Morgunblaðið - 08.12.2005, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.12.2005, Blaðsíða 16
16 TÓNLIST Tilraunaeldhúsið hefur verið starf- rækt í sjö ár og hafa þau staðið fyrir alls kyns uppákomum öll þessi ár. Um þessar mundir stendur yfir sýn- ingin Takkar í Nýlistasafninu sem eldhúsið setti upp og þar eru haldnir tónleikar á þriðjudögum, fimmtu- dögum og laugardögum meðan sýn- ingin stendur yfir til 19. desember. Við ákváðum að forvitnast um sýn- inguna og heyrðum í Kristínu Björk hjá Tilraunaeldhúsinu en hún kemur líka fram sem tónlistarmaðurinn Kira Kira. „Okkur var boðið að halda þessa sýningu í Nýlistasafninu. Við vorum búin að eiga þennan leyni- draum að halda svona sýningu með list sem heyrist í,“ segir Kristín en þetta er í fyrsta sinn sem þau standa fyrir myndlistarsýningu þótt þau hafi alltaf verið að daðra við myndlist í gegnum árin og fengið mynd- listamenn til að vinna með tónlist- armönnum. Á sýningunni eru fimm listamenn og fjórir af þeim eru tónlistarmenn. Það eru Trabant, Borko, Dj Musician, Helgi Þórsson úr Stilluppsteypu og Magnús Helgason. „Þetta eru allt verk sem heyrast í og gleðja. Við völdum listamenn sem heilla umsvifalaust. Það er ekkert verið að pæla þangað til maður drepst úr leiðindum,“ segir Kristín og minnir á að list er skemmtileg en ekki flókin ráðgáta fyrir áhorfand- ann að leysa. Leikvöllur fyrir tónlistarfólk „Tilraunaeldhúsið er fyrst og fremst leikvöllur fyrir alls konar tónlistarfólk og listamenn að hittast á og bauka. Við höfum búið til sérviskuleg sam- starfsverkefni og haldið gjörninga um allan heim,“ segir Kristín en þeim er oft boðið á erlendar tónlistarhá- tíðir. „Þegar boðið er gott og girni- legt þá skellum við okkur. Það er ekki verra að oft er svona gert með stæl erlendis og hugsað vel um tónlist- armennina og við fáum að vera kóngar og drottningar í smátíma.“ Tónleikaparadís „Það sem við erum að gera í Jólaserí- unni eru ekkert endilega risavaxnir viðburðir. Við erum fyrst og fremst að fókusera á það sem kviknar milli listamannanna og það sem verður til. Stundum verða til heilu hljóm- sveitirnar, eins og til dæmis Appa- rat.“ Kristín talar um að þau hafi útbúið rými í Nýló fyrir litla tónleikaparadís. „Það hefur alltaf verið sterkasti hluti af starfsemi tilraunaeldhússins að búa til þennan leikvöll fyrir lista- menn til að mætast á og búa til eitt- hvað nýtt. Okkur fannst það alveg ómissandi partur af þessari sýningu. Þá væri einhver lífvera sem spriklaði hér allt sýningartímabilið.“ Þessi líf- vera er tónleikaröðin sem þau kalla Jólaseríu. Það er margt spennandi á dagskrá fram að lokahófinu 19. desember. Nánari upplýsingar eru á http:// nylo.is JÓLASERÍA TILRAUNAELDHÚSSINS OG SÝNINGIN TAKKAR Í NÝLÓ Mynd Þorkell Þorkelsson Texti Hanna Björk Landsbyggðardrengirnir í hljómsveit- inni Reykjavík! hafa á undanförnum misserum verið duglegir við að kynna sig og músíkina sína á helstu tón- leikastöðum höfuðborgarinnar. Bandið samanstendur af fjórum Ís- firðingum og einum Reyðfirðingi og spila þeir eitthvað sem kalla mætti rokk og ról. Þetta byrjaði sem kassagítardúett þeirra Bóasar söngvara og Hauks gít- arleikara. Þetta var fyrir einu og hálfu ári, segja þeir, en síðan þá hafa bæst í hópinn Guðmundur gítarleikari, Valdimar bassaleikari og Kristján trommari. Haukur, Bóas og Guðmundur sitja á Kaffibarnum og fræða blaðamann um upptökumál væntanlegrar plötu sveitarinnar. Ágætis byrjun 21. aldarinnar „Við erum búnir að vera í „slotlausri“ vinnu í hljóðveri núna í hvað, þrjá mánuði,“ segir Bóas og bíður eftir að hinir tveir samþykki þessa staðhæf- ingu. Haukur vill aftur á móti meina að mánuðirnir séu tveir og Guð- mundur setur spurningarmerki við orðið „slotlaus“. Þeir geta þó allir ver- ið sammála um að hljómsveitin er að vinna að afar metnaðarfullri plötu. „Þetta verður bæði hljóðskúlptur og eiginleg plata. Við erum með barna- kór og rhodes-píanó. Svo kemur stelpa í heimsókn,“ segir Haukur full- ur ákafa. „Þetta gengur rosalega vel,“ lýsir Bóas yfir. „Við erum búnir að leggja grunninn að fjórtán lögum. Svo er bara að hljóðblanda hana …“ Haukur grípur inn í að strengjasveit verði með í upptökunum. „Já, ef það gengur að óskum,“ áréttar Bóas. „Þetta verður eitthvert metnaðar- fyllsta verk síðan Lifun Trúbrots kom