Tíminn - 20.09.1970, Blaðsíða 8

Tíminn - 20.09.1970, Blaðsíða 8
6 TIMINN SUNNUDAGUR 20. september 1970 Skeleggur stríðsmaður breytt- ist í skjaldsvein óvinaliðsins Halldór Pálsson, búnaðarmálastjóri, og fyrrum sauðfjárrækfarráðunautur, bregður sér að sjálfsögðu stund- um í réttir sér til hressingar og fróðleiks og hefur gaman af að taka í horn á fríðri kind. Haustannir Haustannlr eru hafnar. Göngur og réttir standa yfir, sauðfjár- slátrun er hafin, verið að hirða síðasta heyskapinn, taka upp kartöflur og senn verður græn- féðrið slegið. Uppskerutiminn er og á að vera gleðidagar góðra ræktunarmanna, þar sem erfið- ið ber ávöxt. Því miður er -upp- skerugleði íslendinga ekki mikil á þessu hausti. Við höfum enn haldið lengra inn í kuldann. Hey fengur víðast hvar hrafl eitt af skammakalinni ræktarjörð. Kart- öflurnar smælki eitt. Vestur í Strandasýslu er kalið I mesta lagi, en sumarið hefur verið svo naumt á ylinn, að græn fóðrið, sem bændur sáðu í kal- jörðina með ærnum kostnáði í vor, verður ekki einu sinni sleg ið á þessu hausti. Virðist þá fok- ið í flest skjól og von að búin minnki og byggð þynnist. Það er aðeins eitt, sem hress- ir vonina — sauðféð er heldur fallegt, þegar það kemur af fjalli, og diikar virðast sæmilega vænir, þótt undarlegt megi virð- ast og misjafnt muni vera. Mangir glöggir bændur halda því fram, áð byggð ýmissa harð- býlla sveita og afskekktra, sem þó haldast enn í sæmilegu horfi, muni ekki standast ann- an áratug jafnharðan eða harð ari þeim, sem nú er á enda, nema til komi sérstakar ráðstaf anir um hliðaratvinnu við búskap inn, og sé nú ekki seinna vænna að hugsa fyrir þessu í sumum sveitum. Þung áföll Þetta árferði ár eftir ár hefur valdið bændum þungum búsifj- um. Dr. Sturla Friðriksson áætl ar, að beint tjón af kalinu einu hafi síðustu þrjú árin numið 720 millj. kr. Ofan á bætist upp- skerubrestur garðávaxta og ýmis áföíll önnur af árferði. Þessa bagga hafa bændur orðið að axla einir, og merkin sjást greinilega. Þeir hafa orðið áð neita sér um margt, sem aðrir telja sjálf- sagt, draga úr framkvæmdum, og búin hafa skroppið saman. Marg- ir bændur, sem höfðu 25 kúa bú fvrir fimm árvim, verða nú að láta ser nægja tuttugu. Eng- in áhrif árferðisins h'’ta u í búvöruverðið tii utj lenda. Bændur hafa ekki hlutartrygg- ingu eins og sjómenn, sem gjarn an mættu hafa hana hærri. Þeir verða að láta sér nægja það, sem þeir uppskera. Þegar á allt þetta er litið, munu neytendur sízt sjá ofsjón- um yfir því afurðaverði, sem bændur fá. Þá staðreynd verður að muna, áð ísland er harðbýlt búnaðarland, en þjóðin verður samt að lifa af því, sem það gefur, og borga það verð, sem moldin setur upp. Að hætta að framleiða á landinu brýnustu matvælin er raunar sama og að flýja landið og gefast upp við að búa hér. Þegar þetta er haft í huga get ur engum fundizt óeðlilegt, þótt íslenzkar búvörur á markaði hefðu að minnsta kosti hækkað eins mikið og innfluttar matvör- ur, síðasta áratug, ekki sízt þar sem opinber niðurgreiðsla hefur minnkað mjög hlutfaUslega. En dæcmið er þó þannig, að búvör