Morgunblaðið - 02.12.2005, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 02.12.2005, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Í NOKKUÐ langan tíma hefur sí- fellt verið hamrað á því í fjölmiðlum, að hér sé og eigi að vera fjölmenn- ingarlegt samfélag. Sú kenning sem þar liggur að baki felur það í sér að einhver al- þjóðlegur grautur ólíkra menningar- heima sé blandaður saman. Þeir sem hræra í þeim potti, oft- ast trúlega á vellaun- uðum forsendum, hafa jafnan klifað á því að umræddur grautur sé og muni verða öllum til mikillar blessunar. Það er hins vegar að koma skýrt í ljós í ýmsum löndum í kringum okk- ur að þessi grautar- gerð gengur engan veginn upp. Íslensk þjóðmenning hefur senni- lega að áliti fjölmenningarsinna þótt svo rýr og snauð, að enginn matur væri í henni einni. Þar þyrftu að- komin bragðefni að koma til í stórum stíl. Sumir meðlimir hins háa Alþingis hafa einnig verið ósparir á yfirlýsingar þess efnis að Íslend- ingar almennt vilji hafa hér fjöl- menningarlegt samfélag. En ég vil leyfa mér að spyrja, hvar hefur sá þjóðarvilji komið fram? Ekki hefur það mál, mér vit- anlega, verið lagt undir þjóðar- atkvæði. Hins vegar hafa ráðamenn ríkis og bæja verið iðnir við að nota fjármuni landsmanna, að þeim óspurðum, í ýmislegt til sérhags- muna fyrir innflytjendur. Mér er til efs að fátækt fólk á Íslandi, því við skulum gera okkur grein fyrir því að það er til, hafi nokkurn tíma notið atlætis á við ýmsa innflytjendur sem hingað hafa komið. Þar hefur stund- um þurfandi nábúi set- ið eftir, en þurfandi nýbúi fengið sitt og vel það. Mér er ekki kunn- ugt um að fjárframlög úr þjóðarsjóðum til fjölmenningarmála hafi nokkurn tíma verið grundvölluð á staðfestu meirihlutafylgi lands- manna. Við höfum elt ná- grannaþjóðir okkar í margri vitleysunni og að mínu mati er fjöl- menningardraumsýnin ein af þeim. Ráðamenn hafa þannig gefið sér að fjölmenning væri af hinu góða og allir hlytu því að aðhyllast hana. En er það af því góða að hleypa inn í landið grúa af útlendingum með þeim hætti að þeir myndi hér sérsamfélög, eins og raunin er víðast, í stað þess að að- lagast íslensku þjóðlífi og verða eitt með okkur? Á sínum tíma var fjálglega talað um að svonefndir nýbúar myndu læra íslensku og ganga beint inn í ís- lenskt samfélag. Rauði krossinn rak meira að segja mikinn áróður í þá veru og rekur kannski enn. En allt annað hefur komið á daginn og nú má jafnvel ekki tala um nýbúa. Það á víst að vera niðrandi nafngift m.a. samkvæmt orðum sr. Toshiki Toma, sem hefur talsvert komið fram í fjöl- miðlum undanfarin ár sem tals- maður innflytjenda. Sr. Toma hefur stundum gagn- rýnt okkur Íslendinga fyrir það að við séum skilningslausir og vondir við aðkomufólkið, sem sé þó að koma til að frelsa okkur frá eins- leitninni. Ég hef lesið flest sem frá sr. Toma hefur komið og oft hefur mér satt að segja blöskrað hvernig hann hefur túlkað málin. Hann virðist t.d. telja flest sem sagt er og honum lík- ar ekki við dæmi um fordóma og það jafnvel kynþáttafordóma. Ég skil ekki hvað blessaður mað- urinn er að gera hér fyrst mörland- inn er svona ómögulegur í alla staði! Greinar þessa kennimanns hafa þannig oft innihaldið mikla gagnrýni á meinta fordóma landsmanna gagn- vart innflytjendum, en kannski hafa þær ekki síður verið vitnisburður um fordóma hans gagnvart lands- mönnum! Það gengur ekki að segja stöðugt við þann sem hefur öndverða skoð- un, bara til að þagga niður í honum: „Þú ert rasisti, þú ert fordómafullur, þú ert þröngsýnn, þú ert óupp- lýstur, þú ert menningarsnauður,“ o.s.frv. Að minni hyggju birtast fordómar fordómanna í slíkri málafylgju. Mín afstaða í málum varðandi inn- flytjendur er skýr og afdráttarlaus. Ég vil að íslensk þjóðmenning sé í öndvegi í íslensku þjóðlífi. Það mun bestu gegna fyrir okkur öll. Þjóð- menning okkar er góð menning og við eigum auðvitað að ávaxta okkar arf. Allir þeir sem koma til landsins með því hugarfari að ganga inn í okkar