Morgunblaðið - 02.12.2005, Page 44

Morgunblaðið - 02.12.2005, Page 44
44 FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Hálfdán V. Ein-arsson fæddist á Hafranesi við Reyð- arfjörð 31. maí 1917. Hann lést á Land- spítala Landakoti 26. nóvember síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Einar Sveinn Friðriksson bóndi, f. 31. maí 1878, d. 28. júlí 1953, og Guðrún Vilborg Hálfdánardóttir húsmóðir, f. 26. júlí 1880, d. 30. júlí 1963. Systkini Hálfdáns voru Anna, Jó- hanna, Friðrik, Egill, Þóra, Skúli og Lára en þau eru öll látin. Hálfdán kvæntist 26. júní 1942 Ingibjörgu Erlendsdóttur verslun- armanni, f. 17. október 1919. For- eldrar hennar voru Erlendur Þor- valdsson bóndi, f. 4. nóv. 1890, d. 11. maí 1924, og Stefanía Guð- mundsdóttir ljósmóðir, f. 20. apríl 1895, d. 3. feb. 1973. Börn Hálf- dáns og Ingibjargar eru: 1) Er- lendur, f. 16. okt. 1942, kvæntur Elínborgu Karlsdóttur. Dætur þeirra eru Ingibjörg, Halldóra og Hrafnhildur Ýr. Sonur Erlends er Halldór Arnar, móðir hans er Ing- unn Halldórsdóttir. 2) Kjartan, f. 23. mars 1946, kvæntur Hrefnu Friðgeirsdóttur. Börn þeirra eru Sigurður Þór, Ingibjörg og Kjart- an Hrafn. 3) Hilmar Þór, f. 29. des. 1947, d. 22. des. 1993, kvæntur Elínu Sverrisdóttur. Synir þeirra eru Sverrir Þór, Hálfdán Þór, Hilmar Þór, Halldór Þór og Erlendur Þór. 4) Guðrún Vil- borg, f. 10. des. 1952, gift Sigurjóni Pétri Johnssyni. Börn þeirra eru Stefanía Inga og John Kristinn. 5) Einar Sveinn, f. 13. mars 1954, kvæntur Regínu Grétu Pálsdóttur. Börn þeirra eru Susie Rut, Diljá Mist, Páll Fannar og Sindri Snær. Langafabörnin eru 17. Hálfdán gekk í Reykholtsskóla og lauk prófi frá Samvinnuskólan- um árið 1940. Hann hóf störf hjá Tollstjóraembættinu árið 1942 og var fastur starfsmaður til sjötugs, eða til ársins 1987. Hann vann síð- an áfram hjá embættinu til ársins 1992 og er meðal þeirra starfs- manna sem unnið hafa hvað lengst hjá embættinu. Hálfdán var virkur í starfi Sjálfstæðisflokksins árum saman og sat meðal annars í full- trúaráði flokksins. Útför Hálfdáns verður gerð frá Seljakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Með nokkrum fátæklegum orðum langar mig að kveðja afa minn, Hálf- dán V. Einarsson, sem lést á Landa- koti síðastliðinn laugardag. Mestan sinn starfsaldur starfaði afi sem toll- vörður hjá Tollstjóraembættinu, eða í 50 ár. Margar skemmtilegar sögur hefur hann sagt mér af starfi sínu þar, en ég held að ég geti fullyrt að afi sinnti sínu starfi af áhuga, mikilli ná- kvæmni og samviskusemi. Afi var fæddur undir merkjum tví- burans, en oft er sagt í gríni að fólk sem fæðist undir þessu merki geymi tvo persónuleika innra með sér. Þannig fannst mér oft vera með afa. Hann var að mörgu leyti einfari, sem naut sín vel við lestur góðra bóka. Á hinn bóginn var hann félagsvera, sem naut sín í góðum félagsskap. Hann var með eindæmum fróðleiksfús, en það eru ekki margir á níræðisaldri sem sitja við það að rifja upp enska tungu. Þetta gerði hann þrátt fyrir að sjónin væri orðin það slæm að hann þyrfti stækkunargler til að sjá smáan texta. Afi fór oft með ljóð fyrir mig, en hann kunni fjöldann allan af ljóð- um eftir okkar helstu snillinga eins og Davíð Stefánsson, Stein Steinarr og Einar Benediktsson, sem var í miklu uppáhaldi hjá afa. Afi var sann- ur sjálfstæðismaður og fylgdist ætíð vel með pólitík. Í lífi afa átti allt sinn tíma og stað, og hlutirnir voru í röð og reglu. Hann var einstaklega stundvís og fannst mikilvægt að aðrir væru það líka og gat því orðið ansi óþolinmóður ef hann þurfti að bíða eftir fólki. Afi var líka skemmtilega þver og þrjóskur sem var honum bæði til góðs og ills í veikindum sínum. Hreyfing var mikilvæg í lífi afa, en hann fór reglulega í gönguferðir og sund á meðan hann hafði heilsu til. Hann lagði mikla áherslu á það við af- komendur sína að þeir stunduðu hreyfingu af einhverju tagi, þar sem hún væri góð fyrir sál og