Tíminn - 22.10.1970, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 22. október 1970.
3
TIMINN
BERNADETTA SLOPPIN ÚR FANGELSINU
NTB-Londonden-y, miðvikudag
Bernadette Devlín, norður-
írski þingskörungurinn, sem
undanfarna mánuði liefur setið
í fangelsi fyrir að æsa til
óeirða, var látin laus í morg-
un, tveim mánuðum áður en
hún hafði afplánað 6 mánaða
dóm sinn. Devlin var látin laus
fyrir góða hegðun í fangelsinu.
Hún hyggst hvíla sig úti í sveit
í nokkra daga, áður en hún
hefst handa á ný, við þingstörf.
Bernadetta, sem er 23 ára
gömul, gekk út um hliðardyr
á Armaghdcvennafangelsinu í
birtingu í morgun. Þar beið
hennar bíll, sem í voru vinir
hennar. í fréttatilkynningu frá
skrifstofu hennar síðar í dag,
segir, að nú ætli hún upp í
sveit með fjölskyldu sinni og
vinum og hvíl'a sig í nokkra
daga, áður en hún fer til Lond
on og tekur við störfum sinum
í neðri málstofunni.
Bernadetta settist á þing í
apríl 1969 og olli fjaðrafoki,
þegar hún kom klædd síðbux
um á fund í hjnni virðulegu
neðri málstofu. í desember var
hún ákærð fyrir að æsa til
uppþóta á almannafæri og
hlaut sex mánaða fangelsis-
dóm.
Dýrasta húseignin
Framhald ai bls. 16.
rétt til, að dýrasta lóðin í
Reykjavík sé í miðbænum við
Austurstræti. Reyndar er dýr
asta lóðin bæði við Austur-
stræti og Hafnarstræti, og
Iiggur líka að Pósthússtræti,
eða lóð Landsbanka ís-
lands, sem metin er á alls 34,1
milljón króna og kostar fer-
meterinn að meðaltali kr. 24,
200. Lóðir sem þessar eru
reiknaðar út eftir margskonar
upplýsingum, og kemur þar til
hve mikill hluti er að götu,
framtíðarskipulag o. fl. Svo
kallað götuverð er reiknað út.
og er þá miðað við spildu, sem
er einn metri á breidd og nær
30 metra inn í lóðina. G-ötu-
verð í Austurstræti er þannig
21.800 kr. ferm., og annað lóða
verð í Austurstræti er reiknað
út eftir þessu götuverði. Sem
dæmi um götuverð lóða þá er
fermeterinn við Laugaveg
neðst 14 þúsund krónur en
síðan stig hækkandi og er- kom-
ið niður í sex þúsuád við
Snorrabraut. í Hlíðunum t, d.
er lóðamatið t. d. 500 krónur
fermeterinn, og við Safamýr-
ina er það þúsund krónur, þar
sem tví- og þríbýlishúsin eru,
en átta hundruð þar sem fjöl
býlishúsin (blokkirnar) eru.
Þessi dæmi eru tekin af handa
hófi af korti sem sýnir þetta
í Reykjavík.
Úr þeim upplýsingum sem
nú þefur verið safnað um fast
eignir á landinu má fá margs
könar fróðleik og þannig hefur
t. d. komið í ljós, að af 23.121
íbúð í Reykjavík eru 7.457 með
tvöfalt verksmiðjugler í glugg
um og 8.580 með einfalt gler
í gluggum en í íbúðunum sem
eftir eru er ýmist tvöfalt gler
með trélistum eða plastlistum
eða bl'andað. Þegar farið verður
fyrir alvöru að vinna úr þeim
upplýsingum sem nú hefur ver
ið safnað, má búast við margs
konar fróðleik um fasteignir í
Reykjavík og annarsstaðar á
landinu, og út frá því má sjá
við hvaða kjör fólk býr, t.d.
hve margar íbúðir séu í kjöll
urum, hvort fullkomin hrein-
lætisaðstaða er fyrir hendi
allsstaðar o^.frv.
Vaxandi framleiðsla hjá Viiko
SB—Reykjavík, miðvikud.
Súpuverksmiðjan Vilko í
Kópavogi hóf framleiðslu á
pakkasúpum fyrir rúmu ár*.
Síðan hefur framleiðslan
aukizt jafnt og þétt og verk-
smiðjan vart haft undan a’ð
framleiða.
