Morgunblaðið - 02.12.2005, Page 41

Morgunblaðið - 02.12.2005, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 2005 41 MINNINGAR ✝ Ásrún Magnús-dóttir fæddist í Reykjavík 23. des- ember 1934. Hún lést á Heilbrigðis- stofnun Suðurlands á Selfossi 26. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Aðalbjörg Haraldsdóttir, f. 22. apríl 1899, d. 21. ágúst 1992, og Magnús Böðvars- son, f. 18. júní 1902, d. 12. nóvember 1971, bændur í Miðdal í Laug- ardal. Bróðir Ásrúnar er Böðvar Magnússon, f. 9. mars 1940, kvæntur Sigrúnu Guðmundsdótt- ur, f. 23. september 1942. Börn þeirra eru Magnús og Ingibjörg. Eiginmaður Ásrúnar er Skúli Guðjónsson, f. 26. febrúar 1929. Foreldrar hans voru Guðjón Gíslason, f. 16. nóvember 1888, d. 26. júlí 1978, og Skúla Þórarins- dóttir, f. 7. maí 1891, d. 29. júlí 1980, bændur í Kolsholti í Vill- ingaholtshreppi. Ásrún og Skúli bjuggu í 18 ár í Lyngheiði 2 á Selfossi og síðan 1976 hafa þau átt heima í Dælengi 1 á Selfossi. Börn þeirra eru: 1) Magnús, f. 19. október 1962, kvæntur Sigríði Sigurjónsdóttur, f. 8. apríl 1965, dætur þeirra eru: a) Ásrún, f. 28. maí 1990, og b) Magnea, f. 30. mars 1993. 2) Kol- brún, f. 18. mars 1964, gift Sigur- bergi Brynjólfssyni, f. 9. mars 1964, börn þeirra eru: a) Skúli, f. 30. júní 1986, unnusta Ásdís Bjarnfinnsdóttir, f. 15. maí 1985, b) Hjörleifur, f. 3. apr- íl 1991, c) Aðal- björg Ýr, f. 20. apr- íl 1996. 3) Aðal- björg, f. 4. apríl 1971, gift Bárði Árnasyni, f. 17. maí 1965, synir þeirra eru: a) Árni, f. 2. febrúar 2002, og b) Skúli, f. 29. desember 2003. Ásrún ólst upp í Miðdal í Laug- ardal og gekk í barna- og héraðs- skóla á Laugarvatni. Eftir að þau Skúli hófu búskap á Selfossi vann hún ýmis störf þar. Hún var dag- mamma í mörg ár, vann við ræst- ingar í Búnaðarbanka Íslands á Selfossi og síðast var hún starfs- túlka í eldhúsi Sjúkrahúss Suður- lands þar til hún varð að láta af störfum vegna sjúkdóms síns. Þá var Ásrún virk félagskona í Kvenfélagi Selfoss og söng með kór eldri borgara á Selfossi, Hörpukórnum. Útför Ásrúnar verður gerð frá Selfosskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 11. Nú hefur hún amma mín kvatt þennan heim. Ég á margar góðar minningar um hana ömmu og mig langar að minnast hennar í nokkrum orðum þó að allar góðu minningarnar gætu hæglega fyllt heila bók og gott betur. Það var mjög sárt að sjá þig svona veika síðustu vikurnar. Þó að ég vissi að þér gæti ekki batnað, þá hélt ég alltaf í vonina um að fá að hafa þig lengur hjá mér. Ég var svo heppin að fá að vera mikið með þér, amma mín, þú bjóst nálægt okkur og það var frá- bært að geta komið við hjá ömmu og afa í Dæló á leiðinni heim úr skól- anum. T.d. til að þess að spila eða bara til þess að spjalla, þú gafst þér alltaf tíma til að tala við mig alveg sama hvenær ég kom. Það var líka alltaf til eitthvað í svangan maga hjá þér. Manstu þegar við fórum á Laug- arvatn í bústaðinn, ég, þú og Lölli? Ég mun aldrei gleyma þeirri ferð. Við gerðum ýmislegt saman þar, t.d. fórum við í gufu og í sund, kíktum á kirkjuna í Miðdal þar sem þú ólst upp og margt fleira. Manstu líka þegar við fórum til Reykjavíkur og þú varst að kaupa sykurkar og mjólkurkönnu í matarstellið þitt, og ég þurfti náttúrlega að slengja þessu öllu saman í gólfið. Þú varðst ekki vitund reið, heldur bara hlóst að aulaganginum í mér, en sem betur fer þá brotnaði ekkert. