Tíminn - 28.11.1970, Side 16

Tíminn - 28.11.1970, Side 16
Breytingar á leiba- kerfi Strætisvagna Kópavogs 1. des. BAZAR FRAMSÚKNARKVEN NA ER í DAG Nú í haust hefur faí'ið fram allnákvæm athugun á leiðakerfi Strætisvagna Kópavogs, m.a. af nefnd, sem til þess var kosin af bæjarstjórn. Fullt samkomulag náSist um nokkrar breytingar, sem nú eiga að koma til fram- kvæmda 1. desember, en jafn- framt gert ráð fyrir því, að ný athugun fari fram þegar skipu- lag miðbæjarins í Kópavogi cr fullmótað. Fullt samráð hefur verið haft við vagnstjórana um þær breytingar, sem nú eru gerð- ar. Með því, að viðskiptalíf og at- vinnufyrirtæki hafa á liðnum ár- um færzt frá mio'borg Reykjavík- ur og dreifzt meðfram Laugavegi og Suðurlandsbraut hafa óskir við- skiptamanna vagnanna beinzt mjög, að því að tengja vagnana við þau hverfi. Nú hefur fengizt leyfi Reykja- víkurborgar fyrir þvi, að vagnarn- ir aki um Hverfisgötu, Laugaveg Almennur fundur í Glaumbæ 3. desember ,Er íþrótta- kennslan van- rækt í skólum?' Féiag ungra framsóknairmanna i Reykjavík heldur almemnan fund fimmtudaginm 3. deseimber nk. ld. 20,30 í Glaumbæ. g|é| Fondarefni: I Er íþróttaitoenmela || vanræfct í skólum? Frummælandl: ^|| Alfreð Þorsteins- '; son, fþróttafrétta- m < ritari. Iþróttanefndum ! skólanma og I iþróttakennurum er sérstaklega boðið á fundinn. Fundarstaður auglýstur siðar. — Stjórmin. og Kringlumýrarbraut. Þurfa vagnarnir því lengri tíma í hverja ferð og var þvi nauðsynlegt að breyta ^ætlun vagnanna fyrir há- degi, en um leið er bætt við tveimur ferðum á mesta annatími vagnanna á morgnana. Tímajöfn- un vagnanna verður áfram fyrst um sinn í Lækjargötu, en bið- tími þar verl'ur oftast stuttur. Farþegar, sem koma frá Land- spítalanum eða Umferðarmiðstöð- inn geta tekið vagnana við gamla Kennaraskólann, þegar vagnarnir koma úr Kópavogi. Að öðrum kosti verða farþegar úr því borg arhverfi að fara niður á Hverfis- götu í veg fyrir vagnana. Nokkrir annmarkar eru á því að fá biðstöðvar fyrir vagnana við götur í Reykjavík og eru því bió'- stöðvair str.jálli en æskilegt væri. Veruleg fjölgun verður þó á bið- stöðvum með þessu nýja leiða- kerfi. Á Hverfisgötu verður bið- stöð fyrir innan Vatnsstíginn við verzlun KRON, önnur við Hlemjn- torg fyrir innan Rauðarárstíg og sú þriðja við Laugaveg 178. Á Kringlumýrarbraut verður ein bicjstöð fyrir sunnan Miklubraut og önnur við Sléttuveg. Innanbæjar í Kópavogi verða mjög litlar breytingar gerðar á Fi.-mhald á bls. 14 Félag framsóknarkvenna heldur bazar í dag, laugardag- inn' 28 nóvember, og hefst hann að Hallveigarstöðuni kl. 2. Margt einstaklega fallegra og vclunninna muna er á baz- arnum, og henta þeir sérlega yel til jólagjafa. Ljósmynd- ari blaðsius leit inn hjá baz- arkonum þar sem þær voru að koma fyrir vörunum, og má' sjá af myndinni, að úr mörgu er að velja. Mikið er á boð- stólum af alls kyns uppstopp- uðum dýrum og skemmtilegar liandgerðar brúður. I»á mátti sjá ryapúða, prjónavörur og margt og margt fleira. Auk þess verða á boðstólum kök- ur. Þær konur, sem ætla að koma mcð kökur á bazarinn þurfa að koma með þær á Hallveigarstaði eftir kl. 10 i dag, cn eins og fyrr getur verð ur bazarinn opnaður kl. 2. Komið og sjáið það fallega, nytsama og skemmtilega, sem þarna verður, og þið getið verið viss um, að þið farið ánægð heim