Tíminn - 22.10.1970, Blaðsíða 14

Tíminn - 22.10.1970, Blaðsíða 14
FIMMTUDAGUR 22. október 1970. TÍMINN f'ramnald at ois 16 gangbraut, sem er barna yfir Hring brautina. Til skamms tíma voru strætisvagnaskýli sitt hvoru meg in viS Hringbrautina, rétt á móts við gangbrautina. Nú eru strætis vagnaskýlin nokkru fjær gang- brautinni, en við hana eru að- vörunarskilti, sem eru upplýst í myrkri og einnig varpa ljóskast arar birtu á gangbrautina. Þessar ráðstafanir virðast ekki nægar. Einhverjar ástæður hljóta að vera fyrir því að þessi staður er hættu legri fyrir fótgangandi fólk en aðrir. Ekki er því til að dreifa að fitsýni sé ekki nægjanlegt, en sjálf aagt fara hvorki gangandi vegfar endur né ökumenn nægilega var lega þarna. Þeir sem aka, hægja ekki nægilega ferðina þegar þeir nálgast gangbrautina, ogberaþeir, sem verða fyrir því óláni að aka á fólk, því oftast fyrir sig að þeir sjái ekki fólkið fyrr en um sein an, eða rétt um það bii er bað birtist rétt framan við bílinn. Og þeir sem fótgangandi eru van- aneta hraða bíianna á þessum beina og breiða vegi. En langflest slysanna sem þarna hafa orðið verða í myrkri. Þetta er ekki eina hættusvæðið á þessum slóðum, því kaflinn frá Miklatorgi að Sóleyjargötu er mik ið hættusvæði, eins og alltof mörg dæmi sanna, en gangbrautin á móts við gamla kennaraskólann og svæðið næst henni er langtum hættulegast. Húsam.embættið Framhald af bls. 1 málaráðherra og dómsmálaráð herra, svo sem fram kemur í aths. við ríkisreikninginn 1969. En niðurstaðan gilti þrátt fyrir úrskurð ríkisendurskoðunarinn ar og bréf fjármálaráðherra. Ég ætla mér ekki dómarastarf í þessu máli frekar en öðrutn. En vel má vera, að rétt sé, er fyrrv. gjaldkeri stofnunarinnar hélt fram í Morgunblaðinu fyr ir stuttu síðan, að hann hefði haft samþykki forstjóra stofn unarinnar til að inna af hendi greiðslur til sjálfs sín fyrir yfirvinnu og aukastörf. En ég spyr, af hverju var þá ekki gengið frá þessu máli fyrr pii eftir að það var búið að vera til umræðu á Alþingi og í blöðum, þegar farið var 3 ár aftur í tímann? Er hægt að viðhafa slík vinnubrögð. Ég spyr einnig, hvernig er farið með skattgreiðslu af slíkum tekjum, sem samþykktar eru 2—3 árum eftir að viðkomandi aðilj hefur unnið fyrir þeim. Hvað sem um þetta mál má segja, er framkvæmdin og enda lok þess með bcim hætti, að slíkt má ekki og á ekki að koma fyrir í opinberum rekstri". Þá minnti Halldór ennfrem ur á það, að ríkisstiórnin hef ur ekki enn skilað greinargerð um tölu nefnda, sem störfuðu á vegum ríkisins árið 1969 eða launagreiðslum til þeirra. Alþingi Framhalo af bls. 8 yrðu þær einnig Hl að auka umsvif og athafnir í Þorjákshöfn, en að hvoru tveggja er rík ástæða til að stuðla. Ingólfur Jónsson samgöngumála- ráðherra (S) sagði, að þetta mál væri á sérstakri athugun hjá sam- göngumálaráðuineytinu og hjá fram kvæmdastjórn Skipaútgerðar rík- isins. Sagði hann mögulegt að 1 ’ ca Herjólf þjóna íbúum Vestmanna- eyja eingöngu, þegar nýju skipin tvö bættust við flota Skipaútgerð- arinnar. Kvaðst hann geta teki'ð undir flest sem sagt væri í grein- argerðinni með tillögu Helga Bergs. Helgi Bergs sagði ekki annað viðunandi en að ferðir ynðu. dag- lega milli lands og Eyja, og að sem minnstar truflanir yrðu á flug samgöngum til Vestmannaeyja. Lagði hann áherzlu