Tíminn - 20.09.1970, Blaðsíða 9

Tíminn - 20.09.1970, Blaðsíða 9
SUNNUDAGUR 20. september 1970 TÍMINN Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Fraintvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Tómas Karlsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnar- skrifstofur 1 Edduhúsinu, sfmar 18300—18306. Skrifstofur Bankastræti 7 — Afgreiðslusími 12323. Auglýsingasimi 19523. Aðrar sikrifstofur sími 18300. Áskriftargjald kr. 165,00 á mánuði, Innanlands — í lausasölu kr. 10,00 eint. Prentsm. Edda hf. Dæmisaga í tengslum við verkföllin og kaupsamningana í sumar hefur gerzt lærdómsrík smásaga eða dæmisaga, sem ástæða er að rifia upp, svo að menn geti dregið dóm af henni eftir því sem ástæða þykir til. Fyrir bæjarstjórnarkosningarnar talaði Morgunblaðið um það á hverjum degi, að nú ættu verkamenn og aðr- ir launþegar rétt á verulegri kauphækkun, og það sem betra væri — atvinnuvegirnir væru fyllilega færir um að taka hana á sig — svo væri blessaðri ríkisstjórninni og viðreisn hennar fyrir að þakka. Vinnuveitendasam- band íslands bar sig að vísu ver. Samt hófst verkfall og stóð á annan mánuð. Síðan var samið um 15% kauphækkun, eins og raunar flestir höfðu gert ráð fyrir áður en verkfall hófst. Vinnuveit- endasambandið bar sig illa, sagði að þetta væri of mikil kauphækkun og atvinnuvegirnir þyldu þetta ekki. Rík- isstjórnin tók þá í sama streng, enda voru kosningar þá um garð gengnar. En stuttu eftir samninga kom stjórn vinnuveitenda saman á fund og samþykkti heimild til að hækka ið- gjald félaga í samtökunum um 28%, úr 0,625% af launagreiðslum í 0,8%, og þó voru nýtekin inn í sam- tökin Landssamband ísl. útvegsmanna og Félag ísl. iðn- rekenda, hvort tveggja einhverjar mestu launagreiðslu- greinar atvinnuveganna. Þessi hækkun mætti þó tölu- verðri andspyrnu á fundi 40 stjórnenda Vinnuveitenda- sambandsins. Á s.l. ári mun halli á rekstri vinnuveitendasambands- ins hafa verið um 300 þús. kr. en rekstrargjöld í heild um 8 millj. Virðast það engin smáræðis umsvif, sem þessi félagsskapur hefur, enda hefur hann staðið í mikl- um fasteignakaupum, sem margir telja miður hagkvæm og varið til viðgerða á þeim nokkru á annan millióna- tug, þótt óljóst virðist, til hverra nota þessi samn- tök þurfa slíkar húseignir. Reikningar samtakanna hafa ekki verið birtir. Dæmisagan er hins vegar um það, er samtök vinnu- veitenda börðust á annan mánuð gegn 1Ö% kauphækkun verkafólks og töldu hana ríða atvinnuvegina á slig, en heimiluðu síðan sjálfum sér að hækka eigið gjald af þessum sömu atvinnuvegum nær helmingi meira á eftir. Og ríkisstjórnin hafði ekkert við þetta að athuga, en er þess meira að segja hvetjandi, að sem flest ríkisfyrir- tæki séu 1 samtökum vinnuveitenda og greiði þar sín háu gjöld skilvíslega. „Húsnæðisneyð" „Smáauglýsingar dagblaðanna fylla þessa dagana marga dálka, þar sem kveða við örvæntingaróp fólks í húsnæðisneyð“. Þetta er upphaf athugaverðrar greinar í stjórnarmál- gagni í fyrradag, þar sem lýst er ástandinu í húsnæðis- málum á höfuðborgarsvæðinu eftir tíu