Tíminn - 13.10.1970, Blaðsíða 16

Tíminn - 13.10.1970, Blaðsíða 16
Þriðjudagur 13. október 1970. Enn bætist við afrekaskrá meirihluta stjórnar Sementsverksmiðjunnar: -i _ v -----:-- • -i v \---yvvprv—'•."ry-’-—t .. Kretst lagabreytinga til ao skipa end- urskoðandann í TK—Reykjavík, mánudag. Þegar Sementsverksmi'ðja rík* isins lenti í fjármálaóreiðu og stórfelldum skattsvikum var Svav- ar Pálsson, löggiltur endurskoð- andi verksmiðjunnar, settur fram kvæmdastjóri hennar tíl bráða- birgða, því að þáverandi fram- kvæmdastjóra hennar var veitt frí frá störfum á meðan rannsókn málsins stóð yfir. Það varð strax umdeilt, að endurskoðandinn, sem hafði annazt daglega bókhaldsend- urskoðun og verið bókhaldsráðu- nautur verksmiðjunnar þau ár, sem misferlið og skattsvikin áttu sér stað, skyldi settur í starfið, þar sem það bættist við að auki, að endurskoðandinn uppfyllti ekki þau skilyrði, sem lög um verk- smiðjuna setja um menntun fram- kvæmdastjórans. Þetta var þó lát- ið afskiptalaust á meðan Jón Vest- dal var í Ieyfi. En snemma í jan- úar s.l. sagði Jón Vestdal starfi sínu lausu og hefur því staða fram- kvæmdastjóra verksmiðjunnar ver ið Iaus síðan, en ekki auglýst eins og önnur opinber störf, sem losna, og lög mæla fyrir um að skuli aug- lýst, heldur situr endurskoðand- inn áfram sem fastast. Ekki er unnt að skipa endurskoðandann í embættið að óbreyttum lögum og l.-sept. s.l. samþykkti meirihluti verksmiðjustjórnarinnar, Ásgeir Pétursson, Jón Árnason og Guð- mundur Sveinbjörnsson, ályktun, sem fól í sér áskorun til Jóhanns Hafstein, núverandj forsætis- og iðnaðarráðherra um að hann beiti sér fyrir því á Alþingi, að lögum verksmiðjunnar verði breytt á þann veg, að felld séu niður skil- yrði um verkfræðikunnáttu fram- kvæmdastjóra verksmiðjunnar svo unnt sé að skipa Svavar Páls- son í embættið. Ymsum hefur þótt framkoma pieirihjuta stjórn- ar Sementsverksmiðjunnar í jfyrri þáttum svokallaðs semeptsverk- smiðjumáls í senn furðuleg og tortryggileg, en ekki dregur úr nú við þessar aðfarir, sem hljóta að gefa grunsemdum almennings F. v. Tómas Guðrnundsson, Þorsteinn frá Hamri, Ólafur Jóh. Sigurðsson og Jón Björnsson. (Tímamynd Gunnar) 600 þús. kr. úthlutað til fjögurra höfunda OÓ—Reykjavík, mánudag. Fjórir rithöfundar hlutu s. 1. laugardag viðurkenningu úr Rit- höfundasjóði íslands. Var úthlut- að 600 þúsund krónum, og fékk hver þeirra rithöfunda sem nú hlutu viðurkenningu 150 þús. kr. Þeir eru Jón Björnsson, Tómas Framsóknarfólk Suðurnesjum Almennur fundur verður hald- inn í Aðalveri Keflavík kl. 14 sunnudaginn 18. október. Á fund- inum mæta þeir 4 menn, sem flest atkvæði fengu í nýafstaðinni skoðanakönnun Framsóknarfélag- anna I Reykjaneskjördæmi og munu þeir flytja erindi um hags- j munamál kjördæmisins og svara | fyrirspurnum frá fundarmönnum. I Framsóknarfélag Keflavíkur. ; Guðmundsson, Ólafur Jóhann SÍg urðsson og Þorsteinn frá Hamri. Formaður sjóðsstjórnar, Björn Th. Björnsson, afhenti upphæðirnar við athöfn á Hótel Sögu. Björn sagði, að nú væri lokið fyrsta áfanga í starfsemi Rithöf- undasjóðsins, en þetta var í þriðja sinn sem