líkama. Honum fannst jafnframt gott að sitja úti í góðu veðri og njóta íslenska sum- arins. Hann var því ætíð orðinn sól- brúnn og sætur snemma sumars. Síð- asta sumar reyndist því afa sjálfsagt mjög erfitt, þar sem hann komst ekki út vegna veikinda. Afa fannst gaman að fá heimsóknir og var sérstaklega glaður þegar barnabörnin gáfu sér tíma frá dags- ins önnum til að heimsækja hann. Honum var mjög umhugað um af- komendur sína og fannst mikilvægt að við gengjum öll menntaveginn. Al- veg fram undir það síðasta hringdi hann daglega í börnin sín og fylgdist vel með öllu sem var að gerast af miklum áhuga. Afi var líka stoltur af sínu fólki. Ég á afa og ömmu margt að þakka, en ég var svo lánsöm að dvelja mikið hjá þeim. Ég kveð nú afa minn með miklum söknuði, en jafnframt gleði þegar ég hugsa til allra þeirra góðu stunda sem við áttum saman. Það er huggun harmi gegn að hann sé nú laus úr viðjum veikinda sinna. Kom, huggari, mig hugga þú, kom hönd og bind um sárin, kom dögg og svala sálu nú, kom sól og þerra tárin, kom hjartans heilsulind, kom heilög fyrirmynd, kom ljós og lýstu mér, kom líf er ævin þverr, kom eilífð bak við árin. (V. Briem.) Ingibjörg Erlendsdóttir. Í dag fer fram útför ástkærs afa okkar, Hálfdáns V. Einarssonar. Það er margt sem fer í gegnum hugann og langar okkur að stikla á stóru í þeim efnum. Afi heitinn var fróður maður, hann var stundvís og hélt fast í hefðir og venjur. Hann var mikill fagurkeri og snyrtimenni og heimili þeirra ömmu einkenndist af því. Hann var jafnframt iðinn við að halda garðinum í Akraselinu fallegum og vel snyrtum. Afi var iðinn við lestur bóka og hafði hann sérlegan áhuga á ljóðum. Hann átti það til að fara með ljóð utanbókar án nokkurrar fyrir- hafnar, enda stálminnugur. Hann hafði einnig gaman af því að segja sögur frá hans yngri árum sem féllu í ljúfan farveg hjá okkur systrum. Gestrisinn var hann og þótti honum sérlega vænt um að fá heimsókn frá barnabörnum og barnabarnabörn- um. Í hvert skipti sem við kíktum í heimsókn dró hann fram einhverjar kræsingar og var ekki tekið annað í mál en maður fengi sér bita eða tvo. Margar eru minningarnar úr Akraselinu, afi og amma tóku ávallt vel á móti gestum og góðar viðtökur fengu barnabörnin. Kjallarinn í Akraselinu var sem ævintýri líkastur og þar gátu barnabörnin unað sér við leik svo klukkustundum skipti og svo var gjarnan boðið upp á ísblóm eða eitthvert annað góðgæti eftir kvöld- matinn. Síðustu ár voru afa erfið og trúum við að á köflum einmanaleg þó sér- staklega eftir að okkar yndislega amma, hún Ingibjörg, féll frá fyrir rúmum fjórum árum. Síðasta ár afa einkenndist af erfiðum veikindum sem hann tók á af æðruleysi. Það reyndist honum sjálfsagt erfitt að geta ekki notið síðasta sumars þar sem honum fannst fátt betra en að sitja úti í góðu veðri. Afi var mikill göngugarpur og sundmaður og leið vart sá dagur að hann færi ekki í göngur, en jafnframt voru þau amma mjög dugleg við að fara í sund hér áður fyrr. Það voru farnar ansi margar sundferðirnar í Laugardalslaugina með afa og ömmu á okkar yngri árum og vakti það mikla lukku. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Elsku pabbi, enn á ný hefur sorgin knúið dyra og er söknuðurinn mikill. Við trúum því að afi sé nú kominn til ömmu Ingibjargar og annarra ást- vina. Takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir afa, það var aðdáunarvert að sjá hve fallega þú hugsaðir um hann. Minning afa lifir í hjarta okkar – Guð geymi hann. Þín afabörn, Halldóra og Hrafnhildur Ýr Erlendsdætur. Elsku afi, í dag kveð ég þig og um leið þakka ég fyrir þau 23 ár sem ég fékk að vera afastelpan þín. Ég var ekki nema fjögurra, fimm ára þegar ég kom með rútunni í bæinn til að vera hjá ykkur ömmu yfir helgi. Ég fékk að sofa í litla herberginu með öllum bókunum og hlustaði alltaf á fallegu klukkuna þína slá. Það var svo gott að koma um helgar úr sveit- inni í Akraselið. Amma