urnar ha.'a haakkað minna þrjú síðustu árin en til að enynda fisk ur, kaffi, sykur eða haframjöl. Þó er eins og ýmsum blöðum verði miklu starsýnna á búvöru- hækkun en aðrar neyzluvöru- hækkanir. Herhvöt Gylfa Á bersum haustdögum, er þeir a'.burðir hafa gerzt, að formaður Alþýðuflokksins hefur með ann- álsverðu atfylgi lengt lífdaga óhrjálegustu íhaldsstjórnar, sem setið hefur á fslandi, fram á næsta vor, kemur í hugann göm ul herhvöt, sem skeleggur alþýðu foringi á íslandi flutti fyrir hálf um öðrum áratug af svo mikilli vígfimi, að dáðst var að um allt land. Þess reiðilestrar er nú vert að minnast og líta um leið yfir farinn veg og sjá, hvernig verk þessa sama manns hafa talað. f herhvöt sinni sagði hinn víg- fimi alþýðuforingi meðal annars: „í öllum ríkjum er til óþjóð- ho.’lur gróðalýður, sem hefur það sem æðsta mark sitt í líf- inu að skara e!d að sinni köku og kæra sig kollóttan, hvernig það gerist. Þessi gróðalýður hefur hér á íslandi átt sitt sverð og sinn skjöld, þar sem er Sjálf- stæðisflokkurinn. Síðan 1939 hef ur Sjálfstæðisf.ökkurinn setið samfellt í ríkisstjórn og notað aðstöðu sína purkunarlaust til þess að vinna fyrir gróðalýðinn. Og þeim mun rækilegar, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur brugðizt yfirlýstri stefnu sinni, þeim mun betur hefur hann fy.'gt fratn þeirri duldu fyrirætl- un sinni að búa sem bezt í hag- inn fyrir braskarana. Gróðastéttin teygir loppu sína upp á hvert matborð og nælir sér í hluta af því. sem fram er reitt. Hún leggur skatt á hverja flík, sem þjóðin klæðist. Hún treður vasana fulla í sambandi við hverja húsbyggingu. Hún læðist að sjómanninum og hrifs- ar til sín h.öta af afla hans hér innan lands og af gjaldeyrinum fyrir framleiðslu hans utan lands. Hún hefur tögl og hagldir í bönkunum. Og sé þecta ekki nóg, þá á hún umboðsmenn í rá'ðherrastólv,. Það er þetta, sem er að ís- lenzku þjóð.'ífi Þetta er það. sem þarf að breytast. íslenzkur almenningur veðrur að skilja, að áhrifum Sjálfstæðisflokksins i íslenzk þjóðmál verður aið ljúka. Hann hefur ráðið mestu nú i fimmtán ár. Hann er búinn að sýna það. að hann getur ekki stjórnað landinu Það er kominn tími ti.' þess að slá úr hendi gróðalýðsins sverð hans og kljúfa skjöld hans“. Mai'gt var fleira vel mælt í þessari snjöllu herhvöt. Hver var þaö, sem svo ve' söng? Hann hét Gylfi Þ. Gísrason. Skjaldsveinn gróða- lýðsins Næstu árin lét Gylfi Þ. Gísla- son verk fylgja orðum og sat í ríkisstjórn, sem freistaði þess eftir mætti að slá sverð úr hendi gróðalýðsins og kljúfa skjö.’d hans og varð töluvert ágengt í því efni. Það varð þvi miður skammgóður vermir. Þetta varð síðasta herhvöt Gylfa stríðs- manns gegn gróðalýðnum og líf- verði hans, Sjálfstæðisflokknum. Hinn vígreifi baráttumaður tók allt í einu undar.'egum hughvörf um í stað þess að kljúfa skjöld gréðalýðsins, gerðist hann skjald sveinn hans og hefur gegnt því þjónustuverki í heilan áratug Og Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei átt annan eins skjaMsvein ■— dyggan og trúan — sem setið hefur við að fægja skjöld og brýna