úthlutað er úr honum.. Til þessa hefur eingöngu verið úthiutað viðurkenningar- styrkjum til rithöfunda, en ,nú verð ur sú breyting á að 60% af þvi fé sem sjóðurinn fær fyrir útlán þóka úr þókasöfnum rennur til þeirra höfunda, sem skrifað hafa þær þækur er lánaðar eru, en 40% verður úthlutað sem viðurkenn- ingu til einstakra höfunda, eins og gert hefur verið til þessa. Gerð hefur verið fullkomin skrá fyrir bækur í almenni:<gsbókasöfnum og verður stuðzt við hana við út- hlutanir úr sjóðnum. Alls hafa níu höfundar fengið viðurkenningu úr sjóðnum og nem ur upphæðin sem búið er að út- hluta 1.625 þús. kr. Fyrsta árið sem úthlutað var úr sjóðnum nam upphæðin, sem hver. höfundur fékk 100 þús. kr. í fyrra var upp- hæðin 125 þús. kr., nú 150 þús. krónur. Samstarfshópurinn um ávana- og fíknilyf skilar skýrslu: Neyzla kannabis er lítil hérlendis - LSD nær óþekkt KjördœmisjDÍng á Suðuriandi Kjördæmisþing Framsóknar- féiaganna í Suðurlandskjördæmi verður haldið að Eyrervegi 15 á Selfossi laugardaginn 17. okt. n.K Formaður Framsóknarflokksins. Ólafur Jóhannesson, mun mæta á þinginu og flytja ávarp. f heild verður dagskráin þannig: 1. Þingsetning. 2. Skýrsla stjórn ar. 3. Skýrsla blaðstjórnar Þjóð- ólfs. 4. Skýrsla hússtjórnar. 5. Ávarp formanns Fpmsóknarflokks ins, Ólafs Jóhannessonar. 6. Skýrsla framboðsnefndar. 7. Kosningar. 8. Þingslit. EB—Reykjavík, mánudag. Sanistarfshópur um ávana- og fíknilyf og efni, sem stofnað var af hinu opinbera 26. febrúar sj. efndi í dag til fundar með frétta- mönnum og greindi frá niðurstöð- um athugana sinna. Segir í grein- argerð sem samstarfshópurinn gaf frá sér að „af gögnum þeim, sem fyrir liggja, virðist Ijóst, að neyzla kannabis er lítil hér á landi enn sem komið er, enda þótt raddir hafi hcyrzt um hið gagnstæða. Ljóst er hins vegar, að kannabis hefur verið smyglað til landsins í nokkrum tilvikum og reynt hefur verið að selja annars konar plöntu hluta sem kanabis vaeri. — Greini- legt er og, að íslenzk ungmenni, sem farið hafa utan, hafi kynnzt kannabisneyzlu. Má því ætla, að áhyggjur af íslenzkum unglingum; I sem fara ulan til stuttrar dvalar, hafi við rök að styðjast.“ Hins vegar er það álit samstarfs- hópsins að LSD virðist nær,óþekkt fyrirbæri hér á landi, en ætla má, að misnotkun róandi lyf ja og svefn iyfja sé nokkuð algengt fyrirbæri hérlendis. í þessu sambandi telur samstarfshópurinn athyg.'isvert, að einungis liðlega tíundi hluti allra ávísana á ávana og fíknilyf, sem könnuð voru í lyfjabúðum er á svokö'.'uð eftirritunarskyld lyf. Telur hópurinn vafalítið að ýmsir læknar sýni of lítla aðgæzlu við ávísun róandi lyfja og svefnfyfja. Á grundvelli athugana sinna gcrði samstarfshópurinn eftirfar- andi tillögur: 1. Hert verði eftirlit tolVgæz.'u o" löggæzlu með ó'öglegum inn flutningi, verz.'un og meðferð ávana- og fíknilyfja og efna. Til þess að svo megi verða, er nauð- synlegt að veita tollgæzlu- og lög- gæz.'umönnum fræðslu um þessi mál og sérhæfa ákveðinn hóp þeirra, og jafnframt sjá til þess, að lög og reglur að þessu lútandi séu viðhlítandi. 