Morgunblaðið - 02.12.2005, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 02.12.2005, Qupperneq 16
16 FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● HLUTABRÉF hækkuðu í verði í Kauphöll Íslands í gær. Úrvals- vísitalan hækkaði um 0,41%, er 5.125 stig og hefur aldrei verið hærri. Bréf Bakkavarar hækkuðu um 4,3%, bréf Icelandic Group hækkuðu um 3,33% og bréf Actavis um 2,5%. Bréf Straums-Burðaráss lækkuðu um 1,28% og bréf Kaupþings banka um 0,45%. Viðskipti með hlutabréf námu 4,6 milljörðum, þar af 2,8 milljörðum með bréf Íslandsbanka. Hlutabréf hækka ● ÚTRÁS íslenskra athafnamanna í Danmörku að undanförnu hefur vakið verulega athygli þar og nú eru staddir hér á landi frétta- og tökumenn frá danska ríkissjónvarpinu, DR1 sem m.a. fylgdust með þegar tilkynnt var að Baugur Group, FL Group og Fons myndu gefa 135 milljónir til UNICEF í gærmorgun. Í hádeginu voru þeir komnir á Bessastaði þar sem þeir náðu tali af Pálma Haraldssyni í Fons og reiknað var með að þeir myndu tala við Jón Ás- geir Jóhannesson, forstjóra Baugs, síðar í gær. Vart er við öðru að búast en þeir tali einnig við Hannes Smára- son, forstjóra FL Group, sem eignast hefur Sterling í Danmörku. Danska sjónvarpið ræðir við íslensk útrásarskáld ● KAUPÞING banki er meðal þeirra aðila sem hafa áhuga á að kaupa sænska fjárfestingabankann Al- fred Berg sam- kvæmt frétt á vef sænska við- skiptablaðsins Dagens Industri. Alfred Berg á sér langa sögu, félagið var stofnað árið 1863, en á síðustu árum hef- ur tekið að halla heldur undan fæti. Starfsmenn hafa flúið og reksturinn hefur gengið illa, sem dæmi má nefna að á síðasta ári var rekstrarhagnaður neikvæður um tæplega 800 milljónir ís- lenskra króna. Samkvæmt heimildum DI hljóðar verðmiðinn upp á 150 milljónir evra, 11,2 milljarða króna, en blaðið hefur eftir David Woods, for- stjóra Alfred Berg, að félagið sé alls ekki til sölu. KB banki mögu- legur kaupandi að Alfred Berg? ● TILKYNNT verður um stýrivexti næstu mánaða samhliða útgáfu Pen- ingamála Seðlabanka Íslands síðar í dag. Greiningardeildir bankanna spá allar að Seðlabankinn muni hækka stýrivextina þrátt fyrir mikinn þrýsting frá útflutningsgreinunum um að hækka vextina ekki frekar. Greiningardeildir KB banka og Landsbankans spái því að hækkunin verði á bilinu 25-50 punkta. Greining- ardeild Íslandsbanka spáir að hækk- unin verði 50 punktar. Deildin telur þó ekki loku fyrir það skotið að hækkunin fari upp í 75 punkta. Mikil viðskipti voru á gjaldeyris- markaði í gær og nam heildarveltan 14,4 milljörðum króna. Krónan lækk- aði um 0,68 prósent eftir að hafa styrkst í upphafi dagsins og hefur hún þá veikst um 5% frá byrjun sept- ember. Greiningardeildir Landsbank- ans og KB banka telja þessi viðskipti til marks um að markaðurinn búist við hóflegri hækkun stýrivaxta í dag. Seðlabankinn ákveður stýri- vexti í dag ÖSSUR hf. hefur keypt breska stuðningstækjafyrirtækið Innova- tive Medical Products Holdings Ltd. fyrir 18,5 milljónir dala eða um 1,1 milljarð króna og hefur þegar tekið við rekstri félagsins. IMP Holdings er framleiðslu-, sölu- og dreifingarfyrirtæki á sviði stuðningstækja og stærsti sölu- og dreifingaraðili á stuðningstækjum í Bretlandi. Í tilkynningu til Kauphallar Ís- lands segir Jón Sigurðsson, for- stjóri Össurar, að það hafi verið yfirlýst markmið félagsins að færa sig enn frekar inn á markað fyrir stuðningstæki og kaupin á IMP Holdings sé mikilvægur áfangi í þeirri sókn og að sterk markaðs- hlutdeild, þekking og reynsla IMP muni auka tækifæri Össurar til frekari sölu á stuðningstækjum víðar í Evrópu. IMP Holdings var stofnað 1980 