sverð gróðalýðsins alia daga. Að enduðum þessum ára- tug kvað glöggur og reyndur Al- þýðuflokksmaður upp þann dóm, að svo vel hefði alþýðuforingjan- um ti; tekizt í skjaldsveinsstöð- unni, að þjóðin sæi ekki lengur mun á Alþýðuflokknum og Sjálf stæðisflokknum. Svona fjöl- breytilegt getui æviskeið sumra manna verið. Lítil sjálfsvirðing í fyrradag gerðist í borgar- stjórn Reykjavíkur atvik, sem sýnir glöggt, hve ,'öng valdaseta getur spillt eðlilegu og heiðar- legu sjálfsmati sæmiiegra manna. íhaldsmeirihlutinn kvað beinlínis upp þann úrskurð, að embættismönnum borgarinnar væri heimilt að bera starfsmenn sína og undirsáta ærumeiðandi sökum, án þess að þurfa að rök- styðja þær, nefna dæmi eða nöfn sekra. Hér var um merkilegt prófmál að ræða, og eftir úr- skurð borgars’tjórnar í því, hafa forstjórar bæjarstofnana — borgarstjóm að meinalausu — frjálsar hendur um að bera und- irmenn sína aHa fyrir einn sök- um um ótilgreind trúnaðarbrot eða þagnarskyldurof og þurfa alls ekki að verða við tiímælum þeirra um nánari skýringar á því í hverju sökin sé fólgin, eða nafngreina seka. Menn skulu að- eins taka þessu þegjandi og möglunarlaust. Þessi afstaða meirih.'uta borg arstjórnar í slíku prófmáli, er svo furðuleg og ber svo mikinn vott um skort á sjálfsvirðingu og réttsýni, að fáir munu hafa ætlað, að slíkt gæti gerzt á þess- um háþróunartímum lýðræðis- legrar samvizku. I þessu efni er sama, hvort málið er stórt eða :íti® í sjálfu sér. Það er jafnmikið prófmál fyrir því. Með afstöðu sinni £ borgarstjórn hefur íhaldsmeirihlutinn dæmt starfsmannahóp til- þess að liggja undir ærumeiðandi áburði yfir- manns síns og lokað fyrir þeim leiðum til þess að ná rétti sin- um. Jafnframt hafa borgarfull- trúar þeir, sem að þessum úr- skurði stóðu, gefið sjá.fum sér í verki óvenjulegt siðgæðisvott- orð. Málið er ofur einfalt. Borg- arverkfræðingur ber opinber- lega í dagblaði undirmenn sína, alla í einum hópi, sökum um brot á trúnaði og þignar- skyldu í starfi. Hann hvorki skýr ir með dæmum, í hverju brotið sé fólgið, né nefnir nöfn sebra. Þegar starfsmennirnir biðja sam eiginlega um nánari skýringu á brotinu og hverjir hinir brotlegu séu, virðir yfirmaiðurinn þá ekki einu sinni svars. Starfsmennirnir vilja ekki una þessu og te.'ja sig eiga rétt á skýringu. Þeir leita til borgarráðs og borgarstjórnar. Þar er felld tillaga um að mæl- ast til þess í al.Yi vinsemd, að yfirmaðurinn verði við réttmæt- um tiimælum starfsmannanna. Þar með hefur borgarstjóm kveðið upp úrskurð til fyrir- myndar um rétta og siBmann- lega hegðun yfirmanna borgar- stofnana við undirmenn. Þeir hafa frjálsar hendur með leyfi borgarstjórnar. Hé hefur í raun og veru gerzt óhugnanleg saga, sem er jafn hörmulegt vitni um skort á rétt- .'ætiskennd kjörinna borgarfull- trúa, hvort sem sakarefni í þessu tilviki eru mikil eða lítil, og full yrða má, að þessi afstaða meiri- hluta borgarstjórnar sé alger- lega öndverð réttlætisskyni hins aJmenna borgara. Hver maður getur litið í eigin barm um það. A.K.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.