Tíminn - 03.10.1970, Blaðsíða 9

Tíminn - 03.10.1970, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 3. október 1970 Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Frairikvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar- Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Tómas Kaijsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gíslason Ritstjórnar- síkrifstofur 1 Edduhúsinu, símar 18300 —18306 Skrifstofur Bankastræti 7 — Afgreiðslusímr 12323. Auglýsingasirm 19523 Aðrar sikrifstofur simi 18300. Áskriftargjald kr 165,00 á mánuði. innanlands — í lausasölu kr. 10,00 eint. Prentsm. Edda hf. Táknrænt dæmi í yfirlýsingu, sem birtist hér í blaSinu í gær frá Félagi Sambandsfiskframleiðenda, vegna skrifa banda- ríska tímaritsins Consumers Report, um galla á íslenzk- um fiski á Bandaríkiamarkaði, segir m.a.: „íslenzk fiskframleiðsla hefur fram ag þessu gert betur en að standast samanburð við fiskframleiðslu frá öðrum framleiðslulöndum. Engu að síður á íslenzk fisk- framieiðsla við mikil vandamál að striöa. Kröfur um framleiðslugæði fara vaxandi. Önnur framleiðslulönd hafa gert stærri átök í að bæta sína framleiðslu heldur en við höfum gert. Að mæta auknum kröfum mun kosta mjög verufcegt fjármagn til aukinnar tækni og til lag- færinga á húsum, tækjum og umhverfi. Fjármagn til þeirra hluta er ekki fyrir hendi. Einnig mun þurfa á mjög aukinni verkkunnáttu að halda. Hér hefur lengi skort fiskiðnskóla. í mörg ár hefur verið óskað eftir því að stofnsettur yrði fiskiðnskóli. Það hefur ekki verið óskað eftir fiskiðnskóla til skrauts, heldur af knýjandi nauðsyn. Án Gskiðnskóla er íslenzk- ur fiskiðnaður að dragast aftur vr, og án hans hlýtur íslenzkur fiskiðnaður að dragast meira og meira aftur úr á næstu árum. Að þessu væri rétt að hyggja á meðan enn hafa ekki hent stærri slys. Þessi yfirlýsing gefur vissulega tilefni til að rifja app sögu baráttunnar fyrir stofnun fiskiðnskóla. Á árinu 1960 fluttu þeir Ingvar Gíslason og Jón Skaftason tillögu til þingsályktunar um athugun og undir- búning að stofnun og rekstri fiskiðnskóla. Liðsmenn þessa máls töluðu fyrir daufum eyrum þingmeirihlut- ans .Tillagan var endurflutt á hverju þingi og loks er hún hafði verið flutt í fimmta sinn náði hún samþykki 30. apríl 1964. Skipuð var fjölmenn sérfræðinganefnd og lauk hún störfum 8. des. 1966 með því að senda ríkis- stjórninni sameiginlega tillögu sína um frumvarp að lög- um um fiskiðnskóla, ásamt ítarlegri greinargerð. Niður- staða nefndarinnar var í fullu samræmi við skoðanir þeirra alþingismanna, sem barizt höfðu fyrir málinu innan þings og utan, studdir af samþykktum samtaka fiskiðnaðarins. Það heiði mátt ætla að ríkisstjórnin hefði brugðið skjótt við og hafizt handa um undirbúning skólastofn- unarinnar. Því miður var því ekki að heilsa. Sjávar- útvegsmálaráðherrann lagði frumvarpið til hliðar. Aðrir ráðherrar, sém ættu að láta sér annt um framfarir í at- vinnulífi, iðnaði og fræðslumálum, láta sér það lynda, að tillögur fiskiðnskólanefndar gulni og rykfalli í glat- kistu síávarútvegsmálaráðherrans. Meira en 10 ár eru liSin síðan fiskiðnskólamálinu var fyrst hreyft á Ajþingi af þeim Ingvari Gíslasyni og Jóni Skaftasyni. Hátt á sjöunda ár er liðið síðan Alþingi