ára „viðreisn". Vísir segir ennfremur, að í húsnæðisauglýsingum blaðs- ins sé ein af hverjum níu eða tíu framboð en hitt eftir- spurn, og mun það nokkuð réttur mælikvarði á ástandið. í velferðarríki tíu ára viðreisnar verður fólk að bjóða tugi þúsunda 1 fyrirframgreiðslu og ganga að svo að segja hvaða skilmálum sem er til þess að fá þak yfir höfuðið. Húsaleigan sjálf hækkar og hækkar. í höfuð- borg landsins ríkir „húsnæðishungur“ og „húsnæðis- neyð“ og þar „kveða við örvæntingaróp“, eins og blaðið segir réttilega. Menn vita, að hér er ekki of djúpt tekið í árinni, en vert er að minnast, að það er stuðningsblað tíu ára „viðreisnarstjórnar“, sem hefur orðið. — AK ANDREI MONIN PRÓFESSOR: Hafeðlisfræðin er mikilvægasta vísindagreinin Gagnkvæm áhrif andrúmslofts og hafs eru séríega mikilvæg 1 GAGNKVÆMUM áhrifum andrúmslofts og hafs koma fyrir margvísleg jarðeðlisfræSi ,'eg fyrirbrigði og því er rann- sókn á þessum gagnkvæmu áhrifum eitt af helztu verkefn- um vísinda um jörðina. Gagn- kvæm áhrif amdrúmslofts og hafs á hitastig og hreyfingu hvors annars, gerast með skipt um á hita og raka, hreýfingu, kolvetni og súrefni og fara þessi skipti fram um yfirborð hafsins. Rykkorn falla úr and- rúmsloftinu í hafið og verða hluti af lagmyndun á botni þess og eru þessi botnlög veruleg um miðbik hafanina fjarri ströndum. í stormum ,'osna saltagnir úr sjónum og berast upp í andrúmsloftið, raki þéttist á þeim og myndar . ský og þoku. HVERNIG hefur andrúms- loftið áhrif á hafi'ð? Loftsraum ar koma hafinu á hreyfingu og mynda svo að segja alla strauma á yfirborði hafsins og einnig í djúpum þess. I storm- um myndast stormöldur á yfir- borðinu og geta þær stefnt sæ- farendum í háska og brotið upp ströndina. Það gerðist t. d. ekki alls fyrir löngu í bænum Pitsunda í Kákasus. Svo að rannsóknir á öldugangi eru hinar þýðingarmestu. Vasili Sju.’eikin, félagi í Vís- indaakademíunni og upphafs- maður hafeðlisfræði, hefur gert miklar rannsóknir á mynd un og hegðun stonmaldna. Að fnumkvæði hans var sérstakt hringLaga ,,stor.maker“ byggt á Krím til rannsókna á öldu- myndun. Niðurstöður af þess- um rannsóknum eru hagnýttar til að spá fyrir öMugangi og velja beztu sig'ingaleiðir. ÖLDURNAR koma róti á efri lög hafsins. A þann hátt berst hitd, orka og ýmis efni — þar á meðal geislavirk efni — nið- ur í hafdjúpin. Þess vegna eru rannsóknir á hafróti sérlega mikilvægar í hafeðlisfræðinni. Andrei Koimogorof, félagi í Vísindaakademiunni, hefur Lagt mikið af mörkum ti; skiln- ings á lögmálum hafróts. Og núverandi hugmyndir um loft- rót voru að verulegu leyti myndaðar við rannsóknir á rannsóknarstofnu Vísindaaka- demiu Sovétríkjanna, sem fæst við eðlisfræði andrúmsloftsins. Vegna áhrifa vinda á haf- flötinn, myndast svonefndir rekstraumar í efri lögum hafs ins. Þetta hækkar haff.'