Tíminn - 04.10.1970, Blaðsíða 7

Tíminn - 04.10.1970, Blaðsíða 7
SUNNUDAGUR 4. október 1970 TIMINN 7 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvsemdastjóri: Kristján Benediiktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Tómas Kairtsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislasoa. Riitstjórnar- sikrifstofur i Edduhúsinu, símar 18300 —18306. Skrifstofur Bankastræti 7 — Afgreiðslusími 12323. Auglýsingasiml 19523. Aðrar skrifstofur sími 18300. Áskriftargjald kr. 165,00 á mánuði, innamilands — í lausasölu kr. 10,00 eint. Prentsm. Edda hf. Jákvæð stjórnmála- barátta Á öðrum stað hér í blaðinu er birt yfirlit um nokkrar tHlögur og frumvörp um skólamál, er Framsóknarmenn fíuttu á Alþingi á árunum 1962—66. Tillögur þessar og firumvörp fjölluðu um heildarendurskoðun allrar skóla- IÖggjafarinnar, um eflingu Háskólans á næstu tuttugu ár- um, um eflingu menntaskólanna, um nýja héraðsskóla, nm námslán og sérstaka greiðslu á skóladvalarkostnaði unglinga, sem þurfa að dveljast utan heimfla sinna. Það mátti heita sameiginlegt um allar þessar tillögur, að þeim var mjög þunglega tekið af stjómarflokkun- um. Þær vom ýmist stimplaðar sem óþarfar eða sem yfírboð. Stjómarblöðin sögðu, að þær væm gott dæmi um hið neikvæða nöldur stjórnarandstöðunnar. Meira en hálfur áratugur er nú liðinn síðan þessar til- lögur vom fyrst fluttar og því er fengin allgóð rejmsla á hvort þær hafi verið réttmætar og nauðsynlegar eða ekki. Sú reynsla er öll á eina leið. Skólamálin stefna nú í vaxandi öngþveiti vegna skorts á undirbún- ingi, rannsóknum og aðgerðum. Ástandið í þessum efn- um myndi tvímælalaust vera miklu betra, ef þessum málum hefði verið sinnt 1 tíma, eins og Framsóknar- menm lögðu til. Skást er nú ástandið á þeim sviðum, þar sem endurtekinn tillöguflutningur Framsóknarmanna hefur að lokum vakið menntamálaráðherra og stjórnar- liðið til nokkurra aðgerða. Þannig hefur þegar náðst nokk- ur árangur af haráttu Framsóknarmanna, en þó miklu minnl en orðið hefði, ef að öllu leyti hefði verið farið eftir tillögum þeirra. Þessi barátta Framsóknarmanna er hins vegar gott dæmi um, hvernig jákvæð stjómarandstaða starfar. Hún bendir á það, sem gera þarf, og reynir að beita sér fyrir því, aS það verði gert í fyrstu er þessu umbótastarfi oft mætt með hrópum um, að það sé annaðhvort óþarft eða um hrein yfirboð sé að ræða. Núverandi menntamálaráð- herra hefur t.d. verið óspar á slík hróp. En með því að fylgja málunum eftir, flytja þau þing eftir þing og halda uppi umræðum um þau í blöðum og á mannfund- mn, tekst jákvæðri stjómarandstöðu smátt og smátt að þoka þeim áleiðis og sigra tregðu og athafnaleysi áhuga- lítilla stjómarherra. Þess vegna viðurkenna allir nú, að skólamálatillögurnar, sem Framsóknarmenn fluttu fyrir 5—8 árum, hafi verið nauðsynlegar og gagnlegar, þótt annað hljóð væri í strokknum hjá stjórnarherrunum á þeim tíma. Þetfía sýnir að jákvæð stjórnarandstaða, eins og Fram- sóknarflokkurinn hefur haldið uppi, gegnir mikilvægu hlutverki og getur komið mörgu til vegar, þótt hægar gangi en þyrfti að vera, ef ekki væri glímt við kyrrstæð og dáðlítil stjórnvöld. Blrgir og Ólafur Það er almannarómur, að hagfræðingarnir tveir, Birgir Kjaran og Ólafur Björnsson, sem féllu 1 prófkjörinu hjá Sjálfsteeðisflokknum í Reykjavík, hafa meira goldið þar annarra en sjálfra sín. Vegna menntunar sinnar hafa þeir réttilega og ranglega verið bendlaðir við efnahags- stefnu. þeirra Gylfa Þ. Gíslasonar og Jóhannesar Nordals. Slíkt ea: engum til álitsauka og af því hafa þeir Birgir og Ólafur sopið seyðið, svo að eftirminnilegt er. Þ.