Morgunblaðið - 02.12.2005, Side 12

Morgunblaðið - 02.12.2005, Side 12
12 FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR VIÐ athöfn í þinghúsinu í Wash- ington í Bandaríkjunum 15. nóv- ember sl. tók Steingrímur Her- mannsson, formaður stjórnar Stofnunar Leifs Eiríkssonar, form- lega við fjárframlagi að upphæð 1.728.980 dollara frá Myntsláttu Bandaríkjanna í námsstyrktarsjóð stofnunarinnar. Fjárhæðin svarar til um 109 milljóna íslenskra króna. Það voru Seðlabanki Íslands og Virginíuháskóli í Bandaríkjunum sem stofnuðu Stofnun Leifs Eiríks- sonar árið 2001 en hugmyndin þró- aðist í framhaldi af ákvörðun Seðla- banka Íslands um að gefa út silfurmynt til þess að minnast þess að Leifur Eiríksson fann Norður- Ameríku fyrir 1.000 árum. Hefur stofnunin aflað fjár í styrktarsjóð fyrir háskólanemendur í framhalds- námi, Íslendinga í Bandaríkjunum og Bandaríkjamenn á Íslandi og efla með þeim hætti samvinnu land- anna tveggja á sviði æðri mennt- unar. Mun stofnunin veita styrki til framhaldsnáms í Bandaríkjunum frá og með því skólaári sem hefst á árinu 2006. Seðlabankinn bauð bandaríska þinginu á sínum tíma að taka þátt í þessum viðburði. Árið 1999 sam- þykkti bandaríska þingið lög um að framleiða og selja bandarískan silf- urdal til minningar um landafund- inn. Gjald lagt á hvern pening Bandaríska myntsláttan sló einn- ig 1.000 króna minningarpeninginn fyrir Ísland sem Seðlabanki Íslands gaf út. Tíu bandaríkjadalir voru lagðir sem aukagjald á hvern pen- ing sem var sleginn og seldur til að styrkja samskipti á menntasviðinu milli landanna. Formaður fyrstu stjórnar stofn- unarinnar var Robert Kellogg, sér- fræðingur í íslenskum miðaldabók- menntum og fyrrverandi deildar- forseti College of Arts and Sciences við háskólann í Virginíu. Eftir and- lát Kelloggs árið 2004 heiðraði stofnunin framlag hans með því að nefna einn af námsstyrkjum sínum til minningar um Robert Kellogg. Við athöfnina í þinghúsinu í Washington 15. nóvember sl. fluttu ávörp Jim Leach, þingmaður frá Iowa, flutningsmaður frumvarpsins um bandaríska minnispeninginn í neðri deild þingsins, Tom Harkin, öldungadeildarþingmaður frá Iowa, flutningsmaður málsins í öldunga- deildinni og Steingrímur Her- mannsson, sem þakkaði fyrir hönd stofnunarinnar og rakti lauslega sögu málsins.Að sögn Steingríms hefur sjóðurinn auk þessa framlags fengið rúmlega 1.100.000 dollara frá Seðlabanka Íslands, sem er hagnaðurinn af sölu íslenska minn- ingarpeningsins, og rúmlega 800.000 dollara frá ýmsum öðrum aðilum. Af þeim eru stærstir Stofn- un Alcoa, Stofnun fjölskyldu Ken Petersonar, KB banki og Flugleið- ir. 220 milljónir til ráðstöfunar Sjóðurinn hefur nú til ráðstöf- unar rúmlega 3.500.000 dollara, sem er u.þ.b. 220 milljónir íslenskra króna. Samkvæmt upplýsingum Stein- gríms verður um það bil helmingi ávöxtunar þessa fjármagns ráðstaf- að árlega í námsstyrki til fram- haldsnáms íslenskra námsmanna í Bandaríkjunum og bandarískra á Íslandi. Upphæð styrkjanna verður 25.000 dollarar. Fyrstu styrkirnir verða veittir til náms, sem hefst á árinu 2006 eins og áður segir, en nánari upplýsingar má fá á vefsíðu stofnunarinnar: www.leifureiriks- sonfoundation.org. Þar má einnig fá umsóknareyðublöð. Alþjóðadeild Háskóla Íslands veitir einnig upp- lýsingar og aðstoð. Stofnun Leifs Eiríkssonar veitir námsstyrki til framhaldsnáms 1,7 milljóna dollara fjárframlag frá Myntsláttu Bandaríkjanna Fjárframlag Myntsláttu Bandaríkjanna var afhent við athöfn í þinghúsinu í Washington D.C. Frá vinstri á mynd- inni eru John Casteen, forseti Virginíuháskólans, Tom Harkin, öldungadeildarþingmaður, Steingrímur Her- mannsson, Jim Leach fulltrúadeildarþingmaður og Brendan Adams, aðstoðarforstjóri US Mint. Steingrímur Hermannsson, formaður stjórnar Stofnunar Leifs Eiríks- sonar, flutti ávarp við athöfnina, þakkaði fyrir fjárframlagið fyrir hönd stofnunarinnar og rakti lauslega sögu málsins. Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is HÁLFT sjötta þúsund nem- enda í 4.