Tíminn - 06.12.1970, Blaðsíða 8
SUNNUDAGUR 6. descmber 197«
íslenzkar bækur í fyrsta
sin-n jafnmargar og þýddar
í-
s— " "
Á bókmánuði
Demember heí“>- frá fornu
fari verið nefndur jóisánuð-
ur, en þó má telja, að nú
oro'ið sé bókmánuður meira
réttnefni. Þessi mánuður
virðist vinna sér æ meiri rétt
til þeirrar nafngiftar, þótt
uppi séu á hverju ári hávær-
ar raddir um nauðsyn þess
að breyta þessu og dreifa
bókaútgáfunni meira á allt
árið o’g losa hana úr þeirra
spennitreyju að vera nær ein-
göngu framleiðsla jóiagjafa
— og skal þó á engan hátt
annazt við þeirri siðvenju
bókaþjóðar að gefa bækur í
jðlagjafir eö'a við önnur
tækifæri, þar sem gjafir eru
taldar eiga við. En það er
ekki nauðsynlegt að gefa
ævinlega nýja bók í skænis-
hulstri. Það er engu síður
vinargjöf að taka bók úr
skápnum sínum og stinga að
kunningja. Oftast miklu per-
sónulegri gjöf og með dýpri
merkingu. Gefandinn veit þá
jafnan betur, hvað hann er
að gefa, og þiggjandinn lítur
slíka gjöf öðrum augum og
metur hana á annan hátt, því
að hún færir honum meira
af gefandanum.
Bækurnar virðast hafa
orðið enn síðbúnari á þessu
ári en í fyrra. Flestar fcomu
þær út síðari hluta nóvem-
bermánaðar og mun ekki al-
heimt enn, búizt við að ein-
ar 10—20 bæktir séu enn
ðkomnar, en flestar væntan-
legar fyrir 10. des. segja út-
gefendur og bóksalar.
SJtgáfukostnaður
og bókaverð
Prentsmiðjueigendur
segja, að laun í prentsmiðj-
um hafi hækkað um rúm
30% á þessu ári og prentun-
arkostnaður litlu minna.
Pappír hefur eitthvað hækk-
að erlendis, en tollar á bóka-
pappír lítio' eitt léttir. Það
kostar a.mdc. hálfa milljón
króna að gefa út meðalstóra
bók, 12—15 arka, og þó lífk-
lega öllu meira, ef sæsmi-
lega er vandað til útgáfu, til
að mynda pappírs, bands og
mynda. Bókaverðið hefur að
líkindum hækkað heldur
minna en útgáfukostnaður
'og bókaverð þvi tiltölulega
hagstætt miðað við annað
verðlag. Fleiri eintök, vafa-
laust eitthvað á annað þús-
und þarf til þess að greiða
útgáfukostnað, og hefur sú
tala hækkað hin síðustu ár,
og upplög bóka hafa yfirleitt
minnkað, nema þeirra fáu
bóka, sem útgefendur telja
öruggar stórsölubækur. Sölu
skatturinn er þungur baggi
á bókakaupum manna og dreg-
ur verulega úr bóksölu, þar
sem hann er 40—50 kr. á
hverri meðalbók. Auk þess
dregur hann vafalítið úr því,
aSð bókaútgefendur telji sig
geta greitit höfundum sæmi-
lega.
Bókagerð fer fram
Enginn vafi er á því, að
bókagerð fer fram í landinu.
það er að segja prentun batn-
í bókabúS í Reykjavík. — Bækur ársins í þremur stöflum
bækur.
barnabækur, íslenzkar bækur aörar og þýddar
ar, bókband verður i senn
meiri vé'.avinna og vélaþók-
barid traustara og fallégra.