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgr. Pét.) Ég kveð þig nú, elsku amma mín. Takk fyrir allt og allar góðu stund- irnar sem við áttum saman. Þín Ásrún. Það er komið að kveðjustund og mig langar að minnast frænku minn- ar, Ásrúnar Magnúsdóttur, með ör- fáum orðum. Sumt fólk sem maður kynnist á lífsleiðinni hefur maður alltaf þekkt en aðrir koma og fara. Ásrúnu þekkti ég frá blautu barns- beini og leit alltaf á sem trausta og góða vinkonu. Þótt aldursmunurinn væri níu ár virtist það ekki skipta máli þegar ég var krakki og hún ung kona og svo hvarf þessi aldursmunur seinna á lífsleiðinni. Ég á fallegan útsaumaðan kaffi- dúk sem var verkefni mitt í handa- vinnu í Héraðsskólanum á Laugar- vatni fyrir margt löngu. Ég held mikið upp á þennan dúk. Ekki vegna hannyrða minna heldur vegna þess að á honum eru fallegar rauðar og bleikar rósir saumaðar með mis- löngu spori. Þessar rósir saumaði Ásrún af mikilli list og reyndi af stakri þolinmæði að kenna mér í leið- inni en án árangurs. Ég dáist alltaf að þessum rósum þegar ég tek dúk- inn upp á jólunum og öðrum hátíðum og hugsa til Ásrúnar. Hún var mikil listakona þegar kom að hannyrðum eins og heimili hennar og Skúla ber vitni um. Ásrún barðist við erfiðan sjúkdóm í mörg ár og stundum bar hún sigur úr býtum um stund. Hún var hetja sem tók mótlætinu af æðruleysi. Stundum var hún reið út í þennan sjúkdóm sem ættin okkar hefur fengið að kynnast svo rækilega en alltaf var stutt í gleðina, brosið og gamansemina. Þau Skúli voru sam- hent um að njóta alls þess góða sem lífið bauð upp á og þau var alltaf gott heim að sækja. Ég þakka Ásrúnu fyrir vináttuna og allar minningarnar og votta Skúla, börnum þeirra og öðrum að- standendum innilega samúð okkar hjónanna. Bergljót Magnadóttir. Ásrún frænka mín og vinkona frá barnæsku barðist hetjulega og af æðruleysi við illvígan sjúkdóm í mörg ár en hélt þó ætíð sinni ein- stöku glaðværð og virðuleika. Fyrstu æviár okkar áttum við heima á sama bæ í Laugardalnum en síðan á samliggjandi bæjum í miðjum dal. Á æskuárunum lékum við okkur oft saman. Minnisstæðir eru m.a. leikir í fögru gili milli bæjanna. For- eldrar Ásrúnar, Aðalbjörg og Magn- ús, voru fjölfróð og skemmtileg og naut ég þess oft, allt frá barnæsku. Á barnaskólaárunum bjuggum við Ás- rún hjá afa og ömmu á Laugarvatni. Að vera á svo gestkvæmu heimili var mikil reynsla og lærdómur. Og ósköp leið okkur vel. Síðan tóku Héraðs- skólaárin við en að þeim loknum skildu leiðir okkar, þótt við höfum oft spjallað og hist gegnum árin. Ég þakka góða samfylgd öll þessi ár. Heimili Ásrúnar og Skúla var hlý- legt og gestrisni þeirra einstök, ávallt