Tíminn - 05.01.1971, Side 6

Tíminn - 05.01.1971, Side 6
/ 6 TÍMINN ÞRBÐJUDAGUR 5. janúar 1971 Hvernig venja má heila þjóð af því að undan skatti svíkja Frakkar hafa orðið að gera róttækar ráðstafanir í þá átt a3 færa efnahags- og félags- mál sín í nútímalegra horf til þess að aðlagast bandalagslönd um sínum í Efnahagsbandalag- inu. Og loks hafa þeir orðið tilneyddir að taka til rann- sóknar fyrirbrigði, sem hingað til hefur verið friðhelgt — þ.e. skattsvik. Svo mikið er um þau í Frakklandi, að þau teljast sjálfsögo, næstum lögleg. Skoð anakannanir hafa leitt í ljós ástandið 1 þessum málum: 52% Frakka, sem spurðir voru, telja skattsvik almenn og eðlileg. Níu af hverjum tíu gefa þá skýringu á þvi, að þeir hafi ekki sjálfir svikið undan skatti, að þeir hafi annað hvort ekki haft aðstöðu til þess eða áhætt- an hefi verið of mikil. A&’eins einn af hverjum fjórum telur skattsvik afbrot gegn þjóð- félaginu. Flestir telja það, að svíkja ákveðna upphæð undan skatti aðeins hæfilega uppbót fyrir það, „sem ríkið tekur frá hverjum og einum á svo marg- an annan hátt“ — svo notuð séu orð, sem margir Frakkar taka sér í munn. Jafnvel vfirvöld viröast álíta skattsvik óhjákvæmifeg — og viðurkenna bau jafnvel í raun. Þekktur læknir fórst í bifreiða slysi. Fjölskylda hans krafðist milljónar franka í bætur, og réttinum var greint frá því til skýringar, að auðvitað hefði læknirinn haft miklu hærri tekjur en gefnar voru upp til skatts. Dómararnir féllust á þessa röksemd og fjölskyldan fékk bótaupphæðina. 2400 milljarðar Samkvæmt mjög hóflegu mati sjálfs franska fjármála- ráðuneytisins er ríkissjóður ár- lega svikinn um 10% af skatta- tekjum sínum. f reiöufé er þetta ekki minna en 15 millj- arðar franka (næstum 2400 milljarðar ísl. kr.) á ári. Ef það kraftaverk gerðist að fé þetta innheimtist, þó ekki væri nema eitt árið, gætu Frakkar lagt nýtt vegakerfi með hraðbrautum sem sam- tals væru 5000 km að lengd yfir þvert og endilangt landið, að mati fjármálasérfræoínga en slík framkvæmd hefði gífurlegt mi'kdvægi f.vrir sam- eiginlega verzlun Frakklands og annarra Efnahagsbandalags- landa. Frakkar eiga ekki nema rúmlega 1500 km af hraðbraut- um, en Vesturu-Þjóðverjar hins vegar 4000 km og ítalir 2400 km. \Milljarðarnir, sem sviknir eru undan skatti,’nægðu einn ig til að gefa sjúkrahúsmálum Frakka þá: saltvatnsinngjöf, sem þeir lengj hafa verið í þörf fyrir — þ.e.a.s. til að reisa nýtízkusjúkrahús með rými fyrir 150.000 sjúklinga. Einpig nægði skattsvikaféó’ til að standa straum af kostnaði við menntakerfi landsins í eitt ár. En allt þetta er óskhyggja, og engum er það ljósara en fjármálaráðherra Frakka, Val- ery Giscard d’Estaing, en franska þjóðþingið virti að vett ugi ítarlegar áætlarjiir hans um umbætur í skattamálum við fyrstu umræðu um málió nú í haust. Þegar hann bað um rýmri heimildir til handa skattarannsóknarmönnum svo að þeir gætu nú reglulega þjarmað að þeim skattgreið- endum. sem grunur leikur á að svíki rikið um 780.000 ísl. kr. eða meira á ári, gullu við háværir kveinstafir um „rannsóknarrétt” og að geng- ið væri á eignarétt fólks. Lagafrumvarp betta var um síðir samþykkt, en þá í svo breyttri og máttlausri mynd, að allir á hættusvæðinu gátu dregið andann léttar. Stórfisk- arnir, sem Giscard d'Estaing var að egna fyrir, festast enn sem fyrr ekki í netinu. Þeir geta áfram lagt fé í lúksus- byggingar í París eða við Rívíer una, selt þær með gífurlegum ágóða og látið andvirðiö ávaxt ast áfram í nýju gróðabralli, án þess nokkru sinni að gera reikningsskil á skattseðlinum. Þar skrifa þeir aðeins hófleg- ar tekjur og fá ekki hærri skatta en venjuJegir smálaun- þegair. Greiða minnst I tekjuskatt Skattsvikin í Frakklandi koma útlendingum spánskt fyr ít sjónir, þar sem tekjuskattur þar er lægstur að prósentu- töiu miðað vig tekjur af öllum löndum Vestur Evrópu.„Visi- on“, tímarit sem gefið er út á fjórum tungumálum og eink um er lesiö af meiriháttar fjár- málafólki í tengslum við Efna- hagsbandalagið, hefur gert samanburð á því hve mikið maður, sem hefur u.