Tíminn - 04.10.1970, Blaðsíða 2

Tíminn - 04.10.1970, Blaðsíða 2
2 TÍMINN SUNNUDAGUR 4. oktéber 197« /////////. www MTTUR KIRKJUNNAR ÞURRKADIR i pökkum og lausri vigt Sveskjur Rúsinur Blandadir Epli Aprikósur Ferskjur Kúrenur Svo má líka senda okkur dynamoinn eða startarann. Við gerum við og setjum nýtt í ef með þarf. Bæn „Drottlnn, gjör mig hörpu þíns heilaga friðar. Leyf mér að sá elsku í spor haturs, fyrirgefningu, þar sem móðgun er, trú, þar sem efinn rfkir, von, þar sem örvænting býr. Gef mér að kveikja Ijós í myrkri og tendra geisla gleði í húmi hryggðar. Ó, guðdómlegi meistari, veit méir að leita þess ákafar að hug'ga en að vera hiughreystur, að skilja en að vera skilinn, að elska en að vera elskaður. Því það er í fórninni, sem vér þiggjum, í fyrirgefningunni. sem oss er fyrirgefið, í dauðanum, sem við fæðumst til eilífs lífs“. þess, sem er auðugastur af þvj að gefa allt, fyrirgefa alllt og fórna lííi sínu til áð gera þessa tilveru ofurlítið betri og fegri handa olbogabörnum hennar. Þannig skapast hið eilífa líf í þessum heimi, hin sanKSi fylgd við frelsara og Drottin. Bæn eða óskir heilags Franz frá Assisi gætl því verið líkt og starfsskrá hvers þess, sem v&l verða sannur fulltrúi og prestur Jesú Krists, hvort sem hann er formlega vígður til prestsstarfs eða ekki. Slík vígsla getur verið hátíð- leg og heilög stund. En sann- ur prestur, hvort sem það er karl eða kona, er fyrst og fremst vígður til bæna og starfs af anda_ og kærleiks- krafti Krists. í stað slíkrar köllunar getur engin formleg vígsla komið. Heilagur Franz var víst ekki vígður formlega til prests eða biskupsstarfs. þótt hann væri munkur, en bænin hans, söngv- ar og ljóð, andvörp hans og tár eru enn í dag hljómar í hjört- um hinna beztu, friðflytjenda á þyrnibrautum mannlífs. Ger- um því bæn hans að veruleika á vegum öbkar ttllum. Árelíus Níelsson. heilags Franz frá Assisi Startara anker Startrofar Bendixar Dynamo anker Sendum í póstkröfu Bænir eru fluttar með mörgu móti. Þær hljóma il hæða sem orð og tónar, and- vörp og stunur. Þær birtast sem bros og tár, svipbrigði og athafnir. En fyrst og fremst er bænin hugleiðsta og heilög þrá mannshjartans eftir friði, kraftd, fullkomnun og saelu eða þá snertingu þess, sem hugg- ar, græðir og veitir fró í þján- ingu og neyð. Frægust allra bæna kristn- innar er „Faðir vor“, sem Drottinn sjálfur kenndi læri- sveinum sínum, þegar þeir báðu hann um að kenna sér að biðja. Hún er sj'ö bænir. en samt svo stutt að flytja mætti í einu andartaki. Það er því ekki lengd bæna né sá tírni, sem til þeirra fer, sem máli skiptir, heldur hitt, að þær séu fluttar af djúpi hugans, heilindum viljans og hjartans varma og fórnarlund. Fáar áðrar bænir en „Faðir vor“ munu vera fegri og dýpri að hugsun og heitri tilfinn- ingiu en bæn heilags Franz, sem hér birtist í lauslegri þýð- ingu. Á frummálinu er hún Ijóð í rímla'usu máli eins og þessum mikla snillingi var svo tarnt að tjá sig fyrir umhverfi sínu og samferðafólki. Hann hiður í rauninni ekki um neitt handa sjálfum sér. Vitund hans er barmafull af elsku til alls og allra. Hann biður því fyrst um að verða friðflytjandi, og að hann megi lægja öfl hatursins með andblæ kærleikans, skapa fyrirgefningu. þar sem rang- læti og móðganir eitra sam- búð fólksins. Þá biður hann um að geta flutt öðrum trú, von, ljós og gleði, og verða þannig sendi- boði hins góða Guðs í veröld harms og hryggða. í öðrum eða síðari þætti bænar sinnar, minnist heilag- ur Franz þess, hve hann ósk- ar sjálfur að njóta huggunar, skilnings og ástar. En hann óskar þess, að sú þrá, umkomuleysi hans, einmana kennd og munaðarleysi kenni honum enn betur, að hugga. skilja og elska. En í þessu þrennu felst eiginlega allt, sem hægt er að gera fyrir sam ferðafólkið, meðbræðurna á lífsleiðinni. Og niðurlag bænar þessa elskandi einstæðings í mann- heiminum er svo sigursöngur Egilsstaðir Ný skrifstofa betri trygginga- þjónusta /*?\ Tryggingaskrifstofa okkar á Egilsstöðum hefur nýlega verið flutt í eigið húsnæði að Kaupvangi 1 (áður eigh Búnaðarbanka islands). Eins og áður mun skrifstofan annast ö11 almenn tryggingaviðskipti og hið nýja húsnæði veitir starfsfólkinu betri skilyrði til að sinna tryggingaþörfum ein- staklinga og fyrirtækja. Sérstök áherzla verður lögð á fljótt og sanngjarnt uppgjör tjóna. * Við bjóðum nýja og gamla viðskiptavini velkomna í hið nýja húsnæði. SAJMVITVN UTRYGGINGAR EGILSSTÖÐUM, SÍMI 1233. ÍSLENZK TÓNVERKAMIÐSTÖÐ, LAUFÁSVEGI 40 Opið alla virka daga nema laugardaga frá kl. 3— 5. Sími 21185.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.