á, að þingsá- lyktunartillagan yrði hvatning til þess, að niðurstöður fengjust sem fyrst í þessu mikilvæga máli hjá samgöngumálaráðuneylinu og Skipaútgerð ríkisins. Þá sagði Helgi ennfremur, að hann hefði fyrir nokkru átt tal við annan stjórnarnefndarmann Skipaútgerð- ar ríkisins, og hafi það viðtal ekki dregið úr því, að hann flytti þessa tillögu nú á Alþingi. Aðrir, sem til máls tóku í um- ræðunum, voru þeir Guðlaugur Gíslason (S) og Karl Guðjónsson (Ab). Umræðum um málið var síð- an frestað. Menningarpólitík Framhald aí bls. 7 kynnast og vandséð, hvað á að velja og hverju að hafna. Bærinn er stór á ísl. mæli- kvarfða. Taldi sl. ár 24 þús. íbúa, en við sameiningu sveit- arfélaga sl. vor fjölgaði íbúum um io þús. Landið umhverfis hann var til skamms tíma uppblásnar heiðar og óræktarlönd. Trjágróð ur var ,’ítill og þá eingöngu barrtré og eitt helzta einkenni þeirra að þau hneigja höfuð í austurátt. Það er þó ekki til að auðsýna frjósömum og marg mennum sveitum í austurátt lotningu, heldur hefur stöðr.g vestanáttin beygt krónur þeirra. Nú er lítið eftir af józku heiðunum, trjábelti mynda skjólgarða umhverfis grózku- mikla akra og engi. Stór svæði hafa verið tekin til skógræktar. Allt ber -t um framtak, skipu lag, dugnað og trú á landið og Hólstaðarbrú sendir strauma nýrra tíma um byggðina og gef- ur fyrirheit um áframhaldandi vöxt og viðgang. Dóra Skúladóttir. Á VÍÐAVANGI Framhald af bls. 3. stefna sem olía á verðbólgu- bálið. Ég lief áður lýst þeirri skiðun Framsóknarmanna við hliðstæðar umræður og endur- tek það nú, að ekki er unnt að lialda áfram á þeirri braut, sem nú er farin um fjármál ríkisins. Þetta fjárlagafrumvarp og verð bólgan í þjóðfélaginu sanna það.“ — TK Fasteignir í Rvík Framhald af bls. 1 störfum hennar, fyrir ánægjulegt samstarf og ómetanlegan stuðning á undanförnum árum. Jafnframt fyrrnefndri gagnasöfnun var und irbúin kerfisbundin skoðun allra fasteigna { borginni. Það kom fljótlega í ljós að hin mikla gagnasöfnun myndi eigi nýtast ef við yrðu hafðar þær vinnuaðferðir sem tíðkazt hafa við fasteignaskráningu og mat til þessa. Að ofan töldum ástæðum var ákveðið að nota tölvur við úrvinnslu gagnanna, en til þess að það væri mögulegt þurfti mikla skipulagningarvinnu áður en skoð un eigna gæti hafizt. Til dæmis má geta þess að eitt af viðfangs efnunum var gerð Tandfræðilegs númerakerfis (staðgreinis) fyrir fasteignir. Staðgreinikerfið gerði kleift að aðgreina og auðkenna all ar lóðir, hús og einstakar einingar þess, svo sem hverja einsta'ka íbúð. Gerð staðgreinikerfisins var unnin í samvinnu við Forverk h. f. og síðar Mælingadeild Borgar verkfræðings. Skoðun hófsi árið 1966 Allt þetta skipulagningarstairf stóð yfir þar til fyrrihluta árs 1966 og þá fyrst gat skoðun fast eigna hafizt fyrir alvöru og hef- ur síðan staðið látlaust yfitr, fram til þessa. Allar meginforsendur matsins þ.e.a.s lýsing mannvirkja og lóða ásamt matsniðurstöðum eru geymd ar í „véltæku“ formi hjá Skýrslu vélum ríkisins og Reykjavíkur- borgar, en slíkt geymsluform auð- veldar mjög allt viðhald fasteigna skráningarinnar og matsins í heild. Til grundvallar á mati mann- virkja liggur hin ítarlega skoðun þeirra, sem leiðir í ljós áætlaðan byggingarkostnað og hafandi hlið sjón af aldri, byggingarefni og notkun þeirra er fundin