Tíminn - 13.10.1970, Blaðsíða 5

Tíminn - 13.10.1970, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 13. október 1970 TI'MtNN 5 MEÐ MORGUM KAFFINU Bifvélavirki kom til læknis og þegar hann kom inn, rak hann augun í mannsbeinagrind í skáp og varð að orði: — Nei, hvað sé ég, þarna er bara fulfkomið varahlutasafn. -r- Þegar ég segist fara í bæ- inn í kvöld, þá fer ég í bæinn í kvöld, ef þú liefur ekkert á móti því elskan. Það er ekki auðvelt að vera einstæður faðir með 18 ára dótt ur. Þess vegna vildi nágranna- konan benda Jóni á svolítið: — Vitið þér, hvað dóttir yð- ar er að gera þessa dagana? — Nei, ég hef ekki tekið eft- ir því. — Hún er að prjóna yndis- legar, litlar flíkur. — Það er gott, hún gerir þá eitthVað annað en eltast við stráka. Þekktur rithöfundur og ljós hærð kona, sem ekki þótti stíga í vitið, voru næstum skriðin inn í hvort annað í partíi. — Hvað skyldu þau eiga sameigim’egt, sagði einn af gestunum. — Þau eiga það sameigin- legt, að þau eru bæði af gagn- stæðu kyni, svaraði annar gest ur. — Langar þig ekki til að koma í bruðkaupið mitt? — Ætlarðu að fara að gifta þig? — Já, ég hef verið að hugsa um það. — Og má ég spyrja hvem? — Þér. — AAt í lagi, þá kem ég. — Mig vantar tvo sjálfboða- Rða til að vaska upp. — Geturðu ekki verið hcima citt eiuasta kvöld, Rósa? Flugvél með eintóma banda ríska verkfræðinga hrapaði í sjóinn. Allir fórúst, og allir fóru tii hins neðra. Átta dög- um síðar hringdi Kölski til Sankti-Péturs. — Þú verður að taka þessa Ameríkana. ég get ekki haft þá lengur. Þeir eru með inn- byggða' loftkælingu. )ENNI — Sjáðu bara! Ég skrúfa frá krananuni, ýti á takkann, og allt )ÆMALAUSIsmnmem",c,t"r' að útvéga bæði Það, sem síðast fréttist í máli þessu, var, að búið var að senda Tyrkjunum barnarúm og -vagn. ásamt fötum á bæði börnin, og í athugun var þeim og hinum fjölskyldunum, rýmra og heilsusamlegra hús- næði. Fjölskyldan á myndinni er tyrknesk. en ffuttist til Dan- merkur í von um að þar væri betra að búa og meiri peninga að hafa en í heimalandinu. Mað i urinn fékk atvinnu í verksmiðju í Helsingör, og verksmiðju- stjórnin bauð þeim að búa á hæðinni fyrir ofan verksmiðju- plássið. Þetta leit ekki sem ■ verst út, og fjölskyldan flutt- \ ist al,’s hugar fegin í nýja hús- \ næðið. En þegar til kom, reyndust kjörin ekki eins góð og í fljótu bragði mátti ætla. Er þau komu á staðinn. kom nefnilega i ljós, að í herberginu, sem þeim var ætlað, bjnggu tvær fjölsk. fyrir, önnur tyrknesk en hin júgóslaf \ nesk. Þau áttu þó ekki ann- ; arra kosta yöl, og allt gekk þol- ■ anlega um hrí'ð. En svo kom að \ því, að tyrkneska konan ó: ann- 1 að barn sitt. Nýfædda barnið var ekkert frábrugðið öðrum ; börnum, grét um nætur, svo að aðrir í herberginu áttu erfitt j með svefn, og olli öðrum óþæg- i indum. 1 Eftir miklar vangaveltur J komu hjónin sér saman um, að i bezt væri fyrir alla aðila, að I þau flyttust búfer'um. En þau i fóru ekki langt, bara yfir gang- j rinn. Þar var þó ekki annað 1 herbergi. sem hægt var a'ð hafa J út af fyrir sig, heldur baðher- ! bergið, sem hinni sameiginlesu I vistarveru fylgtF Þarna var að vís« engte,, íftx- ' :s, eiginlega ekkert annað en svampdýna að liggja á, en þau 1 höfðu þó baðherbergið fyrir i sig, nema náttúrlega þegar ein j hver þurfti að nota það. Ef ein- i hver af íbúum herbergisins brá { sér í bað, var ekki um annað J að ræða er. drösla hafurtaskinu J fram á ganginn, og þá kom sér j vel að vera ekki með mikinn J íarangur. ! Þannig var aðkoman, þegar bæjarhjúkrunarkonan kom til ' að huga að litla barninu. — Henni ofbauð að sjá, hve illa \ var að útlendingunum búið, og ,'ýsti því yfir, að hún hefði ekki eínu sinni boðið hundinum sín- \ um upp á slíkar vistarverur. Hún sendi nákvæma skýrslu til barnaverndarnefndar og mæðra hjálpar staðarins, hvar í sagði, að litla barnið ætti varla spjör á kroppinn. hvað þá rúm að \ sofa í, en að öðru leyti væri það ótrú.’éga ve! á sig komið, miðað við aðstæður, og ætti móðirin hrós skilið fyrir aðdá- anlega umönnun. og sjá má, hefur hún fallið fyr- ir hippatízkunni, þótt ef til vill mætti segja, að klæðnaðurinn minni líka ta.'svert á búniiig arabískra kvenna. Hún er þarna að njóta haust- leyfis á frönsku Rivierunni, en þar dvelst hún ásamt manni sín- um. Burton, um þessar mundir. Frégnir herma. að þau hjónin njóli þarna tilverunnar og hagi sér nánast eins og lúxus-hippi, bæði í klæðaburði og fram.- göngu. Hún klæðist al.'skyns skringilegum skikkjum og sjöl- urn, en hann blómstruðum og teinóttum, skærlituðum brók- um og skyrtum. Til þess að geta með góðu móti leyft sér að ganga þannig ti: fara, er Elizabet sögð hafa gengizt undir fegrunaraðgerð, sem kvað hafa kostað eigin- manninn urn milijón íslenzkra króna. Ja, mikið er á sig lagt. e-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.