Tíminn - 03.10.1970, Blaðsíða 12

Tíminn - 03.10.1970, Blaðsíða 12
12 ÍÞRÓTTIR TÍMINN ÍÞRÓTTIR LAUGARIhMSIIR 3. aktóber 197« ÍBK vinsælit HVERNIG TEKST ÍSLANDSMEISTURUNUM Í Engiandi UPP QEGN SÆNSKU MEISTURUNUM DROTT? Drott leikur tvo leiki hér um helgina, við Fram í dag og „landsliðið" á morgun Sigurbergur Sigsteinsson, einn sterkasti vamarleikmaSur Fram og landsliSsins, leikur gegn Drott með' Rram í kvöld, og er eini Framarinn í „landsiiSinu" sem leikur á morgun — Hér skorar hann glæsilega af iinu í landsleik viS Tékkoslóvakíu, sem fram fór í Laugardalshöliinni fyrir tveimur árum. Sigurjóna Sigurðardóttir, Val. — einn v'll gerast með limur í áhangenda- klúbb félagsins Frammistaða Keflvíkinga í fyrri leiknum við Everton á Goodison Park í Liverpool, vakti mikla athygli víða um lieim, en l»ó sérstaklega í Bret landi. Hefur ÍBK fengið fjölda bréfa frá Englandi og víða, og fer eitt þeirra hér á eftir: Þann 16. sept. sá ég Kefla- vík leika gegn Everton í Evr- ópukeppninni. Þið lékuð mjög vel og markvörðiur ykkar er svo sannaiiega frábær. Ég var svo hcillaður af leik ykkar, að égskrifa nú til að biðja um, ef möguleiki er á því, að ég fái inngöngu í áhangendafélag Keflavíkur. Ég yrði mjög þakk látur ef það yrði unnt. Þegar þið leikið síðari ledkinn gegn Everton á fslandi, vona ég að þið sigrið, þvi að mínu álitl eigið þið jþað skilið.“ Yðar einlægur, Stephan Hiughes, Wrexham. North Wales, E'NiGLAND. Sigurvegararnir í 1. deildar- keppninni í Svíþjóð í handknatt- leik 1970, DROTT og sigurvegar- arnir í 1. deildarkcppninni á fs- landi 1970, FRAM, leika í Laugar- dalshöllinni í dag, og hefst leik- urinn að loknum forleik milli Mfl. ÍR og Unglingalandsliðsins, en hann hefst kl. 16.00. Þetta er annar feikur Drott í fs- landsferðinni, en þeir léku í gær- kvöldi við FH. Framliðið hefur æft mjög vel að undanförnu, enda er mikið framundan hjá leikmönn- um liðsins, bæði þátttaka í Evrópu keppninni, þar sem Fram mætir frönsku meisturunum, og einnig þátttaka í keppni, sem Giimmers- back frá Vestur-Þýzkalandi býður til í næsta mánuði. Á morgun leitour Drott síðasta ,'eik sinn hér á landi að þessu sinni, og mætir þá úrvalsliði HSf, sem er mjög sterkt á pappírnum a.m.k. — en í því eru nær allir beztu handknattleiksmenn lands- ins. Sá leikur hefst a® loknum for- leik mili'i a og b landsliðs kvenna, en hann ehfst kl. 20,00. Kvennalandsliðið hefur æft í allt sumar, fyrir þátttöku í Norð- urlandamótinu, sem stendur fyrir dyrum, og eru þessi lið valin úr þeim hóp, sem hefur æft regfu- lega. Kvennaíiðin verða þannig skip- uð: A-liðið: Regina Magnúsdóttir, Fram. Magnea Magnúsdóttir, Armann. Sigrún Gu'ðmundsdóttir, Val. Sigrún Ingólfsdóttir, Val. Björg Guðmundsdóttir, Val. Sylvia Hallsteinsdóttir, Fram. Guðrún Hefgadóttir, Viking. Hansína Melsteð, K.R. Guðbjörg Egilsdóttir, Val. Guðrún Sverrisdóttir, Fram. B-liðið: Jónína Jónsdóttir, Fram. Oddný Sigsteinsdóttir, Fram. Arnþrúður Karlsdóttir, Fram. Kristín Harðardóttir, Ármann. Halldóra Gu'ðmundsdóttir, Fram. Alda Helgadóttir, Breiðablik. Margrét Jónsdóttir, Víking. Sigríður Rafnsdóttir, Aimann. Sigrún Fjeldsted, KR. Elín Guðmundsdóttir, Víking. Laugaidaginn 15. ágúst sl. hélt 23 manna hópur frá