Tíminn - 13.10.1970, Blaðsíða 7

Tíminn - 13.10.1970, Blaðsíða 7
ÞRIDJUDAGUR 13. október 1970 TIMINN 7 um .sló'ðir huga gott til þeirra framkvæmda, og Eysteinn Sig- urðsson á Arnarvatni lýsti því yfir. að ekki yrði gengið til neinna samninga af hálfu iand- eígenda um væntanlegar fram- kvæmdir, fyrr en gerður hefði verið satnningur um þær fram- kvæmdir, sem þegar væri búið að gera hér á þessum slóðum.“ Til þessara samninga við landeigendur um þegar gerðar framkvæmdir gekk stjórn Lax- árvirkjunar aldrei, heldur veif aði ráðuneytisleyfi. Að vísu féllst hún á að fresta fram- kvætndum við Miðkvísl um eitt til tvö ár til að fá úr því skor- ið, hvort hennar væri þörf. Síðar var þessari frestun hafn- að af hálfu verkfræðings henn ar, og þá Voru framkvæmdir hafaar. 3) Fundargerðabók hrepps- nefndar Skútustaðahi’epps. í gerðarbók hreppsnefndar Skútustaðahrepps segir m.ýi. frá sveitarstjórnarfundi, sem haldinn var hinn Ið. júlí 1960. Þar segir í gerðarbókinni, að lagt hafi verið fram bréf frá ábúendum á Arnarvatni og Geirastöðum, þar sem farið er fram á, að hreppsnefndin taki að sér sókn og vörn fyrir þeirra hönd og annarina sveitar manna í þeim ágreiningsmál- um, sem risið hafa út af mann- virkjagerð og fyrirætlunum stjórnar Laxárvirkjunar í Laxá og kvfslum hennar. Samþykkti hreppsnefndin að taka málið að sér fyrir ábúendur. 4) Stjórn Laxárvirkjunar fékk ráðuneytisleyfið með því að beita blekkingum. Þá segir í gerðarbókinni, að lesið 'hafi verið upp bréf stjórn ar Laxárvirkjunar, dágs. 12. júlí 1960. Bréfinu fylgdu leyfi raforkumálaráðherra, dags. 5. júlí 1960, þar sem Laxárvirkj- un var heimilað að gera stíflu i Miðkvísl og tvo hliðarfar- vegi Syðstukvíslar. Kom þar fram. að stjórn Laxárvirkjun- ar byggði beiðni sína á því, að samningar hefðu ekki náðst við landeigendur um Ieyfi til þess- ara framkvæmda. Þá segir í gerðabók hrepps- nefndarinnar orðrétt: „Samkvæmt framkomnum uplýsingum hlýtur hrepps- nefndin að líta svo á, að fram bornar ástæður fyrir leyfis- beiðni þessari séu blekkingar einar, því að um samninga- gerð um stíflur í Miðkvísl stóð ekki á öðru en, að stjórn Lax- árvirkjunar fullnægði áður framlögðum bótakröfum vegna þeirra aðgerða, sem undanfar- ið hafa verið framkvæmdar í Syðstukvísl án alls leyfis eða umtals. Þessum kröfum hefuv stjórnin aldrei svarað form- lega, en í munnlegu viðtali talið þær sanngjarnar. Um mannvirkjagerð 2—3 að ofan (stíflur í tvo hliðarfar- vegi Syðstukvislar og lagfær- ing árfarvegs móts. við Geld- ingaey) hefur aldrei verið tal- að við landeigendur, svo þar er sízt hægt að vitna til, að samningar hafi ekki náðst. En öll þeissi atriði falla undir ákvæði, sem 144. gr. vatnalaga tiltekur. að leitá þurfi umsagn ar leindegenda um, áður en ráð herra veitir leyfi til aðgerða.“ Þetta voru orð gerðarbókar hreppsnefndar Skútustaða- hrepps frá fundi hinn 15. júlí 1960. 5) Mótmælaskeyti lireþps- nefndar Skútustaðahrepps. Síðan segir í gerðarbókinni, að samþykkt hafi verið, að odd viti sendi stjórn Laxárvirkjun- ar svohljóðandi símskéyti, næsta dag: „f umboði landeigenda og annarra veiðiréttareigenda í Mývatni og Laxá í Skútustaða- hreppi kalla ég yður hér með til ábyrgðar á hvers konar af- leiðingum fyrr og síðar, sem stafa kunna af gerðum og fyr- irhuguðum framkvæmdum í Laxá og kvíslum hennar.“ Þrátt fyrir símskeyti þetta þegar árið 1960 og ótal mót- mæli í munnlegum samtölum leyfir stjórn Laxárvirkjunar sér að halda því fram opinber- lega, að stíflugerðinni í Mið- kvísl hafi aldrei verið mót- mælt. Hitt er sömuleiðis ljóst af áðurnefndri fundargerð hreppsnefndar, að stjórn Lax- árvirkjunar aflaði sér ráðherra leyfis til stíflugerðarinnar, án þess áður að hafa reynt að ná samkomuiagi við rétta umráða tnenn landsins. 