Tíminn - 06.10.1970, Blaðsíða 5

Tíminn - 06.10.1970, Blaðsíða 5
^MöJUDAGUR 6. október 1970 TÍMINN fUUEÐMORGUN — Ég talaði við þau uppi í morgun og sagði, að það væri engu líkara, en þau væru með dansanrti fíl uppi hjá sér. Eftir messuna til'kynnti negrapresturinn: ' — Ég verð í sumarleyfi í hálfan mánuð, en séra Jones frá Hvíta sÖfnuðinum hefur lof að að messa næstu tvo sunnu- daga. Við skulum vera þakklát fyrir það, því þótt ásjóna hans sé hvít, er hjarta hans og sál eins svart og í okkur. — Lét hann ekkert eftir sig? — Nei, ha}nn missti heilsuna við að safna áuðæfum og auð- æfin við að reyna að ná heils- anni. Frú, sem komin var af íéttasta skeiði, kom inn til kumns fegrunarskurðlæknis og bað hann að gefa sér fegurð æskunniar. Læknirinn rannsak- aði konutetrið nákvæmlega, en hristi svo höfuðið og sagði: — Því miður getam við ekki takið þetta að okkur. Við verð- um að vísa yður til fransks starfsbróíSur okkar. Hann getur kannski fengið fallöxima lánaða. Betlarinn: — Gæti ég fengið einar gamlar buxur? Prófessorinn: — Það verðið þér að tala við konuna mína um. Betlarinn: — Já, en ég hefði nú heldur viljað karlmanns- buxur. — Þú varst svo fullur í gær- ¦kvö'ldi, svínið þitt, að þú seldir SAS4iótelið fyrir 30 milljónir. — Hvernig veiztu það? — Nú, ég keypti það. — Hvað gafstu konunni þinni í jólagjöf í ár, McSinnep? — Næstu jól fær hún eyrna- lokka úr gulli. — Já, en ég var að spyrja um núna? — Hún fékk göt í eyrun. Læknirinn: — Þetta er mjög athyglisveiiður fæðingarblettur, sem þér hafið fyrir neðan nafl- ann, ungfrú Sylvía. Mætti ég ekki fá að taka af honum lit- mynd í læknatímaritið? Auglýsing: — Ég yrði þakk- ;átur, ef þeir, sem stálu spíri- tus í-kiallaranum hjá mér á fimmtudagsnóttina, vildu skila aftur botnlanganum úr tengda- móður minni. NN læknir. — Ég heyri eitthvað frammi. Kaunski það sé morgunblaðið. « DENNI DÆMALAUSI — Opnaðu þetta varlega. Hann má ekki sleppa. ¦#&***. „Það er óhugnanlegt, aö fólk vilji nú þegar fara að græða á Sharon Tate morðunum. Mér finnst þetta ósiði"egur hugsana- gangur!" Það er hin tvítuga, sænska leikkona, Ewa Aulin, sem svo ákveðið tekur til orða um síðasta kvikimyndatilboðið sem henni bauðst. Hún átti að leika aðalhlutverkið, Sharon Tate, í mynd sem fjalla á um blóðbaðið á heimiri Hollywood- leikkonunnar. Ewa Aulin segir neitakk. Friamleiðandi myndar- innar er Gian Vittorio Baldi, og er Baldi sá þegar farinn að svipast um eftir annarri stúlku til a® leika aðalru.luna. Segir hann, að hann hafi fyrst farið á fjörur við Aulin vegna þess, hversu lík hún sé Sharon heit- inni Tate. Myndina ætlar Baldi að kalla „The night of the flowers". Sænska barnastjarnan, Inger Nilsson, er orðin all-t of hávax- in til þess a'ð geta haldið áfram að leika Línu langsokk í þeim kvikmyndum sem til stendur að framleiða um þá merku stúrku. Inger er orðin nákvæmlega 18,6 cm of há. Fyrir þrem ár- um, þegar hún hóf feril sinn sem Lína langsokkur, var hún 145 em há. „Nú er það skemmtilega bú- ið. Þetta var mjög skemmtilegt, einkum meðan á ferðunum stóð. Félagsskapurinn við kvik myndatökurnar var líka mjög skemmtilegur", ségir þessi fræga ungfrú. Inger hefur fengið mörg verð laun fyrir Jéik sinn, m.a. rúss- nesku verðlaunin fyrir að vera bezta barnastjarnan — og verð- launin voru lítill gæluköttur, sem Inger kallar Lusidor. Sem stendur er Inger að leika í sinni síðustu mynd sem Lína ;angsokkur og er sú mynd kölluð á sænskunni „Pá rymm- en med Pippi". Hún hefur grætt talsvert fé á leikstarfsemi sinni, en þeirra fjármuna gæta foreldrar henn- ar vandlega. Sjálf fær hún fimmkall í varspeniiiga á viku, enda segir hún að „peningarnir séu nú ekki al't, vinnan verður líka að vera skmmtileg". Það er langt síðan umheim- urinn hefur haft nokkrar spurn ir að ráði af Juíe Andrews Orsök þess mún vera sú, að henni hef ur ekki gengið of vel á hvíta tjaldinu síðustu 5 árin. Ráunar er „Sound of music" eina mynd hennar, þar sem hún hefur slegið í gegn. Seinni myndir hafa allar fallið vegna dræmrar aiS ":nar, þær eru t.d. „Millie" og „Star". Um tíma :eit út fyrir að kvikmynda húsgestir hefðu fengið alyeg nóg af Andrews, enda fór hún að ganga til sálfræðings. ,,Ég var sem betur fer heppin með sálfræðing", segir hún, „og ég vona að dóttir mín fái svo _ 3ð- an sálfræ'ðing þegar hún fer að stunda þá — það skiptir öllu". En sálfræðingurinn hefur nú reyndar ekki skipt alveg S3u fýrir Julie, því hún gifti sig fyrir rúmu ári, Blake nokkrum Edwards, leikstjóra, og á sá tvö börn, 10 og 12 ára. Ll lillllli

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.