stærð sem nefnd er grunnverð einingar innar. (Endurbyggingarkostnaður að frádregnum afskriftum). Við áætlun á byggingakostnaði hinna margbreytilegu húsngerða og húsastærða var stuðzt við rann- sókmr sem sérfræðingar nefndar innar önnuðust auk markvíslegra annarra upplýsinga. Jafnhliða þessu starfi var framkvæmd ítar leg könnun á gangverði fasteigna á fasteignamarkaðnum og er nið urstaða matsins á grundvelli ailra þessarar rannsóknar. og vinarhug vi8 andlát og jarSarför Kristínar Jónsdóttur. F.h. aðstandonda Guðvcig Stefánsdóttir. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför eig- inmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, Leifs GuSmundssonar, Hoffelll. Ragnhildur Gísladóttir, Valgerður Leifsdóttir, Hólmfríður Leifsdóttir, Gelr Bjarnason, Þrúðmar Sigurðsson og barnabörn. Útför Sigursteins Steinþórssonar, Sandvík, Eyrarbakka, fer fram laugardaginn 24. október, frá Eyrarbakkakirkju, kl. 2 e. h. Vandamenn. Heildarniðurstöður við fram lagningu matsins eru sem hér segir: Heildarmat lóða og I'ands 9.26 milljarðar Heildarmat húsa og annarra mannvirkja 30.62 miljarðar Samtals kr. 39.88 milljarðar Ofangreindar tölur miðast við líklegt gangverð 1. janúar 1970 Seðlar í hvert hús Matið liggur frammi almenningi til sýnis að Lindangötu 46, II. hæð H. 10—12 og 13,30—16 alla virka daga frá mánudegi tij föstu dags á tímabilinu 22. október til 26. nóvember 1970. Til þess að kynna forráðamönnum fasteigna niðurstöður matsins, hefur fast- eignamatsnefnd Reykjavíkur látið prenta tilkynningarseðla með matsniðurstöðu hverrar sérgreindr ar eignar og sent í viðkomandi hús í borginni. Óframkvæmanlegt var fyrir nefndina að tryggja rétta eigendaskráningu á framlagningar degi, og þar af leiðandi eru það vinsamleg tilmæli hennar, að að- ilar sem verða varir vi'ð slíkar veilur komi þeim upplýsingum til nefndarinnar. Ennfremur óskar nefndin sérstaklega eftir ábend ingum forráðamanna fasteigna á hugsanlegum villum er leynast kunna í matinu. Að sögn Valdimars Öskars- sonar skrifstofustjóra þá var fyrsta fasteignamat sem vitað er um á fslandi gert árið 1096 í tíð Gissurar biskups ísleifs- sonar, og var nefnt Tíundalögin Háaleitshverfi — Árbæjar- hverfi Blaðamönnum voru gefnar þær upplýsingai að matsverð væri yfir leitt lægra en gangverð fasteigna, og kemur það til af því að mats verð er miðað við staðgreiðslu, sem mun ekki vera algengasti greiðslumátinn á fasteignum. Verð á fasteignum í borginni á hvar- vetna að vera það sama, sé sami grundvöllur fyrir verðinu, en það sem gerir að fasteignir eru dýrari á öðrum stað en hinum, er lóða matið. Svo tekið sé dæmi, um iafnstórar íbúðir með eins frá- gangi í Háaleitishverfi í Reykja- vík (en það virðist vera ázku hverfi um þessar mundir) og íbúð í Áirbæjarhverfi, þá er lóðamatið sem veldur mismunandi matsverði á íbúðunum. Hefur verið farið í gegn um kaupsamninga á íbúð- um, og þeir reiknaðir miðað við staðgreiðslu, og verðið þannig fundið. Einn matsseðill verður sendur fyrir hvern matshluta, og þannig kemur aðeins einn seðill í hús þótt í því séu margar íbúð ir. Eignaprósenta ræður bá um matsupphæð fyrir hverja íbúð. Matið hefur kostað 88.7 milljónir Fasteignamatið er kostað af ríkinu, og hafa fjölmargir lagt þar hönd að verki. Er talið að um 25 manns að meðaltali hafi unnið