Morgunblaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 22
22 SPURT OG SVARAÐ Hvað væri það besta sem gæti komið fyrir þig í dag? „Að þú, lesandi góður, færir í næstu plötubúð og keyptir nýju plötuna mína, Ólýsanleg.“ Hvað er það versta sem þú hefur upplifað? „Ekki vettvangurinn til að ræða það.“ Hverjir eru þínir helstu kostir? „Óhófleg bjartsýni.“ Gallar? „Óhófleg bjartsýni.“ Hvað geturðu gert margar armbeygjur? „Er með brotið bein í úlnlið sem grær ekki, þann- ig að sársaukinn verður óbærilegur eftir eina.“ Ef þú gætir breytt einhverju við Reykjavík hvað væri það? „Mig langar í lóð, þannig að útboðskerfi R-listans á lóðum væri það fyrsta sem ég myndi breyta.“ Ef þú gætir ferðast aftur í tímann, til hvaða árs myndirðu fara? „Myndi ferðast til 1912 og gera mitt besta til að bjarga fólkinu um borð í Titanic. Væri klár með björgunarbáta fyrir 1.500 manns við Nýfundna- land.“ Hvað reitir þig til reiði? „Hef mikið jafnaðargeð, en skemmdarverk fara í taugarnar á mér og menn sem beita konur og börn ofbeldi gera mig ofsareiðan.“ Hvað gleður þig mest? „Strákarnir mínir.“ Áttu þér einhverja fyrirmynd? „Pabba minn, einn vandaðasti maður á jarðríki.“ Hver er áhrifamesta lesning sem þú hefur les- ið? „Biblían.“ Hvað er uppáhaldsdýrið þitt og af hverju? Rjúpan, af því það er svo gaman að veiða hana og jafnvel enn skemmtilegra að borða hana.“ Hver er uppáhalds kvikmyndin þín? „Nightmare before Christmas.“ Uppáhaldsstaðurinn og af hverju? „Á botni sjávar í vel heppnaðri köfun, finn ekki friðsælli stað.“ Ertu með eitthvert lag á heilanum? „I feel pretty. Væntanlega vegna þess hvað ég er myndarlegur.“ Hverjar eru þínar helstu fóbíur? „Haldinn hræðilegri geitungafóbíu, æpi eins og smástelpa þegar geitungur gerir sér dælt við mig.“ Eitthvað að lokum? „Kaupa nýju plötuna mína.“ MATTI Í PÖPUNUM ÓHÓFLEG BJARTSÝNI Á botni sjávar í vel heppnaðri köfun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.