Tíminn - 05.01.1971, Síða 13

Tíminn - 05.01.1971, Síða 13
WHÐSUÐAGUR 5. janúar 1971 ÍÞRÓTTIR TIMINN IÞROTTIR 13 Veröur KSÍ aö leita á náðir Keflvíkinga? Laugardalsvöllurinn lokaður til 16. júní, — en landsleikur við Frakk- land ákveðinn í undankeppni Olympíuleikanna 12. maí. inn faeri fram í Frakklandi 12. niaí, en sá síðari hér á landi 18. júni, en þeir höfnuðu þvi tilhoði. Varla kemur til greina að Frakkarnir samþykki að leika á Melavellinum o,g verður því að leiika leikinn á Akureyri, Akranesi eða í Keflavík. Af þessum stöðum kemur völlur- inn í Keflavík helzt til greina, því þar má búast við mestri aðsókn, en sjálfsagt verður sama hvar leikurinn fer fram — fyrir utan Reykjavík — því 12V mai ber upp á miðvikudag. f sambandi við undirbúning landsliðsins fyrir þessa leiki, svo og aðra landsleiki í sumar, segir í frcttatilkynningu frá KSÍ, að ákveðið sér að vetrar- æfingar hefjist í byrjun janúar og verði með líku fyrirkomu- lagi og s.l. ár, og í umsjá Hef- steins Guðmundssonar. Kemur það nokkuð á óvart, því að hann til'kynnti í haust að hann yrði efcki „einvaldur" áfram!! KIp-Reykjavík. Leikdagar íslands og Frakk- lands í undankeppni Olympíu- leikanna í knattspymu hafa ver ið ákveðnir. Fyrri lcikurinn fer fram hér á landi 12. maí n.k. en sá síðari í Frakklandi 16. júni. Þegar dregið var um hvaða lönd ættu að mætast, var Frakkland dregið á undan ís- laudi, og var því haldið að fyrri leikurinn setti að fara fram þar. En samkvæmt reglu- gerð um fyrirkomulag keppn- innar, er það ekki skylda, held Ur má það land velja um á hvorum staðnum það vill leika fyrri lei'kinn, og hafa Frakk- arnir valið ísland. Eins og menn muna, varð Laugardalsvöllurinn fyrir mikl um skemmdum í sumar, og varð að loka honum þegar no'kkuð var liðið á íslandsmót- ið. Verður að gera miklar lag- færingar á honum, svo hann verf/i nothæfur í sumar, og nú hefur íþróttabandalag Reykjavíkar sent KSÍ bréf, þar sem það tilkynnir að Laugar- dalsvöllurinn verði efcki opnað ur til keppni fyrr en eftir 16. júní. Það gefur því auga leið, að landsleikurinn við Frakkland 12. maí getur ekki farið þar fram, og er því úr vöndu að ráða fyrir KSÍ. Sambandið fór þess á leit við Frakkana, að þeir skiptu lei'k- dögum, þannig að fyrri leikur- Ný/íðí 'álfar nyLLOana Klp-Reykjavík. Nýli'ðaruir í 1. deild í knatt- spyrnu, Breiðahlik úr Kópavogi, hafa ráðið nýjan þjálfara fyrir næsta keppnistímabil. Er það Sölvi Óskarsson ,fyrrum leikmað- ur með Þrótti, og einn efnilegasti knattspyrnuþjálfari landsins. Sölvi hefur sótt mörg þjálfara- námskeið bæði í Danmörku og víðar, en hann hefur hingað til ekki fengizt við þjálfun „stóru fé- laganna" ,,en fær nú sitt fyrsta verkefni þar. Hann hefur aðallega þjálfað yngri flokka félaganna, mest hjá Þrótti, en einnig hjá öðrum fé- Sölvi Óskarsson lögum. f sumar þjálfaði hann m. a. 3. deildarliðið Hrönn, og kom því í úrslit í 3. deild. Sölvi tekur við af Reyni Karls- syni hjá Breiðabiik, og verður fróðlegt að vita hvernia „nýlið- anum“ tekst til með „nýliðana“ í 1. deildarkeppninni næsta sumar. Þjó’ðsöngvar Islands og Frakklands glumdu síðast á Laugardalsvellinum 22. júní s.i. og var þessi mynd þá tekin. f þeim leik sigraSi Frakkland 1:0, og var það eina tap íslands á heimavelli árið 1970. KR-ingar tróðu Þóri um tær - og þá fór hann í gang, en það var of seint fyrir Val klp—Rcykjavík, ; ' ' ' Náttúrubarnið, í körfuknatOeik, Þórir Magnússon, sem ekkert hef ur getað leikið með sínu nýja félagi, Val, frá því að það hét KFR, vegna