Tíminn - 06.12.1970, Side 15
SUNNUDAGUR 6. desember 197#
TÍMINN
15
Menn og málefni
Framhald af dIs. 8.
Hriflu, og hefur sú bók að
geyma hið síðasta, sem hann
ritaði af ýmsu tagi, flest
óprentað áður, og ber þar
mest á minningum um menn.
Mun mörgum þykja fengur
að þeirri bók. Sagnaskemmt-
un Steinþórs á Hala, sú er
hann framdi með sóma í
úbvarpinu, hefur nú verið
prentuð í bók, sem er sér-
stæð mjög a'ó' máli og ann-
arri gerð. Jón Óskar heldur
áfram að birta minningar
sinar. í nýrri bók um „her-
námsskáld". Sú bók er dæmi
um það, hvernig hægt er að
nýta þorsta þjóðarinnar í
sagnaskemmtun og mann-
fróðleik til áhuga á skrifum
um samtíðina. Með því hefur
akurinn verið breikkaður.
Bók af sama tagi, hressileg
vel, eftir Hilmar Jónsson, þar
sem hann segir af sjálfum sér
og samtíðarmönnum.
Innansveitarkróní'ka Laxness
telst til þessa flokks og
vafalaust merkasta framlag
ársins í greininni vegna sam-
fylgdar skáldskaparins. _ Og
þá er Jóhannes Helgi einnig
kominn á þessi nýju mið með
samtíó'arminningar. Þetta er
að verða töluverður visir.
Þýðingar nokkurra
góðra verka
Hinn mikli fjöldi þýddra
bóka ér að meginhluta
skemmtiskáldsögur, harla
misjafnar að allri gerð og
íslenzkum búnaði, en þó ber
að þakka nokkur góð þýð-
ingarverk, svo sem þýð
ingar Kristins Björnssonar
læknis á ljóðum eftir Ezra
Pound, nýtt bindi af Shake-
speare-þýðingum Helga Hálf-
dánarsonar, þar sem finnna
má Hamlet Danaprins og Lér
konung (hvernig sem nefna
skal). Axei Thorsteinsson
hefur einnig látið Ijósprenta
elskulega fallegt kver með
þýðingu Steingríms Thor-
steinssonar af þessu Shake-
speare-leikriti, en upplag
þess brann að mi'klu leyti á
sínum tíma. Nú fáum við Von-
ina blíðu, frábæra skáldsögu
Heinesens í fallegri þýðingu,
og Menningarsjóður sendir
frá sér ný bindi af Forsyte-
ættinni. Þá koma einnig bæk-
ur eftir André Gide og Thom
as Maim.
Allmargt góðra isl. barnabóka
kemur út, og einnig nokkrar
góðar þýddar. og hefur oft
verið verr að verki staðið í
þeim efnum. Helzti ljóo*urinn
á barnabókaútgáfunni eru
nokkrir fremur óhrjálegir
reyfarar eftir íslenzka höf-
unda sem fara í slóð erlendra
en tekst sýnu verr eins og
oft vill varða.
Handritin og
fornsögurnar
Að síðustu hæfir vel ati
minna á nýútkomna bók, sem
er bæði sérstæð meðal bóka
ársins og ber að ýmsu leyti af
öðrum. Það er Handritin og
fornsögurnar eftir Jónas Krist
jánsson, handritafræðing, gef-
in út af bó'kaútgáfunni Sögu.
en að henni standa beir ungu
myndarmenn. sem gefið hafa
út kynningarritið Iceland
Review.
Handritin og fornsögurnar cr
stórfögur bók með mörgum
litmyndum í stóru broti. Text
inn er stuttur og gagnorður.
mjög skýr og vel ritaður og
miðaður við erlenda lesendur,
því að þetta er kynningarrit
um handritin og íslenzkar bók-
menntir, og gefið út á þremur
eða fjórum tungumálum. Varla
getur heppilegri vinargjöf til
erlendra manna. — AK.
Húsnæðismál
Framhald af bls. 1
stoðarborgarlæknis um þessa fbúð.