samþykkti að skora á ríkisstjórnina að vinna að því að gerðar yrðu ákveðnar tillögur um stofnun og starfstilhög- un almenns fiskiðnskóla og brátt eru fjögur ár liðin frá því fjölmenn sérfræðinganefnd skilaði fullbúnu frum- varpi til ríkisstjórnarinnar. Fiskiðnskóli virðist þó enn eiga langt i land. meðan þessi ríkisstjórn situr að völdum. Þessi saga er því miður einnig saga ýinissa annarra framfaramála á sviði atvinnulífs og skólamála síðasta áratug. Það, sem í vegi hefur staðið er áhuga- og skiln- ingsleysi þeirrar ríkisstjórnar, sem að völdum hefur setið. — TK TÍMINN ð JAMES M. NAUGHTON, New York Times: Agnew talar til þeirra, sem eru hvorki til hægri eða vinstri Hann treystir á, að þeir séu meirihluti kjósenda. SPIRO T. AGNEW AGNEW varaforseti kom fram á samkomu Republikana- flokksins í Albuquerque um daginn. Var svo fyrir mælt, að hann skyldi „ganga inn á sviðið frá vinstri" og „út af því til hægri“. Þessi fyrirmæli hefðu sem bezt getað átt við stjórnmála- feril varaforsetans. Spiro T. Agnew var kjörinn fylkisstjóri í Maryland með atkvæðum frjálslyndra kjósenda fyrir fjórum árum, en í baráttu hans fyrir Republikanaflokkinn í þingkosningunum í haust virð- ist hann vera málpípa íhalds- sainra miðstéttarmanna. „Við erum með þér Spiro, ‘ hrópaði kona ein í Saginaw í Michigan. „Gættu hægri arms- ins. Guð blessi þig.“ Vel getur verið ,að valdhaf- arnir í Hvíta húsinu ætli sér að hafa gott nf vinsældum Agnews meðal slíkra kjósenda í þingkosningunum i haust. Hitt virtist þó einnig koma ber lega fram í hraðferð varaforset ans um sex vestur- og mið-vesí- ur fylki um daginn, að tilgung- urinn var ekki síður sð undir- búa kosningaharáttuna i foi- setakosningunum árið 1972 AGNEW hóf harða' átórskota hríð að „róttækum og frjáls- lyndum" demo’krötum i öld- ungadeildinni, en það gat verið gert einvörðungu vegna bar- áttu flokkanna í þingkosning- unam. Þá hót forsetinn á betri megandi verkamenn úr Demo- krataflofeknum að sýna þjóð- rækni sína með því að kjósa Republikaflokkinn. Þetta gat einnig átt við baráttu flokk- anna í þingkosningunum. Allt í einu vék varaforset- inn máli sínu til flofeksmanns sinna í Repuhlikanaflokknum og tjáði þeim, að þeir hlytu að bíða ósigur ef þeir leituðu eft- ir eða veittu viðtöku aðstoð „róttækra afla“. Þá horfði mál ið á anan veg við en áður og þarna mátti kenna viðleitni valdhafanna i Hvíta húsinu til að mynda nýjan meirihluta með því að sameina verkame.nn úr Republikanaflofeknum og auðuga demokrata. AGNEW varaði kjósendur fyrst við of frjálslyndum repu- blikönum í ræðu i San Diego, en sú aðvörun virtist illa sam- ræmast því markmiði hans að fá kjörna nægilega marga repu blikana 3. nóvember til þess að ná meirihluta í öldungadeiid þingíins. Eini frambjóðandi Republikanaflokksins, sem unnt væri að kalla „róttækan og frjálslyndan". var Charles E. Goodeil í New York, hin- um megin álfunnar. Aðvörunin var samt sem áður skynsamleg stjðrnmála- lega séð. ef húa var tekin i senr. sem oending til repabhk- ana að taka ekki of nærri sér atkvæðagreiðslur í öldunga- deildinni um utanrikismál. ú- nefningar til hæstaréttar og synjanir um fjárveitingar, og eins konar forleikur að forsíta kosningunum 1972. Agnew kom að þessu í ræðu sinni í Springfield í Hlinois, föðurlandi Lincolns: „Kominn er tími til að ein- hver taki að sér að gerast full- trúi vinnandi, manna í þessu landi, mannanna, sem gleymzt hafa í bandarískum stjórnmál- um, hvort sem þeir vinna erf- iðisvinnu eða ekki, og forset- inn og ég viljum einmitt taka að okkur þetta starf.