–10. bekk grunnskóla tekur þessa dagana þátt í viða- mikilli könnun um einelti og líð- an. Könnun þessi er liður í Olweusarverkefninu og er nú lögð fyrir nemendur í skólum sem hófu innleiðingu einelt- isáætlunarinnar árið 2002. Þetta er í þriðja sinn sem könnunin er lögð fyrir í þessum skólum. Könnunin hefur verið eins frá ári til árs, nema að á þessu ári bættust við spurning- ar um einelti með hjálp GSM- síma og Netsins. Nýir skólar eru teknir inn í verkefnið á tveggja ára fresti. Síðast var eineltið kannað í febrúar sl. og þá í þeim 30 skólum sem hófu starfið haustið 2004. Þeir skólar sem könnunin er gerð í nú eru þeir skólar sem voru með í upp- hafi verkefnisins árið 2002, að sögn Þorláks H. Helgasonar, framkvæmdastjóra Olweusar- verkefnisins á Íslandi. Niðurstöður fyrir jól Niðurstaðna úr könnuninni nú er að vænta rétt fyrir jól, ef allt gengur að óskum. Gögnin eru forunnin hér á landi en síðan send til Noregs til fullvinnslu. Á þessu ári munu því liggja fyrir niðurstöður úr tveimur rann- sóknum sem varpa ljósi á líðan um 13 þúsund nemenda í grunn- skólum landsins. Um helmingur hérlendra nemenda hefur tekið þátt í Olweusarverkefninu. Að því er fram kemur á heimasíðu áætl- unarinnar er Olweusarverkefn- ið á Íslandi einstakt. „Hvergi hefur náðst betri ár- angur á grunnskólastigi en í ís- lenskum skólum, þar sem ár- angur á unglingastigi vekur sérstaka athygli á heimsvísu. Þátttaka á Íslandi slær líka öll met.“ 5.500 taka þátt í eineltis- könnun TENGLAR ....................................... www.olweus.is Hvergi meiri þátttaka í Olweusar- verkefninu en hér ÞÓRUNN Björnsdóttir, kórstjóri Barnakórs Kársnesskóla, hlaut í gær Barnamenningarverðlaun Velferðarsjóðs barna á Íslandi. Fór afhendingin fram við hátíðlega athöfn í húsi Íslenskrar erfða- greiningar að viðstöddu fjölmenni, þar á meðal mörgum börnum. Barnakór Kársnesskóla söng í byrjun. Kári Stefánsson, forstjóri Ís- lenskrar erfðagreiningar, ávarpaði samkomuna og gerði grein fyrir starfi sjóðsins. Hann sagði m.a. að hugmyndin að baki sjóðstofnuninni hefði verið að reyna að hlúa að börnum í landinu á einhvern hátt og veita einhvers konar fordæmi um að þeir sem meira mega sín í samfélaginu veiti svolitlu til að styðja góð málefni. Kári afhenti síðan Þórunni verð- launin, sem nú voru veitt í fyrsta sinn. Hlaut Þórunn viðurkenn- inguna fyrir framúrskarandi starf í þágu barna. Hún heldur upp á 30 ára starfsafmæli sitt sem kórstjóri Kársnesskóla í haust. Í grein- argerð með verðlaununum segir að barnakórastarf sé nokkuð sem öll börn geti notið án mikila fjár- útláta. Þórunn hafi með elju sinni, áhuga og einstakri færni í að nálg- ast börn kennt þeim að njóta tón- listar. Verðlaunaféð, ein milljón króna, verður notað til að hljóðrita efni sem Barnakór Kársness hefur frumflutt. Auk þess hlaut Þórunn verðlaunagrip, hannaðan af Dýr- finnu Torfadóttur gullsmið. Þórunn þakkaði fyrir sína hönd og barnanna í Kársnesskóla og sagði: „Eitthvað það nauðsynleg- asta sem við getum gert fyrir börn- in okkar er að kenna þeim að syngja, vegna þess að það syngur enginn vondur maður.“ Yfir 300 milljónir í styrki Einnig voru afhentir fimm styrk- ir Velferðarsjóðs barna, ein milljón hver, og viðtakendur þeirra voru Skákfélagið Hrókurinn, Íslensku- skólinn á netinu, BUGL – Barna- og unglingageðdeild Landspít- alans, Hjálparstarf kirkjunnar og Mæðrastyrksnefnd. Velferðarsjóður barna hefur nú starfað í fimm ár. Íslensk erfða- greining og heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytið stofnuðu sjóð- inn, stofnféð, rúmur hálfur milljarður króna, kom frá Íslenskri erfðagreiningu. Úr sjóðnum hafa verið veittar um 300 milljónir króna á þessu tímabili. Stærstu verkefnin sem styrkt hafa verið eru: Mentorverkefnið Vinátta, sem hefur fengið um 50 milljónir. Rjóð- ur, endurhæfingar- og hjúkr- unarheimili fyrir langveik börn í Kópavogi, um 100 milljónir. Víð- átta, grunnskólaverkefni, um 20 milljónir. Styrkir til forvarna, fræðslumyndagerðar og leiksýn- inga um níu milljónir. Kennsluefni, fræðslustarf og ráðstefnur til handa börnum um 20 milljónir. Miðborgarstarf um þrjár milljónir. Styrkir til ýmissa framfaramála vegna barna um 40 milljónir. Auk þess sumargjafir til barna sem búa við erfiðar aðstæður, styrkir sem veittir eru í samvinnu við mæðra- styrksnefnd, Hjálparstarf kirkj- unnar og félagsþjónustur átta sveitarfélaga um 30 milljónir. Framkvæmdastjóri Velferð- arsjóðs barna á Íslandi er Ingi- björg Pálmadóttir. Þórunn Björnsdóttir kórstjóri hlaut Barnamenningarverðlaun Velferðarsjóðs barna „Það syngur enginn vondur maður“ Morgunblaðið/Sverrir Þórunn Björnsdóttir, kórstjóri Barnakórs Kársnesskóla, tók við verðlaun- unum úr hendi Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.