðfélag, og iðnaðarframleiðsla þeirra Og þjóðartekjur vaxa ár frá ári. Samt er talið að um 15— 20% þjóðarinnar hafi ekki þau laun sem nægi til að fram- fleyta fjölskyldu. Það virðist iðnrekendum í hag að ríkið útdeili alls kon- ar framfærslustyrkjum (með ærnum skrifstofukostnaði og þungri skattabyrði) í stað þess að hækka lágmarkslaunin, svo að enginn þurfi að þiggja ölm usu af þjóðfélaginu. Og það er í fullu samræmi við skipu- lagsgáfu Svía þeirra og hag- sýni að hafa búið svo um hnútana, að verkalýðshreyfing m sé innan vébanda stærsta stjórnmálaflokksins, sósíal- demókrata, því að þannig verða engir árekstrar milli stjórnar og vinnuafls. Þannig er tryggður friður á vinnu- markaðnum. Verkföll hafa engln verið í landinu í tutt- uigu og fimrn ár, fyrr en nú í haust að þau fóru að brjót- ast út, í megnri óþökk „sossa“ eins og kratarnir heita þar i landi. Um áratugi hefur það verið svo, að sjá, sem innritast í sænskt verkalýðsfélag, verður sjálfkrafa gjaldskyldur fé- lagi í sósíaldemókrataflokkn- um. Hann getur auðvitað mót- mælt, en hefur þá um leið gert sig grunsamlegan sem sennilegan stjórnarandstæð- ing. Slíkt er óhagkvæmt, því eina skoðun eiga sænskir sósí aldemókratar sameiginlega ís- lenzkum flokksbræðrum sín- um: þeim, sem guð hefur gef- ið vitið til að gerast sósíal- demókrati, hlýtur að vera trú andi fyrir miklu og ekki nema sjálfsagt, að hann sitji fyrir hverju bitastæðu opinberu starfi. Þannig var fyrrverandi vélstjóri gerður að matráðs- manni á spítala í Gautaborg í sumar, við litla hrifning starfsfólks og sjúklinga. Fólk- fð var hrætt um að sósurnar yrðu skrýtnar. En sósíaldemókratar hafa verið við völd í Svíþjóð síðan á kreppuárunum og eru eins konar þægilegt íhaldstákn, þeim, sem vilja forðast breyt- ingar. Hægri flokkarnir 3 eiga í stöðugum illdeilum og að- stöðu sinnar vegna neyðast þeir oft til að setja fram skoð- anir, sem virðast vinstri sinn- aðar. Þannig sagði Gunnar Hedlund, aldursfoíset! foringja, um daginn í blaðavið tali að laun erfiðismanna yrðu að hækka. „Það er engin sann girni,“ sagði hann, „að þeir sem vinna andstyggilegustu og óþrifalegustu störfin fái minnst borgað". Það hefur samt ævinlega verið svo. Hins vegar kunna sósíal- demókratar vel áð færa sér í nyt sundurþykki andstæðing- anna og hamra óspart á sam- kynja slagorði og íhaldsmenn hér: forðizt ringulreið hægri flokkanna, kjósið oss. Af gamla, sænska bænda- flokknum er lítið eftir. Segja má, að bændum hafi verið skipulega útrýmt í Svíþjóð (eins og óargadýrum, skrifaði einhver). Sænsk bóndabýli eru fá og stór, því að ríikið borg- aði stórfé fyrir hverja jörð sem lagðist í eyði. Fjöldi smá- bænda lét sól og gras og kýr og skóg í skiptum fyrir asfalt og færibönd og skarkala og borgarlíf, unz svo var kom- ið að landbúnáðarframleiðslan var rétt mátuleg ofan í þjóð- ina. Sú tilhögun er vissulega töl- fræðilega og markaðslega hag- kvæm. En ýmsar raddir hafa látið í Ijós áhyggjur af ein- veldi iðjuhölda. Hvað gagnar almenningi síaukinn kaupmátt ur, ef andrúmsloftið mengast banvænum gufum, grænmetið verður DDT-eitrað. olíukeim- ur að sjófangi? Því er ti] og með spáð, að sakir rann- sókna á geislavirkum efn- um muni vanskapningafæð- ingum fjölga óstjórnlega á næstunni. Máski líða ekki nema nokkur ár, þangað til mannkynið verður aftur kom- ið á fjóra fætur. Gagnvart þessari framtíðar- sýn hafa margir fyllzt eftirsjá eftir sælum sveita jarðyrkju- mannsins Og við nána athug- un hefur læðzt að mönnum sá grunur, að iðnaðurinn þiggi vald sitt á fölskum forsend- um. Hann skammtar sér sjálf- ur verðið, eins og danski ein- okunarkaupmaðurinn forðum. „Eða er ekki eitthvað bogið við það“, var spurt í sænsku blaði, „að sódavatn skuli vera ódýrara en mjólk? Undarleg verðlagning á kolsýrðu vatni. Það má allt vera dýrselt nema það sem kemur frá bændum. En hver sem sigrar í kosn ingunum í dag er ábyggilegt, að enn um skeið mun Svíþjóð halda í áltina til aukinnar vél- væðingar, meiri framleiðslu, þrautskipulagðra samfélags, vaxandi ríkistekna og þátttöku í Efnahagsbandalagi Evrópu. Tapi „sossar" er forsætisráð herrann Olof Palme sá stjórn málamaður, sem hefur úr hæst um söðli að detta. Um hann er sagt eins og Hvamm-Sturlu forðum: „Enginn frýr honum vits, en meira er hann grun- aður um græzku. Meirihluti flokksins