passaði alltaf upp á að gefa mér smá kvöldkaffi svo að ég færi ekki svöng í rúmið. Þið tókuð mig með í sund og svo gat ég leikið mér úti með krökkunum í hverfinu og frændsystkinum mínum, þannig fékk ég að kynnast því hvern- ig var að búa í sveit og borg. Afi minn, þú varst þolinmóði kenn- arinn sem kenndir mér að lesa í Gagn og gaman svo að ég var sæmilega læs áður en ég byrjaði í skóla. Stundum kom ég núna síðustu ár eftir vinnu eða skóla með eitthvað gott að borða handa okkur og braut saman þvottinn og svo þögðum við bara saman yfir sjónvarpinu, það voru notalegar stundir. Það var sárt fyrir okkur öll þegar þú veiktist og þurftir að dvelja á sjúkrastofnunum, maðurinn sem vildi bara sofa heima hjá sér og hvergi annars staðar. Fyrir þig er það því hvíld að komast yfir í annan heim, ég veit að þar er tekið vel á móti þér, Hilmar frændi og amma með bros á vör. Ég bið góðan Guð um að blessa minningu þína og vaka yfir okkur sem eftir lifum. Þín Stefanía Inga. Nú eru þau saman á góðum stað Hálfdán afi minn og Ingibjörg amma mín. Því miður höguðu forlögin því þannig að ég fékk ekki tækifæri til að kynnast þeim eins vel og ég hefði vilj- að. Engu að síður fann ég alltaf fyrir óeigingjarnri ást þeirra og hlýju í minn garð og fyrir það verð ég þeim að eilífu þakklátur, það hefur gert mig að betri manni og vonandi get ég miðlað þeim kærleik áfram til minna barna. Pabbi minn, samúð mín er með þér, Elínborgu, systrum mínum og frændfólki mínu öllu. Halldór Arnar. Hálfdán afi minn er dáinn eftir erf- ið veikindi. Núna hefur hann fengið hvíldina sem hann var sjálfur búinn að sætta sig við. Fyrstu minningar mínar um hann eru úr Nökkvavoginum, þar sem ég ólst upp fyrstu ár ævi minnar í faðmi stórfjölskyldunnar með afa og ömmu sem stýrðu heimilisskútunni. Þar var glatt á hjalla og mannmargt. Sér- staklega var gaman fyrir lítinn dreng sem fékk mikla athygli frá öllum á heimilinu. Ég man eins og gerst hafi í gær þegar afi kom heim úr vinnunni og hengdi stóra flotta tollarafrakk- ann í fatahengið, að maður tali nú ekki um húfuna sem ég hélt alltaf að væri lögguhúfa. Mér fannst afi lang- flottastur og vildi alltaf fá að prófa húfuna. Þegar ég flutti svo á Reynimelinn með pabba og mömmu og Ingibjörgu systur breyttist margt en við fórum mikið inn í Nökkvavog, bæði í heim- sókn og líka í pössun systkinin. Þegar foreldrar mínir byggðu næsta heimili okkar í Breiðholti, fluttum við í eitt ár aftur inn í Voga, þegar ég var 11 ára gamall. Það var frábær tími. Afi og amma byggðu sér einnig nýtt hús í næsta nágrenni við okkur í Akraseli og það var frábært að hafa þau svo nálægt sér öll unglingsárin og geta notið návista þeirra fram á fullorðinsár. Eftir tvítugt flutti ég austur á firði og það þótti afa ekki slæmt, því sjálf- ur var hann fæddur á Hafranesi við Reyðarfjörð. Hann og amma heim- sóttu mig austur og ég fór með þeim í ferðalag um Miðausturland. Ég man svo glöggt þegar við afi gengum um kirkjugarðinn í Valþjófsstað, hvað hann þekkti marga sem voru jarðaðir þar. Ég spurði hann hvers vegna hann þekkti alla þessa menn. Hann hafði þá unnið með þeim í vegavinnu á Fljótsdalshéraði í kringum 1930. Hann sagði mér margar skemmtileg- ar sögur af þessum fyrrum samferða- mönnum sínum. Afi minn var alla tíð mikill sjálf- stæðismaður. Þegar kom að því að ég mátti kjósa í fyrsta skipti, spurði hann mig hvort ég ætlaði ekki að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Ég var ungur og þóttist vera róttækur, en svaraði að bragði að ég myndi líkleg- ast skila auðu. Þá sagði afi: „Siggi minn, ef þú getur ekki hugsað þér að kjósa Sjálfstæðisflokkinn, kjóstu þá bara kratana, þeir eru ágætir.