Morgunblaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 8
8 HÖNNUN BÓK Meðan nóvember rann ofan í nið- urföll borgarinnar (November Rain) þá brá blaðamaður á það að hafa samband við Ómar Suarez, fyrrum rappara, núverandi myndasöguhöf- und og upprennandi stórstjörnu í fyrirsætuheiminum og heyra hvað væri í gangi hjá honum þessa skömmu daga. Ómar, nú ert þú að fara að endur- útgefa myndasögu sem ber hinn ágæta titil Óli píka. Geturðu sagt mér eitthvað frá þessu? „Já, þetta er semsagt endurprentun á bók sem ég gaf út í byrjun síðasta sumars. Bókin fjallar um ungan dreng, svona sjö til átta ára, sem heit- ir Óli píka. Hann er með þann hvim- leiða fæðingargalla að hafa píku í andlitinu í staðinn fyrir að hafa andlit í andlitinu. Fyrir vikið þá lendir hann í alls kyns skringilegum ævintýrum og vandamálum sem geta fylgt því að hafa þetta tiltekna líffæri í andlit- inu.“ Þetta eru semsagt bara atvik úr lífi hans.“ Gefurðu þetta út sjálfur? „Já, ég er bara sveittur uppi í skóla [Listaháskóla Íslands] að útbúa þetta.“ Eru þetta langar sögur? „Nei, þetta eru bara eins ramma skrýtlur.“ Og hvernig voru eiginlega viðtök- urnar við þessum píkufeis-bók- menntum? „Þær voru mjög góðar – bókin seldist fljótlega upp og ég hafði því miður ekki tíma til þess að búa til meira fyrr en núna. Það er alveg ótrúlegasta fólk sem hefur komist yfir þetta. Fólk sem viðurkennir það kannski ekki op- inberlega en hefur sagt mér það í trúnaði. Þetta kom mér mjög á óvart – ég er að tala um þekkta Íslendinga sem hafa nálgast mig á barnum og sagt mér að Óli píka sé MÁLIÐ. Ég er með nokkrar tilvitnanir í svona fræg- ar týpur aftan á nýju prentuninni.“ Nú … einsog? „Tja … einsog Sjón. Þetta píku- ævintýri byrjaði allt í tíma hjá Sjón. Hann var semsagt að kenna skapandi skrif í millideildarnámi hérna uppí Listaháskóla og þar skrifaði ég upp- runalega smásögu um Óla píku. Sjón fór síðan yfir þetta, var með ábend- ingar en fílaði þetta alveg. Ég hafði líka verið að dútla mér við að teikna myndir af Óla píku í tímum hjá hon- um svo þetta small allt hjá Sjón.“ Þetta er ótrúlegt! Jæja, þú ert ekki bara í píkumyndabissnesnum. Ég frétti að þú hefðir leikið í einhverri sjóðandi heitri Smirnoff-auglýsingu. „Já, það passar. Þetta er herferð fyrir Smirnoff Ice og ég og Hannes vinur minn leikum aðalhlutverkin í henni.“ Og hver eru aðalhlutverkin? „Ég leik semsagt Austur-Evrópubúa með lélegan rússneskan hreim. Þetta er í rauninni byggt á hundasleðapæl- ingunni sem við vorum með hjá Quarashi.“ Hvenær fáum við að sjá þetta hérna heima? „Aldrei. Þetta verður ekkert sýnt á Ís- landi.“ Frábært. MEIRI ÓLI PÍKA MYNDASÖGUHÖFUNDURINN ÓMAR Mynd Sverrir Vilhelmsson Texti Atli Bollason Lukka Sigurðardóttir er nýkomin heim til landsins eftir heimsreisu með hljómsveitinni Sigur Rós. Hún sá um að hanna ásamt Alex Somers, ýmiss konar varning tengdan hljómsveitinni sem þau höfðu til sölu á hverjum tónleikastað. Um er að ræða boli, hettupeysur, barmmerki, minnisbækur og ým- islegt fleira sem ber útlit og yfirbragð nýjustu plötu sveitarinnar Takk. Tvíeykið kallar sig The Toothfairies og hefur fengið mikið lof fyrir varn- inginn