Tíminn - 06.12.1970, Blaðsíða 7

Tíminn - 06.12.1970, Blaðsíða 7
gtHmtSkftGE'R 6. deseunber f990 TIMINN Meistaranjósnarmn Abei, látinn var í skiptum. TOLVAN HEFUR LEVST JAMES BOND AF NÚLMI Komin er út á ensku bók, sem segir frá þeirri þýðingu, sem nútíma iækni, reiknivélar, ratsjár, innrauðir geislar o.s.frv. hefur fyrir njósnir nú á tímum Ég fÆk afi síá tæki, sem árið 1965 komst í hend- ur vestur-þýzkra yfirvalda. Tækið hafði lengi verið í þjón- ustu austur-þýzks njósnara, sem sendi upplýsingar yfir tii bandamanna sinna hinum meg in múrsins, frá ibúð sinni, sem var ekki langt fná höfuð- stöðvum Bandaríkjamanna í V-Berlín. Tækið gengur fyr- ir innrauðum geislum, sem breyttu hljóði í ljós og getur það aðeins starfað, ef engar hindranir cru milli sendanda og móttakanda skeytaima. Ef engin tré, hús eða fjöll eru á nrilli, getur það hins vegar scnt skeytin um langan veg, aðeins ef aðilarnir geta séð hvor til annars, þó svo það sé gegnum sterkasta sjónauka. Þetta tæki var tÖvalið til notk- unar í Berlín, þar sem hundr- uð glugga gera mögulegt að senda ljósmerki yfir múrinn og það hefur þann kost að ekki er hægt að henda reiður á þessum merkjum utan frá. Einmitt sendingar og mót- taka upplýsinga hafa alla tí9 verið mesta vandamál allra, sem reyna að koma upp um njósnara, allt frá þeim tíma, að Aristagorus, sem sat á svik- ráðum við Xerxes, sendi njósnara með upplýsingar ski'ifaðar á höfuðið, en áður cn hann fór af stað, var hárið látið vaxa yfir skriftina, syo enginn fann neitt í búðum fjandmannanna, nema sá, sem skilaboðin voi'u til. Bæo'i sovézkir og BandarÍ9k- ir njósnarar fá fyrirskipanir sínar gjarnan í gegnum tón- listardagskrá í hinum virðing- arverðu útvarpsstöðvum landa sinna. Aðrir nota senda, sem senda sérstakar rafsegulbylgj- ur, sem ekki er hægt að taka á móti. nema móttakarinn sé á hreyfingu. NATO notar þetta kerfi og það er ástæðan til bess. að alltaf eru svo marg- ir sovézkir „togarar" á Atlants- hafi, Miðjarðarhafi og á Norð- ursjó — þessir togarar eru út- búnir tækjum, sem geta náð þessum rafsegulskeytum. Einn ig er það af sömu ástæðum. ail sífellt eru bandarískar flug- vélar sveimandi aftur og fram yfir öllum iandamærum Sovét ríkjanna. Vélin tekur við Sá, sem þanmg segir frá, er ítalski blaðamaðurinn Enrico Altavilla í bókinni „Listin að njósna" sem hefur nýlega ver- ið býdd á ensku f bókinni eru tekin til með- ferðar öll helztu njósnamál síð ari tíma og þar kemur ýmis- legt athyglisvert í ljós, um þetta leynda stríð milli stór- veldanna, ekki sízt, þar sem >v.;.\\;.wav.;.' höfundutrinn byggir upplýsing- ar sínar á viðtölum við marga helztu njósnara í vestrænum löndum. Það sem einna athygl isverðast er í bókinni, er hvern- ........... Þessir hcimilislegu hlutir, kveikjari, vasaljós og talkúmbaukur inni- halda sendi- og móttökutæki. ig vélar og tæki hafa leyst hinn mannlega njósnara af hólmi. Njósnir stórveldanna fara ekki lengur fram með fóOki eins og heiUandi Mgta Hari oe djörfum James Bond, heldur með tækjum eins og ratsjá, reiknivél, innrauðum geislum, gervihnöttum og fleira. Þótt stórveldin hafi í þjónustu sinni herskara af njósnurum, eru aóeins örfáir, sem kunna skil á öllum þeim upplýsing- um. sem þessi tæki afla og enn færri mannsheilar vinna með rafmagnsheilum að úr- vinnslu upplýsinganna. í bók- inni segir Altavilla ennfremur, að fínasta og fullkomnasta njósnamiðstöð, sem til sé, sé í Fort Meade í Maryland, skammt frá Washington í bygg ingu, sem sé næstum