Morgunblaðið - 08.12.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.12.2005, Blaðsíða 4
4 MYNDASÍÐA ÞRIÐJUDAGINN 29. nóvember síðastliðinn voru haldnir á Grandrokki samstöðu- og styrktar- tónleikar til stuðnings réttindum palestínsku þjóð- arinnar. Að þessu sinni rann allur ágóði tón- leikanna til Öryrkjabandalags Palestínu. Á tónleikunum komu fram: Bob Justman, Jakobín- arína, Mr. Silla, Reykjavik!, Þórir og auk þess nokkr- ir meðlima úr hljómsveitinni Hjálmar. Tónleikarnir þóttu með eindæmum vel heppnaðir og var á tíð- um troðið út úr dyrum. FYRIR PALESTÍNU UNDANFARNAR vikur hefur hljómsveitin Íra- fár verið á tónleikaferðalagi um allt landið. Þessi túr var haldinn til styrktar Einstökum börnum en þetta verkefni er unnið í sam- vinnu við Íslandsbanka. Alls voru þetta 11 tónleikar og rennur allur ágóðinn af ferðalag- inu óskiptur í þetta málefni. Fyrstu tónleikarnir voru haldnir á Selfossi 10. nóvember og á laug- ardaginn síðastliðinn lauk þessum túr með stór- tónleikum sveitarinnar í Austurbæ. ÍRAFÁR Í AUSTURBÆ Það er ekki hægt að segja að hljómsveitin Leaves haldi mikið af tónleikum á börum borgarinnar. Því voru margir hissa að frétta af tónleikum þeirra á Grandrokki um síðustu helgi. Framkoma þeirra var óaðfinnanleg sem ávallt og uppskáru þeir mikla gleði viðstaddra. Hljómsveitin Tele- pathetics hitaði upp. „LOCAL“ LEAVES Myndir Sverrir Vilhelmsson Myndir Sigurjón Guðjónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.