Æ meiri fjölbreytni gætir ; .i
búnaði bóka, léttari forma og
bjartari lita. Það færist einn-
ig í vöxt, að sérfróðir
menn um útlit, eða „hönn-
un“ bóka séu með í ráð-
um. Sá ljóShnr, sem lengi
hefur loðað við íslenzkar
bækur, er hroðvirkni í yfir-
lestri og lagfæringu hand-
rita og prófarka. Þar stönd-
um við öðrum að baki. Þar
gætu prentsmiðjur unnið
þarft verk og gott með þvi
að taka upp nýja hætti. Þær
ættu acJ setja um það fastar
reglur, að vönduðum og rétt-
um handritum sé skilað í
prentsmiðju, síðan eiga þær
að hafa eigin prófarkalesara
og skila próförk, sem er les-
in og leiðrétt og borin sam-
an við handrit, en síðan fái
höfundur eða prófarkales-
ari forlags aðra og þriðju
próförk, en breytingar frá
handriti, gerðar í próförk
kosti sérstakar aukagreiðslur
á háum taxta. Meðan prent-
smió'jur taka ekki upp ein-
hverja þvílíka starfshætti,
verða handrit ill og villur
máls og hroövirkni sigla óska-
byr inn í bækurnar. Með
þessu marki eru allt of marg
ar bækur enn í dag. Þama
geta prentsmiðjur haft mikil-
væga forgöngu, sem mundi
leiða til miklu betri starfs-
hátta hjá þeim sjálfum og
mikilvægra og menningar-
legra umbóta í bókaútgáfu.
íslenzkar bækur
sækja á
En hvernig eru þær bæk-
ur, sem út koma á þessum
herrans bókmánuði? Hver
er uppskeran? Sé þeim skipt
í þrjá flokka, nokkurn 'yég-
inn, jafp§tóra, gæti sú skipt-
ing verið á þessa leið: Barna-
bækur, íslenzkar og þýddar,
90—100, íslenzkar bækur
aðrar 70—80, og þýddar bæk
ur aðrar 70—80. Við má síð-
an bæta ýmsum bæklingum
og öðrum bókum, sem kom-
ið hafa á fyrri hluta árs,
svo að bókaheitin losa vafa-
laust 300, og er þa& svipað
og á síðustu árum. Það er
hins vegar gleðilegt, að ís-
lenzkar bækur sækja á,' þeim
fjölgar með hverju ári í
heildarútgáfunni og ná því
marki nú í fyrsta skipti að
vera jafnmargar hinum
þýddu. Þetta er ánægjuleg
þróun, þótt hún segi lítið um
gæðin. En hún sýnir vaxandi
grósku í íslenzkri bókritun,
og af slíkri grósku hlítur
að leiða fleiri bækur, sem
máli skipta, ef allt er með
felldu.
Ljóð og skáldsögur
Sé litið á ljóðaútgáfu
ársins, hæfir vel að stað-
næmast fyrst við nýja heild-
iarútgáfu af ijóðum Stefáns
frá Hvítadal, og gefur henni
mest nýtt gildi afbragðsgóð
ritgerð um skáldið eftir
Krsitján Karlsson, og örfá
kvæði, sem komið hafa fram
í eftirleit, og er bætt við.
Ljóðabók frá Jóhannesi úr
Kötlum telst líka til veru-
legra tíðinda, og nýjar
bækur eftir gróin skáld, sem
hallast að nýljóðastefnu, svo
sem Einar Braga og Stefán
Hörð. Þar að auki „er ný-
græo'ingurinn athyglisverð-
ur og birtast þar nokkrir
nýjir verkamenn í víngarði.
Skáldsögur og smásögur
íslenzbra höfunda eru all
margar. Nefna má skáldsög-
ur eftir Thor Vilhiálmsson.
Halldór Sigurðsson (Gunn-
ar Dal), Jakob Jónasson, Þor-
varð Helgason, Þorstein Ant-
onsson, Guðmund L. Friðfinns-
son, Rósu Þorsteinsdóttur
og fleiri. Þá gerast þau tíð-
indi, að allmörg smásagna-
kver koma út, og reyna ýms-
ir höfundar þar fyrir sér.
Þetta er gleðiefni, því að
smásagan hefur lengi verið
vanmetin hér á landi, bæði
af hiöfundum og lesendum.
Nefna má smasagnasöfn eft-
ir Jakobínu Sigurðardóttur,
Jón Helgason, ritstjóra, Guð-
berg Bergsson, Björn J Blön-
dal, Hallberg Hallmundsson
Jón Jóhannesson, og mun þó
eitthvað vantalið.
Allmargar
endurútgáfur
Þá virðist bera heldur
meira á endurútgáfu bóka
en vant er.