og eru starfsmenn 91 talsins. IMP er þekkt fyrirtæki, hefur sterka markaðsstöðu og rekur fjórar starfsstöðvar í Bretlandi. Áætlaðar tekjur IMP Holdings fyrir árið 2005 eru rúmar 14 millj- ónir dala eða tæpar 900 milljónir króna, leiðrétt EBITDA er tæp 20% og framlegð um 54%. Áætlað er að verja um einni milljón dala til endurskipulagningar og upp- byggingar á næsta ári sem talið er að skili sér í rúmlega milljón dala rekstrarhagræði frá og með árinu 2007. „Eins og áður hefur komið fram var samstæða Össurar umfram- fjármögnuð við kaupin á Royce Medical sl. sumar og er það fjár- magn nú nýtt við kaupin á IMP Holdings,“ segir í tilkynningu Öss- urar. Össur framleiðir nú stoðtæki á sex stöðum í heiminum; í Kanada, Bretlandi, Íslandi og í þremur fylkjum í Bandaríkjunum. Össur kaupir breska fyrirtækið IMP Holding Morgunblaðið/Árni Torfason Undirritun Forsvarsmenn Innovative Medical Products Holding Ltd og Össurar eftir undirritun kaupsamningsins í Englandi í gær. SEINNI skýrsla Efnahags- og fram- farastofnunarinnar (OECD) um al- þjóðlega þróun efnahagsmála kom nýlega út. Ástand og horfur eru góð- ar fyrir öll 30 aðildaríki OECD; þrátt fyrir umtalsverða hækkun olíuverðs á árinu hefur hagvöxtur haldist stöð- ugur í þessum ríkjum og er um 2,7% fyrir OECD í heild, 3,6% í Bandaríkj- unum, 1,4% á Evrusvæðinu og 2,2% í Japan. Í frétt Financial Times um skýrsl- una segir að skilaboð stofnunarinnar til stjórnvalda séu að vanmeta ekki það viðkvæma jafnvægi sem vel- gengnin nú hvílir á. Blaðið hefur eftir Jean-Philippe Cotis, yfirhagfræðingi stofnunarinnar, að þrátt fyrir að út- litið til skamms tíma sé nú betra en áður þá hafi undirliggjandi áhætta aukist. Helsta áhyggjuefni Cotis er ójafn- vægi í vöruskiptajöfnuði sem stofn- unin spáir að muni aukast enn frekar á næsta ári. Því lengur sem þróunin haldi áfram í þessa átt því meiri hætta sé á því að ójafnvægi vindi snögglega ofan af sér. Verði það raunin muni langtímavextir í Banda- ríkjunum hækka og húsnæðisverð lækka, verðbólguþrýstingur myndi skapast í Japan og á Evrusvæðinu og hægja myndi á hagvexti í heiminum. Áhersla OECD á þessa áhættu- þætti endurspeglast m.a. í því að stofnunin hefur miklar efasemdir um vaxtahækkanir Seðlabanka Evrópu og Japan. Telur stofnunin hyggilegra að bíða með hækkunina þar til batn- andi efnahagur í Evrópu hafi fest sig betur í sessi og þar til verðbólgan í Japan hafi örugglega verið upprætt. Heimsbúskapurinn í góðu en viðkvæmu jafnvægi Eftir Kristján Torfa Einarsson kte @mbl.is. SAMKVÆMT bráðabirgðaupp- gjöri Seðlabanka Íslands var 42,3 milljarða króna halli á viðskiptum við útlönd á þriðja ársfjórðungi 2005, en á sama tímabili í fyrra nam viðskiptahallinn 12,7 millj- örðum króna. Fyrstu níu mánuði ársins var hallinn 106,3 milljarðar króna samanborið við 49,4 millj- arða króna á sama tímabili í fyrra. Vöruskiptahallinn við útlönd var 70,6 milljarðar króna og hall- inn á þjónustujöfnuði 22,3 millj- arðar króna á fyrstu níu mánuð- um ársins. Jöfnuður þáttatekna (laun, vextir og arður af fjárfest- ingu) var neikvæður um 12,3 milljarða króna samanborið við 16,8 milljarða króna halla í fyrra. Miklar fjármagnshreyfingar voru á fyrstu níu mánuðum ársins og nam hreint fjárinnstreymi 140,8 milljörðum króna. Bein fjár- festing erlendis var 211,2 millj- arðar króna og fjárútstreymi vegna kaupa Íslendinga á erlend- um verðbréfum nam 84,8 millj- örðum. Hrein staða við útlönd var nei- kvæð um 859 milljarða króna í lok september 2005. Erlendar eignir námu um 1.685 milljörðum króna en skuldastaðan nam 2.543 millj- örðum króna. Viðskiptavegin gengisvísitala var 9,5% lægri á fyrstu níu mánuðum 2005 en á sama tímabili í fyrra. 