Tíminn - 22.10.1970, Blaðsíða 9
\i ' > i
OTfMTUDAGUR 22. október 1970.
Útgefan'' -7AMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjón. r.. íslján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Tómas
Karsason. Augiýsingastjóri: Steingrimur Gíslason. Ritstjórnar-
skrifstofur í Edduhúsinu, símar 18300—18306. Skrifstofur
Bankastræti 7 — AfgreiSslusími 12323. Auglýsingasimi 19523
Aðrar skrifstofur sími 18300. Áskriftargjald kr. 165,00 á mánuöi,
innaniands — í lausasölu kr. 10,00 eint. Prentsm. Edda hf.
Varnir gegn mengun
Ólafur Jóhannesson hefur nú endurflutt tillögu, sem
hann flutti á síðasta þingi, um varnir gegn mengun.
Samkvæmt henni er ríkisstjórninni falið að láta undir-
búa löggjöf um ráðstafanir til varnar gegn skaðlegri
mengun í lofti og vatni.
í greinargerð tillögunnar er það rakið, að mengun
1 lofti og vatni sé orðið alvarlegt böl hjá iðnaðarþjóðum.
Andrúmsloft sumra stórborga er orðið svo mengað, að
til vandræða horfir. Fiskur drepst víða í ám og vötnum
vegna mengunar. Særinn við strendur landa er sums
staðar orðinn hættulega mengaður. Kunnáttumenn spá
því, að í sumum stórborgum verði orðið nær ólíft eftir
nokkur ár, ef svo heldur fram sem nú horfir. Þessi sí-
vaxandi mengunarhætta er að verða einn mesti ógn-
valdur mannkyiisins.
Þetta böl hefur enn að mestu leyti sneitt hér hjá
garði. Þó hefur orðið vart nokkurrar mengunar hér. Það
eru þó smámunir hjá því, sem annars staðar er. Enn er
loftið hér hreint og tært, landið tiltölulega hreint og
vötn og sjór að mestu laus við mengun. En hættan er
hér augljós og vaxandi, eftir því sem verksmiðjum
fjölgar og iðnvæðing færist í aukana. Hér þarf því að
vera vel á verði og gera í tæka tíð viðeigandi varnár-
ráðstafanir. Það er of seint að byrgja brunninn, þegar
barnið er dottið ofan í. Við megum ekki glata þeim auði,
sem við eigum í óspilltri náttúru. Við megum ekki láta
mengun spilla lífinu í sjónum við strendur landsins.
Við megum ekki láta spilla hinu hreina andrúmslofti. Við
megum ekki láta óhreinindi og mengun eyðileggja hinar
dýrmætu ár okkar og fiskivötn. Hér má ekki sofa á verð-
inum. Það þarf þegar að rannsaka, hvernig ástatt er. Það
þarf að athuga löggjöf alla, sem að þessu lýtur. Og það
þarf að hefjast handa um setningu nauðsynlegrar lög-
gjafar um viðeigandi varnarráðstafanir. Þeirri löggjöf
þarf síðan að fylgja fram án allra undanbragða. Það þarf
að vekja menn til skilnings á þeirri miklu og vaxandi
hættu, sem hér er á ferð. Og það þarf að hefja nauðsyn-
legar aðgerðir, áður en það er um seinan.
Eins og áður segir, flutti Ólafur Jóhannesson sams-
konar tillögu á síðasta þingi. Vonandi verða undirtekt-
irnar nú þær á þingi, að ekki þurfi að flytja tillöguna
í þiiðja sinn.
