Morgunblaðið - 02.12.2005, Page 42

Morgunblaðið - 02.12.2005, Page 42
42 FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Svanur IngiKristjánsson fæddist að Þinghóli í Hvolhreppi í Rang- árvallasýslu 9. febr- úar árið 1922. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 22. nóv- ember síðastliðinn. Móðir hans var Sylvía Hansdóttir, ættuð frá Efra Hvoli í Hvolhreppi, og faðir hans var Kristján Jónsson, trésmiður frá Arn- geirsstöðum í Fljótshlíð. Svanur ólst upp í Vestmannaeyjum hjá móður sinni og fóstursystur henn- ar Guðrúnu Sveinsdóttur. Hálf- systkini Svans að föðurnum voru tíu: Óskar, Ólafur, Oddgeir, Lauf- ey, Jóna, Klara, Gísli, Kristbjörg, Haraldur og Lárus. Svanur kvæntist 24. maí 1958 Álfhildi Kristjánsdóttur, f. í Hvammi í Dýrafirði 19. október 1916, d. 8. febrúar 2005. Hún var dóttir hjónanna Guðrúnar Þor- bjargar Kristjánsdóttur og Krist- jáns Sigurðar Kristjánssonar. Svanur gekk tveimur yngri börn- nóvember 1958, sonur Ingu og Eyjólfs Einarssonar. Einar er kvæntur Eddu Möller. Börn þeirra eru Einar Andri og Inga Rakel. b) Guðný Rósa, f. 12. desember 1963, gift Ágústi Má Jónssyni, þeirra börn eru Þorvarður Arnar, Viktor Ingi og Inga Laufey. c) Bjarni Kristján, f. 22. desember 1966, kvæntur Katrínu Helgadóttur, þeirra börn eru Kristín Hulda, Ingvar Þór, Þorvarður Helgi og Inga Björg Magnea. d) Elías Þór, f. 31. desember 1971, í sambúð með Heiðrúnu Hlín Hjartardóttur, þeirra sonur er Þorvarður Friðrik og Elías á tvær dætur, Emblu Mjöll og Sól, frá fyrra hjónabandi með Sunnu Jóhannsdóttur. Svanur var búsettur í Vest- mannaeyjum fram til ársloka 1954 að hann flutti til Reykjavíkur. Í Vestmannaeyjum starfaði hann lengst hjá verslunar- og útgerð- arfélaginu Tanganum og var þar verslunarstjóri í nokkur ár. Hann lauk sveinsprófi í húsasmíði árið 1959 og meistaraprófi 1963, og starfaði sem húsasmiður í Reykja- vík til starfsloka. Fyrr á árum spilað Svanur með Lúðrasveit Vestmannaeyja sem Oddgeir bróðir hans stjórnaði og tók einn- ig þátt í starfi Leikfélags Vest- mannaeyja. Svanur verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 13. um hennar í föður- stað og ól þau upp sem sín eigin. Þau eru: 1) Kristján Rún- ar Svansson, f. 26. febrúar 1947, kvænt- ur Eddu Helgadóttur Bachmann. Dóttir þeirra er Álfhildur Erla, f. 26. júlí 1978, gift Jóhannesi Birgi Guðvarðarsyni. Son- ur þeirra er Krist- ófer Breki. Fyrir átti Álfhildur Erla dótt- urina Alexöndru Dröfn með Veigari Þór Sturlu- syni. 2) Guðrún Þorbjörg Svans- dóttir, f. 3 október 1950, d. 17. jan- úar 2000, gift Daníel Árnasyni. Þeirra synir eru a) Árni Svanur, f. 15 apríl 1973, kvæntur Guðrúnu Harðardóttur, dóttir þeirra er Guðrún María. b) Davíð Már, f. 19. júní 1979, í sambúð með Tinnu Maríu Emilsdóttur. Einnig var elsta barnabarnið, Einar, á heimili þeirra á sínum yngri árum. Elsta dóttir Álfhildar er Inga Rósa Sig- ursteinsdóttir, f. 8. desember 1942, gift Þorvarði Elíassyni. Þau eiga fjögur börn a) Einar, f. 26. Svanur Kristjánsson var einn þessara manna sem taka því sem að höndum ber án mikillar umræðu og án þess að vilja ónáða fólk í kringum sig. Þannig var það einnig þegar sjúkdómur sá lagðist á hann sem gera mátti ráð fyrir að ekki yrði sigr- aður. Það var gert sem gera þurfti og sagt sem segja þurfti en annað ekki. Ef til vill var það þess vegna sem sjúkdómurinn