Þar segir, að íbúðin sé í „óvörðu
timburhúsi, sökkullausu. Einangr-
un milli íbúða mjög léleg.
íbúðarherbergi eru tvö, að flat-
armáli samanlagt 20.30 ferm. . .
Frágangur er lélegur. . . loftleki
í eldhúsi. . . Geymsla er lítil. . .
Baðherbergi vantar". Þetta og
ýmis fleiri, eru eirikunnarorð að-
stoðarborgarlæknis um íbúðina,
Og umsögn hans lýkur með þess-
um orðum: „Húsnæði þetta er
óhæft til íbúðar og of lítið fyrir
þessa fjölskyldu".
Guðmundur G. Þórarinsson bað
borgarstjóra um nánari upplýs-
ingar um þetta mál og hverju
það sætti, að svona væri á því
haldið.
Borgarstjóri tók til máls og
kvaðst ekki kunna skil á máli
þessu en hét að kynna sér þaS.
Bað hann borgarfulltrúann um af-
ritin af bréfum þeim, sem um
væri að ræða, svo að hann gæti
kannað þetta. Hins vegar kvaðst
hann gera ráð fyrir, að þetta væru
aðeins mjög svipuð bréf og send
væru til þeirra. sem skulduðu
leigu fyrir borgarhúsnæó'i. Borgin
yrði að ganga eftir leigu á venju-
legan hátt, og þyrfti fólk á hjálp
að halda til að greiða leiguna,
heyrði það undir tiltekna deild
félagsmálaþjónustu borgarinnar.
Hér er að sjálfsögéu um alvar-
legt mál að ræða. Að því verður
þó ekki fundið, þótt borgin gangi
eftir greiðslu leigu, ef bað er gert
á hófsamlegan hátt. Hitt ve'kur
athygli. að hér er um aó' ræða
húsnæði, sem er aiVeg óhæft til
íbúðar og hefur verið dæmt svo
af réttum aðilum, en þó rökstyður
fulltrúi borgarinnar innheimtuað-
gerðir sínar með bví, að þetta
verði að gera vegna þess, að
„mjög mikil eftirspurn sé eftir
þessum leiguíbúðum".
í stað þess aó' gera þá skyldu
sína að leggja þetta húsnæði nið-
ur, virðast borgaryfirvöld telja
sæmandi að ganga hart eftir leigu
en reka fólkið út að öðrum kosti
til þess að greiða fyirir því, að
fleiri — sem em á biðlista — geti
notið þessa blessaða húsnæó'is.
Þetta er dáfalleg mynd af hús-
næðismálum höfuðborgarinnar, en
því mjög sönn. Mörgum mun
hrjósa hugur við því, að vita hjón
með tvö börn búa í kvtru sem er
20 fermetrar sem þar á ofan hef-
ur verið dæmd óhæf til að hýsa
fólk. Og aðgerðir borgaryfirvalda
í slíkum málum eru bær einar að
krefja leigu með útburðarhótun-
um, sem réttlættar eru með því
að margar aðrar fjölskyldur bíði
eftir slíkri íbúð — eftirspurnir
blátt áfram „mjög mikil".
Þetta dæmi ætti að nægja til
þess, að gerð yrði könnun á þvi,
hve margt fólk í höfuðborginni
býr í húsnæði, sem dæmt hefur
verið óhæft, og hvernig þessar
íbúðir eru. Borgarstjóri verður að
gera hreint fyrir dérum sínum í
bessu máli.
Með ungu fólki
Framhald af bls. 2
Jón Garðar: — Mig langar
þangað.
Halldór: — Ekki langar mig
þangað, hins vegar langar mig
til Svíþjóðar. Revndar hef ég
verið í Svíþjóð og mér finnst
hljómsveitirnar þar anzi léleg-
ar. Svíar hafa enga tilfinn-
ingu fyrir poppi, en eru góð-
ir í djassinum. HinSi vegar fá
hljóðfæraleikarar þar pening
fyrir vinnu sína. Hljóðfæra-
Vilja hreinsitæki...
leikarar hér á landi hafa mjög
slæm kjör, vinnan er ekki fyr-
ir hendi nema tvö kvöld í
viku.
