Tíminn - 22.10.1970, Blaðsíða 13

Tíminn - 22.10.1970, Blaðsíða 13
VffŒMTUÐftGlJR 22. október 1970. ÍÞRÓTTIR TIMINN ÍÞRÓTTIR 13 Jafntefti hjá Everton og Borussia í Evrópukeppninni Everton náði jafntefli, 1:1, við vestnr-þýzku meistarana Bourussia Monchengladbach í fyrri leik lið- FRIÐUR — milli landsliðsnefndar og FH-inga? klp-Reykjavík. Eins og við sögðum frá í gær, leikur Fram við frönsku meistar ana US Ivry í Evrópukeppninni í handknattleik í Laugardalshöllinni á laugardaginn. Ekki komast nema 2100 manns á leikinn og má búast við að mið- arnir seljist fljótlega upp. Hingað til hafa að meðaltali 3000 til 3500 manns farið á hvern stórleik sem fram hefur farið í Laugardalshöll inni. US Ivry leikur hér aukaleik á sunnudaginn og mætir þá úrval's liði HSÍ, sem fyrrverandi lands liðsnefnd velur, en þá fer einnig fram leikur milli landsliðsins, sem tók þátt í HM-keppninni 1964 og liðs, sem íþróttafréttamenn velja. Allt útlit er fyrir að „friður sé kominn á“ mill'i landsliðsnefnd arinnar fyrrverandi og FH-ing- anna, sem settir voru út úr lands liðinu gegn Drott á dögunum. Nefndin hummaði fram af sér öllum opinberum tilkynningum um málið, en hefur líklega rætt við FH-ingana, því þeir eru allir byrjaðir að æfa aftur með lands liðinu, og fá áhorfendur vonandi að sjá þá í leiknum við US-Ivry — þ.e.a.s. ef þeir mæta á síðustu aefiagu landsliðsins fyrir leikinn. | anna í 2. umferð Evrópukeppni 1 meistaraliða í knattspyrnu í gær- kvöldi. Leikurinn fór fram á velli Bor- ussia og skoraði Howard Kendall mark Everton í leiknum. Önnur úrslit í gærkvöldi urðu þessi: Waterford, írlandi — Celtic, Skot- landi 0:7. Panathinaikos, Grikkl. — Slovan, Tékkóslóvakíu 3:0. Red Star, Júgósl. — Uti Arad, Rú- meníu 3:0. Jena, A-Þýzkal. — Sporting, Portu- gal 2:1. Cagliari, Ítalía — Atletico Madrid, Spánn 2:1. Standard, Belgía — Legia, Pól- land 1:0. Cardiff, Wales — Nantes, Frakkl. 5:1. Ajax, Holland — Basel, Sviss 3:0. I Evrópukeppni bikarmeistara urðu úrslit m. a. þessi: Honved, Ungverjal. — Man City, Engl. 0:1. Real Madrid, Spáni — Innsbvuch, Austurríki 0:1. CSKA, Búlgaríu — Chelsea, Engl. 0:1. Brugge, Belgia — Ziirich, Sviss 2:0. FLOÐLJOS VIGÐ A AKRANESI í KVðLD klp—Reykjavík. f kvöld kl. 20.30 fer fram á Akranesi fyrsti knattspymuleikur- inn, sem lcikinn er í flóðljósum þar. Eru það íslandsmeistararnir 1970, Akurnesingar, sem þar mæta íslandsmeisturunum frá 1960, Ak- urnesingum. Flóðljós voru sett upp við mal- arvöllinn í síðasta mánuði, og verða þau vígð með þessum leik, sem sjálfsagt á eftir að verða skemm"- legur, því þar mætast 22 af beztu knattspyrnumönnum þessa liTa fiskiþorps, sem svo lengi hefur ver- i® í fararbroddi knattspyrnunnar í landinu. Meðal leikmamna meistaranna frá 1960 eru Ríkarður Jónsson, Þórður Þórðarson, Helgi Daníels- son, Sveinn Teitsson, Jón Leósson 1548 AF STAÐ - 1478 í MARK — eftir 30 km. hlaup í f jölmennasfa víðavangs- hlaupi heims, Lindingö-hlaupinu Meðal 1548 hlaupara, sem tóku þátt í hinu fræga víðavangshlaupi í Svíþjóð, Lidingöhlaupinu, var þessi maður til vinstri á myndinni, en hann heitir Malte Andersson. Vakti hlaup hans mikla athygli, og var honum ákaft fagnað af hinum 10 þúsund áhorfendum, hvar sem hann fór. Malte er nefnilega blindur, en þrátt fyrir það hljóp hann með fylgdarmanni hina 30 km og kom í mark sem 1100 maður, á tímanum 2:51,01 mín. Þeir félagar fengu að leggja af stað aðeins á undan öllum hópnum, svo Malte lenti ekki í vandræðum, þegar hinir 1548 kepp- endur störtuðu í þessu frægasta víðavangshlaupi