Morgunblaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 18
18 BÍÓ Það verður varla þverfótað fyrir subbulegum hryll- ingsmyndum og spennutryllum þessa dagana. Nú er komið framhaldið af Saw sem birtist íslenskum bíógestum fyrir um ári. Ef þú sást þá mynd er óþarfi að lesa áfram. Saw II er nokkuð samkvæm fyr- irrennara sínum, bara betri... eða verri allt eftir því hvernig við lítum á málið. Betri? Saw II er betri en fyrri myndin að því leyti að hún er betur leikin, betur tekin og betur klippt. Nýr leik- stjóri, hinn ungi og efnilegi Darren Lynn Bousman, er tekinn við og skilar nokkuð betra eintaki en hinn ungi, en efnilegi James Wan gerði með fyrri mynd- inni. Kannski það hafi hjálpað Bousman að hafa meiri pening á milli handanna en Wan hafði. En kannski spillti það líka fyrir. Verri? Ef við klæðum úlf upp í sauðargæru verður hann ekki endilega lamb að leika sér við. Hvað á ég við? Jú, sumum myndum fer einfaldlega betur að vera gerðar af vanefnum. Þó að framleiðendur Saw II hreyki sér af því að hafa gert myndina fyrir aðeins 4 milljónir bandaríkjadala var fyrri myndin gerð fyrir aðeins 1,5 milljónir. Kannski að þessar 2,5 milljónir hafi gert illt verra. Það þykir ágætt að kvikmyndir hafi nokkurt kjöt á beinunum. Þó þykir það líka stundum ágætt að kvikmyndir séu lítið annað en skinn og bein. En beinlausar og um leið kjötmiklar myndir eru mestmegnis haugur af kjöti. Og hver vill horfa á haug af kjöti? Ef Saw var meira og minna skinn og bein má segja að Saw II sé haugur af kjöti, bókstaflega og ekki. Þó Bousman leggi greinilega hart að sér að gera hryllilegan spennu- trylling með uppásnúningum á atburðarásinni nær hann einhvernveginn að skola söguþræðinum til svo áhorfandinn sem á að verða hissa, verður ekk- ert sérlega hissa. Bara óglatt. Sínópsis Brjálæðingurinn og sjálfskipaði félagsráðgjafinn Jigsaw er mættur til leiks og hefur á ný náð að safna saman fólki í hús sem er uppfullt af meist- aralega útbúnum dauðagildrum. Tilgangurinn er sem fyrr að kenna fólki að meta líf sitt að verð- leikum eða sleppa því annars að lifa því. Í þetta sinn er hið eiginlega fórnarlamb ekki fólkið í gildruhúsinu heldur pabbi eins af þeim, lögreglu- foringinn Eric Matthews. Hitt fólkið er meira eins og þátttakendur í sjúklegum leik. Þeim er att sam- an í aðstæður þar sem þau þurfa á skotstundu að ákveða hvort þau eigi að standa saman eða ráðast gegn hvert öðru til að lifa af. Bíddu við. Hljómar eins og Survivor-þáttur sem fer illa? Jamm, þar sem Survivor hittir Fear Factor með smásulli af Seven. Það er ekki mikið meira hægt að segja um sögu- þráðinn án þess að spilla honum. Þó að Bousman takist ekkert frábærlega til við að koma fólki á óvart er óþarfi að spilla gjörsamlega fyrir áhorf- endum. En myndin verður í senn saga um örlög þátttakendanna átta sem reyna að sleppa út úr húsinu og saga um samband og átök lögreglufor- ingjans og morðingjans. Góð og vond En það skiptir kannski ekki máli hvað hér verður skrifað um Saw II. Miðað við viðtökurnar sem fyrri myndin fékk í fyrra munu líklega enn fleiri bruna á þessa í leit að blóði og spennu „nó matter vatt“. Þannig að: Saw II er alveg jafngóð og slæm og Saw að því leyti að hún er bæði verri og betri. Þarf fólk að hafa séð Saw til að njóta Saw II? Já og nei. Það spillir a.m.k. ekki fyrir. Ó