Haraldur: — Við höfum ekki
spilað nema eitt hvöld í viku
að meðaltali frá því við byrj-
uííum. Miðað við kostnaðinn
og vinnuna, sem við þurfum á
okkur að leggja höfum við
mjög slæm kjör.
VIÐ SPILUM FÓRIR FÓLKIÐ.
Sp.: — Á hvað leggið þið
áherzlu, þegar þið spilið á dans
leikjum?
Haraldur: — Við leggjum á
það megináherzlu að leika lög
sem fólkið getur dansað eftir.
Vió' erum ákaflega „commer-
cal“ Mjómsveit og gömlu dans
arnir eiga upp á pallborðið
hjá okkur. Við leikum lög sem
eru vinsælust hverju sinni.
Sp.: — Hvaða tónlistarmenn
eru þá í mestu dálæti hjá ykk-
ur?
Ingvi: — Paul MacCartney
Halldór: — Ég hef nú alltaf
haldið mest upp á Eric Bur-
don.
Jón Garðar: — Frank
ZAPPA OG Miss Mi'ller.
Gunnar: — Anthony Willi-
ams.
Haraldur: — Þeir eru svo
margir, að ég treysti mér ekki
að telja þá upp.
Sp.: — En íslenzkir tónlist-
armenn?
Jón Garðar: — Arnþór Jóns
son.
Gunnar: — Reynir Sigurðs-
on.
Ingvi: — Magnús Kjartans-
son.
Haraldur: — Pétur Östlund.
Halldór: — Jón Pétur.
Það vantar æfinguna.
Nú varð lítillega rætt um
samkomulag innan hljómsveit-
arinnar, og fullyrtu þeir félag-
ar að það væri mjög gott. Um
framtíðina hafo'i Halldór Fann-
ar þetta að segja:
— Ég var ekki ánægður þeg-
ar ég hlýddi á hljómsveitina
áður en ég kom í hana. Það
vantar æfinguna, og má s'kjóta
því hér að, að okkur vantar
nú einmitt æfingapláss. Félag-
ar mínir í hljómsveitinni eru
allir góðiæ hljóðfæraleikarar.
Þess má að lokum geta, að eng-
in reynsla er fyrir hendi af
veru minni í hljómsveitinni,
hef aðeins leikið með' þeim
einu sinni á dansleik. Það var
í Stapanum s.l. laugardags-
kvöld. Það er ekki ástæða til
annars en vera bjartsýnn á til-
veru hljómsveitarinnar.
Gunnar: — Eitt mitt versta
glappaskot í lífinu vaæ það,
þegar ég var einu sinni bjart-
sýnn.
Sp.: — Að lokum, hvert er
aðalmottó ykkaæ.
Haraldur: — Áð standa á
hljómsveitarpallinum meðan
heilsan endist til þess.
Framhald af bls. 1
Þingið fagnar eindregið samtök-
um sveitarfélaga í kjördæminu
um að stofna til útivistarsvæðis
eða fólkvangs á svæ&inu milli
Heiðmerkur og Krísuvikurbergs
og bendir um leið á að mikillar
aðgátar og náttúruverndar er
þörf í kjördæminu vegna fjölgun-
ar og uppbyggingar. Fundurinn
leggur áherzlu á að mjög vel sé
fylgzt með mengun frá Álverinu
í Straumsvík og gengið fast eftir
uppsetningu hreinsitækja, ef þörf
'krefur.
Þingið telur, að meginstefna í
raforkumálum eigi að vera sú
að gera stór orkuver í jökulfljót-
um landsins og tengja þau saman,
en hlífa bergvötnum við virkjun-
um svo sem verða má, vegna þess
að aufflegð þeirra er rneiri í öðrum
náttúrugæðum. Við hönnun virkj-
anna og annarra stórmannvirkja
sé þess gætt, að náttúruveæðmæt-
um sé eins lítið spillt og kostur
er og aðstaða til fiskiræktar í ám
eins vel tryggð og verða má.
Þingið lýsir þeirri skoðun sinni,
að þjóðinni beri að leggja ákve&ið
framlag af þjóðartekjum sínum
árlega til landsins og sé því var-
ið til náttúruverndar og land-
græðslu. Timabært er að Alþingi
setji lög um þetta".
