Tíminn - 03.10.1970, Blaðsíða 3

Tíminn - 03.10.1970, Blaðsíða 3
LffÐCARÐACFCR S. ofctóber 197» TTMÍMN AVIÐA Myndin sýnir nýju drátfarbrautina í Ytri-NjarSvík. Tii vinstri á henni sést bryggjan, sem skipin leggjast að áður en þau eru tekin upp í brautina. Það er m.s. Hamravík sem þarna er, en hún er fyrsta skipið sem tekið er upp í nýju brautina, og er nú nýlokið við að mála hana. (Tímamynd Gunnar) Sex hundruð tonna dráttarbraut í Njarðvík tekin í notkun EB—Reykjavík, föstudag. Nú er lokið fyrsta áfanganum við byggingu nýrrar dráttarbraut- ar í Ytri-Njarðvík, á vegum Skipa smíðastöð Njarðvíkur h.f. Var þessi fyrsti áfangi formlega vígður í dag. Þessi nýja dráttarbraut mun geta tekið á móti bátum allt að 600 tonnum og 40—50 metra að lengd. Hefur Suðumesjamenn lengi skort slík dráttarbraut. Eldri dráttarbraut skipasmíða- stöðvarinnar er 150 tonna og verð ur hún enn í fullu gildi, fyrir smærri báta. Fyrirtækið hóf starfsemi í Ytri- Njarðvík vorið 1946 með byggingu smíðahúss og 150 tonna dráttar- brautar. með stæðum fyrir 7 báta. Hefur viðgerðarþjónusta ver ið aðalverkefni fyrirtækisins, og vaxið mjög á síðustu árum. Fyrstu árin voru starfsmenn skipasmíða- stöðvarinnar 15—20 talsins, en eru nú um 70. >að var 1964 sem félagið hóf undirbúning að byggingu stærri dráttarbrautar, bvj fyrirsjáanlegt var. áð gamia brautin gat ekki fuillnægt þjónustu stærri fiskibáta, sem fjölgaði mjög á þessum tíma. — A miðju ári 1965 gaf ríkis- stjórnin fyrirheit um stofnlán gegnum framikvæmdalánaáætlun ríikisins, og Landsban'ki íslands tók að sér ábyrgðir og lánafyrir- greiðslu gegn veði í eignum fé- lagsins, og þar með opnuðust möguleikar til áð gera samning við pólska fyirirtækið Cekop, um smíði dráttarvagns og tilheyrandi tækja ásamt frumdrögum að skipu lagi og áætlun um byggingu mann virkja í 3. áföngum. í fyrsta áfanga var gert ráð fyrir 600 tonna dráttairbraut með 8 hliða- stæðum og eru 2 þeirra nú full- búin. I 2. áfanga var gert ráð fyr ir aðstöðu til að framkvæma flokk unarviðgerðir stálskipa, og í 3. áfanga var gert ráð fyrir stál- skipasmíði. Sagði Bjarni Einars- son formaður stjórnar skipasmíða- stöðvarinnar, að ekki væri hægt að segja um það enn, hvenær haf- izt yrði handa við annan áfang- ann. Verkfræðistofa Sigurðar Thor- oddsen og Jóhann Indriðason raf- verkfræðingur, hafa annazt verk- fræðiþjónustu við mannvirkið, og Jóhannes Guðmundsson verk- Pramhald a 14 sjðu Verzlunar- og umferöamál Fossvogs- hverfis í hættulegum ólestri Miklar umræður í borgarstjórn um málið AK, Rvífc, föstudag. „Borgarstjórn telur nauðsyn- legt, að aukið verði frá því sem nú er öryggi gangandi vegfar- enda, sem leið eiga yfir Bústaða- veginn og óskar eftir að umferða- nefnd geri tillögu um tiltækar ör- yggisráðstafanir til borgarráðs og borgarstjórnar". Þessa tillögu bar Kristján Bene diktsson, borgarfulltrúi Fram- sóknarflokksins. fram í borgar- stjóm Reykjavíkur í gær eftir allmiklar umræður um öryggis- leysi gangandi fólfcs, einkum barna við Bústaðaveginn, og borg arstjóri bætti við tilmælum til umferðarnefndar um tillögur í málinu. Þannig var tillagan sam- þykkt samhljóða í borgarstjórn- inni. Á þessum borgarstjórnarfundi bar Kristján Benediktsson fram eftirfarandi fyrirspurnir til borg- arstjóra: 1. Hvað líður undirbúningi að byggingu verzlunarhúsa í Fossvogshverfi? 