Morgunblaðið - 02.12.2005, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 02.12.2005, Qupperneq 8
8 FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Guðrún Eva Mínervudóttir edda.is „Hér er boðið upp á ólýsanlega spennu og fegurð ... Óvænt sýn inn í kviku mannsins.“ Þorgerður Sigurðardóttir, RÚV „Yosoy er metnaðarfullt verk ... speglar á áhrifamikinn hátt samfélag firringar og ofurneyslu.“ Skafti Þ. Halldórsson, Mbl. „Verulega vel skrifuð, talar til hins vitsmunalega ... frumleg og metnaðarfull skáldsaga.“ Jón Yngvi Jóhannsson, Kastljósið „Óvænt sýn inn í kviku mannsins“ Samræmd stúdents-próf hafa verið mik-ið til umfjöllunar undanfarið, eftir að í ljós kom að mikill fjöldi nem- enda ákvað að sniðganga prófin með því að skila auðum úrlausnarblöðum. Ekki er gerð nein krafa um lágmarkseinkunn, heldur einungis að prófið sé tekið. Háskólarnir hafa þrýst á um að haldin verði sam- ræmd stúdentspróf, en þau eru sögð geta auðveld- að mat skólanna á hæfni nemenda, og jafnvel komið að hluta í stað inntökuprófa. Í bréfi frá Háskóla Íslands til ráðuneytisstjóra menntamála- ráðuneytisins, dagsettu 12. nóv- ember 2004, kemur fram að allir deildarforsetar HÍ lýsi yfir „ein- dregnum stuðningi“ við samræmd stúdentspróf, og þeir hvetji menntamálaráðuneytið til að fjölga þeim á næstu árum. „Flestar deildir telja að sam- ræmd stúdentspróf muni gefa mikilvægar upplýsingar um náms- getu nýnema og deildirnar muni nota slík próf við val á nýnemum ef takmarka þarf aðgang að Háskól- anum á næstu árum,“ segir enn- fremur í bréfinu. Ekki samanburðarhæfar? Í bréfinu endurspeglast það við- horf sem var uppi þegar undirbún- ingur fyrir prófin stóð yfir, að hefðbundin stúdentspróf henti ekki vel til að bera saman stúdenta eða velja á milli þeirra þar sem ein- kunnir milli framhaldsskóla séu „ekki fyllilega sambærilegar“. Einn tilgangur samræmdra stúdentsprófa er einmitt að veita háskólum upplýsingar um náms- stöðu nemenda, en eins og fram kemur í reglugerð um samræmd stúdentspróf er tilgangurinn einn- ig sá að veita nemendum og skól- um upplýsingar um námsárangur nemenda í kjarnagreinunum, og að veita fræðsluyfirvöldum upp- lýsingar um árangurinn til að hægt sé að kanna hvort markmið- um aðalnámsskrár hafi verið náð. Samræmdu prófin hafa verið gagnrýnd fyrir að draga úr fjöl- breytileika náms í framhaldsskól- um. Júlíus K. Björnsson, forstöðu- maður Námsmatsstofnunar, segir að miðað sé við að nemendur taki prófin í lok annars árs eða um mitt þriðja ár sitt í framhaldsskóla, og prófað sé úr kjarnagreinum sem allir læri. Nemendur hafa gagnrýnt að sömu próf séu lögð fyrir nemendur á mismunandi brautum, en þar sem aðeins er prófað úr kjarna- námsefni sem allir eiga að læra er ljóst að sú gagnrýni á vart við rök að styðjast. Júlíus segir það vissulega von- brigði fyrir Námsmatsstofnun að nemendur hundsi prófin í stórum stíl, enda séu prófin þau bestu sem gerð hafi verið til þessa. Mennta- málaráðherra benti á dögunum á að Námsmatsstofnun gæti þurft að kanna hvort prófin skili því sem þau eigi að gera, í kjölfar gagnrýni nemenda o.fl. Júlíus segir það bæði sinn skilning og skilning ráðuneytisins að í þessu felist ekki gagnrýni á vinnubrögð stofnunar- innar, heldur sé vísað til rammans utan um prófin, að það vanti sjúkrapróf, það sé óánægja í skól- unum og fleira í þeim dúr. Ekkert hafi farið úrskeiðis í framkvæmd- inni. Samræmd stúdentspróf eru gagnleg á tvennan hátt fyrir Við- skiptaháskólann á Bifröst, segir Runólfur Ágústsson, rektor skól- ans. Annars vegar vegna þess að þau ýti á framhaldsskólana að leggja meiri áherslu á kjarna- greinarnar; stærðfræði, íslensku og ensku, enda hafi verið bent á að þekkingu nýstúdenta hafi verið ábótavant, t.d. í stærðfræði. Hins vegar séu prófin mælikvarði milli skóla, og geri kleift að meta nem- endur án þess að notast við hug- lægt mat á skólum. Eðlilegt að hafa sjúkrapróf Framkvæmdinni við samræmdu stúdentsprófin hefur þó verið ábótavant, segir Runólfur. Eðli- legt væri að hafa sjúkrapróf í þess- um prófum eins og öðrum, en auk þess megi segja að nokkuð skorti á