Tíminn - 13.10.1970, Blaðsíða 6

Tíminn - 13.10.1970, Blaðsíða 6
TÍMINN ÞRIÐJUDAGUR 13. október 1970 GENDUR Á LA ARSVÆÐINU Svar Félags landeigenda í Laxársvæðinu við greinargerð stjórnar Laxárvirkjunar vegna vatnsmiðl- unar Laxárvirkju nar við Mývatn i. Um maJinvirkjagerð Laxár- virkjunarstjómar vi<$ Mývatnsósa. í greinargerð stjórnar Laxár- virkjunar, sem birtist fyrir nokkru í dagblöðum, reynir hún að bera af sér þær ásakan- ir Mývetninga, að stíflan við Miðkvísl, eina af útfallskvíslum Laxár úr Mývatni, hafi verið ólögleg. Eins og svo oft er háttur þeirra, sem fara með rangt mál, leiðir hún hjá sér að ræða þær ásakanir, seim henni eru bornar á brýn. í upphafi segir, að vegna hinna miklu rennslistruflana, sem urðu í Laxá á vetrum, sér- staklega þó við úrrennsli árinn- innar úr Mývatni, og þeirra miklu truflana, sem þar af leiðandi urðu á raforkufram- leiðslu virkjananna við Laxá, þá hafi „eftir ýtarlegar athug- anir“ verið talið nauðsynlegt til úrbóta að gera þær stíflur í hinum 3 kvíslum Laxár, sem hafa staðið, sú fyrsta frá árinu 1946 og hinar frá árunum 1960 og 1961. Þá segir, að þess- ar framkvæmdir hafi algjör- lega liomið í veg fyrir þær al- varlegu truflanir, sem þarna urðu oft á hverjum vetri. Það er rétt með farið hjá FRYSTIKISTUR IGINS-djúpfrystirinn gerir yður kleif hagkvæmari matar- innkaup og sparar yður snúninga vegna matarkaupa. Tvöfaldur þéttilisti I loki — hlifðarkantar á hornum — Ijós i loki — faeranlegur á hjólum — Ijósaborð með rofa fyrir djúpfrystingu, kuldastilli og 3 leiðbeiningar- Ijósum, „gult djúpfrysting" — „grænt venjuleg frysting" — „rautt of lág frysting". — Stærðir Staðgr.verð Afborg.verð 145 Itr. kr. 16.138.— kr. 17.555.— -j út + 5 mán. 190 Itivkr. 19.938j— kr. 21.530.— í út + 5 mán. 285 Itr. kr. 24.900,— kr. 26.934,— út + 6 mán. 385 Itr. kr. 29.427.— kr. 31890— } út + 6 mán. -O' RAFIÐIAN VESTURGÖTU 11 REYKJAVÍK SfM119294 stjórn Laxárvirkjunar, að síð- an framkvæmdirnar við Yztu- kvísl voru gerðar hafa rennsl- istruflanir í Laxá minnkað. Hins vegar er það ný kenn- ing hjá Laxárvirkjunarstjórn, að þessar framkvsemdir hafi al gjörlega komið í veg fyrir þær alvarlegu truflaair, sem þarna urðu, því að þær hafa einmitt Fyrri hluti ttttittttiiittttilttttittttttttttttiittttttttii verið ein af röksemdunum fyr- ir nauðsyn þess að fá uppistöðu lón í Laxárdal. AUir vita, sem rafmagns hafa notið frá Laxárvirkjun, að raf- magnstruflanir urðu oft á vetr um á árunum 1960—69, en minni veturinn 1969—70. Skýr- ingin á þessu er sú. að Lax- árvirkjun hugðist nota loku- virkin við Mývatnsósa til dag- legrar ' vatnsmiðlunar. Hinar tíðu vatnssveiflur í ánni urðu þess valdandi, að aldrei komst traustur ís á ána í Laxárdal, en hún braut hann öðmi hverju og þannio myndaðist óeðlileg- ur ísraðningur í ánui, er olli rafmagnstruflunum og stór- spjöllum á lífi í ánni. Þannig lá dauður urriði uppi um bakka eftir slíkar hamfarir, sem beinlínis má rekja til að- gerða Laxárvirkjunar. Síðast- liðinn vetur var þessu vatns- miðlunarfikti hætt og þá rann áin undir traustum ís í Laxár- dal og truflanir urðu litlar sem eagar. Hér má einnig við bæta. að Laxárvirkjun hofur ár eftir ár framið það lögbrot að sprengja ísstíflur úr ánni með dýnamiti. Hefur Laxárvirkjun þannig ár eftir ár valdið tjóni á silungi í Laxá, en hún hefur ekki haft neina lagaheimild til slíkrar notkunar dýnamits. II. Mótmæli Mývetninga gegn stíflugerð við Mývatnsósa. Upphaf málsins var stíflu- gerðin í Syðstukvísl. í greinar- gerð stjórnar Laxárvirkjunar segir um hana: „Stíflan í -Syðstukvísl, sem er í landi Haganess, var gerð með fullu samþykki bóndans þar, Stefáns Helgasonar, og yfirlýstu sam- þykki hreppsnefndar Skútu- staðahrepps um byggingu stífl- unnar.