Morgunblaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 17
Rannís tekur þátt í evrópska verkefninu Researchers in Europe 2005 til að kynna mikilvægi vísinda og rannsókna fyrir samfélagið. Rannsóknamiðstöð Íslands • Laugavegi 13 • 101 Reykjavík • www.rannis.is Bryndís Björnsdóttir örverufræðingur, 27 „Eftir að ég komst að því að ég yrði hvorki geimfari né kafarafornleifafræðingur helltist líffræðiáhuginn yfir mig — og síðan hefur í raun fátt annað komið til greina í mínum huga en að starfa við rannsóknir í þeim geira,“ segir Bryndís Björnsdóttir sem vinnur nú að doktorsverkefni á Tilraunastöð HÍ í meina- fræði að Keldum. Bryndís stundaði líffræðinám við Háskóla Íslands og lauk MS-prófi síðasta haust. Hún hefur einbeitt sér að rannsóknum á sjúkdómum í eldisfiski. Doktorsverkefni hennar snýst um að rannsaka bakteríuna Moritella viscosa sem veldur sjúkdómi í laxfiskum sem kallast vetrarsár og hefur gert mikinn usla í fiskeldi við Norður-Atlantshaf. Vonast hún til að niðurstöður verkefnisins hjálpi til við að skýra sýkingarmátt bakteríunnar og að í framhaldi af því verði hægt að framleiða betra bóluefni gegn vetrarsárum. Bryndís er eldhugi í rannsóknunum en þar að auki á hún á sér mörg áhugamál sem meðal annars eru útivist og ferðalög, helst í íslenskri náttúru. „Göngur eru skemmtilegar — en í raun finnst mér ekkert jafnast á við að eiga góða helgi í sumarbústaðnum!“ Sjá nánar um rannsóknir Bryndísar á vefnum www.visindi2005.is [bakteríur og bústaður] Vísindi – minn vettvangur P R [p je e rr ] Eftir alveg hreint ótrúlega velgengni plötunnar Mugi- mama – is this Monk- eymusic? mætti alveg segja mér að landinn væri orðinn vel hungraður og færi brátt að góla sem óð- ur á nýtt efni frá ís- firska sjarmörnum Mugison. Þess gerist hins vegar ekki þörf, því að 12 tónar eru nýbúnir að gefa út plötuna Little Trip. Hvað segirðu, minnir nafnið þig á eitthvað? Jú, kæri lesandi, þú gast þér rétt til: Little Trip er tónlistin úr A Little Trip to Heaven, nýj- ustu mynd Baltasars Kormáks. Sagan segir að Baltasar hafi farið á útgáfutónleika Mugi- mama í Nösu og heillast svo af brjálæðislegum poppbræð- ingi Mugisons að ekki hafi annað komið til greina en að fá sjarmörinn til þess að semja tónlistina við tryggingarann- sóknarmannsdramatryllinn sem var þá á sínum seinni stig- um, en Mugison hefur áður samið tónlist við kvikmyndina Niceland. Og við hverju getum við búist á þessari nýju plötu hans Mugga litla? Það eru kassagítarar, það eru píanó, en annars ómótstæðileg rödd Mugisons er hér í algjöru auka- hlutverki. Þess í stað eru hér á ferð einkennilega amerískar stemningar sem ég get vel ímyndað mér að eigi vel heima í fimbulkuldanum í Minnesota, eða hvar sem myndin gerist nú. Sammi, básúnuleikarinn brjálaði, og knái trompetleikarinn Kjartan eru hér í stórum hlutverkum og ljá plötunni skemmtilega tímalausan blæ með djössuðum leik sínum. Aðrir sem ljá Mugison lið eru trommu- og slagverksleik- arinn Pétur Grétarsson, og gítarleikararnir Björgvin Gísla- son og Pétur Þór Ben stoppa við í einu lagi hvor. Sambýlis- kona og barnsmóðir Mugisons leikur þá á píanó á plötunni auk þess að semja lagið „Piano for Tombstones“. Þessi plata er fjarri því að vera sama smáskífuorgía og Mugimama, en lagið „Go Blind“ hefði auðveldlega slegið flestum lögunum þar við þegar kemur að svalleika og óvenjulega blúsuðum gítarleik. Ný (og hægari) upptaka af Rásar 2-smellinum „Murrmurr“ dúkkar síðan upp á þessari plötu þótt ekki sé það tekið fram á umslaginu. Little Trip er áhugaverð hlustun þar sem hinn fjölhæfi Mug- ison sýnir á sér nýjar hliðar sem eiga eflaust eftir að skýrast enn betur þegar A Little Trip to Heaven dettur í bíó á næstu vikum. Atli Bollason MUGISON: LITTLE TRIP PLATA VIKUNNAR Mér varð á og þungan dóm ég hlaut