Tíminn - 04.10.1970, Blaðsíða 6

Tíminn - 04.10.1970, Blaðsíða 6
6 TIMINN SUNNUDAGUR 4. október 1970 Fornsta Framsóknar- manaia í skólamálum Úr Þórsmörk. Forusta í skólamálum Framsóknairtflokkurinn heriur tfrá upphafi ekki látið sig önn- iur mál meira varða en uppéld- ismálin. >að má líka hiklaust isegja, að bylting hafi orðið í skólamálum, begar flokkuirinn fékk stjórn skóílamála 1927. Eng inn menntamálaráðherra hefur áorkað jafnmiklu í skólamálum og Jónas Jónsson á árunum 1927—’31. Þá var gagnfræðaskólinn á Akureyri gerðuir að mennta- skóla og húsakynni menntaskól- ans í Reykjavík stórlega lagfærð og bætt. Húsnæði Kennaraskól- ans var einnig stórbætt. Þá voru sett lög, sem lögðu grundvöll að rekstri gagnfræðaskóla í 03.1- um kaupstöðum og stærri kaup- túnum, en fyrir voru þá aðeins tveir slíkir skólar, á Akureyri og í Hafnarfirði. Þá voru byggð- ir héraðsskólairnir á Laugarvatni. Reykholti og Reykjum, en að- staða Laugaskóla og Núpsskóla mjög bætt. Þá var komið upp þremur húsmæðraskólum í sveit. að Hollormsstað, á Laugum og á Staðarfelli. Á sviði barnafræðsl unnar voru geirðar margar um- bætur og m. a. byggðir fyrstu stóru heimavistarskólarnir. Þá voru sett lög um byggingu fyrir Háskóla íslands og jafn- framt tryggt, að Reykjavíkurbær tryggði Háskólanum hæfilegt landrými í þvi skyni. Þótt Framsóknarflokkurínn hafi verdð í stjórnarandstöðu á síðari árum, hefur hann trúlega reynt að gegna forustuhlutverki sínu á sviði skólamiáilanna. Því til sönnunar skulu rifjuð upp nokkur þingmál, er flokkurinn flutti á árunum 1962—’66, en mörg þeirra hefur flokkurinn endurflutt síðan, ásamt nýjum mállium. Þetta yfirlit sýnir, áð hefði verið farið eftir tUlögum Framsóknarflokksins á árunurn 1902—’66, væri ástand skóla- málanna nú í öðru og betra horfi en raun ber vitni. Þessar tillögur voru því vel tímabærar á beim árum, sem þær voru fluttar, þótt þær væru þá stimplaðar óþarfar og óraun- hæfar af stjórnarflokkunum. Endurskoðun skólakerfisins Haustið 1965 fluttu Páll Þor- steinsson og sjö þingmenn flokks ins aðrir tillögu í sameinuðu þingi um heildarendurskoðun skólalögiafarinnar. nema löggjaf arinnar um Háskóla íslands, en um það efni hafði verið flutt sérstöik tillaga. Sjö manna nefnd skyldi falið að vinna þetta verk í samráði við hlutaðeigandi stjórnvöld og kennarasamtökin. í greinargerð tilllögunnar var bent á hinar öru breytingar, sem væru að gerast á atvinnuháttum, og þyrfti ekki sízt að endurskoða skólakerfið með tilliti til þess. Síðan sagði í greinargerðinni: „Endurskoðunin á ekki að vera einungis miðuð við barna- fræðslustigið, hún þarf að grípa inn á svið allrar framhalds- menntunar, bæði gagnfræða- skóla og menntaskóla, þar sem ekki sé eingöngu fjallað um fjölda skólanna og stærð, held- ur og n&msefni og kennsluhætti. Þá telja flutningsmenn ekki sízt nauðsyniegt að kanna rækilega þörf þjóðfélagsins fyrir hina ýmsu sérskóla, svo sem í tækni, iðnfræðum og öðrum hagnýtum greinum. sem snerta atvinnuvegi landsins, og gera tillögur um skipan þeirra og stöðu innan fræðslukerfisins. Fræðslukerfið verður að miða við það, að þar gæti samræmis og samvirkni milli einstakra stiga þess