James Bond
Framhald af bls. 7.
merkilegustu verkefnum leyni
þjónustunnar endaði næstum
með ósköpum. Fyrir nokkrum
árum voru, eins og menn
muna, grafin göng undir Aust-
ur-Berlín og bar gátu Bauda-
ríkjamenn í marga mán-
uði hlerað 465. símalínur, sem
lágu frá aðalstöðvum sovézkra
hersins í Austur-Berlín, til
Rússlands.
Þetta gekk vel um tíma, en
svo fóæ illa. Af þeirri einföldu
ástæðu, að sérfræðingarnir
gleymdu, að tækin, sem þeir
voru með í göngunum, .fram-
leiddu svo mikinn hita, að
þegar vetur kom, bráðnaði
snjórinn þar, sem göngin voru
undir. Rússarnir uppgötv-
uðu þá, að þarna lá leið, sem
engin skýring var til á, frá
sovézku aðalstöðvunum, að
landamærunum hjá Banda-
ríkjamönnum.
A síðustu stundu — en of
seint, sáu Bandaríkjamenn
þetta. Það voru sett frystitæki
í göngin og mennirnir klædd-
ir pelsum. En sem sagt: Of
seint. Tækin höfðu komið upp
um mennina, sem stjórnuðu
þeim.
(Þýtt SB).
Almennur fundur um
landbúnaðarmál
Framsóknarfélögin við Stein-
grímsfjörð og í Óspakseyrar- og
Fellshreppum, gangast fyrir al-
mennum fundi um landbúnaðarmá?
að Sævangi sunnudaginn 6. desem-
ber kl. 14,30. Á fundinum mæta
Gunnar Guðbjartsson og Stein-
grímur Hermannsson. — Allir vel-
komnir.
Stjórniraar
Aðild að SÞ
Framhald af bls. 9
ÞESSI skoðun á skipan Sam-
einuðu þjóðanna laut enn einu
sinni- í lægra haldi í haust,
þegar Kína kommúnista var
hafnað, en málið kemur aftur
til álita áður en langt um líð-
ur. Sameinuðu þjóðirnar eru
ekki fyrst og fremst félag
þjóöa, sem hafa svipaðan Ihugs
unarlhátt. Þær eru fremur svið,
— leiksvið, — réttarsalur eða
samkoma, þar sem alls konar
þjóðir geta æökrætt ágreining
sinn.
Málið verður ekki til lykta
leitt með úrskurði um það Iftil
væga atriði, hvort ríkisstjóm-
in í Peking eða Taipel skuli
fara með aðild Kína. Sú aðferð
hefir mistekizt í full tuttugu
ár og á eftir að gera það í
önnur tuttugu áæ ef eins verð-
ur farið að framvegis.
Hugmyndina um heild Sam-
einuðu þjóðanna verður að rök
ræða fremur en allt annað.
Kína, Kóreu, Þýzkalandi og Vi
etnam verður ekki veitt aðild
að Sameinuðu þjóðunum ef
þau eru borin upp hvert í sínu
l&gi. Hitt er þó hugsanlegt, að
samkomulag næðist um að
veita öllum klofnu ríkjunum
og öðrum nöldrandi utan-veltu
ríkjum aðild samtímis. Stund-
u-m gæti verið hentara að stíga
skrefi&' til fulls og gera raun-
veruleg heildarsamtök úr Sam
einuðu þjóðunum, og heilla-
vænlegra en að iðka sífellt
endalausar og tilgangslausar
deilur um einstök aðgreind at-
riði wandans.
SANDVIK
snjónaglar
SANDVÍK SNJÓNAGLAR veita öryggi í
* snjó og hólku. Lótið okkur athuga gömlu
hjólbarðana yðar og negla þó upp.
Skerum snjómunstur í slitna hjólbarða.
Verkstæðið opið alla daga kl. 7.30 til kl. 22,
GÚMMIVNNUSTOFAN HF.
SKIPHOLTI 35 REYKJAVlK SIMI 31055