“ Stefáa í Haganesi er nú gam- all maður og kveðst ekki muna fyrstu orðræður varðandi stíflu gerðina, en Sigurður sonur hans, sem þá var búsettur á Skútustöðum, ber, að faðir hans hafi í fyrstu neitað, en þá hafi þegar verið vitnað til ráðherraleyfis eða eignarnáms og því hafi faðir hans gefið samþykki að lokum. En sam- tíenis hafi Stefán sett það skil- yrði, er greinir í svofelldri yfir lýsingu, sem Stefán gaf hinn 29. september s.l.: „Varðandi stíflugerðina í Syðstnkvísl við Dragsey voru engir samningar gerðir, en ég gaf samþykki mitt til þess með því skilyrði, að sama vatns- magn rynni um kvíslina sumar og vetur og áður var, því að ég taldi það skyldu mína gagn- vart sveitungum mínum að halda eðlilegu rennsli í kvísl- inai og um leið eðlilegri vatns- hæð 1 Mývatni. Stjóm Laxárvirkjunar færði sér í nyt samþykki Stefáns, en virti skilyrði hans að vettugi strax og framkvæmdir hófust í Geirastaðakvísl og frá árinu 1060 hefur Syðstakvísl verið lokuð á vetrum. í áðurgreindri yfirlýsingu Laxárvirkjunarstjórnar segir ennfremur, að hreppsnefnd Skútustaðahrepps hafi lýst yfir hlutleysi sínu um byggingu stíflunnar. Eaginn stafur finnst þó um slíka hlutleysis- yfirlýsingu í bókum Skútustaða hrepps og þáverandi oddviti hreppsins, Jón Gauti, kannast ekki við slíka yfirlýsingu. 1) Almennur sveitarfundur 1. marz 1945. Nokkru Ijósi á forsögu þessa máls varpar fundargerð al- menns sveitarfundar, sem hald- inn var hinn 1. marz 1945. Þar var lesiö upp bréf frá sæ. Magn- úsi M. Lárussyni til fundar- ins, en sr. Magnús lá þá rúm- fastur. í fundargerðinni segir m.a.: „Hann skýrir frá þvi, St Steinsen bæjarstjóri á Akur- eyri hafi leitað viðtals við sig nýlega og tjáð sér, að bæjar- stjórn Akureyrar vildi leita samainga við landeigendur í Mývatnssveit um. að rafveita bæjarins setti stifiugarða í Laxá til að hækka vatnsiborð Mývatns um allt að 50 cm. að vetrinum til. Hafði bæjarstjór- inn jafnframt látið í það skína, að mannvirki þessi myndu gerð, hvort heldur Mývetning- um líkaði betur eða verr. Er þó ekki vitað, að bærinn hafi fengið eða farið fram á no'kkra eignarnámsheimild hér hjá Al- þingi." Síðaa segir m.a. um viðbrögð fundarmanna við málaleitan þessari: „Voru fundarmenn einhuga um, að hér væri mjög athuga- vert mál á ' ferð, sem full- ástæða væri til að afstýra, að til framkvæmda kæmi, ef þess væri kostur. Þar sem víst má telja, að slíka vatnshækkun þyrfti að hefja löngu áður en vatnið legði á hverju hausti, gæti orðið mjög mikil hætta á landbroti auk annarra spjalla, og gæti enginn maður séð fyrir eða metið fyrirfram, hvar það tjón kæmi niður. eða hversu mikið það kyani að verða, er tímar liðu." Eins og 'kunnugt er, reyndist ótti fundarmanna árið 1945 ekki ástæðulaus. ísrek á vetrum hefur þegar brotið nið- ur bafeka vatnsins. sem áður voru grasi grónir, auk alls ann ars tjóns. sem stíflugerðin hef- Ur valdið. 2) Fundur stjórnar Laxár- virkjunar og Mývetninga hinn 12. júní 1060. Sunnudaginn 12. júní 1960 boðaði stjórn Laxárvirkjunar til fundar við Mývatnsósa hina efri. Komu þar þeir, sem bjuggu með ofanverðri Laxá, en auk þess komu á fundinn nokkrir ábúendur jarða um- hverfis Mývatn. í fundargerðinai segir cna,: „Sigurður Thoroddsen verk- fræðingur tók til máls og skýrði fyrirhugaðar fram- kvæmdir, sem nú væru á dag- skrá. Þá tóku til máls nokkr- ir ábúendur við Laxá og skýrðu sín sjónarmið og kom það fram, að ekki mundu allir hér Sólun SÓLUM HJÓLBARÐA Á FÓLKSBÍLA, JEPPA- OG VÖRUBÍLA MEÐ DJÚPUM SLITMIKLUM MUNSTRUM. Ábyrgð tekin d sólningunni. Kaupum notaða sólningarhæfa nylon-hjólbqrða. önnumit allar .viðgerðir hjóibarða með fullkomnum tækjum. GÓÐ þJÓNUSTA. — VANIR MENN. BARÐINN HF. Ármúla 7. — Sími 30501.—Reykjavík.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.