ristarbrots, sem hann varð fyrir snemma í haust, sýndi eina af sínum skemmtilegu hlið- um í leiknum gegn KR í 1. deild á sunnudaginn. í fyrri hálfleik bar lítið á hon- um, en í þeim síðari — þegar ,KR- ingarnir voru búnir að stíga jofan á veiku ristina nokkrum sinnum — tók hann við sér, og skoraði 20 stig á sinn sérstæða og kröftuga hátt, og var hann nálægt því að gera út um leikinn. Því miður fyrir Val — en sem betur fyrir fyrir KR — varð hann einum of seinn í gang, því KR ■sigraði id vleiknum með 14 stiga mun, 87:73. Fyrri hálfleikur leiksins var skemmtilegur og jafn. Framan af voru liðin hnífjöfn, og munaði sjaldan nema 1—3 stigum. Þegar 7 mín. voru eftir var staðan 27:24 fyrir KR, en þá skoraði Hjörtur Hansson, sem nú lék með KR, þar sem hann er heima í jólafríi, 8 stig í röð, og breytti hann stöð- unni með því í 35:24. í hálfleik hafði KR 16 stig yfir, 50:34. Hélzt sá munur þar til um 10 mín. vorj eftir, en þá tók Þórir við sér og lifnaði við það yfir Valsmönnum öllum. Tókst þeim að minnka bilið í 7 stig, 71: 64, en þá skoraði Kolbeinn Páls- son 3 körfur í röð fyrir KR og kom KR þar með af hættusvæðinu. Lokatöluraar urðu eins og fyrr segir 87—73, sem telja má nokk- uð, sanngjörn úrslit, því KR var betra liðio', ef frá er talinn nokkurra mínútna kafli í síðari hálfleik, þar sem Þórir bar af öll- um öðrum. Stighæstu menn í leiknum voru þessir: yalur: Þórir Magnússon 26 stig, Ólafur Thorlacius 12 stig og Stefán Bjarkason 8 stig. KR: Kristinn Stefánsson 16 stig, Ein- ar Bollason 14, Hjörtur Hausson og Kolbeinn Pálsson 12 stig hvor. HARMLEIKUR Á IBROX PARK Sá hörmulegi atburður átti sér stað á Ibrox Park — leik- vangi skozka knattspyrnufélags ins, Glasgow Rangers — að áhorfendapallar hrundu, með þeim afleiðingum að 66 manns fórust og rúmlega 100 manns slösuðust, sumir mjög alvarlega. Þetta gerðist rétt eftir að leik erkifjendanna, Glasgow Celtic og Glasgow Rangers lauk. Hafði leikurinn verið mjög vel leikinn af beggja hálfu og um 80 þúsund manns komið til að sjá hann. Þegar aðeins ein mínúta var til leiksloka skoraðtt Jimmy Johnstone fyrir Celtic og var það jafnframt fyrsta mark leiksins. Við það tóku áhorf- endur að tínast af vellinum, en þegar aðeins 10 sekúndur voru til leiksloka, jafnaði Colin Stein fyrir Rangers. Upphófust þá mikil fagnaðarlæti, sérstak- lega á áhorfendasvæðinu fyrir aftan annað markið, þar sem áhangendur Rangers safnast venjulega saman. Gáfu sig þá skyndilega súlur þær sem halda uppi áhorfendapöllunum, með þeim afleiðingum sem fyrr greinir. Menn þustu hvaðanæva að af vellinum til aðstoðar, og voru hinir látnj smátt og smátt dregnir út á sjálfan knattspyrnuvöllinn með an leitað var í rústunum. Marg ir þeirra sem létu lífið yoru börn og unglingar. Þetta er mesta slys sem um getur í sögu brezkrar knatt- spyrnu eða knattspyrnuvalla — en árið 1902 fórust 25 manns og um 500 slösuðust á sama leikvangi og nú, Ibrox Park, þegar áhorfendapallur hrundi. Einnig fórjst 33 og um 500 slösuðust árið 1946, þegar svip að atvik gerðist, en það var á Burnden Park, leikvelli Bolt- on Wanderers. Samúðarskeyti berast nú hvaðanæva að. — m.a. firá Eliza- betu Englandsdrottningu, Páli pálfa, Nixon, Bandaríkjafor- seta, og Willy Brandt, kanslara Vestur-Þýzkalands. — Edward Heath, forsætisráðherra Bret- lands hefur fyrirskipað rann- sókn á þessum harmleik. — kb. Frá leik KR og Vals í 1. deild. Bjarni Jóhannesson skorar fyrir KR. (Tímamynd Gunnar)

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.