markaðssetningu prófsins, að skýra markmiðin fyrir nemendum. Nemendur hafa haldið því á lofti að háskólar hafi gefið það út að niðurstöður prófanna verði ekki notaðar við mat á nemendum. Þannig segir í tilkynningu frá Hagsmunaráði íslenskra fram- haldsskólanema að við eftir- grennslan hjá háskólum landsins hafi komið í ljós að enginn þeirra hafi tekið afstöðu til prófanna, og skólarnir komi því ekki til með að meta tilvonandi nýnema eftir frammistöðu þeirra í prófunum. Runólfur segir að sér vitanlega hafi enginn háskóli gefið út skýra yfirlýsingu um að ekki verði tekið tillit samræmds stúdentsprófs, vísað hafi verið í bréf lögfræðings HÍ, sem hafi verið oftúlkað. „Ég tel almennt séð að mjög margt há- skólafólk telji það til bóta að auka þekkingu stúdenta í grunngrein- um, og þetta sé ágætis tæki til þess.“ Fréttaskýring | Háskólar hafa þrýst á að tekin verði upp samræmd stúdentspróf Samræmd en umdeild próf Hafa markmiðin með samræmdu prófunum verið illa kynnt nemendum? Margir nemendur skila auðu á prófunum. Sjúkrapróf gætu kostað nokkrar milljónir á ári  Gagnrýnt hefur verið að ekki séu haldin sjúkrapróf í sam- ræmdum stúdentsprófum. Júlíus K. Björnsson hjá Námsmats- stofnun segir að þar komi tvennt til. Annars vegar kostnaður, sem gæti numið milljónum króna á ári. Hins vegar að ætlast sé til þess að prófin séu tekin í lok ann- ars árs eða á miðju þriðja ári, og því hægt að endurtaka þau hálfu ári seinna án þess að það seinki útskrift. Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is TENGLAR ........................................... Sjá nánar á www.mbl.is/itarefni 500 MILLJÓNUM hefur verið út- hlutað úr Kristnihátíðarsjóði frá stofnun hans árið 2001 til ýmissa verkefna á sviði fornleifarann- sókna og menningar- og trúararfi þjóðarinnar. Í gær var úthlutað úr sjóðnum í síðasta sinn og var það gert við hátíðlega athöfn í Þjóð- menningarhúsi. Samtals var út- hlutað 96 milljónum til 56 verk- efna. Ríkissjóður hefur lagt til 100 milljónir króna fyrir hvert hinna fimm starfsára sjóðsins. Hlutverk hans er tvíþætt: Annars vegar að efla fræðslu og rannsóknir á menn- ingar- og trúararfi þjóðarinnar og stuðla að umræðum um lífsgildi hennar, siðferði og framtíðarsýn. Hins vegar að kosta fornleifarann- sóknir á helstu sögustöðum þjóð- arinnar. Verkefnisstjórn um trúar- og menningararf bárust 73 umsóknir í ár og sótt var um 134 milljónir kr. samtals. Stjórn Kristnihátíðarsjóðs samþykkti að 47 umsækjendum yrði veittur styrkur, samtals að fjárhæð 38,2 milljónir kr. Margar fornleifarannsóknir Verkefnisstjórn á sviði fornleifa- rannsókna bárust níu umsóknir, samtals að fjárhæð 116,5 milljónir kr. Stjórn Kristnihátíðarsjóðs sam- þykkti að níu umsækjendum verði veittur styrkur samtals að upphæð 57,6 milljónir króna. Rannsóknir á sviði fornleifafræði munu fara fram á Þingvöllum, á Hólum í Hjaltadal, í Skálholti, á Kirkjubæj- arklaustri, á Skriðuklaustri, í Reykholti og á Gásum í Eyjafirði. Auk þess var veittur styrkur til DNA greiningar á beinagrindum frá Keldudal og rannsóknar á kumlum á Íslandi, en markmið þeirrar rannsóknar er að varpa ljósi á hvaða vitnisburð þau geyma um samfélag og byggð á 9. og 10. öld. Hæsti styrkurinn, 12 milljónir kr., fer til fornleifarannsóknar á Hólum í Hjaltadal. Í gær var úthlutað úr sjóðnum í síðasta sinn og hefur þá verið út- hlutað um 500 milljónum króna. Í tilefni af því ákvað stjórn Kristnihátíðarsjóðs, en formaður hennar er Anna Soffía Hauksdóttir prófessor, að efna til ráðstefnu, sem ber heitið „Hin forna framtíð“, en hún hófst í fyrirlestrasal Þjóð- minjasafnsins í gær og stendur einnig í dag. Samnefnd sýning var opnuð í gær í bókasal Þjóðmenn- ingarhússins. Kristnihátíðarsjóður styrkir 56 verkefni Morgunblaðið/Ómar Anna Soffía Hauksdóttir, formaður stjórnar Kristnihátíðarsjóðs, kynnti helstu verkefni sem sjóðurinn hefur styrkt á síðastliðnum fimm árum við athöfn í Þjóðmenningarhúsinu í gær, en alls hefur sjóðurinn úthlutað 500 milljónum. Búið að úthluta samtals 500 milljónum frá stofnun sjóðsins Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.