Gæzluvistarsjóður
Einar Ágústsson og Björn Fr. Björnsson hafa lagt
fram frv. í efri deild um að 2Vz% af tekjum Áfengis- og
tóbaksverzlunar ríkisins renni í gæzluvistarsjóð, en fé
úr honum á að verja til drykkjumannahæla og sjúkra-
deilda fyrir drykkjusjúklinga. Nú fer árlega 7V2 milljón
króna af tekjum Áfengis- og tóbaksverzlunarinnar í gæzlu
vistarsjóð, og hrekkur það allt of skammt. enda ríkir nú
fullkomnasta vandræðaástand í þeim efnum Borgarstjórn
Reykjavíkur hefur nýlega skorað einróma á Alþingi
að tvöfalda framlagið. Samkvæmt frv. Einars og Björns
myndi það hafa orðið um 18,2 millj. kr á síðastl. ári.
í greinargerð frv. segja flutningsmenn, að það sé
réttara og meira til frambúðar að verja ákveðnum
hundraðshluta af tekjum þessum. en að ákveða fjárhæð,
sem rýrnar í verði af völdum verðbólgunnar, eins og
átt hefur sér stað á undanförnum árum Þ.Þ.
TÍMINN
RICHARD H. NOLTE, New York Times:
Palestínu-Arabar eiga að fá
að stofna sjálfstætt ríki
Hið nýja ríki á að ná til héraðanna, sem ísrael hefur hertekið.
BANDARÍKJAMENN ættu
að lýsa yfir fylgi sínu viS þá
hugmynd, að Palestínu-Arabar
stofni sjálfstætt ríki í Pale-
stínu. Þeir ættu að lýsa yfir,
að þeir ætli að fá önnur riki
til samvinnu um þetta atriði,
sér í lagi Jórdaníu og ísrael,
og jafnframt að þeir séu stað-
ráðnir í að veita hinu nýja ríki
mikla aðstoð.
Yfirlýsingin ætti aðeins að
hljóða sem viðurkenning á
rétti Palestínumanna og ekki
að vera háð neinum skilyrðum,
sem drægju úr gildi hennar.
Lýsa ætti yfir, að hið nýja
ríki eigi að ná yfir Gaza-svæð-
ið, vesturbakka Jordan og hinn
arabiska hluta Jerusalem, en
um allar landamærabreytingar
verði að semja við Palestínu-
menn sjálfa.
Mikilvægast er þó, að yfir-
lýsingin viðurkenni^ afdráttar-
laust, að stofnun Ísraelsríkis,
sem Bandaríkjamenn studdu
heils hugar og af mannúðar-
ástæðum, hafi valdið Palestínu
Aröbum varanlegum órétti. —
Yfirlýsingin á að gera öllum
ljóst, að Bandaríkjamenn ætli
nú — einnig af mannúðarástæð
úm — að leggja siþ' ulla'íYdái 1
um að bæta fyrri misgerðir á
allan hátt, svo fremi að aðrar
þjóðir verði ekki rangindum
beittar, ekki hvað sízt ísraels-
menn.
Arafat, foringi skæruliða.
MISGERÐIRNAR verður að
bæta. Saga Zionismans og
ísraels er kunn meðal vest-
rænna manna. En þessi saga
gerðist ekki í lofttómu rúmi,
heldur var hafizt handa án
minnsta tillits til Araba í
Palestínu og raunar fyrst og
fremst á kostnað þeirra.
Sagan er meitluð í vitund
tveggja milljóna og tvö hundr-
uð þúsund Palestínu-Araba.
Hún hefst í lok fyrri heims-
styrjaldarinar á sviknu loforði
Breta um sjálfstæði Palestínu
til handa og framkvæmd Bal-
four-áætlunarinnar um innflutn
ing fólks gegn áköfum andmæl
um arabiska meirihlutans í
Palestínu, en tíu af hverjum
ellefu íbúum landsins voru
Arabar.
Þróunin hélt áfram næsta
aldarfjórðung. Gyðingum í land
inu fjölgaði úr einum tíunda
í einn þriðja, en heimamönnum
í Palestínu var synjað um
vernd einhvers konar sjálf-
stjórnar. Þróunin nær hámarki
að lokinni síðari heimsstyrjöld
inni, heimamenn bíða ósigur
og verða að þoka fyrir fram-
andi mönnum, sem flestir eru
komnir langt að, — og þetta
gerist með góðu samþykki
hinna vestrænu þjóða og Sovét
menn fylgja þeim að málum.