Fyrr á þessu ári hóf Vilko
framleiðslu bláberjasúpu og
sagði Matthias Guðmunds-
son verkstjóri í Vilko, að
hún þætti afar góð, því hún
seldist sérlega vel. — Þá
sagði Matthías, að nú fyrst
væri að myndast lager hjá
verkstniðjunni, en þó hefð-
ist ekki enn undan að fram-
leiða tvær tegundir, ávaxta-
súpu og ávaxtagraut.
— Við erum að hugsa
um, að minnka kraftkjíits-
Slysagildra á Bústaöavegi
íbúarnir segja a.m.k. 10 manns slasazt þar síðan gatan var malbikuð
KJ—Reykjvaík, miðvikudag.
í kvöld um klukkan hálf-
níu varð sex ára drengur fyrir
bíl á Bústaðavegi, á móts við
húsið núuier 59, og segja íbúar
þarna í kring, að þarna við
strætisvagnabiðstöðina hafi orð
ið á annan tug umferðarslysa,
þar sem fólk hefur meiðzt, síð-
an önnur akbraut Bústaðavegar
var malbikuð á fyrra ári. Að
þessum dreng meðtöldum varð
að flytja þrjá á Slysadeild Borg
arspítalans vegna umferðarslysa
í dag.
Á mótum Holtsgötu og
Bræðraborgarstígs varð drengur
á reiðhjóli fyrir bíl, en virtist
ekki hafa slasazt.
Klukkan langt gengin í þrjú
varð umferðarslys á gatnamót-
um Miklubrautar og Lönguhlíð-
ar, er te.’pa hljóp út á götuna á
rauðu Ijósi. Stúlkan slasaðist
töluvert.
Um hálfsjö rákust tvær bif-
reiðar saman á gatnamótum Há-
túns og Nóatúns, og slasaðist
ökumaður annarrar bifreiðar-
innar mikið. Var hann fyrst
fluttur á Slysavarðstofuna, en
þr‘ n Landakot, en maðurinn
mun hafa hlotið höfuðmeiðsli.
Svo vikið sé aftur alS slysinu
á Bústaðaveginum, þá vlrðist
sem þar hafi myndazt mikil um
ferðaslysahætta, eftir að hann
var malbikaður. Segja íbúarnir.
íslendingum gengur
vel á Evrópumóti
í bridge
FB—Reykjavík, mánudag.
íslenzk bridgesveit er nú stödd
suður í Portúgal og tekur þar
þátt í Evrópumeistaramóti í
þridge. Eftir tvær fyrstu umferð
irnar hefur íslenzka sveitin borið
sigur af hólmi, sigraði hún fyrst
Ungverjaland með 20 vinnings-
stigum og sömuleiðis portúgölsku
sveitina. í gærkvöldi áttu fslend
ingarnir að spila við Dani, og í
dag áttu þeir að spila við Sviss
og Bretland, eru það sterkar þjóð
ir við spilaborðið.
framleiðsluna, það er ekki
nógu hagkvæmt fyrir okk-
ur, vegna innflutnings. En
sætsúpurnar getum við haft
ódýrari en þær innfluttu og
þess vegna leggjum við á-
herzlu á þær.
Matthías sagði, að hótel
og mötuneyti skiptu mikið
við Vilko, og þá væri súpan
seld i stórum plastfötum.
að lýsingu við strætisvagnabið-
skýli ná.’ægt gatnamótum Grens
ásvegar og Bústaðavegar sé al-
veg ófullnægjandi, og þar er
heldur ekkert sérstakt ú’ ' t
fyi’ir strætisvagnana, og er þetta
þó nýfrágengin gata. Ibúarnir
staðhæfa, að umferðarslysin þar
sem fólk hefur slasazt þarna,
séu komin á annan tug, og i
miklu fleiri skipti hafi legið
við slysum, sem komið hau ver-
ið -í veg fyrir á síðustu stundu.
Virðist af þessu einsýnt, að gera
þarf einhverjar ráðstafanir
þarna, vegna þess, að lýsing
gangbrautar og strætisvagnaút-
skot séu ekki í sómasamlegu
lagi.
MEIRA FÉ EYTT í ÁFENGIS
KAUP í ÁR EN í FYRRA
OÓ—Reykjavík, miðvifcudag.
Áfengissalan fyrstu niu mánuði
þessa árs nam kr. 597.865.424,00,
en var á sama tíma í fyrra kr.