eins stór og Pentagon. Þarna eru höfuð- stöðvar „National Security Agency“ NSA, sem starfar í tengslum við leyniþjónustuna, CIA. Aðalverkefni NSA er að ná dulmálsskeytum úr öllum áttum og ráða úr dulmálinu i aðalstöðvunum. Starfsliðið er um 40 þúsund manns og eru 10 þúsund af því útverðir staðsettir í hlerunarstöðv- um víðs vegar um heiminn og í skipum og flugvélum. Alls staðar hlerað — TöiVurnar og hinar sjálf- virku dulmálsþýðingarvélar í Fort Meade, skrifar Altaville ■• ■■ /' ■"■ "/ - ...............................■■ - ••• í :í5i Flugmaðurinn Powers fyrir rétti í Moskvu. — ekki sízt hin leyndardóms- fulla vél, sem kallast „Hvirfil- vindur“ og sagt er, að geti sjálf ráðið alla dulmálslykla — skila á degi hverjum meiri upplýsingum til leyniþjónust- unnar, en tugþúsundir mann- legra njósnara til somans væru færir um. Enginn njósn- aiú, ekki einu sinni James Bond, gæti látiö sig dreyma um að keppa við þessi elektr- ónísku apparöt. Til dæmis hlera tækin öll samtöl milli yfirstjórnar Sovétrík.ianna og ráðamanna annarra kommún- istalanda. Á nokkrum sekúnd- um geta þau tilkynnt hcr- stjórn Bandaríkjanna um hverja smávægilega breytingu, sem gerð er á skipulagi herja austantjaldslandanna. Þau tíl- kynna í hvert sinn, sem sov- ézkri eldflaug er skotið og hvað verkefpi hennar er. Með því að jKýsta á hnapp. geta menn í Fort Meade á nokkr- um sekúndum vitað, hvaða sov- ézkir geimfarar hafa farizt í tilraunum — og hvar hinir enu niðurkomnir. Vandamálið milda Allt það efni, sem sífellt streymir inn úr öllum heimin- um til NSA og sett er í bölv- ur (ein þeirra er sögð geta þýtt „Stríð og fi’ið“ Tolstoys úr rússnesku á ensku á tveim tímurn) væri harla lítils virði, ef ekki væru til menn, sem skildu til hlítar það sem út úr tölvunum kemur, og geta sagt um, hvað af þessu er falskt, því auðvitað vita Rússar, hvað er gert £ Fort Meade og reyna að villa um. Einn af yfirmönn- unum í Fort Meade útskýrði fyirir Altavilla, að það væri mikilvægt fyrir allar leyniþjón ustur að afla eins mikilía upp- lýsinga um andstæðinginn og hægt væri, en mikilvægara þó, að hann vissi ekki, að þessara upplýsinga hefði verið aflað. Allra mikilvægast væri hins vegar að vita:l) hvort andstæð ingurinn hafi grun um, að upp lýsingarnar hafi lent í hönd- um rangra aðila og 2) hvort hann viti, að þeir, sem hafa ná&l upplýsingunum, viti, að það hefur komizt, upp. Þetta lítur út fyrir að vera dálítið flókið, en hefur alla þýðingu. Abel fyrir Powers Þetta skal skýrt með dæmi til glöggvunar: Þegar Banda- ríkin á sínum t.íma skiptu á sovézka meistaranjósnaran- um Abel fyrir Powers, sem var skotinn niður í flugvél í Sovét- ríkjunum, fannst mörgum það siæm skipti, því Powers var ekki hátt skrifaður njósnari eins og Abel. En það mikilvæg- asta fyrir Bandaríkin var ekki að halda Abel, þar sem hann var ekki lengur nothæfur fyrir Rússa, eftir að hafa setið í fangelsi, heldur að fá Powcrs, meðal annars '>egna þess, að vissa varð að fást um, hvort flugvél hans var skotin niður, eða hvort komið hafði verið fyrir í henni tímasprengju. eins og kom svo á daginn. Þeg- ar Rússar afhentu Powers, var það vegna þess. að þeir héldu. að hann hefði ekki hugmynd um sprengjuna. En hann vissi bað — þagði bara. Tækin afhjúpuðu Tæknin er í dag allt fyrir njósnirnar. en tæknin getur brugðizt, eða réttara sagt: Mennirnir gcta gleymt a'ð gæta tækninnar. Þannig var þao', að eitt af Framhatd á bls. lö.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.