hafði hægt um sig í mörg ár og varð ekki til mikilla vand- ræða fyrr en fyrir skömmu. Að því kom þó að hann hreyfði sig og þá gerðist margt með skjótum hætti. Ótrúleg breyting á fáum vikum og síðan lífið á enda runnið. Vafalaust hefur hér einnig skipt máli að eig- inkonan lést fyrr á árinu. Þau voru orðin því vön gömlu hjónin að vera saman og Svanur ekki á þeim aldri að líklegt væri að hann vildi eða gæti lært að vera án hennar. Svanur tók afar vel á móti mér þegar ég tengdist fjölskyldunni með því að giftast Ingu Rósu sem er dóttir konu hans og fyrri manns hennar. Svanur hafði áhuga á öðru fólki og samskiptum við það, hafði vakandi eftirtekt þegar eitthvað var að sjá eða heyra og góða tónlistar- og sam- kvæmishæfileika svo sem hann átti kyn til, ættaður frá Vestmannaeyj- um. Með okkur tókst strax góð vin- átta og saman áttum við mjög ánægjuleg samskipti bæði á ferðalög- um um heiminn og við lagfæringu á ýmsu sem betur mátti fara á heimili mínu því Svanur var smiður góður og hjálpsamur. Börn okkar Ingu nutu þess einnig að Svanur var þeim ljúfur afi með lifandi áhuga á öllu sem þau vildu deila með honum. Svanur var hagleiksmaður og starfaði sem smiður mikinn hluta ævi sinnar. Vann þá hjá ýmsum meistur- um og verktökum, við virkjunarfram- kvæmdir á fjöllum, eigin framleiðslu og húsabyggingar í höfuðborginni þar á meðal við Verzlunarskóla Ís- lands meðan hann var í byggingu. Svanur var stundum sendur þangað þegar vinna þurfti vandasamt verk. Það var ánægjulegt að sjá hve mikils trausts hann naut hjá meistara sínum og hve vel liðinn hann var meðal sam- starfsmanna sinna. Hin síðustu ár hefur Svanur búið á Hrafnistu, fyrst ásamt konu sinni en nú undir lokin einn. Hrafnista hugsar vel um sitt fólk. Þar tók Svanur þátt í kórstarfi og hafði gaman af auk ann- arra félagsstarfa og samskipta við starfsfólk og vistmenn aðra. Það leyndi sér þó ekki að síðustu mán- uðina, eftir missi konu sinnar, hafði Svanur ekki sömu lífsgleði og áður. Þegar heyrnin er biluð og fæturnir bera mann ekki örugglega þarf meira fyrir samskiptum við annað fólk að hafa en áður og þegar við bætist að áhuginn er ef til vill mestur á því að hitta aftur látna konu sína þá má bú- ast við að viðnámsþrekið dvíni og meinsemdin sem liggur og bíður láti til sín taka. Svani var margt til lista lagt og hann hefði getað látið meira að sér kveða á ýmsum sviðum lista og at- hafna. Það duldist hins vegar engum sem með fylgdist að áhugi hans var meira bundinn við að annast og hugsa um Öddu konu sína en nokkuð annað. Fyrir það hvernig hann hugs- aði um konu sína öll þau ár sem hún átti við mikil veikindi að stríða verð- um við Inga ævinlega þakklát og meiri fórnfýsi en Svanur sýndi er vart hægt að hugsa sér. Við þökkum einnig starfsfólki Hrafnistu í Hafnarfirði fyrir þeirra góðu umönnun og vitum að Svanur naut lífsins eins vel og unnt var og al- veg sérstaklega vegna faglegrar og góðrar umönnunar þeirra og aðbún- aðar sem þar er boðið upp á á öllum sviðum. Það er von okkar að Svanur sé nú kominn til Öddu sinnar aftur eins og hann langaði og vildi aldrei án vera. Þorvarður Elíasson. Svanur Kristjánsson var alla tíð umvafinn kærleiksböndum. Þótt hann sjálfur hefði ekki eignast afkomendur átti hann stóran hóp barna. Þegar hann og Álfhildur Kristjáns- dóttir rugluðu saman reytum sínum á fertugsaldri