og greina“. Þá er vikið að því, að þótt kappkostað verði að ala upp sérmenntáð fólk, megi ekki skoða menntunina eingöngu frá hagnýtu sjónarmiði. Menntunin þuxfi að veira manngildisefling, þáttur í fegurra og frjórra lífi. Fræðslukerfið þurfi því að hafa rúm fyrir fleiri námsgreinar en þær, sem líklegastar eru til að bera f járhagslegan arð. Illu heilli svæfðu stjórnar- flokkarnir þessa tillögu og enn hefuæ ekki verið hafizt handa af neinni alvöru um endurskoðun skólakerfisins, þótt augljóst sé, að það sé að verða meira og minna úrelt. Efling Háskólans Á þinginu 1964 fluttu Ólafur Jóhannesson og átta þingmenn Framsóknarflokksins aðrir, til- iögu urn að skora á ríkisstjórn- ina, „áð láta semja í samráði við háskólaráðið áætlun um skipu- lega eflingu Háskóla íslands á næstu tuttugu árum. Áætlunin skal lögð fyrir Aflþingi til sam- þykktar“. í greinargerð tillögunnar sagði m. a.: „Það þarf að efla þær háskóla- deildir, sem fyrir eru, fjölga þar kennurum og bæta kennsluskil- yrði og rannsóknaraðstöðu. Það þarf að efla bókasafn og rann- sóknarstofnanir. Það þarf með ýmsum hætti að stórbæta að- stöðu stúdentanna, og má sízt af öllu gleyma þeim mikilvæga þætti, þegar rætt er um eflingu háskólans. Það þarf að fjölga há- skóladeildum og taka upp kennslu í nýjum fræðigreinum og ýmsum þáttum raunvísinda. Að þessum málum öllum þarf að vinna með skipulegum hætti. Þar má ebkert handahóf ráða. Það emi skynsamleg vinnubrögð að gera áætlun um skipulega efl- ingu háskólans á tilteknu árabili fram í tímann, t. d. um tvo næstu áratugi, svo sem hér er gert ráð fyrir. Það er eðlilegt. að háskólaráð og menntamála- ráðuneytið vinni í sameiningu að slíkri áætlunargerð. Annars gætu árekstrar á milli þessara aðila orðið framkvæmdum til tafar. Síðan á að festa áætlunina með alþingissamþykkt. Þá er tryggt svo vel sem unnt er, að eftir áætluninni verði raunverulega farið í framkvæmdinni". Menntaskólarnir Við afgreiðslu fjárlaga á haust þinginu 1962 filuttu þeiir Þórar- inn Þórarinsson og Ólafur Jó- hannesson tillögu um 5 millj. kr. fjárveitingu til byggingar ' nýs menntaskóla í Reykjavík. Fyrir flutningi tillögunnar voru færð þau rök, að óhjákvæmilegt væri að skapa unglingum aukin skil- yirði tia menntaskólanáms í Reykjavík og það yrði ekki vel gert, nema með byggingu nýs menntaskóla. Menntamálaráð- herra taldi hins v-egar, að gamli menntaskólinn gæti fullnægt þess ari þörf enn um sinn, enda væri verið að byggja við hann. Til- laga þeirra Þórarins og Ólafs var því felld. Á næsta þingi (1963) fluttu svo Einar Ágústsson og Björn Fr. Björnsson frumvarp um breytingu á lögunum um mennta skóla. í þágildandi lögum var aðeins gert ráð fyyrir þremur menntaskólum, einum í Reykja- vík, einum á Akureyri og einum í sveit. Samkvæmt frumvarpi þeirra Einars og Björns skyldu menntaskólarnir strax verða fjórir, tveir í Reykjavík, einn á Akureyri og einn á Laugarvatni. Auk þess skyldi heimilt að reisa einn menntaskóla á Austurlandi og einn menntaskóla á Vestf jörð um, þegar fé væri veitt til bess á fjárlögum. Þetta frumvarp þeirra Einars og Björns dagaði uppi á þing- inu 1963. Þeir endurfluttu það á næsta þingi. Þá hafði