Tíminn - 20.09.1970, Blaðsíða 2

Tíminn - 20.09.1970, Blaðsíða 2
* TÍMINN SUNNUDAGUR 20. september 1OT0 BOÐORÐ KRISTS Jesús predikar ekkert sér- stakt siðferSislögmál. Hann er ekki umvöndunarsamur. Hann gefur engan sérstakan mæli- kvarða til að lifa eftir. Állt slíkt á að koma af sjálfu sér, með þvi að lifa lífinu á eðli- legan hátt. Breyta við aðra eins og við óskum, að þeir breyti við okkur. Það er allt og sumt. Það er hvorki regla eða trú- arsetning í raun og veru, held ur áðeins skynsamlegur árang ur lífsreglunnar sjálfrar. Það uppsker enginn elsku sem sáir hatri. En við erum ábyrg ekki ein ungis fyrir því, sem við gjör- um, heldur einnig því, sem við vanrækjum að gjöra. Ekkert þýðingarlaust, ekk- ert er óviðkomandi, sízt af öllu það hjartalag, sem ræður því, sem gjört er. Sá, sem gefur einum smæl- ingja vatnsdrykk mun ekki fara á mis við laun sín, þau laun, sem liggja í sjálfri at- höfninni og hugarfarinu, sem var frumkvæði hennar. Á hverqu andartaki er það á þínu valdi, hvort þú gerir samferðamann á lífsleiðinni vin þinn eða óvin. Fyrirgefir þú ekki öðrum, þá getur þú ekki vænzt þess að fá fyrir- gefningu. AHt er hvert öðru háð. Sælir eru friðflytjendiu:, því að þeir munu Guðs börn kall- aðir verða. Þetta eru ekki boðorð, held- ur aðeins lífið sjálft, og hvern ig því verður lifað hvert and- artak á eðlilegan hátt. Sá, sem ekki gefur öðrum gjörið þið svo vel. Reijiiið viðsMptín upp sínar smáskuldir, getur ekki búizt við að Herra tilver- unnar gefi honum upp stóra skuld. Um það vitnar sagan un skulduga þjóninn. Vertu þvi alúðlegur við sam ferðamann þinn, svó að sam- ferðamaðurinn gefi þig ekki dómaranum í hendur, og dóm- arinn setji þig í fangelsi. Verið miskunnsamir eins og faðirinn á himnum er misk- unnsamur. Gefið, þá mun yð- ur gefast, vel fylltur mælir, skekinn, barmafullur, skal veittur verða, því með þeim mæli sem þér mælið, skal yður mælt verða. Jesús segir ekki líkingar sín ar, til þess að af þeim verði dregnar guðfræðilegar reglur. kennisetningar og ályktanir. Hann gengur um eins og sáð- maður, sem stráir fræjunum og lætur blæinn bera þau út f bláinn. Það verður svo hver að hafa þau handa sér á sinn hátt, eftir sínu eðli. Eins og jarðvegurinn er margvíslegur og gefur misjafnan ávöxt. þannig er einnig með manns- sálir. Við því er ekkert að gera. Það er eðli lífsins og að- all. Einn sér ekki þau blómst- ur, sem vaxa við götu hans. en öðrum verður hvert blóm sem bros. Jesús nöldrar ekki og er ekki óðlátur. Það sem verður, það verður í fyllingu tímans. Allt hefur sinn tíma. Það er ekkert unnið við það, að mannssálin breyti gegn eðli sínu og lífslögmáli. Það tínir enginn vínber af þyrnum eða fíkjur af þistlum. Það tekur sinn tíma fyrir sáðkornin að broskast Það flýtir enginn fyr ir vexti komsins með því að toga í stráin. Afturhvarf er einskis vert komi það ekki að innan. Maður nokkur átti tvo sonu, og hann sagði við þá: Farið nú til starfa í víngarð inum. Annar sagði já, en fór hvergi. Hinn sagði nei. en sá sig um hönd og fór samt. Hvor gerði vilja föður síns? Þetta tóki’. Gyðingar til sín og fylltust heift til hans. Hann hæddist að hálfleika þeirra og sjálfsblekkingu. „Verið fullkomnir“, segir Jesús, bví það er ósk og eðli lífsins, eins og það er einnig eðli lífsins að ná aldrei hinu fullkomna. Hann setur takmarkið svo hátt, sem hægt er að komast og sprengir þar með sérhverja tilraun til að setja upp ákveðn ar siðgæðisreglur, brýtur alla ramma