Þ. IITSTJÓRNARGREIN ÚR NEW YORKTIMESr Starfið, sem unnið hefur verið, skiptir meira máli en dauðinn Orð konungsins, sem skipar eitt valtasta hásæti heims MJÖG hefur verið róstu- samt á undangengum árum í löndunum fyrir botni Miðjarð- arhafsins og hefur hinn ungi bonungur í Jórdaniu, Hussein ibn Talal el-Hashim, öðlast frægð fyrir snilli sína i að varð veita líf og limi á bví háska- skeiði. Konungurinn hefur sloppið heill á húfi frá stjórnarbylt- ingum, fjárhagskreppu, styrj- öldum og morðtilraunum. Lít- ill efi er þó á því, að erjur, sem nú standa yfir í hinu róstusama ríki hans, eru hon- um og valdaferli hans hættu- iegri en ailt annað, sem yfir hefur dunið þau átján ár, sem hann hefur setið að völdum. Hussein tók við völdum 17 ára að aldri árið 1952, átta mánuðum eftir að konungur- inn, afí hans, var myrtur. Marg ir töldu hann kærulausan ung- ling, sem væri alls ekki hæf- ur til að fást við hinar marg- slungnu stjórnmálaflæfciur í löndunum fyrir botni Miðjarð- arhafsins. Hann var — og er enn — alldjarfur, ef ekfci kæru laus, en hefur eigi að síður reynzt kænn og vinsæll vald- hafi í einu af völtustu hásæt- um heirns. KONUNGURINN hefur að undanförnu reynt að koma á úrslitaátökum við Palestínu- sfcæruliðana. Hafa þau átök minnt nokkuð á snarræði hans ■ 1957, þegar hann kvað niður byltingu, sem Egyptar höfðu undirbúið og forsætisráðherr- ann hafði forustu um. Þá naut hann aðstoðar drottinholira Beduina, — af þaki brynvar- innar bifreiðar. Þetta voru alvarlegir hásfca- tímar, en ofbeldi og slægð hef- ur ærið oft verið beitt síðan að Hussein kom tii valda. Þeir fáu konungar, sem enn sitja í hásæti. hafa við fátt annað að glirna en athafnaieysi og leið- indi. En um Hussein gegnir alit öðru máli. Hann hefur tíð- ast verið önnum kafinn að víkja sér undan byssukúium árásarmanna. BYSSUKÚLA olli bví óbeint að hann tók við völdum. Hinn 20. júlí 1951 gekk hann með afa sínum, Abdullah fyrsta konungi í Jórdaníu, til fcvöldbæna í Ai Afcsa mosk- unni í Jerúsialem. Þegar þeir komu út úr moskunni og gengu niður þrepin, steig öfga maður frá Palestínu fram úr mannþrönginni á götunni og skaut gamla konunginn til bana. Varðmanni einum tófcst að ráða niðurlögum árásarmanns- ins, en þó ekki fyrr en honum um hafði tekizt að beina byssu sinni að Hussein prinsi, sem þá var ekki fullra sextán ára að aldri. Kúlan endurkastað- ist af heiðurspeningi, sem næld ur var á einkennisbúning prinsins, og oili engum skaða. Talal faðir Husseins tók við völdum að Abdullah látnum, en var síðar dæmdur vanheill á geðsmunum og sviptur völd- um. Ríkisráð fór með völd unz HUSSEIN Hussein hafði aldur til að taka við þeim. Hann kom heim frá herforingjaskó'lanum í Sandhurst í Englandi í maí 1953, átján ára að aldri. Þá sór hann embættiseiðinn f viðurvist 100 þúsund þegna og fimm þúsund liðsmanna úr Ar- abahersveit Jórdaníuhers, sem Bretar höfðu æft. FLÓTTAMENNIRNIR frá Palestinu voru hraktir frá heimalandi sínu. þegar fsrael var stofnað árið 1948 og hrakt- ir yfir Jórdan á nýjan leik ár- ið 1967. Þeir hafa valdið Jórd- aníu og Hussein mestum erfið- leikum. Flóttamennirnir frá Palestínu eru heimilislausir og atvinnulausir, en eigi að síður menntaðri og gáfaðri en Bedu- inarnir, sem eru gestgjafar þeirra í orði fcveðnu. Pale- stínu-Arabarnir hafa ekki lát- ið sér nægja að virða stjórn Husseins að engu árum sam- an, heldur reynt beinlínis að koma henni frá völdum og af- má hann. Hussein hefur aftur á móti reynt að skáka Palestínu-Ar- öbum gegn ísraelsmönnum og Egyptum gegn íi'aq-búum — og Austur-veldunum gegn Vest ur-veldunum, þegar kostur hef ur gefizt. Hann er að vissu leyti staddur á mótum tveggja heima, eins og glöggur maður hefur komizt að orði, og í vit- und hans sjálfs fara fram að veruiegu leyti sömu átökin og mestum vandræðum valda í löndunum fyrir botni Miðjarð- arhafsins. HUSSEIN fæddist í Amman 14. nóvember 1935. Hann gekk í brezkan skóla þar í borg, stundaði síðan nám við Viot- oríu-skólann í Egyptalandi og Harrow og Sandhurst í Eng- landi. Tómstundagaman Husseins í Bretlandi var ákaflega kostn- aðarsamt eða kappakstur, út- reiðar og flug. Vegna þess og hins gríðarlega skrauts ein- kennisbúnings, sem hann gekk í, gekk hann undir viðurnefn- inu „Brazen“. Hussein hefur enn ánægju af hnefaleikum, skíðaferðum, köfun og að fljúga orrustuþotu sinni. Hann er „Arabi fra hvirfli til ilja“, eins og einn höfundur hefur komizt að orði. fimm fet og fjórir þumlungar að hæð, dökkhærður með lítið yfir- skegg og brosir breitt, — en málfarið, framfcoman. skemmt anirnar og eiginkonan er alit frá Bretlandi. ÞEGAR Hussein var nítján ára gekk hann að eiga fjar- skylda frænku sína. Sherifa Dina Abdel Hamid, sem var útskrifuð frá háskólanum í Cambridge og sjö árum eldri Framhaid á bls. 11.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.