með jólagjafir sem munu gleðja þá, sem þær fá. (Tímamynd GE). Sambandsstjórn ASÍ krefst nýrra samninga EJ—Reykjavík, föstudag. Sambandsstjórn Alþýðusam- bands íslands lýsti því yfir í dag, að vegna samþykktar alþingis á frumvarpi til laga um ráðstafan- ir til stöðugs varðlags og at- vinnuöryggis væri grundvelli samninganna frá 19. júní s.l. og síðar kippt brott og þeir því úr gildi fallnir. Var miðstjórn ASÍ falið að hafa forgöngu um mynd un sameiginlegrar nefndar, sem falið verði að krefjast nýrra kjara samninga með þá lágmarkskröfu, að atvinnurekendur bæti að fullu í launum þá beinu skerðingu, sem launafólk verður fyrir vegna sam- þykktar frumvarpsims. Fundur sambandsstjórnarinnar hófst kl. 17 í gær og stóð þá fram á kvöld, en hófst síó'an að nýju í morgun og lauk um kvöld matarleytið. Alyktun fundarins um k.jara- málin er svohljóðandi: „Sambandsstjórn Alþýðusam- bands íslands lýsir samþykki sínu við ályktun miðstjórnar sambands ins frá 10. nóv. s.l. um frv. „til laga um ráðstafanir til stöðugs verðlags og atvinnuöryggis“ sem Alþingi hefur nú samþykkt og afgreitt sem lög. Sambandsstjórn- in ítrekar það meginefni álykt- unarinnar, að með samþykkt laga þessara sé gi-undvelli samninganna frá 19. júní -s.l. og síðar kippt brott og þeir því úr gildi falln- ir, hvað öll kaupgjaldsákvæði áhrærir. Sambandsstjórnin samþykkir aó' fela miðstjórn að hafa forgöngu um myndun sameiginlegrar nefnd- ar sem falið verði það hlutverk, að krefjast nýi'ra kjarasamninga með þá lágmarkskröfu, að at- vinnurekendur bæti að fullu í laun I þvinguðu breytinga á grundvelli um þá beinu skerðingu, sem launa- kaupgreiðsluvísitölunnar, breyt- fólk verður fyrir vegna hinna lög-1 Framhald á bls n Maður beið bana er hans fauk út af veginum JÞ-Siglufirði, föstudag. Jón Gunnar Þórðarson, síma- verkstjóri, Hverfisgötu 34, Siglu- firði, lézt af slysförum í gær. Jón Gunnar var að koma frá Sauo'a- nesvita er bíll hans fauk út af veginum, er liggur frá vitanum upp á Siglufjarðarveg, skammt vestan Strákagangnanna. Fór bíllinn um 100 metra niður bratta brekku og alla leið niður í fjöru. Var Jón Gunnar látinn er að var komið. Annar bíll var skamrnt á eftir og sá bílstjóri hans er slysið varð. Veðurhæðin var um þessar mundir níu til tíu vindstig á Siglunesi og hiti 12 stig. Vegurinn var alauður en miklir sviftibyljir meðfram fjöllunum. Bílstjórinn, sem ók á eftir Jóni Gunnari sá er bíllinn tókst á loft í hryðjunni og endasentist niður í fjöru. Jón Gunnar Þórðarson var 35 ára'að aldri. Lætur hann etfir sig konu og þrjú börn. Jólabingó Framsóknaríélagsins á sunnudagskvöld Hið árlega jólabingó Framsóknarfélags Reykjavíkur, verður að Hótel Sögu, annað kvöld, sunnudagskvöld, og Hefst það kl. 20,30. Margt glæsi- legra vinninga verður í bingóinu, þar á meðal flugfar með Loftleiðum til Kaupmannahafnar og heim aftur, heimilistæki, matvæli, rúmteppi, svefnpokar, værðarvoðir, jólaávextir, bækur og fleira. Allt verður dregið út. Aðgöngumiðar verða afgreiddir til hádegis að Hringbraut 30, og á afgreiðslu Tímans, Bankastræti 7, og síðan verða þeir til sölu i anddyri Hótel Sögu eftir kl. 5 á sunnudaginn. STJÓRNANDI JÓLABINGÓSINS ER JÓN B. GUNNLAUGSSON. Þeir, sem fara á jólabingó Framsóknarfélags Reykjavíkur fara ekki í jólaköttinn.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.