“ Þessi litla saga lýsir honum vel. Aldrei var hann með neinar aðfinnslur eða skammir. Hann afi minn reyndist mér ákaf- lega vel og þegar ég leitaði til hans fékk ég alltaf góð ráð og mikinn skiln- ing. Elsku afi minn. Þakka þér fyrir öll árin sem við áttum saman. Takk fyrir mig og guð blessi þig. Skilaðu ást- arkveðju til ömmu. Sigurður. Elsku langafi, núna ert þú dáinn. Ég skil þetta nú ekki alveg en ég veit að þú ert fallegur engill hjá Guði og vakir yfir mér. Það verður skrýtið núna að hitta þig ekki lengur. Ég sem kom með ömmu eða mömmu allavega einu sinni í viku frá því ég var pínu- pons. Mér leið svo vel í íbúðinni þinni í Árskógum, þar gat ég dundað mér tímunum saman. Ég kunni varla að tala þegar ég þekkti húsið þitt og gat bent á það úr mikilli fjarlægð. Elsku langafi, ég á eftir að sakna þín svo mikið, ég bið guð um að passa þig á himnum. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt, hafðu þar sess og sæti, signaði Jesú mæti. Þín langafastelpa Guðrún Rós. Hálfdán Einarsson var partur af uppeldi mínu og hluti af lífinu á skemmtilegum en eflaust viðkvæm- um tíma uppvaxtaráranna. Faðir Einars einkavinar míns, góður félagi okkar piltanna, samherji í stjórnmál- um og meira að segja samstarfsmað- ur um stutt skeið. Við vorum velkomnir í Nökkvavog 13. Þar voru útidyrnar alltaf ólæstar og ekki ætlast til að við bönkuðum. Við nutum góðs af eldri bræðrunum sem rutt höfðu brautina og sjálfsagt fátt nýtt fyrir Hálfdán og Ingibjörgu sem við fundum upp á. Enda kipptu þau sér ekki upp við sitthvað sem ekki hefði gengið alls staðar. Af þessu leiddi að við vorum kannski meira í Nökkvavoginum en annars staðar. Oft sátum við löngum stund- um og ræddum pólitík því þar þóttust báðir hafa gagn hvor af öðrum. Hálf- dán vildi heyra sjónarmið ungu mannanna og við nutum reynslu hans. Hann var einn af þessum dökk- bláu sjálfstæðismönnum þó að svo hafi reyndar ekki verið í upphafi. Hann studdi sinn flokk og foringja jafnvel þótt honum líkaði ekki alltaf allt sem gert var. Á kjördag unnum við svo saman í umdæmi, smöluðum fólki til að kjósa, ræddum líkindi þess að atkvæði féllu á réttan stað, send- um bíl að sækja, spáðum og spekúler- uðum. Þegar litið er til baka sér mað- ur hvað þetta var góður tími, traust samferð og vinátta. Ég vann skamma hríð í afleysingum á tollinum, vinnu- stað Hálfdáns. Þar kynntist maður þeirri hlið hans, sanngirni og prúð- mennsku sem margir opinberir emb- ættismenn mættu betur temja sér. Samstarfsmenn hans báru virðingu fyrir honum og starfsheitið sérfræð- ingur í tollskrá notaði hann aldrei nema horfa niður og brosa í kampinn. Hógvær og lítillátur, miklaðist aldrei af sínu. Eftir margra ára hlé heimsóttum við félagarnir, Auðun Svavar, Einar og ég, Hálfdán þar sem hann þá bjó í Árskógum. Hann heilsaði okkur glaðlega en ekki með neinum upp- hrópunum þó að langt væri liðið. Við settumst niður og tókum upp þráðinn nákvæmlega eins og samtalið hefði fallið niður í gær en ekki fyrir 30 ár- um. Allt saman blátt áfram og áreynslulaust. Þannig var Hálfdán Einarsson. Það er komið að leiðarlok- um, það er víst hluti af lífinu líka. Ég votta ykkur öllum systkinunum og fjölskyldum ykkar samúð mína. Blessuð sé minning Hálfdáns Einars- sonar. Óskar Magnússon. HÁLFDÁN V. EINARSSON Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgun- blaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minning- ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs- ingum). Skilafrestur Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðju- degi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áð- ur en skilafrestur rennur út. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virð- ingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandend- ur senda inn. Þar koma fram upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætl- ast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletr- aður, en ekki í minningargreinun- um. Undirskrift Minningargreinahöf- undar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir Ef mynd hefur birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á myndamóttöku: pix@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.