106 milljarða króna halli á viðskiptum                    !"  "   %/$ # 0 -1 2.& 3 0 -1 2.& '(4 0 -1 2.& '5 0 -1 2.& *3 0 ! 2.& 6#(!#7 2.& 8 7-  2.& 91: 4 3 2.& 9 4 2.& 5!#7 6#(!# 2.& ) ( 2.& 6' 2.& $  3  # ' .&7 2.& ;## 2.& # $%&  %$-  0 -1 2.& ' #  6#(!# 2.& *1  2.& </(! / 0 -1 2.& )-# / '#2 -# 2.& ,=2  2.& >4#7 ? 2.& @A' %$($ / @$ -( B 44 4 #$   2.&  #(#$   2.& '()  *+ ' #(! .  2.& ( $ .C(4  (!# # .& * ,-  ./ <D E #$ #&                           3 $ 4 . .  #&                              F GH F GH  F GH  F  GH F  GH F GH  F  GH  F  GH F GH  F GH   F GH F  GH         * (! # 1$ !4# # B (7-  (- !4#+ 91 ( &  &  & & & & &  &  &   & & & &   &  &        &                                    # 1$  :?#&  & %B*& I %$24 ( #$ ' (! # 1$                     VAXTAÁLAG á skuldabréfum Kaupþings banka á eftirmarkaði hef- ur lækkað töluvert í vikunni og er nú farið að nálgast mjög það sem var fyrir umfjöllun Sunday Telegraph um hugsanleg kaup á breska veit- ingaþjónustufyrirtækinu Compass og umfjöllun greiningadeilda The Royal Bank of Scotland og Dresdner Kleinwort Wasserstein um bankann. Eins og greint hefur verið frá hækkaði vaxtaálagið sem bættist of- an á svokallaða LIBOR-vexti tíma- bundið um ca 15–18 punkta eða 0,15%–0,18% en fór lækkandi strax snemma í þessari viku og mest á bréfum til lengri tíma. Markaðurinn hefur hins vegar verið þunnur og hreyfst á litlum viðskiptum. Kaupþing banki hélt fund með fjárfestum í London á þriðjudaginn þar sem forsvarsmenn bankans, Sig- urður Einarsson og Hreiðar Már Sigurðsson, svöruðu fjölmörgum spurningum fjárfesta en um 80 manns sóttu fundinn. Sem fyrr hafa verið fremur lítil viðskipti með skuldabréf íslensku bankanna og eftirspurnin almennt verið lítil á eftirmarkaði. Álag á skuldabréf Kaupþings lækkar NORDIC Telephone Comp- any, sem er í eigu fimm stórra fjárfestingarsjóða, hefur boðið eitt þúsund milljarða ís- lenskra króna, eina billjón, fyrir stærsta símafyrir- tæki Dan- merkur, TDC. Gangi kaupin eftir verða þau þau stærstu í danskri við- skiptasögu en TDC er eitt stærsta evrópska símafyrir- tækið sem ekki er að hluta í eigu ríkisins. Samkvæmt frétt Financial Times er allt útlit fyrir að gengið verði að tilboðinu, haft er eftir Thorleif Krarup, stjórnarformanni TDC, að nær 100% líkur séu á því að kaupin verði að veruleika en samkvæmt frétt Berlingske Tidende er stjórn TDC því fylgjandi að kauptilboðinu verði tekið. Nordic Telephone Company er í eigu sjóðanna Permira Advisers, Apax Partners, the Blackstone Group, Kohlberg Kravis Roberts og Providence Equity Partners og greiðir strax um 76 milljarða danskra króna fyrir TDC og yfirtekur auk þess skuldir félagsins þannig að heildarverðið slagar hátt í 100 milljarða danskra króna. Engar grundvallar- breytingar Kurt Bjørklund frá Permira Advisers, sem væntanlega verður næsti stjórnarformaður TDC, sagði á blaðamannafundi að ekki yrðu gerðar neinar grundvallarbreytingar á stefnu TDC og alls ekki stæði til að skipta starfsemi félags- ins í Danmörku upp. Í frétt Berlingske Tidende segir að sérfræðingar séu meira eða minna sammála um að ólíklegt sé að móttilboð verði lagt fram; raunar hafi verðið fyrir TDC hækkað um 45% frá því orðrómur um sölu þess fór af stað fyrir um þremur mán- uðum. Miðað við veltutölur er TDC fimmta stærsta fyrirtæki Danmerkur og hið tíunda stærsta sé miðað við fjölda starfsmanna. Þúsund milljarðar fyrir TDC Thorleif Krarup ,#!J K@      G G 'B >%L     G G D%D M)L     G G M)L 92 . ,      G G <D L >-N 8-#     G G
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.