varð hann hluti af stór- fjölskyldu eiginkonu sinnar, eignað- ist þar góða vini í hennar systkina- hópi og varð börnum Álfhildar faðir og vinur, barnabörnum sínum kær leikfélagi og spilafélagi. Svanur var hógvær maður, hagleiksmaður í höndunum og hjartkær öllum sem kynntust honum. Hann var þræl- sterkur iðnaðarmaður, vann alla tíð í hreinu íslensku lofti. Bráðmyndar- legur með fallegt bros og blikandi augu. Það kom eftir á ekki á óvart að svo stutt yrði á milli þeirra hjóna. Þau voru – þrátt fyrir allt – eitt í þessu lífi, óaðskiljanleg í svefni og vöku. Í huga mér kemur ljósmynd af þeim hjón- um, Öddu og Svani, tekin fyrir nokk- uð löngu síðan. Flott kona hún Adda og Svanur horfir hreykinn og íbyggin á hana. Þannig viljum við muna þeirra samband. Ástríkt vinasam- band Öddu ömmu og Svans afa. Svanur var einstakur við Öddu, þessa stórlyndu konu. Það var aldrei logn- molla í kringum hana og því ávallt ys og þys í kringum Svan. Öll fengum við að upplifa kærleika og umvefjandi áhuga þessa manns sem Adda amma felldi ástarhug til hér forðum. Guð blessi allar minningarnar um þau kæru hjón Álfhildi Kristjánsdóttur og Svan Kristjánsson. Við hefðum viljað hafa þau lengur hjá okkur. Edda Möller. Aðfangadagskvöld í Karfavogin- um. Ég er sennilega fimm eða sex ára, amma og afi eru með okkur þetta kvöld, í fyrsta skipti á aðfanga- dagskvöldi eftir því sem ég man best. Mikil jólagleði, spjall og auðvitað er heilmikið hjalað við lítinn snáða. Ekki man ég mikið eftir gjöfunum, utan einni: Action-man ofurhetjukalli sem leyndist í pakka. Flottur kall og sterkur! Eins og afi. Annað aðfangadagskvöld, rúmum áratug síðar, að þessu sinni heima hjá Kristjáni og Eddu, á einum „-teign- um“ þar sem þau gerðu heimili sitt. Eftir góða máltíð voru teknir upp pakkar. Í einum þeirra, frá afa og ömmu, leyndist kross. Hvítmálaður kross á svörtum fæti. Fallegt hand- verk, afa-handverk. Afi var ekki bara sterkur, hann var líka handlaginn. Krossinn hvíti hefur verið á heimili mínu síðan. Hann stendur nú á heim- ilisaltari fjölskyldunnar og þjónar þar tvenns konar tilgangi. Sem kross minnir hann á Jesú Krist, dauða hans og upprisu. Sem afasmíði kveikir hann fjölmargar góðar minningar um Svan afa minn. Notalegar stundir í eldhúsinu á Þórsgötunni, kæfuna sem afi gerði, jólakökurnar sem hann bakaði, jólatréð sem var alltaf jafn ríkulega skreytt, hlýjuna sem stafaði frá heimili þeirra hjóna. Öryggistil- finning og opinn faðmur, þannig minnist ég afa og ömmu. Þökk fyrir það allt. Það leið ekki langur tími milli and- láts ömmu og afa. Nú fá þau enn á ný að hvíla saman, hlið við hlið, örskots- spöl frá yngstu dótturinni. Og þótt sorgin sé erfið og sárt að missa er eitthvað notalegt við þá til- hugsun að þau sem voru svo oft sam- einuð við eldhúsborðið, við kaffi- drykkju og spjall, fái nú að hvíla í námunda hvort við annað. Guð blessi minningu Svans afa míns. Árni Svanur Daníelsson. ,,Nú er gaman í himnaríki,“ sagði Edda okkur þegar hún hringdi og sagði að Svanur vinur okkar væri bú- inn að fá hvíldina. Og vonandi er það svo að þegar við komum á þann góða stað verði fagnaðarfundir. Víst er að Adda beið hans með opinn faðminn. Svanur Ingi Kristjánsson var góð- ur maður, umburðarlyndur og sterk- ur. Hann sýndi Öddu, konu sinni, ein- staka umhyggju í langvinnu heilsu- leysi hennar og