ötinn og veldur breytingum á vatns- þrýstingi í öllu hafinu og það fer allt á hreyíingu. Þannig eru hinir miklu sjávarstraum- ar myndaðir eins og t. d. Golf- straumurinn í Atlantshafi. Vís- indamaðurinn Vasili Sjuleikin tók eftir hringbundnum endur tekningum í þessum ferfl, sem hafa langvarandi áhrif á veð- urfar. Sólargeislar hita efstu lög sjávar, en á hafsbotni — jafn- vel við miðbaug — er kalt vatn. sem ekki er nema 2 til 3 gráður á Celsíus og komið er má’Sa Rússneskur vísindaleiðangur vlð veðurathuganir á rekstöðinni NorSurpóll 13. að mestu leyti frá suðurpóln- um og að nokkru .'eyti frá norðurpólnum. í höfum í hita- beltinu getur þvi hitamunur milli hafflatar og botns verið meiri en 25 gráður á Celsíus. Tilraunir hafa meira að segja verið gerðar til þess að hag- nýta þennan hitamismun ti! raforkuframleiðs.'u. en það er enn of kostnaðarsamt. ANNAÐ mikilvægt atriði fyrir hafeðlisfræði er það, að kalt vatn er þéttara en heitt vatn, þannig að þéttleiki vatns í höfunum eykst með dýpinu. Þessi lagskipting í hafinu er mjög stcðug og hindrar lóð- rétta blöuduu vatnsins. Sann- reynt hefur verið, að elri lög- in, þar sem hafróts gætir mjög, eru tiltö.'uiega gruan eða um hundrað metrar að dýpt. Á þessu dýpi eykst þéttleiki vatnsins svo verulega, að jafn- vel má tala um fljótandi botn, sem jafnvel kafbátar geta leg- ið á. Slíkir fljótandi botnar geta .’ika myndazt á miklu dýpi. Grænþörungar, sem mynda helztu næringu fiska og allra annarra lífvera i sjónum, þurfa eins og plöntur á þurru landi að fá nitur og fosforssölt. Þeir geta aðeins þrifizt í efri lögum hafsins, sem sólageisl- arnir ná ti.' og taka þar til sín málmsölt úr vatninu. En salt- birgðirnar eru aðeins endur- nýjaðar, þegar djúpsjávarvatn hefst upp á yfirborðið fyrir tilverknað hafstrauma. Þess vegna geta sérfræðingar í haf- straumum sagt fyrir um það, á hvaða hafsvæðum muni efni legt að fiska. UPPHITUN og kæltofg efri laga hafsins ákvarðast af áhrif um andrúmsloftsins, sérstak- lega af skýjum, sem takmarka sólarljósið, og stormum, sem hafa gríðarmikla uppgufun í för með sér og veldur hún kælingu á yfirborði hafsins. Fiskitorfur eru mjög næmar fyrir hitabreytingum í yfir- borði sjávar og í hafstraumum og eru því á sífellöu ferðalagi. Fiskimenn þurfa a !iaf að taka til.'it til þess. Af pessum sök- um eru rannsóknir og forspár um hafstrauma sérstaklega ,mikilvægar í efnahagslífinu. En lítum á aðra hlið hinna gagnkvæmu áhrifa andrúms- loftsins og sjávar, — áhrif hafsins á andrúmsloftið. And- rúmsloftið gæti verið til, þó engin höf væru til Veðrið gæti verið eins og yfir haf inu. En í hafinu verða ákaf- lega hægfara hitabreytingar, þar sem það hefur mikla hita- tregðu. Breytingar á sjávar- hita koma fram í langvarandi breytingum á veðri og veður- fari. ÞETTA eru kannski ástæð- urnar fyrir því, að sum ár eru köld og vindasöm eða rigning- arsöm. Ahrif haJsins á and- rúmsloftið eru einn helzti þátt urinn í nútíma vatnsaflsfræði, sem liggur til grundval-.'ar veð- urspám til langs tíma, sem Ekaterina Blinova. aukafélagi í Vísindaakademíu Sovétríkj- anna er núna að vinna að. Henni tókst að sanna, að lang- varandi breytingar á veðri ná til al.Yar p’.ánetunnar og til að geta spáð fyrir um þær, er Framhald á 14. síðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.