út,“ heldur Bóas áfram og Haukur segir að þeim sé full alvara með að gefa út Ágætis byrjun 21. aldarinnar. „Við eigum von á því að platan verði ofarlega á listum þegar áratugurinn verður tekinn saman,“ segir Haukur sannfærandi og hinir tveir kinka sam- þykkjandi kolli. „Við erum jafnvel að spá í að fá okkur stílista,“ bætir metnaðarfullur Hauk- urinn við. Afmiðjuð hljómsveit „Ég held að þetta verði rosaleg plata. Vinnan að henni hefur alla vega verið mjög átakanleg fyrir hljómsveitina,“ segir Bóas. Haukur aftur á móti vill ekki meina að vinnan hafi verið átak- anleg. „Hún var skemmtileg,“ hrópar hann yfir hópinn. „Við höfum hnakk- rifist og það hefur legið við handalög- málum,“ æpir Bóas á vin sinn og Haukur minnist skyndilega einhverra átaka sem áttu sér stað. „Ég held bara að nokkrir árekstrar séu það sem við þurfum sem manneskjur til að þroskast og þróa okkur áfram.“ „Algjörlega,“ segir Haukur. „Framfar- ir spretta af átökum. Þetta virkar svo- lítið eins og samblanda af Hegel og Foucault ef þú tékkar á þessu. Þá er- um við með þessa samstarfs-díalektík þú veist. Bóas kemur kannski með hugmynd og svo kem ég með betri hugmynd. Svo kemur hann kannski með enn betri hugmynd og úr þessu verður svona „symbíósa“ góðra hug- mynda. Í rauninni er það „syntesan“ okkar starfs.“ Haukur heldur áfram á þessum nótum. Derrida ber á góma og einnig Kant og blaðamaður horfir sljóum og skilningslausum augum á borðið. „Þetta verður í rauninni til þess að við erum frekar afmiðjuð hljómsveit, við fljótum um í rhísóm- ískri andakt,“ segir Haukur að lokum. Þess má geta að þrír meðlimir bands- ins eru í heimspeki við Háskóla Ís- lands. „Þetta er háskólahljómsveit,“ segir Guðmundur og Bóas telur að hugtakið „háskólarokk“ öðlist al- gjörlega nýja meiningu hjá þeim. Simpsons-kynslóðin „Svo að við minnumst aðeins á texta- gerðina okkar,“ segir Bóas, „þá erum við kannski ekkert rosalega pólitískir en við reynum að stinga á ýmiss konar kýlum í samfélaginu. Til að mynda í lagi sem ber vinnutitilinn „Ted Dans- on“. Það fjallar öðrum kosti um það að nú eiga sér allir heimasíður og bloggsíður og lifa dálítið tvöföldu lífi; geta verið svolítið „gangsterar“ á int- ernetinu þótt þeir séu það kannski ekki í raunveruleikanum og eru að slá um sig með alls konar tilvísunum í popp-kúltúr og þær eru oft rosalega gegnsæjar,“ útskýrir Bóas. „Okkur þykir þetta vera kjánaleg þróun af því að fólk tapar um leið hæfileikanum til einlægni í mannlegum samskiptum. Það getur verið töff á internetinu en það verður lokaðra fyrir vikið í einka- lífinu.“ „Ég meina motherfucker,“ segir Haukur ákafur, „opnaðu bara hvaða bloggsíðu sem er þá er fólk bú- ið að hrúga inn alls konar hlekkjum og myndum og það er undantekning- arlaust eitthvert svona „kits“ eða ein- hverjir poppkúltur karakterar frá svona áttunda og níunda áratugnum. Það er í rauninni ekkert afrek, ég meina hvað ertu að segja með því? Ekki: „Ég er aðdáandi þessa manns,“ því með því að berskjalda þig þannig seturðu þig um leið í viðkvæma stöðu. Þetta er bara eitthvað til að segja: „Sjáðu hvað ég er sniðugur og hipp gaur.“ Þú segir að þú kunnir að meta eitthvað, þá er það alltaf með einhverjum fyrirvara. Þetta kemur skýrt fram á sumum skemmtistöðum en þá er undantekningalítið leiðinleg tónlist í gangi, eitthvert eitís-kjaft- æði. Eitthvað svona fyndið. Fólk er alltaf að fela sig á bak við hæðnina. Við erum alls ekki barnanna bestir í þessum málum, við erum líka fórn- arlömb þessarar tilhneigingar. Við er- um algjörlega hluti af Simpsons- kynslóðinni.“ Þegar þeir eru spurðir hvort komandi plata hljómsveitarinnar sé einlæg koma fyrst upp bæði já og nei til skiptis en eftir smávangaveltur út- skýrir Bóas þetta betur. „Hún hefur þessa tilhneigingu líka, hún getur alltaf falið sig á bak við eitthvað ef einhver ætlar að gagn- rýna hana illa.“ Guðmundur er aftur á móti ósammála þessu og vill meina að platan sé afskaplega einlæg og að lokum tekur Bóas, og þeir allir, undir það líka. Hljómsveitin Reykjavík! mun leika á Grandrokki annað kvöld, föstudags- kvöld, ásamt Hairdoctor og ástralska tónlistarmanninum Ben Frost. Texti Þormóður Dagsson Mynd Ásdís Ásgeirsdóttir HLJÓMSVEITIN REYKJAVÍK! EINLÆGT ROKK Í VIÐJUM POPPKÚLTÚRS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.