Er þar bæði mergur og
mysa á ferö, nokkur gömul
og góð verk en einnig létt-
ar skáldsögur, sem urðu vin-
sælt lestrarefni á sínum tíma
en hafa ekki verið fáanlegar
um áinn. Mikill fengur er að
fá Sturlu í Vogum eftir Haga-
lín í nýrri útgáfu. Sú bók er lík
leg til þess að draga að sér
á'huga jafnt nú sem fyrr og
er bæði góður og æskulegur
lestur, einkum ungri kyn-
slóð. Þá er góður fengur að
sögum Gests Pálssonar. og er
nú aílvel fyrir Gesti séð um
sinn eftir heildarútgáfu
Menningarsjóðs á verkuni
hans með veigamikilli heim-
anfylgd Sveins Skorra. Úrval
úr bióðsögum Jóns Árnasonar
í hæfilegum lestrarbókum er
feginsfengur, og vonandi held
ur ísafoldarprentsmiðja þvi
verki myndarlega áfram. Menn
ingarsjóður gefur aftur út bók
Hannesar Péturssonar um
Steingrím Thorsteinsson.
Þá má ekki gleyma þvi, að
lokið er mikilli heildarútgáfu
á verkum Einars Kvarans hjá
Leiftri, og verk Guðmundar
Kambans komu út í fyrra hjá
AJmenna bokafélaginu.
Heldur er fátt bóka um
bókmenntir eins og fyrri
daginn, en þó er góður feng-
ur að bók Peters Hallbergs
um skáldferil Laxness. og
hefti með bófcmenntafyrir-
lestrum Sveins Skorra er
gott að fá í hendur. Þeir fyr-
irlestrar eru umtalsvert fram-
lag til bófcmenntaumræðu,
sem er allt of lítil.
Ritgerc/asöfn eru nofcfeur,
en það, sem flestir munu
fagna bezt, eru ritgerðir og
ræður Jakobs Kristinsson-
ar, Vaxtarvonir. Jafcob var
einhver bezti fyrirlesari,
sem menn muna, göfugur og
vitur maður, furókilega laus
við venjuviðjar, ' kennimað-
ur í þess orðs beztu merk-
ingu, sífellt leitandi. Mál-
fagur var hann svo að af bar.
Að þessu safni, sem Skugg-
sjá gefur út, er mikill feng-
ur. Þá er fcomið út enn eitt
bindi af ræðum og ritgerð-
um Grétars Fells, sem á sér
marga lesendur að verðleifc-
um. Fyrirlestrabófc Þor-
steins Gyifasonar um heim-
speki mætti setja í þennan
flofck, og þá efcfci síður bók
Norðdals um HaUgrfm Pét-
ursson, óg mun hún lengi
lifa, safcir tveggja stónmenna,
sem að henni standa.
Nokkrar bækur, sem telja
má sagnfræöi, hafa komið
út. Siglaugur Brynleifs-
son ritar bók um Svarta-
dauða, og séra Sveinn Víking
ur fer í gátuleik í sögunni.
Þar skýtur upp margri hug-
fcvæmni, þótt ekki verði tal-
in sönnuð sagnfræði. Her-
mann Pálsson hefur skrifað
bók um tólftu öldina og
Björn Þorsteinsson urn
„ensku öldina“.
Kennir margra
grasa í þjóðlegum
fróðleik
í þeim mikla bálki, sem
sumir kalla þjóðlegan fróð-
leik, en eins mætti kalla ís-
lenzka söguskemmtun á tutt-
ugustu öld, kennir vissulega
margra grasa og sundur-
leitra, og er þar illt upp að
telja, svo að tæmandi sé. Þar
eru gamalkunnir sagnaþul-
ir á ferð eins og Oscar Clau-
sen, Árni Óla, Bergsveinn
Skúlason og Jóhann Hjalta-
son, op standa fyrir sínu.
Þar kemur nýtt bindi af Vér
íslands börn eftir Jón Helga-
son, ritstjóra. og boðuð hef-
ur verið ný bók eftir bá
Sverri og Tómas j safni sem
er sagnaskemmtun í bezta
gildi. Sérstæð oók eftir Gunn
ar M Magnúss er komin ut.
bar sem hanr leiðir árið
1904 fram i eins konai das
bók en bað var söguríkt ár
í flokki beim. sem kalla
mætti endurminmngabæk
ur. er einnig sitt af hverju
Þar mætti nefna Samferða-
menn eftir Jónas Jónsson frá
Framhald á bls. 15.