2. Telja borgaryfirvölu, að nægi lega sé gætt öryggis barna og annarra íbúa í Fossvogs hverfi, sem daglega og oft á dag þurfa að fara yfir Bú- staðaveginn til að komast í skóla og verzlanir? Geir Hallgrímsson. borgarstjóri, viðurkenndi í svari sínu, að hvergi nærri væri nógu vel séð enn fyr- ir verzlunarþörf neytenda í Foss- tnrwoclwArfi op hvwirn/ nnnðsvn- legra verzlunarhúsa hefði dreg- izt um of. í því sambandi sagði hann, að ekki hefði fengizt um- sækjandi nema að annarri þeirri verzlunarlóð, sem skipulagið gerði ráð fyrir í hvenfinu. Verzlunar- lóðum hefði þó verið úthlutað i hverfinu áður er, bygging íbúðar- húsa hófst almennt. en þrátt fyrir eftirgangsmuni hefðu enn engar fra-mfcvæmdir hafizt við byggingu verzlunarhúsanna, meira að segja verið slkipt um byggingaraðila á annarri, en enginn umsækjandi fengizt að hinni. Þá væri einnig upp risin deila um stærð verzl- unarhússins og væri verið að leit- azt við að koma á sættum. Um umferðaröryg'gið þarna sagði borgarstjóri, að aldrei væri unnt að fullyrða, áð slíkt öryggi væri nóg og í Fossvogshverfi væru sérstakar tímabundnar að- stæður, þar sem börn yrðu að fara yfir Bústaðaveginn í skóla og fólfc í verzlanir Umferðin þarna væri miklu meiri um þessar mundir vegna yfirstand- andi tengingar vega við Breið- holtshverfi. Þó taldi borgarstjóri, að ýmislegt hefði verið gert þarna tii þess að auka öryggi, og rætt hefði verið um, hvort rétt væri að hafa þarna stöðuga vörzlu, en erfitt í framkvæmd og ekki orð- ið af._ Kristján Benediktsson þakkaði svör borgarstjóra og bent.i á. að þau sýndu að verzlunarmálin í Fossvoeshverfi va-ru í aigern öng- þveiti, og engin verzlun komin þar, þótt verzlunarhús hefði átt að vera komið þar í febrúar 1970. Nú væri komið í ljós, að lóðar- hafar hefðu gefizt upp, og vafa- laust væri að einhveirju leyti um að kenna verulegum mistökum í skipuilagi og mundu þeir, sem bezt þekktu til telja örðugt að hafa þarna verzlunarrekstur, og hlyti sú spurning að vakna, hvort hið sterka kaupmannavald hefði ekki í hyggju að reisa verzlanir í þessu stóra hveirfi. Þarna yrðu borgaryfirvöld hins vegar að hafa einhver úrræði, svo að mistök þessi bitnuðu 'ekki allt of þungt á íbúunum, og yrði þá að hugsa til einhverra bráðabirgðaráðstaf- ana. Um umferðarmálin sagði Krist- ján, að svör borgarstjóra sýndu glöggt, a.ð þarna væri öngþveitis- ástand og alveg sérstakar og hættulegar aðstæður sem ekki yrðu taldar eðlilegar. Öryggisráð- stafanir yrði að miða við bað. Börn yrðu að fara yfir stórhættu- legan Bústaðaveginn oft á dag í skóla eða verzianir fyrir heimili sín. Ég tel, að borgaryfirvöld þurfi að gera þarna sérstakar ör- yggisráðstafanir, einkurn vegua litlu barnanna. meðan svona stend ur um skólamál og verzlunarmál þessa hverfis, sagði Kristján. Hann bar síðan fram áðurgreinda til- lögu, sem samþykkt var sam- hljóða. Guðmundur Þórarinsson, boirg- arfulltrúi Framsóknarflokksins, ræddi þessi mál einnig og kvað þau mistök sem þarna hefðu orð- ið í skipulagsmálum vafalítið örð ug viðfangs, en þegar svona hefði til tekizt yrði að athuga það gaumgæfilega, hvort ekki þyrfti að leyfa og stuðla að bráðabirgða- verzlun á svæðinu til þess að leysa þarfir íbúanna, því að aug- ljóst væri, að við þetta væri ekki unandi til langframa. Kosið í skólanefndir S í