Morgunblaðið - 08.12.2005, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.12.2005, Blaðsíða 10
10 HÖNNUN Haraldur Civelek býr í New York þar sem hann nemur hönnun í deild sem heitir „Design and Technology“ í Par- sons School of Design. Hann er á öðru ári í skólanum og líkar lífið í New York mjög vel. „Áhugasvið mitt er hér eins og stað- an er núna. Ég kom hingað til að fók- usera meira, þrengja áhugasviðið og komast nær því sem mig langar að gera en ég er eiginlega í miklu verri málum vegna þess að það víkkar bara sjóndeildarhringinn að koma hingað og mig langar að gera svo miklu meira.“ Áður en Halli flutti til New York vann hann á auglýsingastofunum Fast- landi og Góðu fólki. „Ég fékk vinnu á Mogganum við að litaleiðrétta minn- ingargreinamyndir og þar lærði ég á Photoshop.“ Þaðan lá leiðin í auglýs- ingabransann og þegar hann fékk fyrst vinnu á Góðu fólki var hann beðinn um að mæta með „portfol- io,“ „ég sagði bara port-hvað? Ég hafði ekki hugmynd um hvað það var.“ Til New York kom hann fyrst árið 1995 og heillaðist af borginni. „Ég vissi ekki hvað ég vildi verða þá en ég ákvað að einn daginn myndi ég fara í skóla hér.“ Ástæðan fyrir því að hann dreif sig svo í námið var sú að hann vildi fá meiri tíma til að gera alls kon- ar hluti sem að vinnan bauð ekki uppá þó honum hafi þótt gaman í vinnunni. „Markaðurinn á Íslandi er svo takmarkaður. Ef maður er ekki hönnuður að gera auglýsingar þá er voðalega lítið pláss fyrir mann. Ég komst að því að mig langar að vera uppfinningamaður og gera eitthvað, eins og að teikna karaktera, skrifa bækur og búa til leikföng.“ Allir að reyna að „meika það“ Halli segist vera mjög ánægður með námið og skólann. „Að vera í skóla hérna úti er full vinna. Heima er fólk að vinna með skóla. Ég er meira „bissí“ hérna í skólanum heldur en nokkurn tímann þegar ég var að vinna. Það eru miklu fleiri andvöku- nætur.“ Mælirðu með því að fara frekar út í nám? „Ég held það sé mjög hollt fyrir alla að fara að heiman. Ég var á 28. ári þegar ég flutti út og mig var búið að langa að gera það í tíu ár. Þetta er al- gjör klisja en allir sem flytja út segja að maður sjái heiminn í öðru ljósi og meti sjálfan sig öðruvísi og það er al- veg rétt. Hvað varðar peningamál og hvers maður ætlast til af lífinu og umhverfinu. Þetta er auðvitað rosa- lega dýrt. Á móti kemur að skólinn er mjög stór og það er svo margt að ger- ast í borginni þannig að það er svo margt sem ýtir manni áfram í nám- inu. Það er endalaust af nýjum gall- eríum, sýningum og opnunum. Það er rosaleg dínamík í loftinu og allir að reyna meika það. Það er meikfýla í loftinu sem ýtir mér áfram. Ég veit að ég þarf að gera ótrúlega vel hérna, á meðan á Íslandi er hugsunarhátturinn oft „skást er best“. Maður gerir bara það sem er nóg af því að það er nóg.“ Halli tekur fram að skólinn er það sem hann er af því að hann er staðsettur í New York. „Parsons á Íslandi myndi ekki vera eins. Skólinn er líka ná- kvæmlega jafngóður og kennararnir sem kenna í honum. Þegar kennarinn ferðast um heiminn og sýnir verkin sín og er með mikla ástríðu fyrir þessu þá smitar það út frá sér. Það er líka mikið „networking“ í gangi hér, sem er mjög mikilvægt. Á lokasýningarnar kemur alls konar fólk frá fyrirtækjum eins og Disney, Pixar, Sony og Nike og er að ráða fólk. Það breytir því hvern- ig ég vinn verkefnin að vita það.“ Halli býr í Kínahverfinu á neðri hluta Manhattan. „Það er „smelly“ en það er fínt. Mér finnst gaman að vera í öðruvísi hverfi.“ Lyktin kemur frá öll- um matvælamörkuðunum sem selja fisk og grænmeti. „Á sumrin, þegar það er 28 gráða hiti og engin kæling, þá er alveg geðveik fýla og fólk úr Chinatown tekur fyrir nefið. Svo lekur „fiskdjús“ frá mörkuðunum og ég er alltaf að reyna stíga ekki í það og haldandi fyrir nefið,“ lýsir Halli og hlær. „Það sem mér finnst svo ótrúlega merki- legt við Chinatown er að það er allt á kínversku og það býr fólk hérna sem ég held að fari aldrei út úr China- town,“ segir hann, og bætir við að það besta við staðsetninguna sé að hann er stutt frá lestum og það er stutt í skólann. Hann er líka í göngu- færi við tónleikastaði og bíó sem eru ekki bara með blockbuster-myndir heldur heimildarmyndir og indí- myndir líka. „Það besta við New York er líka allt þetta fólk, sama á hvaða tíma sólar- hrings og á hvaða götu, það er alltaf alls staðar fólk.“ Myndir í rúllustiga í Hong Kong Það er kínverskt þema hjá Halla fyrir þessi jól því hann tekur þátt í jólasýn- ingu í verslunarmiðstöð í Hong Kong ásamt vini sínum Sigga Eggertssyni. „Þetta er eitthvað í tengslum við skandinavíska hönnuði,“ segir Halli. “Þeir byggja íshús og gera ís- skúlptúra eftir myndunum okkar. Það eru hengdar kringlóttar myndir eftir okkur á vínylplötum á risastórt jólatré og svo er hellingur af plaköt- um eftir okkur á sýningunni. Það er líka verið að skreyta bíl með myndum eftir mig og rúllustiga í „mollinu“ leggur Halli áherslu á og tekur fram að honum finnist þetta mjög fyndið og miklu skemmtilegra en að sýna í einhverju galleríi. DÍNAMÍK Í LOFTINU Í NEW YORK HALLI HÖNNUNARNEMI Í PARSONS 1 1. Sjálfsmynd af Haraldi Civelek. Hægt er að fylgjast með Halla á vefsíðunni hans www.icomefrom- reykjavik.com 2 2. Tuvaletti, klósettfélagi barnanna. Besti vinur barnanna sem skemmtir þeim og bjargar á örlagastundu. 3 54 5. Lógó sem Halli teiknaði fyrir Health Education deildina í New School, sem er háskólinn sem Parsons er hluti af. Þeir voru með lógó-sam- keppni sem að Halli vann. Texti Hanna Björk 4. Svífandi jólasveinn. Mynd úr barnabók sem Halli er að vinna í. 3. Drengur. Ein af mynd- skreytingunum sem Halli gerði fyrir jólasýn- inguna í APM-versl- unarmiðstöðinni í Hong Kong. Ég komst að því að mig langar að vera uppfinningamaður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.