og villtist af réttri braut. Svona hljómar upphafslínan í einu vinsæl- asta dægurlagi Íslands, „Traustur vinur“ eft- ir Jóhann G. Jóhannsson. Það var hljóm- sveitin Upplyfting sem tók upp lagið í stúdíói Svavars Gests í lok áttunda áratug- arins. Vinsældir lagsins „Traustur vinur“ eða „Trausti“ eins og Jóhann og hljómsveitin kalla jafnan lagið komu þeim í opna skjöldu en það hafði aldrei hvarflað að þeim að það yrði að einu mest spilaða dægurlagi í ís- lenskri tónlistarsögu. „Bíddu nú við. Það byrjaði sem lag með enskum texta,“ rifjar Jóhann upp. „Ég man aðeins tvær setningar: „I’m not living any- more, I’m not giving anymore, without you …“ – eitthvað svoleiðis,“ segir hann og hlær. „Síðan fór þetta út í kántríútgáfu. Ég held að Björgvin Halldórsson hafi beðið mig um efni fyrir plötu sem hann var að vinna að. Þá sá ég lagið fyrir mér á ekki ósvipaðri línu og „I shot the Sheriff“ eftir Eric Clapton. Textinn var þá: „Ég drap mann og þungan dóm ég hlaut.“ Björgvin aftur á móti hafn- aði laginu. Hann treysti sér ekki til að syngja þetta. Þá var það þannig að ég var beðinn að stjórna upptökum hjá Samvinnuskóla- hljómsveitinni, hún var reyndar ekki komin með það nafn þá. Það vantaði efni og þeir fengu nokkur lög frá mér, þar á meðal var Traustur vinur. Það lag einhvern veginn vann sig upp af sjálfsdáðum. Við höfðum kannski ekkert endilega trú á því frekar en öðrum lögum plötunnar. Þarna var Ást- arkveðja sem var fyrsti stóri smellurinn hjá Upplyftingu og við vissum allir að það yrði vinsælt. En „Trausti“, eins og lagið er oft kallað, hann vann sig bara upp sjálfur og sennilega með mest spiluðu og vinsælustu lögum sem ég hef samið. Ég heyri að það er nánast önnur hver hljómsveit með þetta lag og ekkert lag hefur gert Upplyftingu eins gott og þetta, en það fékk spilun jafnvel fjórum sinnum á kvöldi. Ég man að trommarinn okkar var svo mikill trommari að hann vildi taka endalaus „breik“. Mín fyrirmæli voru þau að taka ekki „breik“ nema það væri ekki hægt að komast hjá því. Það reyndist ágætlega. Sig- urður Dagbjartsson lék líka þetta frábæra sóló sem mér finnst býsna gott. Hann var þá undir miklum áhrifum frá Mark Knopfler í Dire Straits.“ TRAUSTUR VINUR DÆGURLAGIÐ 1. Glæsimennin í hljóm- sveitinni Upplyftingu í blóma ferilsins. „Trausti“ gerði þeim gott. Í Nýlistasafninu stendur yfir sýning á vegum Tilrauneld- hússins og tónleika- röð sem kallast Takkar. Tónleikarnir eru á hverjum þriðjudegi, fimmtu- degi og laugardegi fram að jólum. Í kvöld, 1. desember, verða Matthías M.D. Hemstock tónlist- armaður og Katrín Elvarsdóttir ljósmyndari með tónlist- argjörning. Bókin Mórar – nærvídd er samstarfsverkefni Katrínar og Matthíasar. Ljósmyndir Katrínar af íslensku umhverfi og ljóðrænn texti eftir Braga Ólafsson rithöfund prýða síð- urnar. Geisladiskur með hljóðmyndum Matthíasar fylgir svo með bókinni. „Tónlistin á disknum sem fylgja bókinni eru umhverf- ishljóð og Matthías kallar þetta hljóðmyndir. Þetta eru hljóð sem hann tók upp á sömu stöðum og ég tók myndirnar, fyrir utan eyðibýli og inni í verksmiðjum. Þetta eru bæði náttúruhljóð og vélarhljóð, svo er öllu blandað saman. Hann reynir að endurtaka þetta „live“ með því að spila á alls konar hluti eins og lauf og sand,“ segir Katrín um uppákomuna. Þau eru nýkomin heim af menningarhátíðinni í Köln þar sem um 100 íslenskir listamenn komu fram en þar sýndu þau þennan tónlistargjörning. „Myndunum var varpað upp á sýningartjald af DVD diski, flutningurinn tekur 38 mínútur og myndirnar eru tímasettar eftir taktinum í tónlistinni. Þetta heppnaðist rosalega vel og fólk var mjög ánægt.“ Flutningurinn byrjar klukkan 20.00 í Nýlistasafninu við Vatnsstíg í kvöld. TAKKAR TILRAUNA- ELDHÚSSINS MÓRAR – NÆRVÍDD 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.