“ STJÓRÍNMÁLARÁÐGJAF- ARNIR, sem fylgja varaforset- anum á kosningaferðalagi hans, grípa afar oft til orðanna „Scammon og Wattenherg." Þau eiga við þá Richard M. Scammon og Ben J. Watten- berg, sem rituðu fyrir skömmu bókina „Hinn raunverulegi meiri'hluti". Þar er lögð áherzla á hófsemi, sem hina einu, öruggu stjórnmálaafstöðu í nálægri framtið. Agnew kom fram sem höf- undur sjónleiks, þar sem ríkis- stjórn Nixons fór með hlutverk hetjanna, en andstæðingar hennar í stjórnmálum voru bófarnir. Hann reyndi að sýna fram á, að stjórnin í Hvíta húsinu væri málsvari „kjarna bandarísku þjóðarinnar, hins vinnandi manns ,sem hefur í tekjur 5— 15 þúsund dollara á ári og sér fyrir fjölskyldu sinni án nokk- urrar ölmusu af hálfu þess opinhera“, hinna kirkjuræknu, heimiliselsku manna, sem bera virðingu fyrir fánanum og „eru hvenær sem er reiðuhúnir að skipta á hjálmi og hörðum hatti“ og „geðjast ekki að því að vera kenndir við kreddu- festu, þó að þeir vilji láta börn in sín ganga í skóla nærri heim ilinu.“ Hinum „róttæku og frjáls- lyndu“ lýsti hann sem „fá- mennum hópi harðsvíraðra manna,“ sem væri „á valdi stefnu. sem leiddi og ætti að leiða til undanláts.“ Þeir vieru að vísu einlægir í sannfæringu - irra* / sau íljsí^ sinni, en „greiddu atkvæði með því að veikja varnir okk- ar, draga úr siðferðilegri mót- stöðu og veikja löggæzlu." ÞAÐ er ekki nýtt fyrirbæri i| í bandarískum stjórnmálum að 8 reyna að ná til þeirra, sem eru | hvorki til hægri né vinstri. Við- [| leitni Agnews til að mynda I meirihluta, sem tæki heim- spekilega afstöðu, var nýstár- i leg að því leyti, hve ákaft hann | sakaðl andstæðinga sína um að | vera á „flótta til fylkingarmiðj |l unnar", Og hve áfjáður hann I var að varna þeim að ná þeirri höfn. Áherzlan, sem varaforsetinn lagði á „þjóðhollustuna", minnti dálítið á hróp George C. Wallace um að „verja Banda ríkin". Hann neitaði einnig að nefna hina „róttæku og frjáls- lyndu“ á nafn (vegna þess, eins og hann sagði við spurula blaðamenn, „að ég vil láta ykk- ra ur halda áfram að hlusta á mig“) og sú afstaða minnti suma á heflaða útgáfu af að- ferð hins látna öldungadeildar- þingmanns Josephs R. Mc- Carthys á árunum milli 1950 og 1960, þrátt fyrir það, að Agnew tók hvað eftir annað fram, að þessir andstæðingar hans væru miklu fremur ráð- villtiv en óþjóðhollir. AGNEW kryddaði ræðu sína með tilvitnunum í ýmsa for- ustumenn í stjórnmálum, án þess að fást til að kalla þá beinlínis „róttæka og frjáls- lynda“. Af því, hvaða mönnum hann vék þannig að, mátti | nokkuð ráða um hið leynda i markmið hans. J Meðal þeirra, sem varaforset § inn vék að á þennan hátt, voru til dæmis Edward M. Kennedy öldungadeildarþingmaður frá Suður-Dakota, Hubert H. Humphrey fyrrverandi varafor seti og Ramsay Clark fyrrver- andi ríkissaksóknari. Allt eru þetta menn, sem talið er að komi til mála sem keppinautar Nixon: í forsetakosningunum “ árið 1972.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.