samfélag og verða eitt með okkur ættu að vera velkomnir og þeir ættu þá fljótlega að sanna sig út frá slíku hugarfari sem góðir Íslend- ingar. Þeir sem hugsa sér með öðru hug- arfari að njóta góðs af íslensku vel- ferðarkerfi og striti feðra okkar og mæðra til að koma því á, en vilja samt ekki sýna neina hollustu í garð lands og þjóðar, hafa hins vegar, að mínu viti, ekkert hingað að gera. Íslensk þjóðmenning í öndvegi, ég segi já við því, en við fjölmenningar- grautargerðinni segi ég hiklaust nei! Fjölmenning – Nei! Rúnar Kristjánsson fjallar um íslenska þjóðmenningu og fjölmenningu ’Ég vil að íslensk þjóðmenning sé í öndvegi í íslensku þjóðlífi. Það mun bestu gegna fyrir okkur öll.‘ Rúnar Kristjánsson Höfundur er húsasmiður. MOGGINN hefur til margra ára verið „mitt blað“ ef svo má að orði komast. Mér fannst ég geta treyst blaðinu, sem frjálsu óháðu blaði „allra landsmanna“. En þessu er ekki að heilsa lengur. Gríma Moggans er fallin og hann farinn að þjóna hagsmunum eigenda sinna og flokksforystu Sjálfstæð- isflokksins leynt og ljóst. Þetta hef- ur hann reyndar gert áður en þá yf- irleitt í aðdraganda kosninga og sér í lagi ef staða Sjálfstæðisflokksins hefur verið slæm eða hann átt undir högg að sækja. Með öðrum orðum ef „stöðugleikanum“ er ógnað að mati eig- endafélags Sjálfstæð- isflokksins, þá tekur Mogginn til varna fyr- ir flokkinn sinn. Fáheyrð lágkúra Staksteina Hin nýgamla grímu- lausa ásýnd Moggans hefur ekki hvað síst sýnt sig að undanförnu í nafnlausa ritstjórn- ardálkinum Stak- steinum. Sá sem þar kastar steinum tók sig þannig til um daginn og réðst harkalega á okkar ágæta forseta, á ótrúlega ruddalegan hátt og gerði lítið úr för hans til krýningar Mónakófursta. Þetta er með subbulegustu skrifum sem um getur í blaði, sem vill láta taka sig alvarlega. Ég get ekki varist þeirri spurningu hvort þetta sé vegna þess að forseti landsins vísaði fjölmiðlalög- unum svokölluðu til þjóðarinnar í fyrra, en Mogginn (les: Sjálfstæð- isflokkurinn) var eins og kunnugt er ekki par ánægður með þá embætt- isfærslu. Forsetinn gerði rétt, en greinilegt er að Mogginn og flokkurinn hans fyrirgefa þetta aldrei, enda báðir langræknir mjög. Um það þarf hins vegar ekki að fjölyrða að ferð forsetahjónanna til Mónakó var enn ein glæsiför þeirra sem fulltrúar okkar á erlendum vett- vangi að kynna land og þjóð. Þau sinna þessu hlutverki af stakri prýði, hvort sem um er að ræða heimsókn til smáríkis eða stórveldis og lít- ilmannlegt af Morgunblaðinu að gera gys að æðsta embætti þjóð- arinnar af þessu tilefni. Ráðist á formann Samfylkingarinnar Og Staksteinar grýta grjótinu í allar áttir. Í Morgunblaðinu mið- vikudaginn 30. nóvember skrifar einhver ritstjóri blaðsins (sam- kvæmt upplýsingum Moggans eru Staksteinar á ábyrgð og ritaðir af ritstjórum blaðsins) ótrúlega lág- kúru um okkur þingmenn jafn- aðarmanna og formann flokksins Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Ég get ekki gert að því að við lest- urinn kom upp í huga minn þessi staka úr ljóðinu Ráðið eftir Pál J. Árdal, en hún lýsir innræti ritstjóra Staksteina best, nú þegar hann á jafnbágt og raun ber vitni. Ef ætlarðu að svívirða saklausan mann, þá segðu aldrei ákveðnar skammir um hann, en láttu það svona í veðrinu vaka þú vitir, að hann hafi unnið til saka. Við Samfylkingarfólk erum ákaf- lega ánægð og stolt af formanni okk- ar Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, rétt eins og fyrrverandi formanni okkar sem leiddi okkur fyrstu árin á farsælan og glæsi- legan hátt. Formannskjör fór fram í vor og flokks- menn völdu sér nýjan formann; sumir kusu Össur, aðrir Ingibjörgu eins og gengur og ger- ist. Rúmlega tólf þúsund flokksmenn tóku þátt í kjörinu og Ingibjörg Sólrún fékk 67 % at- kvæða, og glæsilega kosningu. Ég studdi minn for- mann Össur Skarphéð- insson, en þrátt fyrir það er ég ákaflega ánægður með Ingi- björgu Sólrúnu og styð hana heilshugar og stend þétt að baki hennar. Samstarfið