heims. Eitt mesta víðavangshlaup, sem fram fer í heiminum, er hið svo- nefnda Lidingö-lilaup, en þa'ð fer fram í Svíþjóð. Hlaupið er ekki frægt fyrir að þekktir hlauparar eða frægar per- sónur standi bak við það, eða taki þátt í því, heldur fyrir þann mikla fjölda venjulcgra manna og kvenna, sem eru óþekkt með öllu á spjöldum íþróttanna, sem taka þátt í því. Að þcssu sinni voru þátttakend- urnir 1548 talsins, og var mikill handagangur í öskjunni, þegar all- ur hópurinn lagði af stað í einu, og hver reyndi sem hann betur gat að ná sér í sæmilegt „staeði“ í röðinni, í hinu 30 kílómetra langa hlaupi. Af þessum 1548, sem hófu hlaupið komu 1478 í mark, en 70 gáfust upp á leiðinni. Síðasti mað- urinn í mark var Tord Sarland, en hann þurfti 4 klukkustundir, 11 mínútur og 57 sekúndur til að komast á leiðarenda. Sá sem varð fyrstur þurfti 1:45.00 og var það Ingvald Mildelf, sem er óþekktur hlaupari eins og nær allir, sem taka þátt í Lindingö-hlaupinu. Nokkrir langhlauparar tóku þó þátt í hlaupinu, aðallega Fianar, og var t.d. H. Partanen, sem keppti hér me'ð finnska landslið- inu í frjálsum íþróttum í sumar, í 4. sæti á 1:46.01. Mjög margar konur á Gllum aldri tóku þátt í hlaupinu, og ein þeirra, frú Hildur Nilson, 64 ára, kom nr. 550 í mark. „Ég hleyp upp stiga og skrúbba gólf heima hjá mér daglangt“, og það er mín æfing — ef éa drykki ekki svona mikið kaffi hefði ég verið enn framar.“ Frú Nilson er einn hinna venju- legu Svía, sem tekur þátt í þessu hlaupi, en hún segist líka ætla að taka þátt í Vasa-göngunni á skíð- um, sem fer fram á hverjum vetri, en þar eru álíka margir keppendur. Fyrir nokkrum árum voru að- eins örfáir, sem tóku þátt í Lid- ingö-hlaupinu, en frá ári til árs hefur áhuginn á því aukizt, og er nú svo komið að forráðamenn þess ráða varla við það. Að fá nær 1600 maans til að hlaupa 30 kílómetra, er ekkert smá afrek, og það er hvergi gert nema í Svíþjóð. Hinn almenni íþróttaáhugi Svía er ótrúlegur. Hvar sem er litið er aðstaða fyrir hvern sem er .til æfinga í sinni íþróttagrein. Yfir- völdin gera líka allt til þess að fá fólkið til að taka þátt í íþrótt- um, hvaða nafni, sem þser nefnast. Þau styrkja félögin og samböndin með óhemju fé til þess, og einuig til að skapa „topp menn og lið“, en þeir eru eins og iþróttamála- ráðherra þeirra segir „bezta aug- lsýingin á íþróttum, gildi þeirra og gagn fyrir land og þjóð.“. Idp Albert hættur við að hætta? Samkvæmt frétt í Vísi í gær er Albert Guðmundsson, for- maður KSÍ, nú á báðum áttum hvórt hann muni hætta for- mennsku í KSÍ. . ,,Ég óska ekki cftir endur- kjöri“, segir hann, og bætir við: „... en stekk heldur ekki burt frá KSÍ“. Minnir þetta óneitanlega á gamla orðatiltækið „Haltu mér, slepptu mér“, og brosa nú knattspyrnuunnendur góðlát- lega að þessum hringlanda í formanninum. — klp — og fleiri, en meistaráððið 1970 þarf varla að kynna fyrir knattspymu- unnendum — þáð þekkja allir. Fram-stúlkur efna til dansleiks í kvöld í kvöld efina islandsmeislarar Fram í handknattleik kveinna til dansleiks í Sigtúni, til fjáröflunar vegna þátttöku í Evrópukeppninni, en þar eiga Fram-stúlkurnar að leika gegn Ísraelsmeisturunum, eins og kunnugt er. Hukar og He'ga leika fyrir dans- inum, sem opinn er öllu íþrótta- fólki, sem og öiðrum, sem áhuga hafa á. Velduð þér yður bíl ef tir hemlokerf inu, kœmi tœpust nemu einn tilgreinu VOLVO Tvöfalt hemlakerfi -Tvöfalt öryggi Suðurlandsbraut 16 • Reykjavik • Simnefni: Volver • Simi 35200

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.