við matið, en starfsmannafjöldi hefur verið mjög mismunandi ár frá ári og frá árstíð til árstíðar. Kostnaðurinn við matið (og er þá miðað við landið allt) er 1.16 pro mille af niðurstöðutölum þess. í Reykjavík tók bað fjögur ár að skoða allar fasteignir innan borg arinnar, er, sem dæmi um ná- kvæmni matsins þá hefur hver íbúð verið skoðuð og reiknuð út sér, og mejra að segja mun í gögnum fasteignamatsnefndar mega finna hve verðmætt baðher bergið og eldhúsinnréttingin í hverri íbúð er. Þess ber þá að gæta að verðmætið er miðað við þann dag sem skoðun fór fram, og þannig er t. d. um íbúðir sem ekkj voru fullfrágengnar þegar skoðun fór fram, en eru það nú. að fasteignamatið á í raun og veru að vera hærra. RIDG Spil nr. 13 í feik íslands og Frakklands var þannig. S Á-10-9-6-5 H K-9-4 T K-6 L 7-4-2 S G-8-3 S K-7-2 H D-G-10-7-5-2 H Á-6-3 T 4 T G-10-9-8 L K-D-10 L Á-8-6 S D-4 H 8 T Á-D-7-5-3-2 L G-9-5-3 Á borði 1 opnaði Desrousseaux í V í fjórðu hendi á 1 hj.!! N sagði 1 Sp. A 2 Sp. S pass og V 3 Hj., sem A hækkaði í fjögur. Út kom L og Frakkinn gaf aðeins 2 slagi á Sp. og 1 á T. 620 til Frakklands. Hart game það, en á borði 2 opnaði Símon í A á 1 L og þeir Þorgeir og Símon náðu einn ig 4 Hj. Spilið fé.l því. Staðan eftir 13 spil. ísland 21 — Frakk- land 8. Ekki endanlegt Þrátt fyrir að matið er nú lagt fram, þá er ekki þar með sagt að bað sé endanlegt, þar sem það hefur ekki hloti'ð staðfestingu fjár málaráðherra, og búast má við að það takj einhverjum breytingum að loknum kærufresti. Þá skal það tekið fram, a'ð þótt ekki sé kært innan þess ákveðna frests sem auglýstur hefur veri'ð, þá hefur fólk engan veginn glatað rétti sínum til að kæra, þar sem fasteignamat þarf stöðugt að end urnýja ef vel á að vera og helzt þarf að tilkynna ef skipt er um eldhúsinnréttingu eða hurðir. Framkvæmd matsins Ef tekið er dæmi um hvernig nýlegt hús er metið, há er fyrst um að ræða grunnvirðingu, sem er byggingarkostnaður að frá- dregjnni fyrningu, þá fer næst fram markaðsvirðing, en sú virð ing er byggð á almennu markaðs verði fasteigna, og í þriðja Iagi er um að ræða arðgjafarvirðingu, því stór og mikil fasteign getur verið jafnvel baggj á eiganda sín um ef hún stendur ónotuð um langant íma. Og að lokum er farið yfir helztu bætti í fasteigna matinu, þá er þar fyrst um að ræða ýmis frumgögn, sem fengin voru hjá aðilum er nefndir voru hér að framan s.s. teikningar. ski’áningar o. fl., þá fer fram skráning fasteignarinnar, há skoð un hennar og að þessum gögnum fengnum er loks hægt að meta fasteignina. Fasteignamatið hefði getað verið fyrr á ferðinni, en þá hefði það líka verið minna virði. Eins og það er í dag, má segja a'ð grundvöljur fyrir fram- tíðarfasteignamati á íslandi sé fenginn, og upplýsingar um allt sem lýtur að viðkomandi fast eign komnar inn á gataspjöld og segulbandsspólum, og út úr bess um gögnum má fá ótrúlegan fróð leik, og aðeins lítill hluti hans hefur enn séð dagsins Ijós. Fasteignamatið stendur ekki í beinu sambandi við fasteignaskatta eða eignaskatta, og hað er alls ekki framkvæmt með þau tvö atriði í huga, heldur er þarna samankominn fróðleikur og nyt- samar upplýsingar um fasteignir landsmanna, sem sjálfsagt verður notaður á margvíslegan hátt í , framtíðinni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.