tekið vel á móti gestum með glaðværð og góðum veitingum. Kæru Skúli, Magnús, Kolbrún, Aðalbjörg og fjölskyldur. Missir ykk- ar er mikill en minningar um góða konu lifa. Innilegar samúðarkveðjur. Ingunn Valtýsdóttir. Margar af mínum fyrstu bernsku- minningum eru tengdar Ásrúnu og Skúla. Ég man mig þriggja ára í pössun hjá þeim þegar bróðir minn fæddist – Ásrún að punta mig áður en við fórum saman á jólaball. – Ás- rún að lesa fyrir mig „Blómakörf- una“ sem var svo sorgleg að ég var orðin grenjandi undir borði, en samt svo spennandi að hún mátti alls ekki hætta. Ég man þegar þau fluttu á efri hæðina á Lyngheiðinni og einnig þegar börnin fæddust. Þegar Magnús var skírður beið ég tilbúin fyrir aftan Ásrúnu með dúkk- una mína til að fá hana skírða líka. Mér fannst ég vera sjálfkjörin barnapía hjá þeim og varð hálfmóðg- uð þegar önnur eldri var ráðin. En þegar ég var níu ára fékk ég starfið og gegndi því í þrjú sumur. Ásrún var alltaf eina viku á sumrin með börnin á Laugarvatni og þá fór ég með. Þetta voru ævintýraferðir og tilhlökkunin eins og verið væri að fara til útlanda. Ég man líka hvað það var gaman þegar Aðalbjörg og Magnús, foreldr- ar Ásrúnar, voru á ferð. Ásrún var heimavinnandi meðan krakkarnir voru litlir. Hún var mjög myndarleg í öllum verkum sínum og allt vann hún heima, bæði saumaði og prjónaði á krakkana. Við nutum þess líka í jólagjöfunum frá henni, gaman var að fá útsaumuð dúkku- rúmföt eða kerrupoka. Ásrún var mikið jólabarn og byrj- uðu jólin hjá henni á Þorláksmessu, því þá var afmælisdagurinn hennar. Og oft endaði jólaundirbúningurinn í afmæliskaffi hjá henni á Þorláks- messukvöld. Á síðasta ári hélt hún upp á 70 ára afmælið sitt. Mig langar að kveðja Ásrúnu með fallega ljóðinu hans Stefáns Hann- essonar: Ef ég verð á undan þér inn í friðarbláinn, horfðu ekki á eftir mér ofan í moldarnáinn. Andinn lifir. Efnið fer eins og bliknuð stráin. En þroskavorið eilíft er. Aldrei verð ég dáinn. Ég sendi Skúla frænda mínum, Magnúsi, Kolbrúnu, Aðalbjörgu og fjölskyldum þeirra innilegar samúð- arkveðjur. Blessuð sé minning Ásrúnar Magnúsdóttur. Kristín Gísladóttir. Traust og vinátta eru mér efst í huga þegar ég lít til þeirra fjörutíu og fimm ára sem ég hef þekkt Ás- rúnu Magnúsdóttur. Kynni okkar hófust þegar ég ung- lingsstúlka kom á heimili þeirra hjóna Ásrúnar og Skúla að Lyng- heiði 2 á Selfossi, þar sem kærasti minn, systursonur Skúla, bjó. Ásrún og Skúli tóku mér ákaflega vel, ekki með fagurgala eða fagnaðarlátum, enda ekki þeirra háttur. Þau tóku mér eðlilega og eins og ég var, áreið- anlega svolítið barnaleg en mér leið vel í návist þeirra. Ég fluttist til Selfoss þegar við eig- inmaður minn stofnuðum heimili. Alltaf átti ég skjól hjá Ásrúnu. Það var stutt á milli okkar og ég heim- sótti hana oft daglega fyrstu árin og alltaf gaf hún mér tíma. Það þróaðist með okkur vinskapur þó að hún væri tíu árum eldri. Hún kenndi mér svo margt og var alltaf tilbúin að hjálpa mér. Hún leiðbeindi mér með prjóna- skap, ráðlagði mér hvaða