491.623.534.00. í skýrslu Áfengis-
varnarráðs segir, að söluaukning
hafi verið 21-5%, en þar er átt
við að salan í krónutölu sé meiri
sem þessu nemur. en allmiklar
hækkanir hafa orðið á áfengi á
tímabilinu.
Frá 1. júní s.l. til 30. sept. var
áfeagi selt fyrir kr. 229.355.145,00.
Þar af var selt í og frá Reykjavík
fyrir kr. 167.718.975,00, en það
sem átt jr við er sagt er að selt
sé frá Reykjavík eru póstsending-
ar frá Áfengisverzluninni. Á sama
tímabili í fyrra var áfengi selt
fyrir kr. 190.752.886,00, þar af í
og frá Reykjavík fyrir kr. 140.948.
376,00.
Alþýðuflokkurinn
og söluskatturinn
í ræðu sinni í fyrrakvöld við
1. umræðu fjárlagafrumvarps-
ins fyrir árið 1971 ræddi Hall-
dór E. Sigurðsson um skatt-
heimtu ríkisstjórnarinnar og
sagði m.a.:
„Söluskattur í þeirri mynd,
sem hann er nú, var upp tekinn
af núv. ríkisstjórn í upphafi
ársins 1960. Á fyrstu valdaár-
um viðreisnar gætti hans lítið,
en m; er hann orðinn stærsti
tekjustofn ríkisins og er áætlað
ar tekjur af honum um 3500
milj. kr. Eðli söluskatts sem
tekjustofns er það, að hann er
jafnhár hvort sem um er að
ræða nauðsynlegustu neyzluvör
ur eða miður nauðsynlegar vör-
ur. Hann leggst því með meiri
þunga á rekstur heimilisins eft
ir því sem börnin eru fleiri.
Auk þess eru skil á honum til
ríkissjóðs ekki svo örugg sem
vera skyldi. Hér áður fyrr, þeg
ar söluskattur var á dagskrá,
sem tekjustofn, voru Alþýðu-
flokksmcnn mjög skeleggir and
stæðingar hans, m. a. fórst
núverandi formanni Alþfl.,
Gylfa Þ. Gíslasyni, þá orð á
þessa leið með leyfi hæstv.
forseta:
„Við þetta allt saman bætist
svo, að söluskatturinn er í eðli
sínu ranglatur. Þetta er ein-
hver rangiátasti skattur, sem
lagður hefur verið á af ís-
lenzka Iöggjafanum. Og það er
ekki nóg með það, að hann sé
ranglátur i eðli sínu. Fram-
kvæmdin i söluskattsinnheimt-
unni hefur og verið þannig, að
á því er enginn vafi, að enginn
skattur hefur verið svikinn
jafn stórkostlega og söluskatt-
urinn. Það er ekki aðeins ríkis-
sjóður, se.n tekur inn mikið fé
í skjóli þessarn lagaákvæða,
heldur íaka ýmiss konar at-
vinnurekendur einnig inn stór-
fé í skjóli þessara ákvæða.“
Ósvrkin íhaldsstefna
Það kemur því úr hörðustu
átt, að hæstv. viðskipta-
málaráðherra, Gylfi Þ. Gísla-
son og hans liðsmenn skulu nú
vera orðnir slíkir stuðnings-
menn söluskatts, að sú ríkis-
stjórn, er þeir sitja í, skuli
hafa söluskatt fyrir stærsta
tekjustofn rikissjóðs. Til við-
bótar söluskattsálögum á barn
mörgu heiniilin má geta þess,
a'ð námsbókagjöld eru tvöföld-
uð. Skoðanagjöld af bifreiðum
hækka um 5.8 millj. kr, og enn-
þá eru bifreiðaeigendur að
geriða skatta vegna hægri um-
ferðar. Það er stefna Framsókn
arflokksins, að tollar verði að
vera mismunandi háir eftir eðli
varann3 og skatta megi ekki
leggja á brýnustu nauðsynjar.
'f söluskattur er notaður sem
tekjustofn að einhverju marki,
verður , 5 létta þeirri byrði af
þeim efnaminni með trygginga.
bótum og afnámi skatta á nauð
þurftatckjur Gegn þeirri íhalds
stefnu að eggja þyngstu skatt-
ana þar á, sem getan er minnst
eins og nú er gert, mun Frgm-
sóknarflokkurinn berjast svo
sem hann hefur orku til. Auk
þessa verkar þessi tekjuöfluna?
Framhald á bls. 14.