sem þau passa að selja aðeins í takmörkuðu upplagi. The Toothfairies vinna að hönnun sinni út frá útliti umslagsins á plötunni Takk sem hljómsveitin sjálf á heiðurinn af og var útfært af Isac nokkrum Winth- ers. Drengurinn sem prýðir kápuna er af ljósmynd sem Jónsi söngvari fann í ónefndri ljóðabók og myndin af trjánum var fengin úr ónefndri barna- bók. Hljómsveitin fékk leyfi fyrir að nota myndirnar og grúskuðu aðeins í þeim, gerðu þær örlítið óljós- ari og áhrifameiri. Þetta útlit prýðir hönnunarmuni Tooth-fairies sem fengu mjög góðar viðtökur á ný- loknu tónleikaferðalagi Sigur Rósar og oft var eft- irspurnin mun meiri en framboðið. Neyslusamfélagið USA „Það er búið að ganga rosalega vel að selja,“ segir Lukka en er engu að síður mjög fegin að vera kom- in í tveggja mánaða frí frá ferðalögum. Lukka er nýgengin í hjónaband með Orra Páli Dýrasyni, trommara Sigur Rósar, en hún tók að sér þetta verkefni til að koma í veg fyrir of langan aðskilnað þeirra á milli. „Í upphafi átti ég að sjá um bolasöluna en þá var ekki komin nein hugmynd að hönnun.“ Þá var ákveðið að hún og Orri skyldu sjá um hönnunina á bolunum en Orri datt fljótlega úr myndinni. „Hann var bara ekki nógu áhugasamur strákurinn,“ út- skýrir Lukka. Þá var Alex Somers, kærasti Jónsa, ný- kominn til landsins en það vildi svo til að hann var að leita sér að vinnu. „Okkur datt þá í hug að fá hann til liðs við okkur. Hann er mjög klár strákur og samstarfið er búið að vera alveg æðislegt.“ Lukka segir að salan hafi gengið hvað best á tón- leikaferðalaginu um Bandaríkin. „Þarna er bara neyslusamfélag dauðans, það skipti ekki máli hvað neitt kostaði,“ segir hún en aftur á móti við gekk ekki eins vel í Evrópu. Hún minnist með nokkurri gremju þegar átta bolum og fjórum hettupeysum var stolið á tónleikum í Flórens. „Það hafði aldrei verið stolið neinu, nema á þessum næstsíðustu tónleikunum. Þá varð ég reið.“ Sigur fucking Rós Hún segist hafa orðið vör við sölu á fölsuðum bol- um á nokkrum tónleikum. „Það var mjög fyndið. Þau stálu alveg augljóslega hönnuninni okkar en voru búin að setja risa svona stórt Sigur Rósar letur yfir allan bolinn sem mér fannst ekki flott.“ Lukka er ekki mikið fyrir það að hafa hljómsveitarnafnið á bolunum en þau í Tooth- fairies lét sig þó hafa það að setja nafnið á eina týpuna þar sem á stendur skrifað „Sigur fucking Rose“. „Hann er rosalega vinsæll,“ segir Lukka og hlær. „Ég prenta samt ekki mikið af honum. Það vilja allir eignast hann.“ Hún segir að þessi bolur hafi verið sérstaklega vin- sæll Í Bandaríkjunum og minnist þess að á einum tónleikum hafi fyrstu gestirnir mætt sérstaklega snemma og gengið rakleitt að básnum þeirra í þeim tilgangi að tryggja sér eintak af bolnum. Hægt er að nálgast hönnun The Toothfairies í versluninni Nakti apinn í Bankastræti. TANNÁLFARNIR HANNA FYRIR SIGUR RÓS 1 2 3 4 1. Bolurinn vinsæli með áletruninni „Sigur Fucking Rose“. 2. Minnisbækur Tannálfanna 3. Lukka Sigurðardóttir, annar helmingur Tannálfanna. 4. Bolirnir fást í öllum stærðum og gerðum fyrir bæði kynin. Texti Þormóður Dagsson Myndir Golli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.