við hana er sérstaklega gott, hún hefur meðal annars mikinn áhuga á málefnum landsbyggð- arinnar, sem eru mér mjög hugleikin og hefur sótt fjölda opinna funda og félagsfundi í mínu kjördæmi með okkur þingmönnum flokksins. Ég er þess fullviss að Ingibjörg Sólrún á eftir að leiða okkur jafn- aðarmenn til stærri sigra en þegar hafa unnist, og hugsanlegt er að það óttast Mogginn og flokkur hans mest. Gamla Moggalygin komin á kreik? Staksteinar Moggans reyna líka að skrökva því að fólki að í þing- flokki okkar logi allt stafnanna milli og þingmenn séu reiðir formanni flokksins, vegna útkomu í skoð- anakönnunum. Þetta er af og frá, og fjarri öllum sanni. Þetta er bara gamla Mogga- lygin, eins og ég heyrði stundum gömlu karlana tala um hér áður fyrr, þegar Mogginn var grímulaust flokksmálgagn. „Þá segðu aldrei ákveðnar skammir um hann, en láttu það svona í veðrinu vaka …“ Ef ég má ráða stjórnendum Moggans heilt legg ég til að blaðið reyni að endurheimta virðingu sína, trúmennsku og reisn, en ekki falla í þá gröf sem sumir óvandaðir fjöl- miðar hafa fallið í stundum, og Mogginn og sjálfstæðismenn kveinka sér undan og gagnrýna. Staksteinar Moggans eru því miður oft ekki skárri en sumar forsíður ónefnds dagblaðs, uppfullir af sví- virðingum og óhróðri um menn og málefni. Það var líka fróðlegt að lesa frétt Morgunblaðsins af hinum fjölmenna fundi ritstjóra blaðsins með starfs- mönnum í haust, þar sem fram kom að fréttamenn blaðsins fá ekki að skrifa um ákveðin mál. Það er kannski skýrasta dæmið um þær ógöngur sem flokksþjónkun Mogg- ans er búin að koma blaðinu í. Morgunblaðið á villigötum Kristján L. Möller fjallar um Staksteina Morgunblaðsins Kristján Möller ’ StaksteinarMoggans eru því ekki skárri en sumar for- síður ónefnds dagblaðs, upp- fullir af svívirðingum og óhróðri um menn og málefni.‘ Höfundur er varaformaður þing- flokks Samfylkingarinnar, og þriðji þingmaður Norðausturkjördæmis. Skráning skuldabréfa í Kauphöll Íslands Sparisjóður Bolungarvíkur 350.000.000 kr. 1. flokkur 2005. Nafnverð útgáfu Heildarnafnverð flokksins er 350.000.000 kr. Skilmálar skuldabréfa Skuldabréf 1. flokks 2005 eru gefin út til 5 ára og greiðist verðbættur höfuðstóll skuldarinnar með einni greiðslu þann 19. ágúst 2010. Útgáfudagur bréfsins er 19. ágúst 2005. Skuldabréfið ber 4,5% fasta ársvexti. Vextir greiðast á fimm gjalddögum, 19. ágúst ár hvert, í fyrsta sinn 19. ágúst 2006 og í síðasta sinn 19. ágúst 2010. Auðkenni flokksins í Kauphöll Íslands verður SPBOL 05 1. Skráningardagur Kauphöll Íslands mun taka bréfin á skrá 6. desember 2005. Upplýsingar og gögn Umsjón með sölu skuldabréfanna og skráningu í Kauphöll Íslands hafa Íslensk verðbréf hf., Strandgötu 3, 600 Akureyri, vefsíða www.iv.is. Skráningarlýsingu og önnur gögn um Sparisjóð Bolungarvíkur sem vísað er til í lýsingunni er hægt að nálgast hjá Íslenskum verðbréfum hf. SPARISJÓÐUR BOLUNGARVÍKUR Hulda Guðmundsdóttir: „Ég tel að það liggi ekki nægilega ljóst fyrir hvernig eða hvort hinn evangelísk-lútherski vígsluskilningur fari í bága við það að gefa saman fólk af sama kyni …“ Birgir Ásgeirsson: Opið bréf til vígslubiskups Skálholtsstift- is, biskups Íslands, kirkjuráðs og kirkjuþings. Jakob Björnsson: Útmálun helvítis. „Álvinnsla á Íslandi dregur úr losun koltvísýrings í heiminum borið saman við að álið væri alls ekki framleitt og þyngri efni notuð í farartæki í þess stað, og enn meira borið saman við að álið væri ella framleitt með raforku úr elds- neyti.“ Þorsteinn H. Gunnarsson fjallar um rjúpnaveiðina og auglýsingu um hana, sem hann telur annmarka á. Eggert B. Ólafsson: Vega- gerðin hafnar hagstæðasta til- boði í flugvallarrútuna. Örn Sigurðsson: Bornir eru saman fjórir valkostir fyrir nýj- an innanlandsflugvöll. Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar ÞAKRENNUKERFI á öll hús – allsstaðar Dalvegi 28 – Kópavogi Sími 515 8700 BLIKKÁS –                      
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.