ríkisstjórn in loks hætt að stympast á móti fjölgun menntaskóla og beitti sér sjá lf fyrir iagasetningu um menntaskóla. f kjölfar þessa fylgdi svo nýi menn-taskólinn í Reykjavík. sem er kenndur við Hamrahlíð. Bar- átta Framsóknarmanna átti meg- inþátt í þvj að hafizt var fyrr handa um byggingu hans en ella. í þessu sambandi má vel geta þess, að það voru Framsóknar- menn undir forustu Bjarna Bjarnason, er beittu sér fyrir stofnun menntaskólans á Laug- arvatni. Sú skólastofnun mætti mikilli andstöðu ýmlssa íhalds- afla á þeim tíma, þótt allir við- urkenni réttmæti hennar nú. Héraðsskólarnir Á þingi 1965 flutti Ingvar Gíslason og sex þingmenn Fram sóknarflokksins aðrir frumvarp í neðri deild um átta nýja hér- aðsskóila. Sfcólar þessir skyldu v-era í Eyjafjarðarsýslu, í Norð- ur-Þingeyjarsýslu, á Reyfchölum í Barðastrandasýslu, í Skagafjarð arsýslu, að Laugum í Dalasýslu, á Suðausturlandi, á Snæfellsnesi og í Kjósarsýslu. Rikið sfcyldi bera allan kostnað af byggingu og rekstri þeirra. í greinargerðinni vair það rak- ið, að aðstaða unglinga í sveitum og sjávarþorpum tii gagnfræða- og miðskólanáms færi stöðugt versnandi. Héraðsskólarnir væru alltof fáir. euda hefði enginn nýr héraðsskóii verið byggður síðan 1949, er Skógasikóli undir Eyja- fjöllum tók til starfa. Námslaun Á þinginu 1965 og aftur á þinginu 1966 fluttu þeir Ingvar Gíslason, Þórarinn Þórarinsson og Páill Þorsteinsson tíllögu í sameinuðu þingi um námslaun, greiðslu skóladvalarkostnaðar o. fl. Samkvæmt henni skyldi nefnd, kjörin af AJþingi. fá þessi mál til athugunar og skila tíllögum um þau til næsta reglulegs M- þingis. í greinargerð tiJlögunnar sagði svo um námslaunin, að stefna beri að því, að alJir, sesm stunda langskólanám og annað dýrt nám, ei-gi þess kost að fá svo rífleg námslaun og námslán samanlagt, að svari eðlilegum námskostnaði. Vegna flutnings umræddrar tillögu, gerði ríkisstjómin noikkr ar endurbætur á lögum um Lána sjóð ísl. námsmanna, en þé hvergi nærri fullnægjandi. Greiðsla skóla- dvalarkostnaðar í áðurnefndri tillögu var enn- fremur lagt til, að settar yrðu reglur um greiðslu sfcóladvalar- kostnaðar nemenda, sem óhjá- kvæmilega yrðu að dvelja til langs tíma utan heimila sinna. í gr-einargerðinni sagði svo um þetta atriði: „Þetta getur átt við nemend- ur á ýmsum aldri og í mismun- andi skólum, m. a. nemendur í heimavistarbarnaskóluim, héraðs- skólum, menntaskólum, verzlun- arskólum o. s. frv. Er það án efa sanngjörn og raunhæf að- ferð til þess að jafna námsað- stöðu í landinu, að hið opinbera greiði kostnað. sem leiðir af óhjákvæmilegri dvöl nemenda ptan heimila þeirra“. Framsóknarmenn hafa oft síð- ar flutt tillögur, sem hafa geng- ið í þessa átt, en þær hafa efcki enn fengið hljómgrunn hjá stjómarflokkunum, þótt hér sé um augljósasta réttlætismál að ræða. Á siðasta þingi fluttu þeir Sigurvin Einarsson og Ingvar Gjslpson ýtarlegt frumvarp um námskostnaðarsjóð, sem ætlað er að styrkja þá nemendur, er þurfa að dvelja við nám utan heimila sinna. Þetta firumvarp dagaði uppi, en það mun nsrða aftur flutt á þinginu, sem hefst eftir fáa daga. — Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.