JÁ, ÞAÐ VERÐUR BLÓÐ! SAW II ER VERRI OG BETRI EN FYRRI MYNDIN Texti Hjörtur Einarsson Myndir Frá dreifingaraðila Ég var um daginn að horfa á kvikmynd eins og ég geri stundum. Í þetta sinn var það hin ofmetna Crash. En ég ætla svo sem ekki að eyða orðum á þá mynd í þetta sinn, og líklega aldrei nokkurn tíma. Í pínulitlu atriði í myndinni birtist allt í einu gömul hetja af sjónvarpsskjánum. Það var enginn annar en Tony Danza sem allir hljóta að muna eftir úr sjónvarpsþáttunum Hver á að ráða? Jæja, a.m.k. allir þeir sem horfðu á sjónvarpið upp úr 1985. Mér þótti Tony Danza fyndnasti maður í heimi, þarna þegar ég var tíu ára. Í dag er hann bara frekar sorg- legur. Það var óskaplega gaman að slíta barnskónum fyrir framan sjónvarpsskjáinn um það leyti sem Hver á að ráða? sló öll áhorfsmet. Aðrir gæðaþættir voru ekki síðri eins og Staupasteinn, Fyrirmyndarfaðir- inn, Rosanne og Alf. Hvar er Theo úr Fyrirmynd- arföðurnum? Hann var í miklu uppáhaldi hjá mér. Afhverju sést hann ekki lengur á sjónvarpsskjám á Íslandi? Þetta var upprennandi stórstjarna þarna fyrir tuttugu árum, hélt ég. Ég var einhvern daginn að horfa á Disney teikni- mynd eins og svo oft á þynnkudögum. Hvort það var Toy Story eða Bugs Life man ég ekki en mér fannst ég stöðugt heyra í Cliff í Staupasteini. Það kom líka á daginn. Cliff Calvin er fastur aukaleikari í Disney-Pixar myndum (hann heitir víst John Ratz- enberger í dag). Við vitum svo sem hvað varð um Kelsey Grammer og Woody Harrelson, báðir stór- menni úr Staupasteini. En hvað um þessa sem lék Diane? Kannski er hún dáin. Lögregluskólinn setti svip sinn á síðari hluta ára- tugarins. Var „gaurinn með raddirnar“ ekki eft- irlæti allra? Michael Winslow heitir hann. Hvers vegna hlaut hann ekki skjóta heimsfrægð? Maður hélt að hann væri á góðri leið með að sigra heim- inn þegar hann sást í Spaceballs. En allt kom fyrir ekki. Hvar er hann nú? Það er víst von á enn einni Lögregluskólamyndinni á næsta ári. Mikið vona ég að Winslow verði þar. Ég sakna hans. Eru þetta óumflýjanleg örlög stjarnanna í nýrri sjónvarpsþáttum? Kannski verður Sarah Jessica Par- ker öllum gleymd eftir tíu ár. Eru ekki líka krakk- arnir úr Beverly Hills 90210 allir týndir og tröllum gefnir? Nema kannski Shannen Doherty. Henni var bjargað í Charmed eins og reyndar Alyssa Milano. Guði sé lof fyrir Charmed! Og guði sé lof fyrir DVD- endurútgáfur á gömlum gullmolum. Nú getum við séð gömlu, týndu hetjurnar í gömlu góðu hlutverk- unum sínum, í auknum digital gæðum. Það er huggun harmi gegn. HVAR ERU GÖMLU HETJURNAR? VANGAVELTUR UM ÖRLÖG SJÓNVARPSÞÁTTASTJÖRNUNNAR að Alyssa Milano leikur þar dóttur hans. Þau feðgin, John og Jenny, hafa flutt út á land eftir að pabbinn hætti sem liðstjóri í sérsveit hersins. En sveitasælan er úti þegar dótturinni er rænt og Fyrir alla aðdáendur Alyssu Milano má mæla með stórmyndinni Commando frá 1985. Aðdáendur Arnold Schwarzeneggers ættu að vita að kapp- inn leikur aðalhlutverk í myndinni. En færri vita sem lausnargjald á John Matrix að myrða einræð- isherra í Suður-Ameríku. Þetta er ein af stórhas- armyndum frá einu af bestu árum Schwarzeneg- gers. Stórskemmtileg! SJÁIÐ ÞESSA: COMMANDO (1985) Það er ekki mikið meira hægt að segja um söguþráðinn án þess að spilla honum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.