2. Bætt verði aðstaða til rann- sókna á ávana- og fíknilyfjum og efnum þannig að skera megi úr á öruggan, skjótan og hagkvæman hátt, hvort um s.'ík lyf og efni er að ræða eða ekki. 3. Efld verði upplýsingastarf- semi um þær hættur, sem bundnar eru notkun vímugjafa yfirleitt. Ekki er sízt nauðsynlegt að koma slíkri fræðslustarfsemi á í skólum. Ennfremur ber að styrkja viðleitni æsku.ýðsfélaga og annarra áhuga- Framhald á bls. 14, byr undir báða vængi, um að meira en lítið sé óhreint í poka- horni, fyrst breyta þurfi lögum, til að koma í veg fyrir að ein- hver annar maður en endurskoð- andinn hafj aðstöðu til að glugga í gamla rcikninga. í lögunum um Sementsverk- smiðju rikisins segir skýrt og ákveðið, að framkvæmdastjóri verksmiðjunnar skuli vera verk- fræðilega menntaður maður. Hef ur Verkfræðingafélagið ekki vilj- að una því, að fram hjá þessu ákvæði laga sé gengið með þvj að hafa endurskoðandann í þessu starfi eftir að Jón Vestdal hefur sagt því lausu. Hefur Verkfræð- ingafélagið skrifað verksmiðju- stjórninni 3 bréf um málið, en ekki fengið nein svör mánuðum saman. í fyrsta bréfinu, sem sent var 13. marz s.l. segir Verkfræðinga- félag íslands m. a.: Stjórn Verkfræðingafélags fs- lands er kunnugt um það, að starf framkvæmdastjóra Sements- verksmiðju ríkisins hefur verið laust frá því snemma í janúar 1970 og hefur ekki verið auglýst laust til umsóknar ennþá. Stjórn félagsins telur sig ekki þurfa að orðlengja um það, hve vandasamt og tæknilega mikilvægt starf þetta er, enda segir m. a. í lög- um: „Verksmiðjustjórnin ræður framkvæmdastjóra með verk- fræðiilegri menntun til þess að hafa á hendi daglega stjóm verk- smiðjunnar og umsjón ,með rekstri jhennar. Framkvæmdastjóri hef- ur prókúruumboð fyrir verksmiðt una og hlítir að öðru leyti áfcvæð- um erindisbréfs, sem verksmiðiu- stjórnin setur honum.“ í 2. bréfinu, sem sent var 3. júní s.l. segir Verkfræðimgafélagið m.a.: „Vér leyfum oss hér með að vísa til bréfs stjórnar Verkfræð- ingafélags fslands til stjórnar Sementsverksmiðju ríkisins, dags. 13. marz s.L, þar sem óskað er eítir upplýsingum um það, hvort starf framkvæmdastjó-ra Sements- verksmiðju rikisins, verði ekki augiýst laust til umsóknar eins og lög um sementsverksmiðjuna gera ráð fyrir. Stjórn Verkfræðingaféiags fs- lands óskar eftir ákveðnu svari við þessari fyrirspurn, enda hafa ýmsir verkfræðingar, sem hafa hug á starfinu, margsinnis spurt eftir því, hverju þessi óeðlilegi dráttur á að auglýst sé starfið sætí, svo og hinu, hvers vegna. stjórn Sementsverksmiðju rikisins hafi ekkj svarað áðurnefndu bréfi Btjórnar Verk f,r æði n gafél ags fs- lands.“ Nú hefur hinn ólöglegi bráða- birgðaframkvæmdastjóri, sem var hinn löggilti, daglegi endurskoð- andi og bókhaldsráðunautur verk- smiðjunnar, þau ár, sem skatt- svikin og fjármálaóreiðan átti sér stað, verið settur framkvæmda- stjóri hennar í tæp tvö ár, enda þótt staðan hafi verið laus frá þrf Jón Vestdal sagði henni lausri i byrjun þessa árs. Hvar í heimin- um anríars staðar en hér gætu slíkir hlutir gerzt? — Jú, ef til vill í vissum ríkjum í Suður- Ameríku. Framhald ó bls. 1A

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.