borgarstjórn AK, Rvik, föstudag. — í lok borgarstjórnarfundar í gærkvöldi var kjörið í skólanefnd Iðnskól- ans í Reykjavík til fjögurra ára og hlutu bessir kosningu: Af B-lista Guðbjartur Einars- son og Sigurður Guðgeirsson. Af D-lista Björgvin Frederrik- sen og Ólafur Jónsson Til vara voru kjörnir af B-lista Óðinn Rögn valdsson og Sigurður Magnússon og af D-lista Hilmar Guðlaugs- son og Gissur Sigurðsson. Þá var einnig kjörið í skóla- nefnd Húsmæðraskóla Reykjavík- ur og hlutu kosningu Guðrún Hjartar af B-lista og Anna Guð- mundsdóttir af D-lista, en til vara Solveig Alda Pétui-sdóttir af B- lista og Hulda Valtýsdóttir af D-lista. Flúormengunin Flúormengunin í Hafiiarfirði og niðurstö'ður rannsókna Ing- ólfs Davíðssonar, grasafræð- ings, hafa verið áðal umræðu- efni manna tvo síðustu daga. Hér er um stórmál að ræða, sem allan almenning varðar og umræður manna á meðal hafa sýnt það, að fólk lætur sig þessi mál miklu skipta og vill að beitt verði ýtrustu varúð- arráðstöfunum til varnar meng un. Finnst mönnum það sjálf- sagt að bíða ekki eftir neinum varanlegum sköðum í þeim málum og skynsamlegra að byrgja brunninn áður en barn- ið er dottið ofan í hann. Þess vegna finnst mönnum tilraunir opinberra aðila til að draga í efa niðurstöður rannsókna Ingólfs Davíðssonar ekki í sam- ræmi við þann almenningsvilja að bægja frá hvers konar hætt um á mengun, litlum sem stór um. Að gefnu tilefni skýrir Ingólf ur Davíðsson, grasafræðingur, málið nokkru nánar á öðrum stað í Tímanum í dag. Það hefur einnig af skiljan- legum ástæðum þótt hæpin skipan mála, að þeir menn ís- lenzkir, sem skipaðir hafa ver- ið í rannsóknairnefnd til að fylgjast með mengun frá álver- inu ásamt fulltrúum skipuðum af forstöðumönnum álversins, skuli sitja þar á launum frá ál- verinu sjálfu — eða á launum hjá þeim aðila, sem mesfra hags muna hefur að -gæta að rann- sóknir sýni sem minnsta meng- un, þannig að komizt vcrði hjá kostnaði við að setja upp all dýr hreinsunartæki. Með þess- um orðum, er ekki verið að varpa neinni rýrð á þá menn, er í þessari nefnd sitja eða væna þá um eitt eða annað þeim til hnjóðs — enda aug- Ijóst öllum, að ekki bera þeir ábyrgð á þessari skipan mála — heldur er aðeins verið að greina frá þeirri staðreynd, að almenningi þykir þetta hæpin skipan mála. Ábyrgð á henni bera þeir, sem samningana gerðu við álhringinn svissneska. FurSuleg yfirlýsing Þá hlýtur niðurlag yfirlýs- ingar þeirrar, sem Iðnaðarráðu- neytið sendi frá sér í gær og birt er í blaðinu í dag, að gefa mönnum fyllilega i skyn, að opinberir aðilar séu Ingólfi Davíðssyni, grasafræðingi, reið ir fyrir framtak hans í þessu máli. Niðurlag yfirlýsingar Iðn- aðarráðuneytisins er svohljóð- andi: „Iðnaðarráðuneytið hefir ósk að eftir því við Rannsóknar- stofnun landbúnaðarins með bréfi í dag, að hún hlutist til um, að ráðuneytinu verði send án tafar greinargerð Ingólfs Davíðssonar, grasafræðings, um undirbúning, framkvæmd og niðurstöður rannsókna hans á meintrj flúormengun frá álver- inu í Straumsvík. Ingólfur Davíðsson er starfsmaður Rann sóknarstofnunar landbúnaðar- ins, en tilgreindar flúorr-'nn- sóknir ekki á hennar vegum. ,ræri þá hægt að láta meta vísindalegt gildi þeirra, en í fjölmiðlum hafa miklar full- Pramhald á bls. 14

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.