er naumur, og ef- laust freistandi að taka stefn- una þangað, sem atkvæðaleg- ast er. Það eru áð minnsta kosti ýmsir, sem telja, að stuðningur Palmcs við Norð- ur-yietnamstjórn, svo dæmi sé viðleitni til að friða vinstri arm sósíaldemó- krataflokksins, sem _ annars kynni að slitna frá. í þessum armi eru allmargir sem hneigj ast til Maóisma, og kallast ný- vinstrisinnar. Það er yfirleitt yngra fólk. Sumt rík-t, svokallaðir gæsa- kæfu-öreigar. Kæfa úr gæsalif- ur, „paté de fois“ er enginn fátækramatur. En einn hitti ég, sem virtist lifa á svörtu brauði og tei. Hann taldi sig kommúnista innan vébanda sósíaldemókrataflokksins og vildi byltingu. „Eftir rússneskri eða kín verskri fyrirmynd?" spurði ég. „Hvorugt“, sagði hann. „Þetta voru hvort tvegigja van þróuð landbúnaðarþjóðfélög. Sænskt sósíalistiskt iðnríki yrði að byggja á innlendum aðstæðum“. „Og hvað munduð þið vilja gera?“ spurði ég. „Láta verkamenn eignast þær verksmiðjur, sem þeir vinna í, og skiptast á um að reka þær, svo enginn maður lifði á því að segja öðrum fyr- ir verkum. Arðurinn ætti að skiptast milli starfsfólksins". Þannig spannar sósíaldemó krataflokkurinn hin ólíkustu element. En Svíar eni aldrei ósættanlegir. Þeir trúa því, áð með því að rökræða hlutína nógu lengi hljóti að finnast niðurstaða, sem allir geti fall- izt á. Alveg öfugt við fslend- inga, sem verða þrjózkari og reiðari við hverja setningu, í vörn um einstaklingseðli sitt. Svíar hneigjast til að laga sig hver eftir öðrum, mynda eins konar hópsál, hagsýna, starfs- hæfa, kurteisa og grandvara þjóðarsál. fslenzkur einstaklingur er sjálfstæðari en sænskur ein- staklingur. En sænska þjóðin sem heild er sterkari en ís- lenzka þjóðin. Palme — heldur liann velli? Peningar eru afl þeirra hluta sem gera skal, og af þeim eiga Svíar nóg til að geta hundsað skoðanir vald- hafa í Washington og Moskvu, en lxað virðist meira en hægt sé að segja um okkar kæru landa. Annað er það, að þeir hafa geysigóða og sjálfstæða (og dýra) fréttaþjónustu. Útvarp og sjónvarp hafa, held ég, eina sautján fréttaritara úti um all- an heim, auk margra, sem skreppa utan við og við til að gefa skýrslur um ástandið hvarvetna erlendís, ekki sízt ’ vanþróuðu löndunum eða hin- um svokallaða þriðja heimi. Þar er allt í eymd og volæði, Svíum til meiri sorgar en orð fá lýst. En með þv’í að þeir eru í eðli sínu naflaskoðarar, hafa atburðir eins og Vietnam styrjöldin og innrásin í Tékkó slóvakíu orðið þeim vekjara- klukka til að reka þá til um- hugsunar um, að margt er einnig rotið í Svíaríki. Það er náttúrlega vandamál. En Svíar elska áð leysa vandamál. Og nú rökræða þeir og setja fram gagnrýni og kanna, al- varlegir í bragði, allar mögu- legar leiðir til að smíða full- komna, ábatasama, syndlausa þjóðfélagsvél. Þá beztu í heirni. Eller hur. OT MALLORCA LONDON travel 15-18 dagar — Verð frá kr. 11.800,00 Nú ftýgur Sunna beint til Mallorka alia þriðjudaga. Þór njótið góðra veitinga í hljóðlátri skrúfuþotu, sem flytur yður i þægilegu dagflugi á 5 klst. (svipaður hraði og Caravelle- þota) til Mallorka, fjölsóftustu ferðamannaparadísar Evrópu. En þar er sól og sumar allan ársins hring, og eru appelsínur tíndar af trjánum í janúar. Eigin skrifstofa Sunnu á Mailorca með íslenzku starfsfólki, veifir þjónustu og öryggi, sem engin önnur íslenzk ferða- skrifstofa býður gestum sínum á erlendri grund. Við gefum sjálfum okkur ekki einkunnir en spyrjið þá fföl- mörgu, sem reynf hafa Sunnuferðir og velja þær aftur ér eftir ár Sunna notar á Mailorca elngöngu góð hótel með baði, svölum, sundiaugum og nýtízku íbúðir. Lengið sumarið, njótið haustsins, vetrarins í sóiskinspara- dísinni við Miðjarðarhafið. Mailorca veitir yður allt sem hug. urinn girnist, þar er sjórinn og sólskinið eins og fólk vill hafa það, fjölbreytt skemmtanalíf, fagurt landslag, og stutt »8 fara í skemmtiferðir til Barcelona, Madrid og Nizza. 2—3 daga viðdvöl í London á heimleði í flestum ferðum. Allar ferðir hafa verið fullbókaðar til Mallorca um langt skeið, en við eigum ennþá nokkrum sætum óráðstafað. 22. sept., 29. sept., 6. okt., 20. okt. og 3. nóv. Pantið snemma, það borgar sig Á MALLORCA ERU ALLIR DAGAR SUNNUDAGAR FERflASKRIFSIOIAN SIINNA BANKASTRSíl 7 SÍNIAR1640012070 hægri sé nefnt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.