þ.b. 3 millj. ísl. kr. í tekjur á ári, á eftir þegar skatturinn hefur verið tekinn. í Frakklandi er það 76%, á Spáni 65%, í Bandaríkjunum og Vestur Þýzkalandi 64%, á meðan Sví- ar fá aðeins að halda 44% af svo háum tekjum. Franskir launamenn greiða 12—17% af skattskyldum tekj- um sínum (en áðuir hafa tekj- urnar verið lækkaOar um meira en helming með alls kyns frá- drætti). Margar stéttir, svo sem veitingamenn, kaffihúsa- eigendur og aðrir sjálfstæðir atvinnurekendur, eru skatt- lagðir samkvæmt ákveðnum áætluðum tekjum, sem eru fjarri því að svara til tekna þeirra i raunveruleikanum. Landbúnaðarverkamenn hafa árum saman verig látnir greiða skatt af tekjum, sem eru lægri en tekiur stéttarbræðra þeirra í Pakistan! voru virtar a3 vettugL Samt sem áður bæra stéttar- félögin á sér, tala um að níðzt sé á lægst launuðu stéttunum, og öfgamenn I hópi minni hátt- ar atvinnurekenda hafa fengið óánægju sinni útrás með þvi að ráðast inn á skrifstofur skattayfirvalda og fara þar hamförum, svo starfsmenn- irnir hafa á eftir orðið að reyna af veikum mætti að fara að endurnýja ónýt skjölin. Almennir launþegar í Frakk landi, 15 milljónir manna, telja skattakerfið óréttlátt. Það er þó ekki vegna þess, að þeir séu þjakaó'ir af háum sköttum, heldur vegna þess a& óbeinu skattarnir á neyzlu- vörur, sem eru margir, —gera ekkj mun á fátækum og ríkum. Launþegi, sem ekki getur svik- ið undan skatti, telur að hann með óbeinu sköttunum (sem eru allt upp í 23% á margar vörur) verði að gjalda fyrir alla þá, sem tækifæri hafa til að fara á bak við skattayfir- völd. Aðferðirnar Hvernig er svindlað? Að- ferðirnar eru margvíslegar. róPaðarmaður eetur t.d. boðið viðskiptavini að borga án þess að fá reikning og sleppa um leið vig að greiða virðisauka- skatt. En iðnaðarmaðurinn get ur í staðinn stungið greio'sl- unni í vasann án þess að færa hana í bókhaldið. í orði á að vera hægt að fylgjast með tekium franskra lækna, þar sem sjúkrasamlög- in eiga ag senda afrit af öll- um kvittunum til skattayfir- valda. En margar af þessum kvittunum gufa upp áður en þær komast á leiðarenda, að sögn þeirra sem til þekkja. Sumir læknar hafa neitað acf starfa í tengslum við sjúkra- samlagið, og leyna þvi ekki, að það er vegna skattanna. Nokkur fjölskyldufyrirtæki færa fjórfalt bókhald. Tekjun- um er á pappírnum dreift á fjölmarga fjölskyldumeðlimi í því skyni að forðast hækkandi skattaprósentu með hærri tekj um. Fjármálaráðuneytið hefur ákveðið a& 1974 fari skatta- rannsóknarmenn í 100.000 óvæntar heimsóknir í fyrirtæki og til atvinnurekenda, en starfsmenn skattheimtunnar eru sannfærðir um, að það sé aðeins dropi i hafið. Um þetta ■hefur einhver háðfuglinn látið þessi orð falla: Nú mega menn búast við slíkri heimsókn 25. hvert ár í staðinn fyrir á 50. ára fresti! Önnur fyrirtæki. t.d. þau sem framleiða tæknibúnað, ,’áta sér nægja fínni aðferðir. Menn sýna plögg upp á að framleiðsl- an sé aðeins möguleg með er- lendum leyfum, sem kosta mik- ið fé. Þessar greiðslur fara til gervifyrirtækjp, t.d. í Sviss, þar sem peningarnir eru lagð- ir á leynilegan bankareikning, sem franska fyrirtækið eða eig- andi þess getur gengið í hvenær sem er. Þessu fylgir þací öryggi, að enginn annar inn- an fyrirtækisins. ekki einu sinni þeir sem annast bókhald- ið, þurfa að vita um skattsvik- in — reikningarnir eru alltaf óaðfinnanlegir. Skatta-mafia Sérfræðingar í skattamál- um halda því fram að til sé vel skipulögð skatta mafía, sem með gervifyrirtækjum, skrif- stofum og leppum, sem eru um IANDSVIRKJIN 13 Símastúika óskast Óskum eftir að ráða sem fyrst stúlku til síma- vörzlu og vélritunar. Skriflegar umsóknir með upplýsingum um aldur. menntun og fyrri störf sendist skrifstofu Landsvirkjunar, Suðurlands- braut 14, Reykjavík. Víðar en á íslandi tekur almenningsálitið vægar á skattsvikum en öðrum afbrotum. Frakkar hafa á hverju ári 2.400 milljarða íslenzkra króna af ríkinu í skattatekjur. Fyrir þetta fé væri hægt að útvega 150.000 ný sjúkrarúm

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.