Morgunblaðið - 08.12.2005, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.12.2005, Blaðsíða 12
12 VIÐTALIÐ Það hefur mikið gengið á í lífi Bubba Morthens á þessu ári, vænir skammtar af súru og sætu. Hjóna- skilnaður, tvær útgefnar plötur, aðrar tvær endur- útgefnar og eitt stykki málaferli við 365-fjölmiðla- samsteypuna eru aðeins nokkrir af þeim viðburðum sem hafa hrært hvað mest í Bubba á árinu. Ein- hverjir myndu kjósa rólegheit eftir svona annríki en Bubbi er þegar farinn að vinna að næstu plötu og nýjum sigrum. Ef eitthvað er virðist hann fílefldur eftir allt það sem gengið hefur á. „Árið var kaflaskipt, eins og íslenska veðrið,“ segir Bubbi þegar hann tyllir sér í sófann í Morgunblaðs- húsinu. „Rigning, rok, kuldi og sól. Ég ætlaði bara að taka eitt spor en endaði í tólf,“ segir Bubbi og bætir við að samstarfið við tónlistarmanninn Barða Jó- hannsson hafi verið sérstaklega mikið gæfuspor. „Hann var þrettánda sporið.“ Erfiðleikarnir „Svo er það ganga mín aftur til baka, að finna aftur land undir fótunum,“ segir Bubbi þegar talið berst að hjónaskilnaðinum. „Framan af árinu var þetta mjög erfitt. Kannski erfiðasti kafli ævi minnar.“ Aftur á móti segir hann að á þessu séu tvær hliðar og hann vill meina að þessir erfiðleikar hafi að ein- hverju leyti reynst honum þroskandi og gefandi. „Þetta er kannski ekki eitthvað sem ég á að gera að einhverri rútínu, að skilja og allt það. Þetta bara kom og maður tekur því, bara eins og í boxinu maður tekur högginu eins og vera ber. Ég reyni kannski að- eins að rúlla með því svo maður rotist ekki.“ Barátta Bubba við fjölmiðlasamsteypuna 365 ljós- vakamiðla hefur ekki farið framhjá mörgum en þessa dagana stendur hann í málaferlum við fyrirtækið eft- ir að forsíðumynd af honum birtist á tímaritinu Hér & nú undir fyrirsögninni „Bubbi fallinn“. „Það var mjög skrýtið að koma inn í einhverja sjoppu úti á landi þar sem ég var að veiða og sjá „Bubbi fallinn“ og allt það. Það var mjög furðuleg upplifun og sló mig helvíti hressilega, af því ég vissi alveg BUBBI GERIR UPP ÁRIÐ Texti Þormóður Dagsson Myndir Árni Torfason Stílisti Aga Förðun Magnea Bolir Dead Þakkir Henrik hvaða hugur lá að baki og hvers vegna þeir settu þetta fram. Mér finnst mjög skrýtin staðan á fjöl- miðlamarkaðinum almennt séð. Hún er kannski ekki alveg eins og maður hafði óskað sér þegar maður barðist fyrir fjölmiðlafrumvarpinu. Þetta er einhver ný tegund blaðamennsku sem sló mig, þessi lína – „við hlífum engum“. Það væri kannski verkefni fyrir þá Jónas og Mikka Torfa, að skoða á bak við tjöldin hjá sér, hvernig þetta er hjá sumum starfsmönnum þeirra. Það væri flott forsíðuefni fyrir þá.“ Bubbi vill samt sem áður ekki tjá sig of mikið um þessi málaferli að svo stöddu. „Þegar maður er tilfinningalega tengdur einhverju missir maður oft réttan fókus á hlutina. Þegar tilfinn- ingarnar fara að þvælast fyrir rökhyggjunni taparðu, þá ertu bara kominn í ógöngur. Ég held þess vegna að það sé ekki skynsamlegt að vera að tjá mig of mikið um það.“ Þrettánda sporið „Hann var þrettánda sporið,“ segir Bubbi um félaga sinn og tónlistarmanninn Barða og bætir við að þeirra kynni hafi verið mikill vendipunktur á sínum ferli. Barði vann með honum plöturnar Ást og Í sex skrefa fjarlægð frá paradíssem kom út og nú þegar eru þeir félagarnir farnir að vinna að næstu plötu. Hvernig kom það til að þið fóruð að vinna saman? „Ég var auðvitað búinn að vita af Barða alveg helvíti lengi og því meira sem ég heyrði honum hallmælt því meira gerði ég mér grein fyrir því að það væri eitt- hvað spunnið í hann,“ segir Bubbi og hlær. „Það var bara mjög þröngur hópur sem gerði sér grein fyrir því að hann væri séní. Svo hitti ég hann bara og spurði hann hvort hann væri ekki til í að vinna fyrir mig og hann gekkst undir það. Við byrj- uðum á að gera lag sem heitir „Fallegur dagur“ og fór í spilun fyrir einu og hálfu ári og síðan tókum við „demó“ fyrir þrjár plötur og við skildum eftir tíu lög sem við notuðum ekki.“ Afraksturinn voru plöturnar fyrrnefndu, Ást og Í sex skrefa fjarlægð frá paradís. „Ég vissi það að sem popptónlistarmaður er Barði al- gjörlega stök grein á popptrénu hérna heima. Það var alveg magnað að vinna með honum.“ Bubbi tek- ur þó fram að maður þurfi að vera vel á sig kominn til að halda í við vinnuformið hans Barða. „Ég held að Barði sofi kannski í mesta lagi þrjá, fjóra klukku- tíma á sólarhring. Ég hef aldrei unnið með neinum sem er eins gjörsamlega týndur í því sem hann er að gera og leggur eins mikla alúð í það. Þetta er nátt- úrulega stjórnlaus ástríða, maðurinn er algjörlega týndur í þessu og ég vil meina að það skili sér í því sem hann gerir,“ segir Bubbi ákafur. „Barði er heil- agur, algjörlega.“ Hvernig er samstarfinu háttað ykkar á milli? „Ég leyfi honum að ráða. Mér finnst það ferlega spennandi. Ég mæti með lög spyr hvað hann vilji gera við þau og hann bara gerir það sem honum sýn- ist. Fyrir vikið fæ ég nýja vinkla og kannski allt öðru- vísi vinkla en hefðu komið frá mér eða þeim pródús- erum sem hafa unnið með mér í gegnum tíðina.“ Stöðnun er ekki jafntefli Bubbi leggur áherslu á að það sé ekkert hættulegra fyrir skapandi fólk en að hræðast breytingar. „Um leið og þú ferð að hugsa þannig ertu farinn að renna afturábak. Þú týnist, frjóleikinn og sköp- unargáfan hverfur bara. Maður verður að hreyfa vinstri löppina til að sú hægri fylgi með. Stöðnun er ekki jafntefli.“ Hann viðurkennir að hann hafi sjálfur á einhverju tímabili fundið sig í slíkum sporum. „Ég segi ekki að ég hafi verið stopp í sporunum en við getum sagt að ég hafi hægt á göngu minni. Með því að fara að vinna með Barða þurfti ég aðeins að greikka göngulagið og taka meira á því. Það er galdurinn, að vera nógu djöfull forvitinn og for- dómalaus.“ Bubbi nefnir sam- starf sitt við Mínus-drengina í „EINS OG ÍSLENSKA VEÐRIГ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.