6) Hver voru skilyrði Mývetninga? • Þá segir ennfremur í 7. fund- argerð hreppsnefndar árið 1960, að hinn 1. septemher 1960 hafi verið stofnað til við- ræðufundar við stjórn Laxár- virkjunar í húsakynnum henn- ar við Laxárósa. Lagði stjórn Laxárvirkjunar þar fram svör raforkumálastjóra við skilyrð- um Mývetninga fyrir samkomu lagi um athafnir . við Laxá. í skilyrðunum var m.a. farið fram á, að farvegi Laxár verði aldrei rótað neðan við Kleifar- hólma, að stjórn Laxárvirkjun- ar hlíti sameiginlegri ákvhrð- un Iandeigenda við Laxá ofan Laxárvirkjunar um hámarks- vatnsrennsli í ánni, að stjórn Laxárvirkjunar gangist undir að hlíta sameiginlegri ákvörð- un hrepssbúa um hámarks- og lágmarksvatnsstöðu í Mývatni, að eigendum Arnarvatns sé bætt tjón fyrir spell á iand; og veiðstöðvum vegna væntanlegra framkvæmda með árgjaldi, er svari til af- nota af 50 kvw. rafniagns, að almennt tjón annarra iand- eigenda í hreppum af fyrirsjá- anlegum hindrunum silungs- gengdar milli Laxár og Mý- vatns, svo og meiri og minr.i landspjöllum undanfarið, sé bætt með því, að Laxárvirkj- un greiði verð á raforku ti:: sveitarmanna fi'á væntaniegri raforkulínu um Mývatnssveit niður á sama verði og útshiu- verð rafmagns er hverju sinni á Akureyri. Skilyrði bessi eru rakin í fundargerð 4. sveitar- stjórnarfundar hreppsnefndar Skútustaðahrepps, sem haldinn yar hinn 22. júií 1960. 7j Svör stjórnar Laxár- virkjunar. í áðurnefndri fundargerð 7. sveitarstjórnaríuntíarins segir, að svör raforkumálastjóra, sem Laxárvirkjun bar fyrir sig, hafi ver.ið neikvæð við öllum skilyrðunum, sem máli skiptu, en jafnframt hafi raforkumála- stjóri bent á, að beitt yrði ákvæðum vatnalaga ua eignar- náih o.s.frv., ef þörf þætti á vegna framkvæmdanna. Þetta og margt annað er talandi dæmi þess, hvernig Laxárvirkjunarstjórn hefur skotið sér undan að koma til móts við Mývetninga með því að veifa ráðuneytisleyfum eða yfirlýsingum, sem hún hefur fengið einhvern opinberan að- iia til að skrifa undir eftir eig- in fyrirsögn. III. Um ólögmæti stíflunnar í Miðkvísl. Stjórn Laxárvirkjunar vísar um lögmæti stíflugerðarinnar í Miðkvísl til leyfis landbún- aðarráðuneytis frá 5. júlí 1960, en eins og réttilega er tekið fram, var það leyfi veitt með því skilyrði, að Laxárvirkj un setti nothæfan silungs- stiga fram hjá stíflunni. I) Leyfi frá réttum umráða- mönnum landsins vautaði. Hins vegar minnist stjómi Laxárvirkjunar hvergi á leyfi frá landeigendum til þessarar stíflugerðar, enda hafði hún aldrei fengið neitt slíkt leyfi, heldur vaðið inn á lönd bænda í fullkomnu leyfisleysi með stórar vélar og mannmarga vinnuflokka. Þetta er heldur ekki í fyrsta sinn, sem Laxár- virkjun hefur talið sig eiga í fullu tré við bændur með ráðu neytisleyfi upp á vasann. Hitt mun hún þó aldrei geta hrak- ið, að með yfirgangi sínum hef- ur hún brotið gegn fri'ðhelgi eignarréttar og almennum mannréttindum. Eða heldur stjórn Laxárvirkjunar ef til vill, að Mývetningar gætu lagt undir sig íbúðarhús stjórnar- innar á Akureyri, ef þeir hefðu ráðuneytisleyfi til þess? Slíkt og þvílíkt hefur Mývetningum aldrei dottið í hug, enda þótt Laxárvirkjun telji sig gcta traðkað á eignarrétti Mývetn- inga í krafti ráðuneytisleyfis. 2) Tóku möl til stíflugerðar ófrjálsri hendi. Hér má einnig því við auka, að Laxárvirkjunarmenn iruddust inn á landareign Gautlanda. þegar framkvæmdirnar stó'ðu yfir, og tóku þar möl til steypu gerðar að landeigendum forn- spurðum. Neitaði Laxárvirkjun að greiða eyri fyrir mölicia, en landeigendur lröfðu á'ður láti'ð fara fram rannsókn á því, a'ð þessi möl var nær sú cina, sem nothæf var í Þingeyjarsýsln til að steypa úr í vatni. Neyddust landeigendur þá til að' kæra Laxárvirkjun og féllst hún þá á að greiða ákveðið verð fyrir þá möl, er hún tæki eftirleiðis. Ef þú lítur í alheimsblöð ... er ávallt CAMEL í fremstu röð FILTERS Land hins eiiífa sumars. Paradís þeim, sem leita hvíldar og skemmtunar. Mikil náttúrufegurð, ótakmörkuð sól ög hvítár baðstrendur. Stutt að fara til stórborga Spánar, Italiu og Frakklands. Eigin skrifstofa Sunnu i Palma, með islenzku starfsfólki. FERÐASKRIFSTOFAN SUNNA BANKASTRÆTI 7, SlMAR: 16400 12070 sunna cTMALLORKA ^ CPARADÍS S- cfÖRÐ travel

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.