boða og helgisiða. Þú getur aldrei orðið svo mikið sem nokkurn veginn viss um að ná takmarki þínu. Því meira, sem þér var trúað fyrir þeim mun meira verður af þér krafizt. Þetta síðasta sannar lfking- in um talenturnar. Þar sem veslingurinn, sem hafði grafið féð í jörðu og ekkert gert, varð að missa líka það, sem honum hafði verið trúað fyrir. Þannig er lífið, sé ekki starf- að í þess þágu, visna hæfileik- arnir og gáfurnar þorna upp, kraftarnir dvína. Ekki er held ur nóg að fylgja boðorðum um að deyða ekki, Ijúga ekki og stela ekki og allt hitt sem ekki má. Hugurinn verður líka að losna við löngunina til þess. Allt annað er aðeins hraesni. En svo er_ hitt hver á að dæma? Ógleymanleg er sagan um konuna, sem kölluð var hórsek og flutt til Jesú. Hann hugsar sig um, þegar hann er spurður um lögmál Móse, sem segir, að slíkar konur skuli grýttar. Hann skrifar með fingrinum í sandinn, lítur upp aftur og segir: „Sá yðar, sem syndlaus er kasti þá fyrsta steininum.“ Og svo heldur hann áfram að skrifa eða teikna skuld henn- ar í sandinn. En þeir læddust allir á burt, og hann sér að konan er ein eftir. Og hann spyr: Hvar eru þeir, sem for- dæmdu þig, var það þá eng- inn? En hún svaraði: Enginn, herra. Og hann sagði: Ég sak- felli þig ekki heldur. Farðu burtu og syndga ekki framar. Þannig er Jesús í sínum boðorðum alveg í samræmi við lífslögin sjálf, engin refs- ing enginn dómur, nema sem afleiðing af orsök, engin grimmd, engin fordæming, en hins vegar aðeins stigmunur en ekki eðlismunur á girnd og athöfn, reiði og manndrápi. Og svo að síðustu fyrirgefning ekki sjö sinnum, heldur 70 sinnum 7 sinnum. Og með því er hið gyðinglega lögmáls- vafstur einskisvirði eins og kóngullóarvefur. Hann kom til að fullkomna það, gera það hluta lífsins sjálfs, skráð f hjörtun af hönd góðleikans. Árelíus Níelsson. Sunlimer mm 21400 VerksmiðjuafgreiSsla K E A annast heildsöluafgreiðslu á vörum frá framleiðsludeild- um félagsins. Með einu sím- tali getið þér pantað allt það, sem þér óskið, af fjöl- breytilegri framleiðsluþeirra, Iandsþekktar úrvalsvörur, — allt á einum stað: Málningarvörur og hreinlæt- isvörur frá Sjöfn, kjöt- og niðursuðuvörur frá Kjötiðn- aðarstöð KEA og hangikjöt frá Reykhúsi KEA. Gula- bandið og Flóru-smjörlíki, Braga-kaffi og Santos-kaffi, Flóru-sultur og safar, brauð- vörur frá Brauðgerð KEA, ostar og smjör frá Mjólkur- samlagi KEA, allt eru þetta þjóðkunnar og mjög eftir- sóttar vörur, öruggar sölu- vörur, marg-auglýstar í út- varpi, sjónvarpi og blöðum. Innkaupastjórar. Eitt símtal. Fljót og örugg afgreiðsla. Kynnið yður kjörin og reyn- ið viðskiptin. Síminn er (96) 21400. BRAUÐ GERÐ m uOtionacarstöo REYK HÚS VERKSMIÐJUAFGREIÐSLA K-E-A AKUREYRI ÚTBOÐ Tilboð óskast í standsetningu hluta lóðar við Fellsmúla 14—22. í verkinu er innifalin undir- bygging bílastæða, malbikun, steyptar stéttir o.fl. Útboðsgagna má vitja á Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen s.f., Ármúia 4, frá mánudegi 21. sept. kl. 13.00 og tilboðum sé skilað á sama stað fyrir kl. 11.00 miðvikudaginn 30. sept. Skilatrygging er 1.000,00 kr. Framtíðaratvinna á Sauðárkróki Vanur afgreiðslumaður óskast í verzlun sem sel- ur byggingavörur, rafmagnsvörur, sportvörur, rit- föng o. fl. Þarf að vera vanur meðferð reiknivéla. Samvinnu- skóiapróf æskilegt. Upplýsingar gefur kaupfélags- stjórinn. Sími (95) 5200. Kf. Skagfirðinga, Sauðárkróki.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.