Tíminn - 25.10.1970, Qupperneq 9
WWNUDAGUR 25. október 1970
TIMINN
9
•• li.i ■'•'l.iV "
sunna
Gylfi Þ. Gíslason, menntamála-
ráðheiTa. — Vill hann gef*
skýringu á því hvers vegna
dregizt hefur að leggja fram
frumvarp um ný lög fyrir
íþróttakennaraskólann?
VILL RÁÐ-
I '
HERRANN SVARA?
Það er kumara en frá þurfi
að segja, að íþróttakennara-
skóli fslands býr við knöpp
kjör og er engan veginn sýnd-
ur sá sómi, sem skólanum ber.
Stafar það annað hvort af
furðulegu áhugaleysi núver-
andi menntamálaráðherra,
Gylfa Þ. Gíslasonar, á málefn-
um skólans, eða þá að fjár-
veitingavaldið setur stólinn
fyrir dyrnar.
Trauðla verður sagt, að skól-
inn sé fær um að gegna því
hlutverki, sem honum er aetl-
að. Enn sem fyrr er skólinn
aðeins 9 mánaða skóli, þó að
bllum sé ljóst, að útilokað er
að komast yfir allt námsefni
skólans á svo skömmum tima.
Fyrir einum fimm eða sex
árum voru samin drög að nýj-
um lögum fyxir skólann. Hafa
þau síðan legið í skúffu hjá
menntamálaráðherra — og
munu gera það áfram, því að
í frumvarpi til fjárlaga fyrir
1971, er ekki gert ráð fyrir
auknum framlögum til skólans.
Þetta sinnuleysi um málefni
fþróttakennaraskólans hlýtur
að vera skólamönnum, og raun
ar öllu íþróttafólki, mikið
áhyggjuefni. íþróttakennsla er
skyldunámsgrein í skólum og
varðar miklu, að hæfir menn
annist hana. Er ekki nema eðli
legt, að sú spurning vakni,
hvort fólk, sem hefur aðeins
9 mánaða nám að baki ,sé fært
um að annast íþróttakennslu,
á sama tíma og örar framfarir
hafa orðið á þessu sviði og
auknar kröfur gerðar um al-
hliða þekkingu íþróttakennara
á kennsluháttum, lífeðlisfræði,
líffærafræði, uppeldis- og sálar-
fræði og öðrum þáttum, er lúta
að íþróttakennslu, fyrir utan
alla sérgreinakennslu.'
Verði lögum um skólann
breytt, verður breytingin á þá
lund, að skólaárin verða tvö
í stað eins áður. Með því gæf-
ist rýmri tími til að fara yfir
námsefnið, auk þess, sem nem
endum gæfist kostur á að velja
sérgrein síðara námsárið, t. d.
í knattspyrnu, handknattleik,
'körfuknattleik, sundi eða frjáls
íþróttum. Með því væri tryggt
að árlega úts'fcrifuðust íþrótta-
kennarar { hinum ýmsu íþrótta
greinum, sem stundaðar eru
hér á landi, og væri það hinni
frjálsu íþróttahreyfingu til
mikils gagns.
Skólastjóri fþróttakennara-
skólans, Árni Guðmundsson,
hefur hvað eftir annað bent á
nauðsyn þess, að skólinn yrði
lengdur, og varað við þeirri
hættu, sem skapast, ef það verð
ur efcki gert. En hann hefur
ávallt talað fyrir daufum eyr-
um. S'ömuleiðis hafa íþrótta-
þing á undanförnum árum sam
þykkt áskoranir um þetta sama
efni, en ekki hefur mennta-
málaráðherra haggazt.
Væri fróðlegt að fá svör frá
ráðherra við því, hvers vegna
dregizt hefur að leggja fram
frumvarp um ný lög fyrir
íþróttakennaraskólann. Tæp-
lega getur það stafað af mikl-
um aukakostna'ði, því að ekki
þarf að stækka skóiann, þó að
námstíminn verði lengdur. Er
hér með skorað á menntamála
ráðherra að gefa skýringar á
þessum drætti. Víst er um það,
aö margir bíða svars. — alf.
AÐ ÞAÐ ER VETUR
Á ÍSLANDI
EN SUMARIÐ HELDUR
ÁFRAM Á MALLORCA
Gerið ekkt eine og ntrúturinn, að stimga hausnium i sand-
iinn og lotoa augunum fyrir staöreyndum.
Þó aS kaldur vetur blási á íslaindi, er sói og sumar á
MaBorea, þar sem appeMnur falia af trjánum fullþrosk.
a6ar f janúar. — Hvers vegma er Mallorea fjölsótitasta
ferðamannapairadís Evrópu? Vegna þess, að þar er sól
og sumar afflian ánsdns hiring!
Hótelin, sólin, sjórinn og skemmtanalífið eins og fólk
viiH hafa það.
Stutt að fara til stórborgá Miðjarðarhafs, Nizza, Barce-
lona, Madrid og Alsír,
Samkvæmt upplýsingum spönsku veðurstofunnar er hit-
inn og sólin örugigari og jafnari á Mallorca allan ársins
hring, en á nokikrum öðrum stað á Spáni.
Aðeins SUNNA býður fslendingum ódýrar ferðir til
Mailorca allan ársins hring. Eigin skrifstofa, meS is-
lcnzku starfsfólki, í Mallorca.
HálfsmánaSarferS til Mallorca. VerS frá kr. 11.800,00.
Sérstakur hópferSaafslátfur fyrlr starfsmannahópa.
TaklS sumarleyfl aS vetrl til I Mallorca-sól.
HRflASKRIFSTOFAH SUNNA BANKASIRIETI
SIMAR1640012070
'i„
tnjoyed in over 70 countries around the vvorld:
HOUSE OF EDGEWORTH
MAKEKS OF FINE TOBACXOS SINCE 1877
America's Largest Expófters öf SmokingTob.accps.