garn ég ætti að kaupa og kenndi mér að hekla. Hún leiðbeindi mér hvernig ég ætti að setja snið á efni og hjálpaði mér með saumaskap. Þegar ég keypti prjónavél leiðbeindi Ásrún mér í marga daga, eða þangað til ég var búin að ná tækninni. Hún var mikil hagleikskona og myndarleg húsmóðir og jafnframt alltaf tilbúin að hjálpa og liðsinna og miðla af reynslu sinni, hvenær sem var. Ég man aldrei eftir því að hún segðist ekki hafa tíma. Í rúm fjörutíu ár óslitið höfum við bakað saman ákveðnar tegundir af smákökum fyrir jólin, síðast fyrir jól- in 2004. Jólakökustundirnar voru fyrir löngu orðnar nokkuð heilagar fyrir okkur Ásrúnu og okkur þótti best og skemmtilegast að vera tvær einar við baksturinn. Árið 1979 hafði ég lokið námi við framhaldsskóla á Selfossi. Um áframhald fannst mér ekki að ræða fyrir mig að svo stöddu þar sem ég var með hálfs árs gamalt barn og þurfti að fara til Reykjavíkur í frek- ara nám. Þegar Ásrún frétti þetta bauð hún mér að passa stúlkuna mína. „Auðvitað heldur þú áfram, ég skal passa hana Eyju Líf. Mig munar ekkert um það, ég er hvort sem er heima.“ Þetta lýsti henni svo vel en þetta var ekki í eina skiptið sem börnin mín áttu athvarf hjá Ásrúnu þegar ég þurfti að sinna einhverjum erindum. Núna eru bara minningarnar eftir en þær eru svo sannarlega góðar um trausta og góða vinkonu sem munu lifa áfram í huga mínum. Síðustu mánuðina var nokkuð ljóst hvert stefndi með heilsu Ásrúnar. Hennar vegna er ég glöð að þraut hennar er á enda en ég mun sakna hennar mjög mikið en jafnframt þakklát fyrir að hafa kynnst henni. Við hjónin vottum Skúla, börnum þeirra, Magnúsi, Kolbrúnu og Aðal- björgu og þeirra fjölskyldum okkar innilegustu samúð. Valgerður. Þegar við í dag kveðjum hinstu kveðju kæra vinkonu, þá er margs að minnast. Minningar um margar og skemmtilegar samverustundir lið- inna ára. Hún var hrókur alls fagn- aðar í saumaklúbbnum okkar, það var sannarlega oft glatt á hjalla. Ásrún var mjög flink í höndunum og kunni allt að gera en mest gerði hún af því að sauma, hekla og prjóna. Hún var trygglynd vinum sínum eins og hennar stóri vinahópur sýnir enda var hún bæði gestrisin og gjafmild. Ásrún mundi alla afmælisdaga vina sinna og var alltaf að gefa eitthvað fallegt. Sjálf átti hún afmæli á Þor- láksmessu og skapaðist sú hefð að vinafólk hennar hópaðist til hennar í afmæliskaffi þegar jólainnkaupunum var lokið. Hún hafði sterka réttlætiskennd og sagði sína meiningu umbúðalaust og mátti ekkert aumt sjá. Ásrún var lánsöm í lífinu, átti góðan mann og þrjú mannvænleg börn, sem öllum hefur vegnað vel í lífinu og eiga góðar fjölskyldur. Það var þungbært fyrir hana og fjölskylduna alla þegar veikindin tóku sig upp aftur, en hún tókst á við erfiðan sjúkdóm af hugarró og æðru- leysi og fjölskyldan öll studdi hana einstaklega vel. Allt var reynt sem hægt var og að láta bjartsýni og von- ina ríkja, en hennar tími var kominn og vissulega finnst okkur það of fljótt. Við lútum höfði í bljúgri bæn, þökkum henni fyrir allt og biðjum henni