Tíminn - 06.12.1970, Blaðsíða 2

Tíminn - 06.12.1970, Blaðsíða 2
TÍM-NN UMSJÓN: EVA BENJAMÍNS OG EINAR BJÖRGVIN SUNNUDAGUR 6. desemb~- Ævintýri kómið heim eftir Kaupmannahafnarferðin?,: „Sigurður Karlsson bezti trommuleikari á Norðurlöndum" — segja umboðsmenn Revolution og Folkeparken. — Ævintýri boðið eins árs samningur í Danmörku og Svíþjóð. Síðdegis á miðvikudaginn lenti hljómsveitin Ævintýri á Keflavíkurflugvelli eftir vel heppnaða vikudvöl í Kaup- mannahöfn. Við hittum Sigurjón Sig- hvatsson (Jonna í Ævintýri) að máli og skýrði hann okkur frá því sem hér fer á eftir: — Upphafið var það að Fé- lag íslenzkra stúdenta í Kaup- mannalhöfn réoí okkur til Hafn ar til að spila á fagnaði sem þeir halda árlega þar í borg 1. desember. í leiðinni ákvað formaður félagsins að ráða okk ur- til að leika fyrir dansi í unglingaklúbbi bar, sem við og samþykktum þrátt fyrir lítið kaup. Ekki sáum við eftir því, vegna þess að í unglinga- klúbbnum ríkti góður andi og má geta þess að ungmennin voru svo ánægð meó' Ævintýri, að þau ihöfðu orð á Því á eft- ir við okkur, að þetta væri bezta hljómsveitin sem þau hefðu heyrt í. Kvöldið sem við spiluðum í unglingaklúbbnuim bar að garði umboðsmanna og eig- anda Revolution klúbbsins í Kaupmannahöfn. Bauð hann okkur að spila í klúbbnum sín um föstudags- og laugardags- Þelr skipa Erni — T. f. v. Ingvi GuSjónsson, Jón Garðar Elísson, Gunnar Þór Kárason, Halldór Fannar og Haraldur Bragason. ViStal við fjóra erni: „GÖMLU DANSARNIR EIGA UPP Á PALLBORÐIÐ HJÁ OKKUR“ — Var ekki rekinn úr Roof Tops, segir Halldór Fannar. ERNIR skutu upp kollinum á nýjan leik í miðjum ágúst- mánuði s.l. eftir nokkurra ára svefn og kynntum við þá hljómsveitina í MUF. — f ný- liðinni viku hittum við þá fé- laga í sveitinni, og fréttum þá, að þeir voru búnir að fá orgel- leikara. Sá nefnist HaUdór Fannar og lék með Roof Tops í sumar. Hinir í hljómsveitinni eru sem sagt, Ingvi Guðjóns- son söngvarinn, og leikur jafn framt á rytmagítar, Jón Garð- ar Elísson bassaleikari, Har- aldur Bragason sólógítarleik- ari og trommarinn Gunnar Þór Kárason Við snerum okkur að sjálf- sögðu í fyrstu að nýja með- limnum Halldóri Fannar og spurðum hvers vegna hann væri hættur í Roof Tops. —HaUdór: — Það var vegna þess að ég hafði sannast sagt ekki tíma til að vera i hljómsveitinni. Einnig fannst mér ekki vera nógu gott sam- komulag innan hennar. Sp.: — Nú hafa ýmsir viljað halda því fram að þú hafir verið rekinn úr Roof Tops, er það kannski sannleikurinn í málinu? HaUdór: — Nei það eru að- eins slúðursögur. Ég sem sagt sagði upp hjá Roof Tops með góðum fyrirvara. Sp.: — Verða miklar breyt- ingar á hljómsveitinni við til- komu Halldórs? Halldór: — Breytingarnar verða einkum hvað sönginn á- hrærir. Halldór syngur, en það er einmitt söngurinn sem hef- ur staðið okkur mest fyrir þrif um. Þá getum við náttúrlega tekió' mörg lög, sem við höf- um ekki getað tekið áður. Sp.: — Ingi. nú hefur þú verið aðalsöngvarinn í hljóm- sveitinni, hver verður það eftir leiðis? Ingvi: — Það á eftir að slást um það. Halldór vill fara til Svíþjóðar. Ernir hafa farið nokkuð út um sveitir landsins og leikið fyrir fólkió' þar. Við spurðum að því hvort þeim þætti skemmtilegra að leika á sveita- böl'lum en hér í Reykjavík. Haraldur: — Fólkið úti á landsbyggðinni skémmtir sér meira á dansleikjum en fólkið hér í borginni. Kannski er það vegna þess að það fer ekki eins oft á dansleiki. Hins veg- ar gerir það ekki minni kröf- ur til tónlistarinnar en fólkið hér í Reykjavík. Sp.: — Nú hafa ferðir ísl. táningahljómsveita til Fær- eyja verið nokkuó á dagskrá. Langar ykkur til Færeyja? Framhald á bls. 15. kvöld. Reyndar hafo'i Erlingur Björnsson lagt inn góð orð fyrir okkur í símtali við þenn an mann og að sjálfsögðu þáð- um við boðið. Það má segja að við höfum verið sérstaklega heppnir því að í Revolution var staddur enn einn umboðsmaóHir. Sá var Sivíi, sem sér um að útvega hljóm- sveitir um alla Svíþjóð á veg- um Folkeparken. Ræddu þeir nú satnan um stund klúbbeig- andinn og umboðsmaðurinn og töldu þeir Sigurð Karlsson bezta trommuleikarann í Skandinavíu. Því næst komu þeir sér saman um að bjóða okkur að koma og vera eitt ár þar ytra, frá og með næsta sumri. Tilboðið hljóðaði á þá leið, aó' Ævintýri fengi autt sveitasetur til umráða þar sem við gætum búið og æft okkur. Átti Ævintýri að fá nóg að Starfa alla daga vikunnar og kaupið skyldi vera um 2000 sænskar kr. fyrir kvöldið í Sví- þjóð, en eitthvað minna í Dan mörku, en færi samt aldrei nið ur fyrir 1000 þúsund kr. dansk ar. Meðan á ferðalögum stæði væri allt uppihald frítt. Einnig myndi plötusamningur og sjónvarpsþættir vera innifaldir í samningum. Jonni taldi litlar líkur vera á því að af tilboóinu gæti orð- ið þrátt fyrir mikla freistingu, þar sem Sigurður Karlsson, Sigurjón Sighvatsson — ekki útlit fyrir að Ævintýri taki tilboSinu sem einna mesta athygli vakti, væri annars vegar á samningi í bólstrun tvö næstu árin svo og heimilisfaðir með konu og barn. Þeir hinir væru einnig bundnir —við nám og annað. , — En hver veit nema við skellum okfcur í svona mánað- arsumarleyfi næsta ár, og upp- lifum hluta af tilboðinu. Það eru jú ýmsar athyglisverðar ,deildir“ í Kaupmannahöfn, sagði Jonni að lokum. ÞÝZKUR SKREYTINGAMAÐUR sýnir einfaldar jóla- og borðskreytingar í DAG milli kl. 2—3 og 5—6. SÝNING v •BIÓM&ÁYEOTR— HAFNARSTRÆTI 3 — SlMI 12717.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.