Morgunblaðið - 30.06.2005, Page 8

Morgunblaðið - 30.06.2005, Page 8
umarförðunin í ár er mjög spennandi, margir hlutir í gangi og litatónarnir bjartir, enda fylgir sumarförðuninni alltaf ákveðinn ferskleiki. Það alheitasta um þessar mundir er að nota augn- skugga sem tónar við eyrnalokkana og sést hver stjarnan á fætur annarri þar sem aðaláherslan er lögð á eyrnalokka og förðun. Mjög mikið er um græna augnskugga, þá sérstaklega lime-tóna og þykir flottast að hafa þá sanseraða. MAC-deildin í Smáralind er með svokall- aða „Shadestick“-penna sem eru mjög auðveldir í notkun og bæði hægt að nota sem augnlínublýant og augn- skugga yfir allt augað. Þetta er t.d snið- ug lausn fyrir þá sem eiga erfitt með að gera skyggingu í kringum augun því auðvelt er að strjúka pennanum yfir augnlokið. Í þessari förðun er mikilvægt að nota mjóan blýant í öðrum lit til að gera þunna línu upp við augnhárin. Þannig er maður kominn með hina flott- ustuaugnförðun áreynslulaust. Einnig er mikið um kremskugga sem gefa glansá- ferð en þeir eru sniðugir einir og sér, eða undir aðra augnskugga til að þeir haldist lengur, verði bjartari og gefi flottari áferð. Nú í sumar er einnig mikil áhersla á augnhárin og þess vegna er nauðsyn- legt að nota mikinn maskara. Svo er bara að velja uppáhaldslitinn á varirnar og nota glært gloss yfir því þannig færst tærari áferð. Einkunnarorð sumarsins eru: glampandi gloss, sanseruð augu og gyllt sólarpúður. SUMARFÖRÐUNIN AUGNSKUGGINN Í STÍL VIÐ EYRNALOKKANA Það sem er allra heitast um þessar mundir eru skór með fylltum botnum, þykkir stórir tréhælar og jarðlitir og ber þá mest á brúnum tónum. Það hefur lengi þótt nauðsynlegt að bera veski í stíl við skóna, en nú er öldin önnur þar sem flottast þykir að velja skóna í stíl við skartið. Skórnir eru úr Topshop og skartið úr Centrum. Í SUMAR … VELJUM VIÐ SKÓ Í STÍL VIÐ SKARTIÐ Innihald: Vodki Sprite Parfait Amor Hristist og fyllt með Sprite. Berist fram kalt, með klaka og sítrónu. BENT Á BARNUM SÖTRANDI APOLLO Á MÍMISBAR Texti Kristrún Helga Hafþórsdóttir Fyrirsæta Lilja Ösp Daníelsdóttir Förðun Margrét hjá MAC Mynd Árni Sæberg S

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.