Morgunblaðið - 30.06.2005, Síða 22

Morgunblaðið - 30.06.2005, Síða 22
22 SPURT OG SVARAÐ Hvernig hefur þú það? „Ég hef það fínt um þessar mundir. Á kafi í vinnu og það er gott.“ Lífið er … „…leiksvið og við aðeins leikendur og „stat- istar“ í aukahlutverkum. Verðir með spjót.“ Dagurinn sem allt fór í vaskinn var þegar … „…ég ætlaði að sameina veiðitúr og tónleika. Fór á mikilli drossíu í veiðitúrinn og síðan á Akureyri að spila. Bíllinn tók niðri og skemmd- ist. Þurfti að draga hann í bæinn og túrinn ónýtur.“ Hvað finnst þér um ketti? „Kettir eru yndisleg dýr. Við eigum tvo. Jökul Ljónshjarta sem er Persi og Emmu Línu sem er hálfur síams. Kettir hafa alltaf verið í minni fjölskyldu og eru í miklu uppáhaldi.“ Ef þú ættir eina ósk hvers myndir þú óska þér? „Fara út í himingeiminn.“ Hvað finnst þér um ungt fólk í dag? „Unga fólkið í dag er fullt af eldmóði og með vasa fulla af draumum. Oft er sagt að æska landsins sé með versta móti í dag, en það eru þeir eldri sem láta þetta út úr sér. Það er búið að gleyma sinni æsku. Unga fólkið verður bara betra með hverri kyn- slóð. Tækifærin eru samt meiri en þegar ég var yngri.“ Hvað finnst þér um að bæði börnin þín hafa lagt tónlistina fyrir sig? „Við erum stolt af Svölu og Krumma. Þau eru að fást við það sem þau hafa áhuga á, og gera það vel. Ég fékk að ráða því sjálfur hvað ég tók mér fyrir hendur á sínum tíma. Þau hafa feng- ið að ráða því líka. Ég er til ráðgjafar ef þau þurfa.“ Hvað er mikilvægast að muna? „Ekki gleyma þeim sem standa þér næst og uppruna þínum.“ Hverju ertu bestur í? „Þetta er nú ekki sanngjarnt að spyrja svona spurninga. Ætli ég sé ekki bestur í því að syngja, og leika mér við tónlistargyðjuna. Svo vil ég halda að ég sé ágætur matreiðslumeist- ari.“ En verstur? „Garðyrkju.“ Hvað var það sem heillaði þig fyrst við eigin- konu þína? „Hvað hún var falleg og bros hennar.“ Hvað er velgengni? „Lykillinn að velgengni og hamingju í framtíð- inni býr innra með okkur öllum og nefnist já- kvætt hugarfar. Við þurfum að skoða hug okk- ar vandlega og útiloka neikvæðar hugsanir og kenndir og koma fyrir jákvæðum hugsunum í staðinn. Ekki er verra að hafa lukkuna sín meg- in í lífinu.“ AÐ GLEYMA ÆSKUNNI BJÖRGVIN HALLDÓRSSON Oft er sagt að æska landsins sé með versta móti í dag, en það eru þeir eldri sem láta þetta út úr sér

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.