' HLUTSKIPTI Palestinu-
Araba hefur ekki batnað síðan.
Þeir hafa orðið að búa við
ruttugu ár: útlegð í óþrifaleg-
um flóttamannabúðum og sætta'
sig við vanvirðandi framfæri
nwuwnWRp: WBMM
Sameinuðu þjóðanna. Þeir hafa
beðið árangurslaust eftir að
hafizt yrði handa um að fylgja
fram árlegri samþykkt Samein-
uðu þjóðanna um rétt þeirra
til að hverfa til fyrri heim-
kynna og hijóta skaðabætur.
Palestínu-Arabar komust loks
að þeirri niðurstöðu, að úr-
bóta væri ekki að vænta nema
fyrir eigin atbeina og frum-
kvæði. Þeir öðluðust nýja von,
sem bundin var við uppreisn-
arsveitir, sem fylktu liði undir
arabiskri útgáfu af hinni fornu
krtifu „Aftur til Zion“. Þessar
baráttusveitir sóru þess eið að
afmá Ísraelsríki og ganga milli
bols og höfuðs á sérhverri, ara-
biskri ríkisstjórn, sem snerist
gegn þeim. Og nú biðu þeir
nýjan ósigur, sem kostaði meiri
blóðsúthellingar að minnsta
kosti, en allir fyrri ósigrarnir
til samans. Þennan ósigur biðu
þeir í viðureign við aðra ara-
biska þjóð undir „forustu
„brúðu“-kóngs, sem átti vísa
opinbera aðstoð bæði ísra-
elskra og bandarískra hersveita
ef á hefði þurft að halda.
PALESTINU-ARABAR draga
þá ályktun af þessari bitru
reynslu, að þeir hafi orðið
fyrir hróplegu, óumræðilegu
ranglæti og vestrænir menn
telji þá ekki verða minnsta til-
lits, ef kröfur þeirra stangist
á við hagsmuni einhverra ann-
an-a,
Engum parf að koma á óvart
þó að þeir, sem verða fyrir
slíkri sviftingu aðstöðu og
sjálfsvirðingar af hálfu þeirra,
sem lýsa yfir fylgi við óum-
deilanlegt jafnrétti og sjálf-
ákvörðuuarrétt allra þjóða,
snúist til heiftúðugrar and-
stöðu og miskunnarlausrar bar-
áttu fyrir eigin rétti og mark-
miðum.
Niðurstaðan verður óhjá-
kvæmilega þessi: Fyrsta skil-
yrðið til að öðlast frið og fá
sínu framgengt verður að sýna
Palestínu-Aröbum sjálfum
svart á hvítu að þeir hafi vakið
athygli vestrænna þjóða, fsra-
elsmanna ekki síður en ann-
arra, og færa þeim heim sann
inu um jafnrétti við aðra, sem
er frumskilyrði festu og sjálfs-
virðingar.
BANDARÍKJAMENN hefðu
fyrir löngu átt að beita sér
fyrir slíkum umbótum af ákefð
og skynsemi. Þetta er nú
brýnna en nokkru sinni fyrr,
þar sem komið hefur í ljós,
að öryggi Bandaríkjanna er í
voða og yfir vofir hernaðar-
árekstur við Sovétríkin. Ef til
vill er þegar of langt gengið
til þess að unnt sé að ætlast
til að Palestínu-Arabar treysti
nokkru, sem Bandaríkjamenn
segja eða gera, en tilraunina
á tvímælalaust að gera.
Mikill meirihJuti Palestínu-
Araba óskar einskis frekar en
að fá að lifa í friði og hafa
aðstöðu til að uppfylla lág-
markskröfur öryggis Og sjálfs-
virðingar. Ef orðið væri við
þessum krbfum þeirra, hlyti
hinn fámenni minnihluti öfga-
fullra ofstækismanna að verða
af stuðningi almennings.