Guðs blessunar. Skúla og fjölskyldunni allri send- um við innilegar samúðarkveðjur. Ásta, Fríða og Inga. Núna í aðdraganda jólanna, þegar svartasta skammdegið leggst að verður myrkrið ógnþrungið um sinn hér á Selfossi, þegar óvenjumargir samferðamenn hverfa á braut yfir móðuna miklu. Ásrún Magnúsdóttir er ein þeirra, mikil vinkona konunnar minnar og söngvinur okkar beggja til margra ára í Hörpukórnum, kór eldri borg- ara á Selfossi. Ásrún var nærri sjötíu og eins árs þegar hún lést eftir erfitt veikinda- stríð í langan tíma. Við leiðarlok viljum við hjónin með nokkrum orðum minnast þessarar hógværu og yndislegu konu, sem með nærveru sinni og ljúfri lund eignaðist marga góða vini í hópi vandalausra samferðamanna, auk þess að vera fjölskyldunni allt sem góða húsmóður getur prýtt. Æðruleysi og óvenjulegt þrek sýndi hún líka í erfiðum veikindum. Ég vil sem formaður Hörpukórs- ins fyrir hönd okkar kórfélaga minn- ast margra ánægjustunda með Ás- rúnu í leik og starfi. Á þeim vettvangi gaf hún líka mikið af sér og tók virk- an þátt í okkar starfi meðan stætt var. Eiginkona mín hefur misst trausta og góða vinkonu, hún naut þess hverja stund að heimsækja Ásrúnu og ræða við hana. Oftar en ekki end- aði góður göngutúr einkum nú hin síðari ár, á að líta inn til Ásrúnar. Ekki veit ég gjörla hvert umræðu- efnið hefur verið, en ekki þykir mér ótrúlegt að þær hafi kannski stutt hvor aðra í aðsteðjandi veikindum sem enginn fær umflúið, en þá eru góðir og traustir vinir meira en gulls ígildi. Ásrún, vinkona okkar, var eins og aðrir niðjar hinnar öflugu Laugar- vatnsættar ómetanlegur samferða- maður í félagsstarfi, en faðir hennar var Magnús Böðvarsson, fyrrum bóndi og hreppstjóri í Miðdal í Laug- ardal, sonur hjónanna Böðvars Magnússonar og Ingunnar Eyjólfs- dóttur, sem bjuggu á Laugarvatni. Eftirlifandi eiginmaður Ásrúnar er Skúli Guðjónsson, fyrrum sveit- ungi okkar Hildar, frá Kolsholti í Villingaholtshreppi. Við Hildur, sem og söngstjóri og söngfélagar Hörpukórsins, sendum Skúla, börnum þeirra hjóna, tengda- börnum og öðrum aðstandendum innilegar samúðarkveðjur við fráfall Ásrúnar. Minningin um hana lifir og er skínandi björt, nú birtir líka á ný í bænum okkar með sífellt auknum fjölda jólaljósa á aðventunni allt til jóla og innan tíðar með hækkandi sól. Hafsteinn Þorvaldsson. ÁSRÚN MAGNÚSDÓTTIR Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur hlýhug og vináttu við andlát og útför sambýlis- manns míns, föður okkar og sonar, SVEINS JÓHANNS FRIÐRIKSSONAR, Hafnarstræti 9, Akureyri. Björk Þorgrímsdóttir, Salvar, Helgi Rúnar og Jón Heiðar Sveinssynir, Guðrún Þorsteinsdóttir. Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og vinar- hug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÓNU BJARNADÓTTUR. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki öldrunar- deildar FSÍ. Bjarni L. Gestsson, Ágústa Benediktsdóttir, Sævar Kr. Gestsson, Ragna Arnaldsdóttir, ömmubörn og langömmubörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.