söknuðurinn var sár þegar hún féll frá á síðastliðnum vetri. Við verðum honum ævinlega þakklát fyrir að vera henni svo öflug stoð og dyggur ástvinur. Það mynduðust óvenjulega sterk vinabönd milli okkar og Svans og þau bönd styrktust enn frekar þegar hann kom norður í Þingeyjarsveit í vor og dvaldi hjá okkur um hríð. Svanur var alla tíð mjög laghentur maður enda menntaður smiður og við nutum svo sannarlega góðs af því. Þá var heilsan í ágætu lagi og Svanur lék við hvern sinn fingur við smíðar úti í garðinum okkar. Þá voru rifjaðar upp minningar um það þegar hann kom til okkar, bæði í Keflavík og Hafn- arfirði, og hjálpaði okkur með inn- réttingar og parket. Tengsl Svans við yngsta fólkið á heimilinu sýndu hjartahlýju hans og manngæsku. Myndirnar af honum sposkum með hárkollur í hrekkja- vökustíl eru nú orðnar að ómetanleg- um dýrgripum fjölskyldunnar í Hellu. Enda var hann orðinn þunn- hærður frekar og ógleymanlegt er þegar hann kom til Ellýjar á hárstof- una í Bröttukinninni og spurði hvort maður borgaði ekki klippinguna eftir vigt! Svanur kom svo með ýmsar nýj- ungar í heimilishaldið, meðan á dvöl hans stóð hér fyrir norðan, enda uppátækjasamur ágætlega. Þar á meðal var að nota hunang ofan á brauð – sem við reyndum raunar að afstýra fyrst því við héldum að hann væri að taka það í misgripum fyrir smjör! Svanur hafði augljóslega lúmskt gaman af öllu svona og ógleymanlegur er þessi hægláti djúpi og reglulegi hlátur þegar honum fannst eitthvað sniðugt. Það var næstum því eins og hann klappaði manni hlýlega á bakið með þessum hlátri og segði stundum stríðnislega: „Ha, ha, þarna gabbaði ég þig!“ Meira að segja komu vísur frá hon- um í tölvupósti sem svar við ljóðum stelpnanna. Því Svanur var ekki bara hagur á tré og hluti heldur orðin líka. Okkur þótt auðvitað vænt um þessar sendingar og víst er að við munum sakna þess að heyra í Svani í síman- um (þar sem hann meira að segja söng fyrir sunnan lög eftir Oddgeir bróður sinn, við píanóundirleik fyrir norðan!) eða fá frá honum hlýleg tölvuskeyti. En við geymum minn- ingarnar um Svan Inga vin okkar eins og perlur í skríni um ókomin ár og þökkum honum ógleymanleg kynni. Jóhann Guðni Reynisson, Elínborg Birna Benediktsdóttir, Ína Björk, Hugrún og María Rún Jóhannsdætur. SVANUR INGI KRISTJÁNSSON Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvadd- ur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Formáli Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minn- ingargreinunum. Minningargreinar Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför bróður okkar, GUÐMUNDAR GUÐMUNDSSONAR húsasmiðs, Hraunbæ 176, Reykjavík Sérstakar þakkir til allra þeirra, sem önnuðust hann í veikindum hans. Guð blessi ykkur öll. Systkini hins látna. Innilegustu þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför okkar ást- kæru móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÓHÖNNU ÓLAFSDÓTTUR frá Beitistöðum, Leirársveit, Garðabraut 22, Akranesi. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KRISTÍNAR STEINADÓTTUR frá Grímsstöðum í Kjós. Hreiðar Grímsson, Ásta Sigrún Einarsdóttir, Ester Grímsdóttir, Þorsteinn Einarsson, Aðalsteinn Grímsson, Hulda Þorsteinsdóttir, Rúnar Grímsson, Kristjana B. Kjartansdóttir, Eygló Grímsdóttir, Björn H. Björnsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.