íþróttafélag- inu ÞÓR í Vestmannaeyjum í keppnisferð til Danmerkur. Flogið var með Gullfaxa Flugfélags fs- lands og var það stutt, en þægileg flugferð. Hópurinn bjó allur á Glímuæfingar Víkverja Glimuæfingar hjá Ungmennafé- laginiu Víkverja hefjast föstudag- inn 2. okt. kl. 7 (19) í íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar við- Lindar- götu. Æfingar verða í vetur á mánu- dögum, miðvikudögum og föstu- dögum kl. 19—20. Kennarar ver@a Kjartan Bergmann Guðjónsson og Kristján Andrésson. sigruðu í sama stað, í A.B.-íþróttahöllinni í Bagsværd, en var þó í boði GLAD- SAXE BOLDKLUB og LILLE- R0D IDRÆTSFORENING. Fyrsti kappleikurinn var háður strax á sunnudagsmorgun, daginn eftir að flokkurinn kom út, við gestgjafana, Gladsaxe Boldklub, og unnu Þórsarar með 2:1. Á mánu- deginum var svo haldið ti’ Lille- rpd. Þar bjuggu drengirnir á heim- ilum og gekk bara ve! að gera sig skiljanlega. í Lillerpd léku drengirnir 2 leiki, vi'ð gestgjafana L.I.F. (Lille- r0d Idrætsforening) og endaði sá leikur með jafnteffi 2:2, og við Blovstr0d, en þann leik unnu strákarnir með 4:0. Eftir 6 daga dvöl í Liller0d, og eftir að hafa Danmörku skoðað mörg söfn og Tuborg-verk- smiðjurnar, var haldið til Glad- saxe aftur. Léku drengirnir nú við A.B., eitt sterkasta ii@ Danmerkur, og gerðu jafntefli við þá, 0:0. Síðasti leik- urinn var svo við Værlþse, sem Þór sigraði með 2:1. Verður þetta að tei'jast góður árangur þar sem liðið leikur 5 leiki, vinnur 3 og gerir 2 jafntefli, eða aíls 10 mörk gegn 4. Eins og fyrr segir var þetta 23 manna hópur, sá stærsti, sem far- ið hefur utan á vegur Þórs, 17 leikmenn, 3 fararstjórar og konur þeirra. — Flogið var heim aftur með Gudfaxa og millilent í Glas- gow. Var ferðin mjög vel heppnuð í al-la staði, og voru drengirnir bæði iandi og þjóð til sóma. Ungmennafélagið Víkverji. . ■ ■■■ , • ■ - ■ SANDVIK 1 §1' ^ snjónaglar 1 SANDVÍK SNJÓNAGLAR veita öryggi í 1 1 snjó og hálku. Látið okkur athuga gömlu 1 hjólbarðana yðar og negía þá upp. Skerum snjómunstur í slitna h{ó!barða. I ■ . \ . Verkstæðið opið alla daga kl. 7.30 til kl. 22, GÚMMIVNMN HF. L~——-— SKIPHOLTI 35 REYKJAVÍK SÍMI 31055 | FH leggur ekki stein í götu landsliðsins Einar Mathiesen, formaður ; handknattleiksdeildar FH, hef- ! ur gert athugasemd við frétt, ) sem birtist á íþróttasíðunni í gær. Segir Einar, að þa@ hafi ekki verið að undirlagi hand- knattleiksdeildar FH, að FH- ' ingar þeir, sem valdir hafa ver- ið til landsliðsæfinga, mættu ekki á æfingu s.I. miðvikudag. Haridkiiattleiksdeild FH vilji i ekki og hafi ekki hugsað sér aö leggja stein í götu landsliðs- ins. Segir hann ennfremur, að um eðlileg forföll hafi verið að ræða, a.m.k. hjá þremur atf þeiju ijórum leikmönnum, sem um ræðir. Þá sagði Einar, að fullt sam- komulag væri um það milli FH og ,'andsliðsnefndar, a@ FH- ingar mættu á landsliðsæfingar á miðvikudögum, en hins veg- ar væri það samkomulagsat- riði, ef landsliðsnefnd þyrfti á leikmönnum FH að halda á öðrum tímum. Félögin gætu að sjálfsögðu ekki lánað feikmenn sína endalaust, en að sínum dómi ætti að geta verið gott samstarf xnilli landsliðsnefnd- ar og félaganna um þetta atriði. — fclp. /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.